Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÚT ER komin hjá Smekkleysu geislaplatan íslensk þjóðlög með hjónunum Mörtu Guðrúnu Hall- dórsdóttur söngkonu og Erni Magnússyni píanóleikara. Eru lög- in sótt í nótnaheftið íslensk þjóð- lög, valin og búin til prentunar af Engel Lund, sem Almenna bókafé- lagið gaf út árið 1960. Útsetning- ar eru eftir Ferdinand Rauter. „Það er eins og að hitta gamla vini að syngja þessi lög,“ segir Marta sem hefur kunnað þau frá blautu barnsbeini. Hafa þau Örn verið að spila og syngja lög úr safni Engel Lund við ýmis tæki- færi á undanförnum árum, en á plötunni flytja þau það í fyrsta skipti í heild sinni. „Við ætluðum upphaflega að gera plötu með blönduðu efni en sáum fljótlega að þessi lög myndu standa fyllilega fyrir sínu ein og sér. Það var góð- ur og lærdómsríkur skóli að fara í gegnum þessa einstöku bók,“ bætir Marta við. „Það er ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir því, hvers vegna þjóðlög og textamir við þau, gömul kvæði og stef, skuli vera svo falleg og mikils virði sem þau eru,“ ritar Engel Lund í formála bókar- innar. „Stundum getur verið, að lagið sé ekki sérstaklega merkilegt og orðin dálítið fátækleg, og samt er það hvort tveggja saman góður skáldskapur og gott lag. Maður verður að gefa sér góðan tíma til þess að lifa sig inn í þetta, hlusta vel, ekki einungis eftir því, sem í laginu býr, heldur líka því, sem er á bak við orðin. Þá getur það gerzt, sem er svo skemmtilegt, að litla lagið og látlausu orðin verði saman lifandi og máttug.“ Látleysi og heiðarleiki Segir Örn þetta hveiju orði sannara - það sé vandasamt verk að vinna einfalt efni af þessu tagi. Nekt laganna sé algjör, enda hafi Gjafabréf í Loftkast- alann ÚT eru komin gjafabréf sem gilda á hvaða sýningu sem er í Loft- kastalanum. Útgáfan er jólapakki í gjafaöskju, nú fáanleg í flestum bóka-, blóma- og hljómplötuversl- unum á höfuðborgarsvæðinu. í fréttatilkynningu segir, að Loftkastalinn sé einkafyrirtæki, sem byggi afkomu sína alfarið á aðsókn og undirtektum almenn- ings. Nú standa yfir í Loftkastalanum sýningar á Að sama tíma að ári, Sirkús Skara Skrípó, Deleríum Búbónis og barnaleikritinu Áfram Latibær. Framundan er svo fyrir- hugaður frumflutningur á leik- ritunum Bein útsending eftir Þor- vald Þorsteinsson, Betrayal eftir Harold Pinter og Design for Living eftir Noel Coward. -----» ♦ ♦----- Jólabarokk í Gerðarsafni HINIR árlegu jólabarokktónleikar í Listasafni Kópavogs, Gerðar- safni, verða á mánudag kl. 20.30. Flutt verður frönsk barokktónlist eftir L.A. Dornel, J.B. de Bois- mortier, M. Marais, L.N. Cléram- bault, Ph. de Lavigne og Fr. Cou- perin. Flytjendur eru Camilla Söder- berg, Peter Tompkins, Martial Nardeau, Guðrún S. Birgisdóttir, Ólöf S. Óskarsdóttir og Elín Guð- mundsdóttir og leika þau öll á 18. aldar hljóðfæri. Verð aðgöngumiða er 1.000 kr. og verða þeir seldir við inngang- inn. Ókeypis er fyrir börn. Þar sem þjóðarhjart- að slær Morgunblaðið/Ásdís HJÓNIN og tónlistarfólkið Örn Magnússon og Marta Guðrún Halldórsdóttir ásamt syni sínum, Halldóri Bjarka. aðalsmerki Engel Lund alla tíð verið látleysi og heiðarleiki - „til- gerð mun ekki hafa verið henni að skapi“. Þar að auki þekki hvert mannsbarn á íslandi mörg þessara laga og geri sér því ákveðnar hug- myndir um flutninginn. Framan af öldinni báru fáir nafn og menningu íslands víðar en söngkonan Engel Lund, eða Gagga Lund, eins og hún var oft nefnd. Hún var af dönsku foreldri en fædd í Reykjavík þar sem hún ólst upp til ellefu ára aldurs. Eng- el nam söng í Kaupmannahöfn, París og Þýskalandi, þar sem hún tók að helga sig þjóðlagasöng. Varð hún þekkt þjóðlagasöngkona víða um heim og hafði það fyrir sið að ljúka öllum tónleikum sínum á íslensku þjóðlagi. Engel hætti að syngja opinberlega árið 1960 og settist þá að á íslandi, þar sem hún fékkst meðal annars við kennslu. Engel Lund lést síðastlið- ið sumar, tæplega 96 ára að aldri. Svo sem fram hefur komið voru íslensk þjóðlög henni ávallt ofar- lega í huga og segja Örn og Marta það engum vafa undirorpið að fáir hafi lagt jafn mikið af mörkum til að gera þau að konsertefni. „Það þurfti mikið hugrekki til að halda því fram að þessi látlausu þjóðlög ættu jafn mikið erindi í tónleika- salinn og söngperlur þýskrar róm- antíkur," segir Öm. Eins og skuggi Útsetningamar á plötunni eru eftir austurríska píanóleikarann Ferdinand Rauter sem var sam- starfsmaður Engel Lund um ára- tuga skeið. Lýkur Örn lofsorði á verk hans. „Útsetningar Rauters lita laglínuna á mjög látlausan og viðeigandi hátt, svo lagið sjálft er í öndvegi.“ Hjónin segja útgefandann, Smekkleysu, eiga lof skilið. Þau hafí aldrei mætt öðru en áhuga og hvatningu þar á bæ, auk þess sem þau hafí fengið að hafa fijálsar hendur við upptökumar. „Það er virkilega ánægjulegt að Smekkleysa skuli vera farin að láta til sín taka á þessu sviði líka,“ segir Öm en útgáfan hefur, sem kunnugt er, einkum sinnt dægurtónlist til þessa. Örn og Marta era á einu máli um að íslensku þjóðlögin séu sí- fellt að vaxa. „Þar af leiðandi fer því fjarri að það sé einhver enda- punktur að gefa þau út á plötu,“ segir Marta og bóndi hennar talar í svipuðum anda: „Maður finnur fyrir rótum sínum í þjóðlögunum enda spegla þau gleði og harm, ástir og örlög íslendinga í gegnum hundruð ára. Þjóðarhjartað slær í þessum lögum." Orgel í nýjum klæðum Arni Arinbjamarson við orgelið TONLIST Grcnsáskirkja ORGELTÓNLEIKAR Ami Arinbjamarson. Verkefnj eftir Buxtehude, Vivaldi, Bach, Pál ísólfs- son og M. Reger. 10. desember. ORGEL og hljómburður eru vísindi sem vert er að gæta vel að þá valið er hljóðfæri hvort sem er í kirkju eða venjulegan tónleikasal. Lítið hljóðfæri með fáar raddir en skarpa „intonati- on“ getur stundum þjónað stórri kirkju með langa óman, eins getur vitanlega stórt orgel þjónað sömu kirkju, á annan máta þó. Lítið orgel með mjúka eða rómantíska tónmynd- un mundi ekki nægja þessari stóru kirkju, en gæti átt vel heima í kirkju með stutta eða enga óman, að því tilskildu að raddimar væru mjög vel og rétt mótaðar. Litla orgelið með sára, eða skarpa tónmyndun, ætti aftur á móti ekkert erindi í ómlitlu kirkjuna. Halda mætti lengi áfram þessari upptalningu og benda mætti á þau mörgu mistök sem orðið hafa í þessu vali og eru enn að gerast. í Grensáskirkju virðast þau einu mi- stök hafa átt sér stað að ekki hefur verið gert ráð fyrir að þar kæmi org- el né að hönnuður kirkjunnar hafi haft minnstu þekkingu eða vitneskju um af hvaða stærðargráðu slíkt hljóð- færi hentaði kirkjunni. Þetta er reyndar ekki eina tilfellið um slík mistök á íslandi, en er engu að síður óafsakanlegt. Eftir að hönnuðurinn veit um þarfir kirkju og safn- aðar getur hann byijað að teikna, ekki fyrr, ef hann skilur þetta ekki á að fá sér annað starf. Hitt skal viður- kennt, kirkjan er fagurt hús og hljóm- burður mjög lofandi. Þegar undirrit- aður kom að kirkjunni minnti hún á tvennt, víkingaskip og Dómkirkjuna í Tromsö, sem gjaman er kölluð Is- havskatedralen. Sú kirkja er afar fögur og þar gleymdist ekki að gera ráð fyrir stóru orgeli. Org- anleikari kirkj- unnar, Ámi Arin- bjamarson, hóf tónleikana með Prelúdíu í g-moll eftir D. Buxte- hude. Ekki er hættulaust að byija tónleika með þessari prelúdíu, en Ámi er sérlega örugg- ur organleikari og hættumar létu ekki á sér kræla, hann hélt öruggum höndum utan um stíl og byggingu verksins svo úr varð mjög góður flutningur. Aftur á móti kom fljótlega í ljós að orgelið og kirkj- an hefðu þolað mun fleiri raddir. Hljómburðurinn í kirkjunni lofar mjög góðu fyrir orgelið, en - mætti og þyrfti að hafa lengri óman. Eins og er verður tónninn nokkuð nakinn, hljómurinn fær ekki nægjanlegt hold á sig, sem er alveg óþarfí í Grensás- kirkju sem hefur alla möguleika til að láta orgel hljóma eins og það á að hljóma. Trúað gæti ég að það eitt nægði að fjarlægja eitthvað af tepp- unum, sem virðist vera orðin ein- hvers konar árátta einhverra sem vilja kirkjunni vel, en er óþekkt fyrir- brigði meðal kúltúrþjóða með tradi- sjón. Þónokkuð stærra hljóðfæri, þar sem verkin (í hljóðfærinu) njóta sín, hlýtur að vera draumur kirkjunnar og þess framúrskarandi organleikara sem situr orgelbekk kirkjunnar. Megi það verða næsta stórvirki sóknarinn- ar. Konsertinn eftir þá Vivaldi og Bacch var í réttum félagsskap á litla Christiansen-orgelið, persónulega hefði ég þó kosið jaðarþættina örlít- ið hraðar leikna. Það skal tekið fram að orgelið í kirkjunni er það sama og var í núverandi safnaðar- heimili og var aldrei hugsað í stóra kirkju. Ég leyfi mér að skjóta því hér inn, að ein fegursta kirkja og eftirminni- legasta orgel sem undirritaður hefur kynnst, féllust svo í faðma að maður fékk á tilfínninguna að kirkjan hefði verið byggð utan um hljóðfærið, en kannski þarf músíkalskan mann til að hanna slíka smíð. „Wachet auf“ eftir Bach er orðið margsjóað í höndunum á Árna, Prelúdíuna og fúguna í a-moll, eftir Bach, minnist ég ekki að hafa heyrt Árna leika áður og hlýtur hann að fá aukastig fyrir að halda lífínu í þessari löngu og krefjandi fúgu Bachs. í Ostinato og fúghettu Páls ísólfssonar kom eðiilega í ljós raddfátækt orgelsins og gat góður leikur Árna ekki bætt þar fyrir. Þrátt fyrir þessar takmarkanir orgelsins var Toccatan og fúgan í d-moll og D-dúr eftir Reger það glæsilega leik- in að anmarkar hljóðfærisins nær því gleymdust. Reykjavík hefur eign- ast eins konar íshafsdóm, og þar inn verður að koma stórt og glæsilegt orgel, enginn kotungshugsunarhátt- ur má stöðva það. Ragnar Björnsson Jólatón- leikar í Hellubíói TÓNLISTARSKÓLI Rangæ- inga heldur sína árlega jóla- tónleika þriðjudaginn 17. des- ember í Hellubíói og miðviku- daginn 18. desember á Heimalandi og hefjast þeir báða dagana kl. 20.30. Þar munu nemendur sýna afrtakstur starfsins á þessari önn sem nú er að ljúka og verður bæði boðið upp á söng og hljóðfæraleik, þar sem meðal annars lúðrasveit skól- ans mun láta til sín heyra. Aðgangur er ókeypis. Jólatónleikar í Grafarvogs- kirkju JÓLATÓNLEIKAR Tónskóla grunnskólanna í Grafarvogi verða í Grafarvogskirkju í dag sunnudaginn 15. desember kl. 16. Fram koma forskólanem- endur úr Folda-, Hamra-, Húsa- og Rimaskóla, píanó- nemendur Tónskólans og blásarar úr Skólahljómsveit Grafarvogs. Jólakaffi með skáldskap LEIKARAR og rithöfundar mæta með jólabækurnar í jólakaffi í Listaklúbbi Leik- húskjallarans í dag sunnudag klukkan 16 og er það jafn- framt síðasta dagskrá klúbbs- ins fyrir jól. Það era leikkonurnar Helga Bachmann og Edda Þórarins- dóttir sem hafa umsjón með dagskránni en lesið verður úr nýjum bókum. Höfundar þeirra era: Þórarinn Eldjárn, Nína Björk Árnadóttir, Bragi Ólafsson, Böðvar Guðmunds- son, Guðmundur Andri Thors- son, Vigdís Grímsdóttir, Ólaf- ur Haukur Símonarson, Þor- steinn Gylfason og Bjarni Bjarnason. Flestir höfundarnir lesa sjálfir úr verkum sínum. Ljóðrænt síð- kjólakvöld NOKKRAR konur ætla að lesa uppúr verkum sínum á síðum kjólum, á mánudags- kvöld í Leikhúskjallaranum kl. 20.30. Konurnar sem lesa era: Begga, Dagný Kristjáns- dóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Gerður Kristný, Jóhanna Álf- heiður, sem les upp úr bók mömmu sinnar Jóhönnu Sveinsdóttur, Jóhanna Krist- jónsdóttir, Linda Vilhjálms- dóttir, Nína Björk Árnadóttir, Vigdís Grímsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir. Kynnir verð- ur Guðlaug María Bjarnadótt- ir. Aðgangur er ókeypis. Smámyndir á Jómfrúnni ÓLAFUR Már Guðmundsson opnar sýningu á smámyndum á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, í dag, sunnudag, 15. desember kl. 14. Á sýningunni era 16 verk unnin með akríllitum á pappír. Sýningunni lýkur 31. des- ember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.