Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bjarni Jónsson byggingameist- ari fæddist í Tröð, Álftafirði vestra, 6. október 1908. Hann lést á Landspítalan- um 6. desember síð- astliðinn. Foreldr- ar Bjarna voru Jón Bjarnason smiður, f. 2. janúar 1881, d. 3. júní 1929, og Daníela Jóna Samúelsdóttir, f. 17. september 1888, d. 17. júní 1940. Þau eignuð- ust 12 börn saman. 1) Bjarni var þeirra elztur. 2) Samúel, f. 7. janúar 1910, d. 11. april 1983. 3) Lúðvik Alexander, f.10. ágúst 1911, d. 20. mai 1914. 4) Jón, f. 25. janúar 1913, d. 25. janúar 1913. 5) Milden- berg, f. 25. janúar 1913, d. 17. júlí 1914. 6) Guðmundur, f. 25. janúar 1913, d. 4. júlí í 1915. 7) Lúðvik Alexander, f. 18. febrúar 1915, féll útbyrðis af vélbátnum Einari og drukknaði - 13. apríl 1935. 8) Guðrún, f. 12. desember 1916, d. 15. nóvem- ber 1981. 9) Anna Kristín, f. 30. ágúst 1919, d. 5. júlí 1978. 10) Guðmundur Lúðvík, f. 25. des- ember 1920. 11) Árni, f 20. júní 1923, d. 26. ágúst 1993. 12) Alída, f. 22. desember 1924. Fyrir hjónaband eignaðist Jón Bjarnason soninn Pétur, f. 14. maí 1904, með Friðnýju Gunnlaugsdóttur í Hlíð, f. 18. apríl 1884, d. 15. apríl 1951. Pétur fór til Kanada 1922. Hann er látinn. Pétur eignaðist 13 börn með konu sinni. Upplýsingar um hann er að finna í Arnar- dalsætt bók II, bls. 554. Bjarni kvæntist 11. maí 1940 Helle Johanne Kate Nettke, f. 6. apríl 1915 í Köpenick, Berl- ín, d. 13. júlí 1990. Þau voru barnlaus. Útför Bjarna Jónssonar fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánudag, 16. desem- ber, klukkan 15. BJARNI JÓNSSON Bjarni Jónsson föðurbróðir minn og meistari er látinn. Eftir stutta legu á Landspítalanum kvaddi hann þennan heim á hljóðlátan hátt 6. desember síðastliðinn, 88 ára að aldri. Tvö síðustu árin sem hann lifði átti hann við veikindi að stríða, en hann hafði nær alla sína tíð verið við góða heilsu og sjálfbjarga og lifað heilbrigðu lífi. Þótt aldraður væri var hann alltaf jafn bjartsýnn á lífið og fannst að hann ætti enn margt ólifað og ógert. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um ævi frænda míns, slíkt var honum ekki að skapi. Bjarni fædd- ist í Tröð, en fluttist með foreldrum sínum að Langeyri í Álftafirði fljót- lega eftir fæðingu. Faðir hans Jón Bjarnason hafði byggt sér hús þar. Jón lærði trésmíði í Noregi og vann mikið við hvalstöðina á Langeyri sem Norðmenn höfðu reist þar. Hús þetta byggði hann í hjáverkum eftir langan vinnudag. Jón og jöl- skylda munu hafa verið fyrst allra til að hafa þar búsetu allt árið, en Norðmennnirnir fóru alltaf heim til sín á vetrum eftir að hvalvertíð- inni lauk. Árið 1920 flyzí fjölskyldan til ísáfjarðar, vegna þess að þá var starfsemi á Langeyri að leggjast af og lítið var um vinnu fyrir iðnað- armenn í Álftafirði. Fljótlega eftir komuna til ísafjarðar hófst Jón handa við að byggja annað íbúðar- hús sem hann nefndi Vegamót og var fjölskyldan síðan kennd við það. Þegar Bjarna frænda óx fiskur um hrygg byrjaði hann snemma að fylgja föður sínum til vinnu og lærði hjá honum iðn sína og stund- aði jafnframt bók- og faglegt nám KRISTBERG JÓNSSON + Kristberg Jónsson fæddist í igólvík, Borgarfírði eystra, 15. janúar 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 12. desember. Mig langar til þess að kveðja fyrrverandi tengdaföður minn, Kristberg Jónsson, með nokkrum orðum. Ég kynntist Kristbergi fyrir 19 árum og var það upphaf mjög góðr- ar vináttu milli mín og þeirra hjóna, #101*101*10 S 1 8 I I 8 S !Dalía ..ef&i Bara BíómaBúð^ Fersk blóm og skreytingar viðöll tœkifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fdkafeni 11, sími 568 9120 O§0§#§Ot#§0^ # 8 i 8 I 8 i 8 | S Kristbergs og Guðbjargar Bjarna- dóttur, en hún lést 2. janúar 1992. Átti ég margar góðar stundir með þeim á heimili þeirra á Framnes- vegi. Sérstaklega minnist ég þess þeg- ar Kristberg heimsótti mig og fjöl- skyldu mína til Siglu§arðar fyrir þremur árum og dvaldi hjá okkur í nokkra daga. Hann var hvers manns hugljúfi, opinn og einlægur, og ávann sér strax vináttu og hlý- hug allra sem hittu hann. Minning- amar um þessa Ijúfu heimsókn eru mér og bömunum mínum mjög dýrmætar og mun Kristberg ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast ykkur hjónunum. Börnum Kristbergs og fjölskyld- um þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Halldóra Gordon. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins i bréfasfma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðalllnu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. í kvöldskóla iðnaðarmanna á ísafirði. Jón Bjarnason lézt fyrir aldur fram árið 1929, aðeins 48 ára. Þá tóku elztu synirnir við, Bjarni frændi og Samúel faðir minn, og unnu fyrir fjölskyldunni, og tókst að halda heimilinu saman. Amma mín Daníela, móðir Bjarna, dó 1940. Þó að ég væri þá aðeins 4 ára, man ég vel eftir hennar hlýja faðmi. Hún var gæðakona með stórt hjarta. Aldrei hrukku blóts- yrði af hennar vörum, hvað sem á gekk. Á Vegamótum ríkti alltaf glaðværð. Systkinin voru öll músi- kölsk og söngvin. Ekki var ríki- dæminu fyrir að fara, en þó var til „gramifónn", handsnúinn, og margar plötur til að hlusta á og harmóníka. Nú, ef vantaði strengjahljóðfæri, þá smíðaði faðir minn þau. Bjarni spilaði töluvert á harmóníku á yngri árum, lærði það af föður sínum, sem var annálaður nikkari og spilaði víða á dansleikj- um vestra, sem yfirleitt stóðu þá til rnorguns. Árið 1939 um vorið var Bjarni ráðinn ásamt lærlingi, sem var Guðmundur bróðir hans til að byggja fjárhús í Vatnsfirði fyrir sæmdar- og heiðurshjónin séra Þorstein Jóhannesson og Laufeyju Tryggvadóttur. Um þær mundir réðst til þeina hjóna ung þýzk kaupakona, Helle Johanne Kate Nettke, og felldu þau Bjarni hugi saman og heitbundust 23. septem- ber 1939. Miklar ófriðarblikur voru þá á lofti í Evrópu. Seinni heimsstyrj- öldin skollin á og ekki langt að bíða þess að angar hennar teygðu sig til íslands og þegar Bretar hernámu ísland 10. maí 1940 hófu þeir þegar í stað að handtaka þýska ríkisborgara. Fréttir bárust fljótt af þessu til ísafjarðar. Torfi Hjartarson, sem nú er nýlátinn, vár þá sýslumaður ísfirðinga, afar snjall maður og virtur meðal bæj- arbúa og vissi hvernig átti að breg- aðst við. Hann gaf ungu hjónaleys- in saman strax daginn eftir, þann 11. maí og þar með var Hella orð- in íslenskur ríkisborgari, og ekki seinna vænna. Um miðnætti 8. júní renndi brezkt herskip inn fjörðinn og lágðist við bryggju á Pollinum. Hersveit 52ja manna gekk á land með alvæpni og handt- ók fjölda manns, bæði Þjóðveija og ísfirzka borgara og höfðu á brott með sér til Bretlands. Sögu- sagnir höfðu gengið um það að þetta fólk hefði hjálpað þýskum njósnara. Þó sumar væri og nóttin björt, var þetta ein svartasta nótt í sögu ísafjarðar. Fólk var felmtri slegið. Allt þetta hernumda fólk var blásaklaust. Á ísafirði bjuggu Hella og Bjarni á Vegamótum til ársins 1945, er þau tóku sig upp og fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan allan sinn búskap. Bjarni varð strax vellátinn byggingameistari í Reykjavík og eftirsóttur til vinnu. Hann vann jafnt fyrir einstaklinga sem félagasamtök og hið opinbera, hafði orð á sér fyrir afar vönduð vinnubrögð og var traustur iðn- aðarmaður, sem gætti ávallt fyllsta öryggis í sambandi við allar byggingar sem hann tók að sér. Hann byggði fjölda húsa í borginni, bæði smá og stór, sem munu halda merki hans á lofti. Verkin lofa meistarann. Bjarni útskrifaði fjölda lærlinga og fylgdist vel með námi þeirra. Ég var einn af þeim, sem lærðu hjá honum og bý enn að þeirri þekkingu sem hann veitti mér. Eftirlifandi systkinum hans Guðmundi og Alidu, systkinabörn- um hans og fjölskyldum þeirra allra votta ég mína dýpstu sam- úð. Að síðustu viljum við systkinin frá Bjargi, sem var næsta hús við Vegamót, börn Samúels Jónssonar og Ragnhildar Helgadóttur, biðja algóðan Guð að taka vel á móti frænda okkar, sem okkur þótti svo innilega vænt um. í Guðs friði frændi. Blessuð sé minning þín. Brynjólfur Samúelsson. SNORRI G UNNLA UGSSON + Snorri Gunnlaugsson, versl- unarmaður, var fæddur á Brekkuvelli á Barðaströnd 23. september 1922. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Patreksfírði 3. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Patreks- fjarðarkirkju 14. desember. Dýpsta sæla og sorgin þunga svifa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum) Það verður undarlegt að koma heim og hitta þig ekki að máli. Mér þótti einkar notalegt að hitta ykkur Láru heima í stofu, þar sem þú sast í ruggustólnum með blaðabunkann þér við hlið - svo var spjallað og þú leist upp. við og við með skakkt bros og horfðir yfír gleraugun og komst með skemmtilegar athuga- semdir. Það kom jú fyrir að þú varst ekki alveg sammála og gast orðið snöggur upp á lagið, það var eitt af skemmtilegum einkennum þínum. Fjölskyldutengslin voru sterk. Þið pabbi voru frændur og vinir, og þú varst kvæntur litlu systur mömmu. Það voru mikil samskipti á milli heimilanna enda stutt á milli. Þú varst svo góður vinur okkar systkinanna. Það var alltaf gaman að sjá ykkur Halldór heilsast, þegar hann kom heim, þar ríkti svo mikil einlægni. Ólafur og Barði nutu þess sérstaklega að skiptast á skoðunum við þig um menn og málefni, ekki er ég frá því að ykkur hafi þótt .skemmtilegast að ræða um pólítík enda var gaman að vera áheyrandi því sitt sýndist hveijum. Þú varst Barða sérlega mikill stuðningur þegar pabbi dó, þú hafðir alltaf tíma. Takk fyrir vináttu þína. Ég man fyrst eftir þér þegar þú sagðir mér söguna af því að þið Lára hefðu farið með mig í bíltur upp á Brellurnar, svo hefðum við ekið niður fjallið, ferðin, maður. Máli þínu til sönnunar bentir þú á hjólförin í fjallinu. Þú færðir söguna í svo lifandi búning með Iátbragði og hlátri að ég bamið efaðist aldrei um sannleiksgildi sögunnar. Mér þótti mjög spennandi að vera í pössun hjá ykkur Láru þegar þið bjugguð í Aðalstræti 71, það var svo leyndardómsfullt að horfa á þig kyssa hana bless áður en þú fórst til vinnu. Þá vannstu sem vél- gæslumaður í frystihúsinu. Það var líka gaman að koma við hjá þér í vinnunni, þegar allt var svo stórt og framandi. Þá var ánægjulegt að hlusta á ykkur pabba riija upp gömul strákapör, frá því þegar þið voruð á ykkar yngri ámm. Pabbi var sögu- maðurinn og þú reyndir að draga aðeins úr - svo var mikið hlegið, þú hlóst með öllum líkamanum, tókst bakföll og slóst þér á lær. Stundum var farið í sunnudags- bíltúra, þú ókst alltaf frekar greitt og við krakkarnir göntuðumst alltaf með það að við sæjum alls ekki landslagið - því væri gott fýrir bömin þín að fara stundum með okkur þar sem pabbi ók frekar hægt. Eg var svo lánsöm að þú varst minn fyrsti yfírmaður þegar ég fór að vinna sem unglingur - þú kennd- ir mér mikið, takk fyrir það. Þú gegndir öllum þínum störfum af mikilli trúmennsku, þú varst sístarf- andi og vinnan var þér sérlega hug- leikin hvort sem var í leik eða starfi. Eitt af skemmtilegu einkennum þínum var ákafí og hraði. Þegar þú varst. umboðsmaður Morgun- blaðsins og DV voru blöðin varla komin úr flugi áður en blaðburðar- börnin fengu sinn skammt. Þér var það mikill metnaður að bæjarbúar fengju blöðin sem allra fyrst. Elsku frændi, við systkinin þökk- um þær stundir sem þú gafst okk- ur. Lára frænka, Lára Ágústa, Helga, Halldór og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Lilja Sæmundsdóttir. SIGURÐUR KRIST- INN SKÚLASON + Sigurður Kristinn Skúlason fæddist í Reykjavík 12. október 1937. Hann lést á heim- ili sínu í Hafnarfírði 25. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 8. desember. „Hver er þessi maður?“ „Hver?“ „Þessi þama með skeggið og er alltaf að segja sögur og brandara.“ Þessar samræður fóru fram í brúðkaupi bróður míns fyrir mörg- um árum, þar sem vinir bróður míns hlustuðu agndofa á þennan mann með skeggið. Ef hann kunni ekki að segja sögur, þá veit ég ekki hver kunni það. Það kunnu víst fáir að segja eins vel frá - og fáir sem gerðu það af jafn mikilli innlifun og hann Kiddi frændi. Það gat stundum verið gaman að halda sig til baka og bara horfa á fólkið sem af einhveijum ástæðum hafði hópað sig í kringum Kidda, sem reytti af sér hveija söguna á fætur annarri. Það var undravert hvemig honum tókst að halda fólkinu í hálf- gerðum trans meðan á sögunni stóð og síðan hvernig það sprakk úr hlátri að sögunni lokinni. En það sem ég vildi helst segja við þig, elsku Kiddi minn, nú þegar þú ert farinn frá okkur, er að þakka þér fyrir vináttuna og hlýhuginn sem þú barst alltaf til mín. Alveg frá því að ég man eftir mér varstu mér alltaf góður og hlýr. Það var alveg sama hvað bjátaði á, ég gat alltaf stólað á vináttu þína og hlý- hug. Fyrir það verð ég þér alltaf þakklát og þannig mun ég ávallt minnast þín. Ég kveð þig með þessum orðum og þessu ljóði. „Þegar maður hefir tæmt sig að öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir koma fram í tilvist- ina, og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar.“ Ég votta Önnu Lísu og börnunum alla mína samúð. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Eg finn það og veit að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjart’ og bijósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Edda Rósa Helgadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.