Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Óskípulag ríkisins og Náttúrueyðingarráð HÆSTVIRTI umhverfísráðherra. Er þér kunnugt um, að ofan- greindar stofnanir séu starfræktar á vegum ríkisins og undir þínu ráðu- neyti? Ef ekki langar mig að upp- lýsa þig um, að ég hef grun um ' jr að svo sé. Tilefni þessa bréfs er nýfallinn úrskurður skipulagsstjóra ríkisins þess efnis, að leyft skuli að urða sorp í landi Fíflholta (kyndug forspá þess sem gaf jörðinni nafn í önd- verðu) í Hraunhreppi, nú illu heilli tilheyrandi Borgarbyggð. Sú er forsaga þessa máls, að tveir athafnamenn undir nafninu Förgun ehf. keyptu jörðina Fíflholt af ábú- anda og hugðust reka þar urðunar- stað á eigin vegum. Ekki varð þó af því og skemmst er frá því að segja að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gleyptu við jörðinni sem líklegum urðunarstað fyrir húsasorp, sláturúrgang og seyru sem er ný- yrði og dregið af orðinu saur. Nú skal ekki gert lítið úr vanda sveitarfélaganna varðandi sorpmál- in, en þessi staður sem varð fyrir valinu nán- ast fyrir tilviljun og vegna einka gróða- hyggju tveggja ein- staklinga hefði varla getað verið verr valinn. Sjónarmið sveitarfé- laganna er það eitt að spara lítillega. Eðlileg- ast og öruggast væri vafalaust að semja við Sorpu um urðun og mjög líklega ódýrast, þegar haft er í huga hvað er í húfí ef urðun fer fram í Fíflholtum. Ekki má gleyma hve stutt verður til Sorpu frá Akranesi með tilkomu Hval- fjarðarganga. Engir þættir rannsakaðir Samband sveitarfélaga á Vestur- landi fékk síðan Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens til að gera svokallað frummat á umhverfis- þáttum. Um plagg þetta er það að segja, að þar eru næstum engir umhverfisþættir athugaðir. Fullt er þar upp af orðaleppum eins og „ætla má“ og „álitið er“, en engir þættir rannsakaðir. Til dæmis lætur verkfræðistofan gera athugun á mögu- leikum á malartekju til að nota í sigti fyrir sig- vatn. Ekki er fyrir því haft að athuga landa- merki og álpast bor- maður með bor sinn á nágrannajörðina, Ein- holt, og gerir athugan- ir þar. Þetta er svona álíka kurteisi eins og maður gengi örna sinna við útidyr nágranna síns og kveddi svo dyra og heimtaði skeinipappír. Veð- urfarsathugun verkfræðinganna er sömuleiðis athyglisverð. Trausti Jónsson veðurfræðingur upplýsir þá um að engin skýrsla liggi fyrir um veðurfar á staðnum og það taki að minnsta kosti sjö ár að gera ein- hveija marktæka athugun. Þá birt- ir verkfræðistofan skýrslu um vindafar á Hvanneyri sem er í um 35-40 kílómetra fjarlægð! Þetta er frá mínum bæjardyrum séð álíka vísindalegt og að mæla hitastig í eigin rassi til að komast að hvort maður fyrir norðan sé með sótthita. Engar athuganir eru gerðar á berggrunni með tilliti til mengunar á grunnvatni (reyndar er sagt í plagginu að grunnvatn muni meng- ast í einhveijum mæli, en það geri ekkert til því að engir bæir hafi vatnsból á svæðinu). Hér sé ég ástæðu til að minna hæstvirtan ráðherra á Parísarsáttmála sem ís- land gerðist aðili að 1986 og varðar mengun á grunnvatni. Verkfræðistofan fær greinargerð frá jarðfræðingi Orkustofnunar, Freysteini Sigurðssyni. Greinargerð hans, dagsett 17.2. 1993, fjallar að mestu um allt aðra staði, allt frá sveitum sunnan Skarðsheiðar upp til Borgarfjarðardala og vestur á norðanvert Snæfellsnes. Jarðfræð- ingurinn kemst að þeirri niðurstöðu að staðir í Melasveit séu heppileg- astir til urðunar. Að beiðni sveitar- félaga á Vesturlandi fer jarðfræð- ingurinn 1995 „snögga skoðunar- ferð 7. júlí sl. ásamt Guðjóni I. Stef- ánssyni framkvæmdastjóra sam- takanna" (tilvitnun í greinargerð Freysteins). Engar mælingar eða vísindalegar rannsóknir fara fram að því er virð- ist, en fram kemur að hitt og þetta sé „líklegt" eða „virðist" og að eitt- hvað „muni vera“ og „annað sé ekki ósennilegt“, svo að vitnað sé í orðalag greinargerðarinnar. Síðan áætlar greinarhöfundur í einni sjón- hending um sjávarföll og vatna- skipti í Akraósi, en „svo er að sjá sem afrennsli þessa svæðis fari að lokum í Akraós" (orðalag greinar- höfundar). Krókódílatár Náttúruverndarráðs Frummatshöfundar leita álits Náttúruvemdarráðs, sem lögum samkvæmt skal leggja blessun sína yfir, þegar eyða á eða skemma ís- lenska náttúru. Eftir upptalningu á plöntum og fuglum á því þrönga svæði, sem væntanleg urðun færi fram á, grætur Náttúruverndarráð nokkrum krókódílatárum yfir því að þarna skuli verða eyðilögð ósnortin mýri, telur ýmsa vankanta á að þarna megi urða sorp, en legg- ur svo blessun sína yfir ráðagerðina með þeim orðum að ekki hafi fund- ist annar staður skárri. Ekki hafa starfsmenn Náttúru- Nýfallinn úrskurður skipulagsstjóra ríkisins þess efnis, að leyft skuli að urða sorp í landi Fíflholta í Borgarbyggð verður Magnúsi Tómassyni tilefni til að rita opið bréf til umhverfisráðherra með gagnrýni á ýmsa þætti málsins. vemdarráðs vit til að horfa út fyrir sjálfan urðunarstaðinn, virðast ekki gera sér grein fyrir hvert veita skuli menguðu sigvatni og virðast ekki hafa hugmynd um, að Akraós er rækilega merktur sem náttúmvætti inn á kort ættað frá þeim sjálfum. Þetta með mýrina, heiðraði ráð- herra; var ekki í fjölmiðlum nýlega flallað um aðgerð til að endur- heimta mýri á öðram stað í hérað- inu? Myndi sú hönd er setur græði- plástur á löngu dauðan lim sæl af því að höggva í sömu andrá annan heilan af? í þessa mýri, sem verður væntan- lega fyrrverandi mýri, á að demba húsasorpi, sláturúrgangi og seyru frá fimmtán þúsund manns. í upp- haflegri umsókn gera sveitarfélögin ráð fyrir að veita sigvatni frá urðun- arstað út í Norðlæk að undangeng- inni einhverri síun. Ekki er tíundað hvað gert skuli við siunarefnin, þegar þau era mettuð orðin. Vænt- anlega á að losa þau á næstu fjöra, eða hvað? Hvergi í téðu frummati er minnst einu orði á lífríki Akraóss, en þang- að mun væntanlegt sigvatn renna um Norðlæk og Kálfalæk. Aðeins er hamrað á að 10 kílómetrar séu til sjávar, vegalengd sem Skipulag ríkisins étur upp, þrátt fyrir þá stað- reynd að vegalengdin er um 15-17 kilómetrar að Akraós meðtöldum, sbr. vatnalög, og undirritaður hafi reynt að upplýsa þá með bréfi um þá staðreynd. Nú vil ég, hæstvirti ráðherra, upplýsa þig og aðra lesendur um Akraósinn sjálfan, en hans var að engu getið í téðu frammati. Ósinn er á að giska 16-18 ferkílómetrar að stærð og er ós laxveiðiárinnar Hítarár, umlukinn Hítarnesi að norðan en Akranesi og Útnesi að sunnan og vestan. Akraós er tví- mælalaust einhver mesta fugla- paradís á öllu Vesturlandi og þótt víðar væri leitað. Þar á leiranum afla sér fæðis nær allar vaðfugla- tegundir hérlendar auk fargesta, svo sem rauðbrystings og margæsa. Fjölmargar andategundir eru á svæðinu, auk gæsa, æðarfugls og álfta. Á ósasvæðinu er einnig arnar- varp; þetta síðastnefnda tel ég mig nauðbeygðan til að nefna opinber- lega. Eg hef reynt að halda því leyndu undanfarin ár erninum til verndar. Allir sem vit hafa á ættu að geta séð hver ógn þeim fugli sem efstur er í fæðukeðjunni stendur að uppsöfnun þungmálma og ann- arra eiturefna í lægri dýrum. Kynning öll á fyrirhugaðri urðun var í skötulíki. Ein auglýsing í Morgunblaði 28. ágúst sl., ein aug- lýsing í Lögbirtingablaði sama dag og 29. ágúst ein auglýsing í blaðinu Pésanum. Tilviljun ein réð því að einn af nágrönnum við fyrirhugað- an urðunarstað rak augun í auglýs- inguna. Ekki var fyrir því haft að Jólate Jdlakonfekt Litlar eða stdrar sælkerakörfur til gjafa ^£ká> Magnús Tómasson hafa bréflega samband við eigendur og ábúendur jarða í nágrenninu né heldur að boða til fundar um málið meðan tími var til. Ef til vill hefur þetta verið löglegt, en fullkomlega siðlaust, og rifjast hér upp vísuorð- in alkunnu: „Ekki gekk hann glæpaveg, en götuna meðfram hon- um.“ Athugasemdir við áðumefnt frammat vora gerðar bæði munn- lega og skriflega við embætti skipu- lagsstjóra og meðal annars bent á að téð frammat væri alls ekki hæft sem gilt stjómsýsluplagg, enda stendur í stjómsýslulögum að stjórnvöldum beri að ganga full- komlega úr skugga um mál áður en ákvörðun er tekin. Vernd skipulagsstjóra Nú hefði maður ætlað að okkur, venjulegu fólki í þessu landi, væri einhver styrkur í embætti skipu- lagsstjóra til að vemda okkur fyrir umhverfísglæpum af því tagi sem hér er stefnt að. En hvað gerist? Skipulagsstjóri eða starfsmenn hans samþykkja fyrirætlanir sveit- arfélaga um urðun, að vísu með skilyrðum um hreinsun sigvatns og segir í öðra orðinu að engin meng- un megi fara í Norðlæk, síðar að sigvatn skuli hreinsað i samræmi við mengunarreglugerð Hollustu- verndar ríkisins. Úrskurði skipulagsstjóra fylgir nú plagg sem er uppsuða úr frum- mati Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens og heitir nú Mat á umhverfisáhrifum, skrifað stóru letri efst á blaðið. Engar leiðrétting- ar era í því plaggi, ekki einu sinni hirt um að leiðrétta vegalengdir. Getið er athugasemda sem borist höfðu og er verfræðistofu og stjórn sveitarfélaga á Vesturlandi gefinn kostur á að svara athugasemdum, en aðilum sem gerðu athugasemdir meinaður aðgangur að svörum of- angreindra aðila. Þar fær að fljóta með lygasaga frá stjórn sveitarfélaga á Vestur- landi þess efnis að annar fyrrver- andi eigandi Fíflholta hafi kynnt fyrir jarðeigendum (þremur af fjór- um sem skrjfuðu undir athuga- semdir) fyrirætlanir sínar um að urða sorp þar og enginn hafi hreyft mótmælum. Um þetta er það eitt að segja að enginn jarðeigandi í nágrenninu kannast við að hafa verið spurður álits. Fram kemur í greinargerð frá Guðjóni Atla Auðunssyni, efna- fræðingi hjá Rannsóknarstofu fisk- iðnaðarins, en sú greinargerð er fylgiskjal með kæru okkar jarðeig- enda ög búandkarla til þin, sem nú liggur á borði þínu; að ekki er hægt að skilja þungmálma frá sig- vatni með venjulegum aðferðum. Þar kemur aukinheldur fram að hætta er á Clostidum botulinum, sem veldur hættulegri og oft ban- vænni matareitrun, C. tetanus, sem veldur stífkrampa, og C. per- ifringens, sem veldur algengri matareitrun. Auk þessa er veruleg hætta á vírusum, má þar nefna lifr- arbólguveirar ofl. (Hepatitis A, B og C). Ekki hirti Hollustuvernd né Skipulag ríkisins um að annars veg- ar skýra frá þessum þáttum né hins vegar að afla sér og birta þessar upplýsingar. Það er leitt, ráðherra minn góður, að þú þurfir að ómaka þig við að lesa þetta bréf ásamt kærum og skýrslum og eyða dýr- mætum tíma þínum vegna þess að undirtyllur þinar í ýmsum embætt- um nenna eða geta ekki unnið þau ábyrgðarstörf sem þeim er trúað fyrir. Það skyldi þó ekki vera að skipu- lagsstjóri og hans fólk teldi sér skyldara að gera það sem honum er sagt eða þjóna undir einhver pólitísk öfl sem aðeins hafa skamm- tímalausnir á vandamálinu í huga, heldur en að gegna þeirri sjálfsögðu skyldu að hugsa um hag fólksins í landinu og ókominna kynslóða og sinna umhverfisvernd sem ég í ein- feldni minni hélt að væri fólgið í hans embætti. Meðan ákvöraun frá honum var enn ekki opinber reyndi ég að ná tali af honum, en hann var staddur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.