Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 3 7 MINNINGAR ARINBJORN SIGURÐSSON + Arinbj5rn Sig- urðsson fæddist í Villingadal, Haukadalshreppi, Dalasýslu, 17. júní 1917. Hann lést á Hrafnistu 1. desem- ber siðastliðinn. Arinbjörn var son- ur hjónanna Sig- urðar Árnasonar, f. 14.9. 1893, d. 27.12. 1972, frá Jörfa i Haukadal, og Sig- ríðar Þorvarðar- dóttir, f. 6.1. 1890, d. 26.10. 1976, frá Leikskálum í Haukadal. Syst- kin Arinbjarnar voru Jón Skjaldberg, f. 1918, d. 1919 og Halla, f. 1927, d. 1929. Uppvaxtarár sín bjó Arin- björn hjá foreldrum sínum á Kjarláksstöðum á Fellströnd í Dalasýslu. Árið 1939 flytja þau til Reykjavíkur og kynnist Ar- inbjörn þá konu sinni, Kristínu Sigurðardóttur frá Hnífsdal, sem er fædd sama dag og hann, 17. júní 1917, en hún dó 15. apríl siðastliðinn. Þeim varð 6 sona auðið. Þeir eru: Sigurður Örn, f. 7.8. 1941, kvæntur Halldóru Ingjaldsdóttur; Júl- íus Roy, f. 20.8. 1948, kvæntur Helgu Stefánsdótt- ur, Róbert, f. 8.12. 1950; Arthúr, f. 15.12. 1956, kvænt- ur Sigurbjörgu Sigurbjarnar- dóttur; Svanur, f. 14.9. 1958, kvæntur Elísabet Sævarsdótt- ur; Magnús, f. 29.11. 1960, kvæntur Guðbjörgu Erlings- dóttur. Stjúpdóttir hans er Lára Jakobsdóttir. Barnabörn Arinbjarnar eru 10 talsins. Utför Arinbjamar fór fram frá Hallgrímskirkju 9. desember. Elsku Bjarni frændi. Mikið á ég eftir að sakna þín. Það er , skrýtið að hugsa til þess að eiga 3 ekki eftir að koma á Laugateig- inn oftar og hitta þig. Fyrstu kynni mín af höfuðborginni voru þú og Hella og Laugateigur 5. Þar áttum við sem bjuggum fyr- ir vestan alltaf öruggt skjól ef á þurfti að halda, hvort sem taka þurfti kirtla úr hálsi, fara til ; augnlæknis eða erinda eitthvað 5 annað. Til ykkar var alltaf gott | að koma. Þið Hella voruð einn af föstu punktunum í tilverunni. Þú varst einstakur, með þitt skemmtilega skopskyn, svolítið sérlundaður en ákaflega grand- var og góður maður. Það mátti mikið af þér læra um heiðarleika og góðvild. Mér fannst yndislegt hvernig þú barst virðingu fyrir öllu sem lífsandinn hrærir, hjálp- aðir köngullónum út sem villtust inn til þín, gafst smáfuglunum á veturna, áttir skemmtilegt sam- félag við köttinn Mola í næsta húsi sem stundum kom í heim- sókn og „kíkti á Moggann" með þér eða lét fara vel um sig á völdum stað, og auðvitað fékk hann trakteringar eins og allir sem heimsóttu þig. Þú áttir svo barns- lega fallega undrun og aðdáun gagnvart lífinu öllu, dýrum og náttúru. Þú áttir líka sérlega gott með að umgangast börn, náðir góðu sambandi við þau enda hændust þau gjarnan að þér. Þú lifðir lífinu þínu svo sann- arlega af vandvirkni. Það var sérstök upplifun að fá þig með í bíitúr út í náttúruna eða bara um borgina, svo lær- dómsríkt og gaman að sjá og upplifa lífið út frá sjónarhorninu þínu. Mér fannst ég eiga eftir að tala við þig um svo margt. Þú varst hafsjór fróðleiks um fortíðina, um fólkið okkar og líf- ið fyrir vestan í gamla daga. Kannski hefðum við aldrei náð að tala um það allt. Og nú ertu farinn. Svo sannarlega verður lífið fátæklegra án þín en þú hefur líka auðgað það í minning- unni með lífi þínu og breytni. Elsku frændi, ég óska þér góðrar heimkomu úr ferðinni sem þú hefur nú lagt upp í og bið Guð að geyma þig og gæta þín og Hellu þinnar. Ég minnist þín með kærleik og þakklæti fyrir sam- verustundirnar okkar. Ingibjörg. Elsku afí! Komið er að kveðjustund. Þá ertu kominn til Kristínar ömmu. Þið getið haldið jólin saman. Hún hefur viljað hafa þig hjá sér um jólin. Skilaðu til elsku ömmu minnar að ég sakna hennar. Hún Kristín þín var svo yndisleg kona. Guð blessi minningu ykkar ömmu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín sonardóttir, Sigríður Elín Júlíusdóttir. SÆMUNDUR SIG URÐSSON + Sæmundur Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 28. júlí 1909. Hann lést 1. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 9. desember. Vinur minn og velgjörðarmaður hr. Sæmundur Sigurðsson, málara- meistari og kennari við málaradeild | Iðnskólans í Reykjavík, er látinn 87 • ára gamall. Kynni okkar Sæmundar • urðu er ég hóf málaranám við Iðn- skólann í Reykjavík haustið ’78, um það leyti er Sæmundur var að hætta kennslu við Málaraskólann. Sæmundur hafði yfirumsjón með faglegum verkefnum, sem var og er enn á efstu hæð í Iðnskólanum. Hann var þá kominn af léttasta skeiðinu, samt var hann einn af I okkur strákunum, léttleikinn og | spaugsemin í fyrirrúmi. Hann sá Ialltaf spaugilegu hliðina þegar eitt- hvað fór úrskeiðis hjá okkur, var greinilega vanur að bjarga málunum á sinn léttleikandi hátt, og gerði gott eitt úr mistökum okkar nem- anna. Sæmundur var listamaður bæði í orði sem og með pensli á borði, það lék bókstaflega allt í hönd- unum á honum. En öllu gamni fylgdi þó alvara, og hvatti hann okkur til að gera betur, því enginn kom að | tómum kofunum hjá Sæmundi kenn- Iara, með að gera betur og bæta við verkefnin. Eftir að námi lauk gátum við leitað til Sæmundar þar sem hann hafði verkstæði, fyrir neðan Miklatorg sem var og hét. Þar var nóg að skoða og alltaf hafði Sæ- mundur tíma fyrir strákana sína sem litu inn, innan um kistur og skúffur og allskyns mublur, var hann á kafi í vinnu við að skreyta og mála. Hann málaði jafnt auglýsingar á spjöld sem á húsgafla, það var hrein Iunun að horfa og fylgjast með þess- um glaðværa listamanni sem bauð manni alla þá hlýju sem einn maður getur gefið. Við settumst oft niður á verkstæðinu saman og röbbuðum um daginn og veginn, það kom mér á óvart hvað Sæmundur fylgdist vel með, hvað hver var að gera og hvað betur mætti fara hjá málarastétt- inni. Mættu fyrrverandi formenn Málarameistarafélagsins i Reykjavík hafa betur leitað til Sæmundar, þá væri kannski betur komið fyrir þeirra félagsskap í dag. Margir nem- arnir æfðu sig á verkstæði Sæmund- ar fyrir sveinspróf, og létu vel af leiðbeiningum hans. Sæmundur kenndi einnig postulínsmálun, og skreytti kistur með rósamálun, þess- ir hlutir sóma sér vel í hvaða lista- húsi sem er. Af því má sjá að Sæ- mundur var mikil félagsvera og hægt er að segja að hann hafi verið faðir málaraiðngreinarinnar ef svo má að orði komast. Hann hefur ver- ið sæmdur æðstu orðum greinarinn- ar bæði hér heima og erlendis. Fáir ef nokkrir hafa komist með tærnar þar sem hann hafði hælana í sinni iðngrein. Minningarnar eru margar og aldr- ei bar skugga á vináttu okkar þótt aldursmunur væri til helminga á okkur. Ég aðstoðaði Sæmund við nokkur verk sem hann vann við úti í bæ, svo sem að skreyta gafla og mála nokkur hús, þessar stundir eru mér ógleymanlegar í minningunni, bæði verklega og félagslega. Hann lagaði alla liti sjálfur og útbjó skapalónin á verkstæðinu, ég sé ekki unga málara gera þetta í dag. Sæmundur var mikill fjöl- skyldumaður, talaði um börnin sín sem gimsteinana. Konu hans, frú Sigríði, sem var hans hægri hönd, kynntist ég svo síðar, þeirri elsku- legu, góðu konu votta ég nú samúð mína svo og börnum þeirra. Missir ykkar er mikill, þetta er víst gangur lífsins að allt líf hefur enda, það er bara mismikið sem hver og einn skilur eftir sig, þegar hann kveður. Heila bók væri hægt að skrifa um Sæmund Sigurðsson, þennan góða mann sem gaf málarastéttinni svo mikið. Ég vil fyrir hönd allra þeirra fjölmörgu málaranema, sem nutu leiðsagnar og góðmennsku Sæ- mundar, þakka honum samfylgdina og við lútum höfði honum til heið- urs. Vertu sæll, góði maður. Magnús Pálsson Sigurðsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, Á-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Englendingar í vandræðum SKAK íþróttahúsinu v i ð Strandgötu í Ilafnarfirði 2. GUÐMUNDAR ARASONARMÓTIÐ 13.-21. desember. Teflt kl. 17 virka daga en kl. 14 um helgar. Aðgangur ókeypis. ÞRÍR enskir alþjóðlegir meistar- ar tefla á Guðmundar Arasonar mótinu í Hafnarfirði. Engum þeirra tókst að vinna skákir gegn ungum íslenskum skákmönnum í fyrstu umferð. Kristján Eðvarðsson vann næst- stigahæsta keppandann, Matthew Turner. Jón Viktor Gunnarsson og Andrew Martin gerðu jafntefli og sömuleiðis Einar Hjalti Jensson og Angus Dunnington. Hinir fímm er- lendu alþjóðlegu meistaramir náðu að vinna íslenska andstæðinga sína. Einar K. Einarsson vann James Burden, Bandaríkjunum og Áskell Örn Kárason vann sænsku stúlkuna Susanne Berg. íslensku keppendum gekk mun betur nú en í fyrstu umferð á mótinu í fyrra. Mótið er fimmta alþjóðlega skák- mótið á sex árum sem haldið er í Hafnarfirði. Það er meira en hægt er að segja um sjálfa höfuðborgina. Þá fór keppni í landsliðsflokki á Skákþingi Islands fram í bænum árin 1988 og 1992. Skákfélag Hafnarfjarðar hefur notið dyggs stuðnings bæjaryfirvalda við þessi verkefni og svo er einnig nú. Úrslit fyrstu umferðar: Raetsky, Rússlandi - Arnar E. Gunnarsson 1-0 Einar H. Jensson - Dunnington, Englandi 'A-'A Tumer, Engiandi - Kristján Eðvarðsson 0-1 Jón V. Gunnarsson - Martin, Englandi 'A- 'A Kristensen, Danmörku - Bergsteinn Einarsson 1-0 Torfi Leósson - Albert Blees, Hollandi 0-1 Bruno Carlier, Hollandi - Þorvarður F. Ólafsson 1-0 Stefán Kristjánsson - Engquist, Svíþjóð 0-1 Jón Garðar Viðarsson - Heimir Ásgeirsson 1-0 Jóhann H. Ragnarsson - Guðmundur Gíslason 0-1 Sævar Bjarnason - Davíð Kjartansson 'A-'A Björn Þorfinnsson - Björgvin Víglundsson 0-1 Bragi Halldórsson - Bragi Þorfinnsson 0-1 Susanne Berg, Svíþjóð - Áskeli Órn Kárason 0-1 Burden, Bandaríkjunum - Einar K. Einarsson 0-1 Kristján Eðvarðsson fékk erfiða stöðu út úr byijuninni gegn Matt- hew Turner frá Englandi. En hann náði að rétta úr kútnum og var með góða stöðu þegar Turner lék ótrúlegum fingurbijót: Hvítt: Matthew Turner Svart: Kristján Eðvarðsson Enski leikurinn I. c4 - Rf6 2. Rc3 - e6 3. e4 - d5 4. e5 - Re4 5. Rf3- Rxc3 6. dxc3 - Be7 7. Bf4 - c6 8. Dc2 - Rd7 9. Be2 - b6 10. cxd5 - cxd5 II. h4 - h5 12. Hh3 - Bb7 13. 0-0-0 - Dc7 14. Rd4 - Rc5 15. Hg3 - a6 16. Kbl - g5! 17. Hxg5 - hxg5 18. Bxg5 - Bxg5 19. Hxg5 - Re4 20. Hh5 - Hxh5 21. Bxh5 - Dxe5 22. Bf3 - Rg5 23. Dd2 - 0-0-0 24. b3 - Kb8 25. Kb2 - Hc8 26. Hhl - Re4 27. Bxe4 - Dxe4 28. f3 - Dg6 29. g4 - Df6 30. Hh7 - Hc7 31. Dh2 - e5 32. Hh6 - Dg5 33. Rf5 - d4 34. cxd4??? - Dcl mát! Matthew Tumer er ekki atvinnu- maður í skák eins og hinir tveir ensku keppendurnir. Hann er 21 árs og er á síðasta ári í hagfræðin- ámi við háskólann í Cambridge. í dag er teflt á mótinu frá kl. 14, en mesta spennan í skákunum verður væntanlega á milli kl. 17 og 18. Kasparov og Karpov tefla í dag Heimsmeistarar FIDE og PCA mætast í dag á stórmótinu í Las Palmas. Þetta er í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem þeir Kasparov og Karpov tefla. Tefldar hafa verið fjórar umferðir á mótinu og eru þeir Kasparov og Anand efstir og jafnir með tvo og hálfan vinning, en Karpov hefur gert allar skákir sínar jafntefli og hefur tvo vinninga. Atkvöld Hellis Hellir er að skipta um húsnæði. Síðasta „atkvöld" félagsins í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi fer fram mánudagskvöldið 16. desem- ber og hefst kl. 20. Teflt verður með Fischer/FIDE klukkunum eins og venjulega og er öllum heimil þátttaka. A síðasta atkvöldi í nóv- ember sigruðu þeir Sveinn Kristins- son og Andri Áss Grétarsson. Margeir Pétursson LAS PALMAS XXI. styrkleikafl. Stig 1 2 3 4 5 6 VINN: 1 Karpov, Anatólí RÚS 2.775 XX ’/2 ’/2 ’/2 ’/2 2 2 Anand, Viswanathan IND 2.735 ’/2 XX ’/2 ’/2 1 2’/2 3 Topalov, Veselin BÚL 2.750 ’/2 XX 0 ’/2 0 1 4 Kasparov, Garv RÚS 2.785 ’/2 1 XX ’/2 ’/2 2’/2 5 Kramnik, Viadimir RÚS 2.765 ’/2 ’/2 ’/2 ’/2 XX 2 6 ivantsjúk, Vasílí ÚKR 2.730 ’/2 0 1 ’/2 XX 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.