Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 9 FRÉTTIR Bankaeftirlitið hefur lokið athugun á viðskiptum með hlutabréf í Vinnslustöðinni Ekkert bendir til meintra innherj aviðskipta ATHUGUN bankaeftirlits Seðla- banka íslands hefur leitt í ljós að ekkert bendi til að meint innheija- viðskipti með hlutabréf í Vinnslu- stöðinni hf. í Vestmannaeyjum hafi átt sér stað, en Sigurður Bjarnason, sveitarstjórnarmaður í Þorlákshöfn, óskaði eftir því við bankaeftirlitið að rannsókn færi fram á því hvort innheijaviðskipti hefðu farið fram með hlutabréf í Vinnslustöðinni á árinu 1996. Vinnslustöðin hf. óskaði síðan eftir því við bankaeftirlitið að rannsókn- inni yrði hraðað eins og kostur væri. Bankaeftirlitið kannaði viðskipti með hlutabréf í Vinnslustöðinni með tilliti til ákvæða IV. kafla laga nr. 13/1996 um verðbréfavið- skipti, og að lokinni athugun sinni og að teknu tilliti til fyrirliggjandi gagna og upplýsinga telur banka- eftirlitið ekkert hafa komið fram sem gefi tilefni til að ætla að brot- ið hafi verið gegn umræddum ákvæðum laganna. Með hliðsjón af því telur bankaeftirlitið ekki ástæðu til frekari aðgerða af sinni hálfu í þessu sambandi. Skaðar orðstír fyrirtækisins Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn- ar, sagði í samtali við Morgunblað- ið að hann hefði alla tíð vitað hver niðurstaða bankaeftirlitsins yrði, en hann fagnaði því hins vegar að fá hana opinberlega. „Þessi ásökun á hendur fyrir- tækinu og stjórnendum þess er mjög alvarleg og skaðar orðstír fyrirtækisins og Verðbréfaþingsins að mínu mati, því það að saka menn um innheijayiðskipti er mjög alvarleg ásökun. Ég held að menn stundi þetta ekki almennt í verð- bréfaviðskiptum á íslandi, og það gerii' lítið annað en að fæla venju- lega íjárfesta frá svona fjárfesting- um,“ sagði Sighvatur. LISTHUS ' LAUGARDAL 7?* s. gallery íiW? ■ Í4t*4 tUflm Engjaleigur 17 Siml: 568 0430 Opið virka daga kl. 13 -18 • Laugard. kl. 11 - 22 • Sunnud. kl. 13 -18 LEIÐRÉTT Rangt farið með verð í Morgunblaðinu í gær var rangt farið með verð á tijám hjá Jólatrés- sölunni við Nóatún á Hringbraut. Jólatréssalan selur Norðmannsþin. 126-150 sm tré kosta 2.700 kr., en ekki 3.600, 151-175 sm tré kosta 3.600, og loks kosta 176-200 sm trén 4.400 kr. Beðist er velvirðingar á þessari misritun. Morgunblaðið/Ásdís TÆKJABÚNAÐURINN, sem mælir ástand lofts innandyra, ásamt Erlingi Guðmundssyni stjórnarformanni Innivistar, Þor- Iáki Jónssyni vélaverkfræðingi, Svavari Jónatanssyni fram- kvæmdasljóra og Ólafi Arnasyni stjórnarmanni. Hátæknibúnaður mælir ástand lofts innandyra NÝSTOFNAÐ fyrirtæki Innivist ehf. hefur sett saman hátækni- búnað sem mælir ástand lofts í fyrirtækjum og stofnunum. „Unnt er að mæla þætti eins og raka- stig, hitageislun, trekk og ýmis óæskileg aukaefni í andrúmsloft- inu,“ segir Svavar Jónatansson, framkvæmdastjóri Innivistar. Slíkur búnaður hefur ekki ver- ið notaður hérlendis áður en mæligildi eru skráð jafnóðum í tölvu sem gerir úrvinnslu gagna mjög hraðvirka. „Mælitækin eru keypt frá Danmörku, Japan og Bandaríkjunum en samsetningin er íslensk." Svavar segir að slæmt loft á vinnustöðum geti skipt sköpum hvað afköst starfsmanna varðar og þar með haft áhrif á fjárhags- lega afkomu fyrirtækja. „Rann- sóknir hafa leitt í ljós að vinnuaf- köst minnka um 20% ef hiti er hækkaður um 2-3 gráður um- fram það sem eðlilegt getur tal- ist.“ Þá hefur fyrirtækið fest kaup á háþróuðum ljósmyndunarbún- aði sem metur ástand loftræsti- kerfa. „Mögulegt er að fylgjast með söfnun óhreininda í loft- stokkum og í framhaldi af því gera ráðstafanir til úrbóta," seg- ir Svavar. Innivist er í eigu Almennu verkfræðistofunnar og Raf- stjórnar. Breytingar á skattalögum Líklegt að skatt- heimta aukist ÞÓRÐUR Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, telur lík- legt að fjöldi sveitarfélaga muni nýta sér heimild í lögum til hámarksálagningar útsvars. „Það mun hafa í för með sér aukna skattheimtu á næsta ári því tekjuskattur hefur ekki lækkað sem samsvarar hækk- un á útsvari." Vegna yfirtöku sveitarfélaga á rekstri grunnskóla hefur heimild til álagningar útsvars hækkað um 2,79 prósentustig en tekjuskattur lækkað á móti um 2,74 prósentustig. Mismun- urinn er 0,05% sem samsvarar um 120 millj, kr. auknum skatttekjum í ríkissjóð. Steingrímur Ari Arason, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, segir ástæðuna fyrir þessum mismun vera óvissu sem gera verði ráð fyrir í kostnaðarút- reikningum. Hann telur ólík- legt að mörg sveitarfélög nýti sér heimild til hámarksálagn- ingar útsvars. Samkvæmt breytingum á lögum um tekjustofna sveitar- félaga sem samþykkt voru á Alþingi á föstudag, hækkar hámarksheimild sveitarfélaga til álagningar útsvars á árinu 1997 úr 11,9% í 11,99% og lágmarksútsvar úr 11,1% í 11,19%. Gert er ráð fyrir að 0,75% af útsvarsstofni hvers sveitarfélags renni til Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga. Sveitarfélög eiga lögum samkvæmt að tilkynna fjár- málaráðuneyti fyrir 15. desem- ber útsvarsálagningu fyrir næsta ár. Kjólar í mögum litum í stærðum 27-60 Verð kr. 8.500 Su) ISnrVA. Eddufelli 2, sími 5571730. Sértilboð tu London í janúar „29.900 Flug og hótel Heimsferðir bjóða nú einstaklega hagstæð helgartilboð til London í janúar, febrúar og mars, en hér nýtur þú þekkingar okkar á þessari einstöku heims- borg og hér getum við tryggt þér hreint frábær kjör. Helgar- og vikuferðir í boði og þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða í heimsborginni. Hvenær er laust? 9. janúar 16. janúar 23. janúar 30. janúar 6. febrúar 13. febrúar 20. febrúar 27. febrúar Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 Verð kr. 29.970 M.v. 2 í herbergi, Crofton Hotel með morgunverð. helgarferð í janúar fimmtudagur til sunnudags, skattar innifaldir. r STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Jólagjöfin hennar 3 tegundir af öklaskóm Stærðir: 35-41 Litir: Svartir og brúnir Munið gjafakortin LOUIS NORMAN Verð: 7a9959" Ath. að í Domus Medica eru ávallt næg ókeypis bílastæði 5% Staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE STEINAR WAAGE SKOVERSLUN DOMUS MEDICA Sími 551 8519 SKOVERSLUN KRINGLUNNI 8-12 Sími 568 9212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.