Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Umdeild kaup forkaupsréttarhafa á hlutabréfum Þróunarsjóðs Gætu hagnast verulega ÞEIR sem nýttu sér forkaupsrétt á hlutabréfum Þróunarsjóðs í Meitlin- um í Þorlákshöfn og Búlandstindi á Djúpavogi gætu átt eftir að hagnast vei-ulega ef markaðsverð á hluta- bréfum í félögunum helst jafn hátt og það hefur verið síðustu vikurnar. Gæti pappírslegur hagnaður skipt hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum króna í sumum tilvikum, en það er meðal annars háð því hver niðurstaða verður af mála- rekstri fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur um hveijir teljist forkaupsréttar- hafar, en verði niðurstaða málsins Mata hf. í vil sem höfðar málið gæti forkaupsréttarhöfum átt eftir að fjölga verulega. Um er að ræða 70 milljóna króna hlutafé að nafnvirði í Búlandstindi, sem stendur forkaupsréttarhöfum til boða á genginu 1,15 og hlutafé að nafnvirði 119,3 milljónir króna í Meitlinum á nafnverði eða genginu 1,00. Forkaupsréttur 38 aðila, hlut- hafa og starfsmanna, sem skylt er að bjóða forkaupsrétt að eignarhlut sjóðsins berist tilboð í hann sam- kvæmt iögum um Þróunarsjóð, var viðurkenndur í Búlandstindi. For- kaupsrétti Mata hf. og 22 tengdra aðila var hafnað á þeirri forsendu að hlutabréf í félaginu hefðu verið keypt eftir að Þróunarsjóður hefði tekið tilboði í fyrirtækið og for- kaupsrétti tveggja annarra aðila var einnig hafnað á sömu forsendu. Fimm tilboð bárust hins vegar í eignarhlutinn í Meitlinum, fjögur frá hluthöfum Meitilsins og eitt frá stjórnarmanni í félaginu. Komið hefur í ljós að þrír stjórnarmenn í Búlandstindi nýttu sér einnig for- kaupsrétt að bréfum í félaginu og hefur Þróunarsjóður leitað eftir lagalegri áiitsgerð á því hvort stjórnarmenn í félögunum teljist starfsmenn og beri því forkaupsrétt- ur eða ekki. Er búist við niðurstöðu þar að lútandi mjög fljótlega. Samkvæmt túlkun Lagastofnun- ar á lögum um Þróunarsjóð skiptist eignarhlutur sjóðsins jafnt á milli allra þeirra sem neyta forkaupsrétt- arins. Varðandi. Búlandstind getur það þýtt að allt frá 35 aðilum, að því gefnu að stjórnarmenn teljist ekki eiga forkaupsrétt, og upp í rúmlega sextíu aðilar eigi forkaups- réttinn. Hlutafé á bilinu rúmlega ein millj- ón og upp í tvær milljónir að nafn- verði gætu því komið hlut hvers eins og kaupgengið væri 1,15. Kaupverð tveggja milljóna í hluta- bréfum væri því 2,3 milljónir. Gengi hlutabréfa í Búlandstindi á Opna tilboðsmarkaðnum hefur hins vegar stöðugt farið hækkandi allt frá því ísfélagið í Vestmannaeyjum gerði tilboð í bréfin 26. ágúst og forkaups- réttarhöfum var boðið að ganga inn í kaupin. Siðustu viðskipti með bréf- in á Opna tilboðsmarkaðnum voru 21. nóvember síðastliðinn og þá seldust hlutabréf að nafnvirði 100 þúsund krónur á genginu 2,45 eða fyrir 245 þúsund krónur. Gengið hafði þá lækkað frá fyrrihluta mán- aðarins þegar það fór hæst í 2,62, en í síðustu tíu viðskiptum með hlutabréf í félaginu hefur rúmlega ein milljón króna að nafnvirði í hlutabréfum skipt um eigendur. Söluverð tveggja milljóna króna hluts í félaginu á síðasta viðskipta- gengi yrði 4,9 milljónir króna og hagnaður samkvæmt því 2,6 milljónir. í gær voru nokkur sölutil- boð á hlutabréfum í félaginu á Opna tilboðsmarkaðnum. Lægsta tilboðið var á genginu 2,50. Hins vegar var ekkert kauptilboð skráð í Búlands- tind á markaðnum, sem hægt er að taka mark á. 23,9 milljónir í hlut hvers Um Meitilinn gegnir talsvert öðru máli að því leyti að þar er bæði um að ræða stærri eignarhlut að nafn- verði og einnig kemur stærri hlutur í hlut hvers og eins þar sem aðeins fimm aðilar nýttu sér forkaupsrétt- inn, flórir hluthafar og einn stjórnar- maður. Miðað við það koma tæpar 23,9 milljónir í hlut hvers og eins. Ef niðurstaðan verður sú að stjórn- armenn eigi ekki forkaupsrétt að hlutum í félögunum mun eignarhlut- ur Þróunarsjóðs skiptast á milli íjög- urra aðila og koma þá rúmar 29,8 milljónir í hlut hvers og eins. Þar sem tilboð í hlutabréfin var á genginu 1,00 er kaupverðið jafnt og nafnverð eða 23,9 milljónir í öðru tilvikinu og 29,8 milljónir í hinu tilvikinu. Nokkru eftir að frestur til að nýta sér forkaupsrétt að eignarhlutunum í Meitlinum rann út var tilkynnt um sameiningu Meitilsins við Vinnslu- stöðina í Vestmannaeyjum og munu hluthafafundir í félögunum væntan- lega taka afstöðu til þess í næsta mánuði. Fram hefur komið að hver 1.000 króna hlutur í Meitlinum verð- ur metinn á rúmar 700 krónur í Vinnslustöðinni. Miðað við það jafn- gildir 23,9 milljóna króna hlutur í Meitiinum 16,7 milljóna króna hlut að nafnvirði í hinu nýja fyrirtæki sem verður til eftir samrunann. Vinnslustöðin er skráð á Verð- bréfaþingi og síðustu viðskipti með hlutabréf í félaginu áttu sér stað á mánudaginn að nafnverði 500 þús- und krónur á þreföldu nafnverði. Gengi bréfa i fyrirtækinu hefur far- ið lækkandi undanfarið og var til dæmis 3,25 um miðjan mánuðinn, en viðskipti frá því þá nema tæpum tveimur milljónum króna að nafn- virði. Miðað við gengið 3,00 er markaðsverð 16,7 milljóna króna hlutar í Vinnslustöðinni rétt rúmar 50 milijónir króna eða 26 milljónum hærra en kaupverð hlutabréfanna í Meitlinum. Nokkur sölutilboð á hlutabréfum í Vinnslustöðinni voru inni á Verðbréfaþingi í gær, en að- eins eitt kauptilboð. Hagstæðasta sölutilboðið var 3,00, en kauptilboð- ið var á genginu 2,35. Ohagstæður um 9 milljarða JÖFNUÐUR á viðskiptum við út- lönd var óhagstæður um fjóra milljarða króna á öðrum ársfjórð- ungi í ár og um 1,6 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Nú stefnir í að viðskiptajöfnuðurinn í ár verði óhagstæður um 9 milljarða króna, en hann var hagstæður um 1,6 milljarða króna í fyrra. Þetta kemur meðal annars fram í nýjum hagvísum Þjóðhagsstofn- unar. Þar segir að viðskiptajöfnuð- ur hafi ekki verið óhagstæður á öðrum ársfjórðungi frá árinu 1992 og ekki ó'nagstæður á þriðja árs- fjórðungi frá árinu 1991. Þá kemur fram að þróun við- skiptajafnaðarins í ár stafi af mik- illi aukningu innflutnings sem meðal annars eigi rætur sínar að rekja til vaxandi kaupmáttar og bjartsýni um efnahgshorfur. Vöru- innflutningur fyrstu níu mánuðina hafi verið 15,8% meiri að raungildi en yfir sama tíma í fyrra og vöruút- flutningur hafi aukist um 8,6%. Tangi hf. á Vopnafirði Býður út 150 millj- óna hlutafé TANGI hf. á Vopnafirði hefur boð- ið út nýtt hlutafé að nafnvirði 150 milljónir króna. Útboðsgengi verð- ur 1,75 þannig að söluandvirði bréfanna verður 262,5 milljónir. Tilgangur útboðsins er að mæta fjárfestingum í framleiðslutækjum vegna áherslubreytinga í vinnslu og styrkja eiginfjárstöðu og greiðslustöðu félagsins, að því er segir í frétt. Tangi gerir út frystitogarann Bretting og ísfisktogarann Eyvind Vopna, en þeir hafa einkum verið á karfa- og grálúðuveiðum. Land- vinnslan hefur aftur á móti einkum verið byggð á ferskum og frystum þorski af rússneskum veiðiskipum. Þá gerir dótturfélag Tanga, Bjarnarey, út loðnuskipið Sunnu- berg GK 199 og sömuleiðis er Tangi meirihlutaeigandi í Lóni sem rekur fiskimjölsverkmiðju. Verið er að auka afkastagetu þeirrar verksmiðju í 500-550 tonn á sólar- hring. Loks á fyrirtækið 15% í Skálum ehf. sem gerir út loðnu- skipið Júpíter og þriðjungshlut í Bakkasíld ehf. Áhersla á vinnslu uppsjávarfiska Hinu nýja fjármagni úr útboð- inu verður varið til fjárfestinga í nýjum frystibúnaði sem eykur frystigetu fyrirtækisins úr 60 tonnum í 250 tonn á sólarhring. Sérstök áhersla verður lögð á vinnslu uppsjávarfiska til mann- eldis, en dregið úr vægi landfryst- ingar bolfisks. Gert er ráð fyrir að hægt verði að frysta 6.700 tonn af loðnu og síld á árinu 1997 með hinum nýja búnaði. Tangi skilaði alls um 21 milljón- ar króna hagnaði fyrstu átta mán- uði ársins borið saman við 2 millj- óna hagnað allt síðastliðið ár. Velt- an nam 806 milljónum fyrstu átta mánuðina sem er um 166 milljón- um meira en allt síðasta ár. Áætl- anir gera ráð fyrir að hagnaður þessa árs verði um 24 milljónir króna og 44 milljónir á næsta ári. Hluthafar hafa forkaupsrétt að bréfunum fram til 10. desember nk. en þá verða þau boðin til sölu á almennum markaði. Stöðuveit- __ ingarhjá Islandsbanka ÍSLANDSBANKI hefur ráðist í skipulagsbreytingar í kjölfar nýrr- ar stefnu sem mörkuð hefur verið fyrir bankann og dótturfélög hans. Sett hefur verið á stofn fyrirtækja- svið til að annast þjónustu við stór- fyrirtæki, stofnanir og sjóði. Hinu nýja sviði er skipt upp í fyrirtækja- þjónustu, viðskiptastofu og fjár- stýringu. Verið er að breyta starf- semi útibúa þannig að þau verði í auknum mæli sölu- og þjón- ustumiðstöðvar og til að samræma og efla sölustarfið hefur verið sett á fót sérstök söludeild. Öll bakvinnsla á höfuðborgar- svæðinu og hluti af störfum í höfuðstöðvum hafa verið sameinuð í eina deild, miðvinnslu. Loks hefur ný deild, áhættustýring, verið stofnuð til að efla og bæta þann þátt í starfseminni. Þessu fylgja breytingar meðal stjómenda i bankanum. • BIRGIR Ómar Haraldsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu á fyrirtækja- sviði íslandsbanka. Birgir Ómar er 41 árs verkfræðingur. Hann nam skipaverkfræði í Glasgow og árið 1987 lauk hann MSc-prófi í viðskipta- og flutningafræði frá City Univers- ity Business School í London. Síðustu 9 árin hefur Birgir Ómar verið fram- kvæmdastjóri skipafélagsins Jökla hf. Hann er formaður Sambands íslenskra kaupskipaútgerða, á sæti í framkvæmdastjórn Verkfræð- ingafélags íslands, auk þess sem hann er stjómarformaður Slipp- stöðvarinnar hf. á Akureyri og Vélsmiðjunnar Stáls hf. á Seyðis- firði. Birgir Ómar kemur til starfa hjá íslandsbanka í næsta mánuði. Hann er kvæntur Hrafnhildi Jóakimsdóttur og á hann þijú börn og eina stjúpdóttur. • VILHJÁLMUR Vilhjálmsson hefur verið ráðinn í starf forstöðu- manns Viðskiptastofu íslands- banka. Vilhjálmur er nú útibús- stjóri í Skútuvogi, en starfaði áður að viðskiptum með skuldabréf og hlutabréf hjá Verðbréfamarkaði Islandsbanka, fyrst sem sérfræð- ingur og síðan deildarstjóri fyrir- tækjaþjónustu VÍB. Vilhjálmur er viðskiptafræðing- ur frá HÍ, útskrif- aðist vorið 1991 oghófþástörf hjá VÍB. Vil- hjálmur er kvænt- ur Svövu B. Sig- urjónsdóttur leikskólakennara og eiga þau 3 börn. • KOLBRÚN Jónsdóttir hefur verið ráðin i stöðu útibússtjóra við útibúin í Skútuvogi og á Dalbraut. Kolbrún er 34ra ára viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands. Síðustu sjö árin hefur hún verið fjármálastjóri Húsasmiðjunnar. Hún er gift Páli Hilmarssyni, deildarstjóra og eiga þau tvö börn. Kolbrún tekur við nýja starfinu í desember. • JÓN Þórisson hefur verið ráðinn sölustjóri íslands- banka. Jón er 32ja ára. Hann er stúdent frá MR og lauk námi í viðskiptafræðum frá Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands árið 1994. Jón hefur starfað hjá ís- landsbanka frá árinu 1985, síðustu þijú árin sem útibússtjóri útibúsins við Gullinbrú. Jón er kvæntur Margréti Kr. Sigurðardóttur, viðskiptafræðingi og eiga þau eina dóttur. • EMIL Emilsson hefur verið ráð- inn í stöðu útibússtjóra við útibú íslandsbanka við Gullinbrú. Emil er 37 ára við- skiptafræðingur frá Háskóla Is- lands. Hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem fram- kvæmdastjóri Össurar stoðtækja hf. og Hjálpar- tækjabankans, en áður var hann markaðsstjóri Sam- bands íslenskra sparisjóða. Eigin- kona Emils er Sigríður Erla Jóns- dóttir Diego, viðskiptafræðingur og eiga þau tvö böm. • HALLDÓR S. Magnússon hef- ur verið ráðinn forstöðumaður mið- vinnslu. Halldór er 54ra ára við- skiptafræðingur. Hann útskrifaðist frá Háskóla Islands árið 1969 og tók síðan MBA gráðu við Univers- ity of Oregon árið 1983. Það ár hóf hann störf í Iðnaðarbankanum sem forstöðumaður Alþjóðadeildar og gegndi þeirri stöðu áfram eftir stofnun íslands- banka þar til nú er hann tekur við stjórn þessarar nýju deildar. Hall- dór er kvæntur Kristínu Bjarna- dóttur, aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ og eiga þau þijú börn. • STEINÞÓR Pálsson hefur ver- ið ráðinn forstöðumaður áhættu- stýringar. Steinþór er 36 ára við- skiptafræðingur og lauk MBA gráðu frá Edin- borgarháskóla árið 1995. Hann hefur starfað hjá Verslunarbank- anum síðan árið 1984 ogvaryfir- maður lánasviðs frá 1987. Við stofnun íslands- banka var Steinþór ráðinn for- stöðumaður fyrirtækjadeildar. Síð- an hefur hann einnig veitt forstöðu fjárfestingarlánum og útibúaþjón- ustu. Undanfarið ár hefur Steinþór verið verkefnisstjóri við stefnumót- un fyrir bankann. Kona Steinþórs er Áslaug Guðjónsdóttir, tölvun- arfræðingur og eiga þau tvær dætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.