Morgunblaðið - 15.12.1996, Side 28

Morgunblaðið - 15.12.1996, Side 28
28 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 29 Jlfetiguflftlafrti STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR ISLENZKIR náms- og fræði- menn, sem stundað hafa nám og rannsóknir við erlenda háskóla hafa mjög á orði, hvað Háskóli íslands sé vanbúinn bókum og öðrum heimildum og telja, að ein helzta forsenda þess, að hann geti staðið undir nafni sé sú, að vel sé að honum búið að þessu leyti. Nú hafa Landsbókasafn ís- lands og Háskólabókasafn verið sameinuð í hinni miklu Þjóðar- bókhlöðu, þar sem aðstaða öll og tæknibúnaður fyrir náms- menn og fræðimenn er til fyrir- myndar. Vonandi verður það fjárveitingavaldinu hvatning til þess að búa svo að Þjóðarbók- hlöðu, að bókakostur og heim- ildasöfn verði í samræmi við það. Eitt af því, sem ætti að ýta á fjárveitingavaldið til þess að auka veg Þjóðarbókhlöðu að þessu leyti er sú staðreynd, að ný tækni gerir öllum almenn- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ingi kleift að hafa beinan að- gang að safninu með tölvuteng- ingu. Á þessu er vakin athygli í grein hér í blaðinu í gær eftir Halldóru Þorsteinsdóttur, sem er forstöðumaður upplýsinga- deildar Landsbókasafns ís- lands-Háskólabókasafns. í grein þessari segir höfundur m.a.: „Eitt aðalhjálpartækið við heimildaleit er tölvukerfið Gegnir. Þar er að finna upplýs- ingar um bækur, tímarit, mynd- bönd, hljóðrit og annað efni, sem til er í safninu og ýmsum öðrum söfnum hér á landi. í Gegni er skráður almennur safnkostur um 20 bókasafna, þar er samskrá um erlenda tímaritaeign 60 bókasafna og þjóðbókaskrá íslendinga. Ann- að gagnasafn, Greinir, vísar aftur á móti í efni, sem birzt hefur í rúmlega 120 íslenzkum tímaritum. Aðgangur að Gegni og Greini er um fjölmarga skjái í safninu og einnig um alnet- ið. . . í safninu er ennfremur hægt að fletta upp í Feng, tölvuskrá Borgarbókasafns, Bókasafns Landspítalans og fleiri safna.“ Síðan segir Halldóra Þor- steinsdóttir: „Með tiltölulega ódýrum tölvubúnaði getur þjóðin öll haft aðgang að Þjóðarbók- hlöðu. Slíkur búnaður er undir- staða nútíma upplýsingaöflunar og veigamikill hlekkur í að jafna aðgang almennings að upplýs- ingum án tillits til búsetu." Þetta er auðvitað bylting. Sú tíð er liðin að söfn á borð við Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn séu einungis fyrir til- tölulega fámennan hóp fólks, námsmenn og fræðimenn. Eins og forstöðumaður upplýsinga- deildar safnanna bendir á, get- ur fólk hvar sem það býr á land- inu nú haft beinan aðgang að Þjóðarbókhlöðu með einfaldri tölvutengingu. Þessi nýja að- staða á að auðvelda námsmönn- um í dreifbýli að stunda nám sitt með jafn góðum árangri og námsmenn í þéttbýli. Hún auð- veldar fræðimönnum, sem bú- settir eru utan höfuðborgar- svæðisins vinnu sína. Hún auð- veldar alþýðufræðimönnum, sem enn eru margir á íslandi, þeirra störf og hún opnar hinum almenna borgara aðgang að gífurlegu magni upplýsinga. Þegar svo er komið eru enn sterkari rök en áður fyrir því, að svo vel sé búið að Þjóðarbók- hlöðunni að fjárveitingum til þess að festa kaup á margvís- legum heimildum, að við náum því á nokkru árabili að byggja upp safn, sem stendur jafnfætis því bezta, sem þekkist í nálæg- um löndum. Til þess á metnaður okkar að standa. AÐGANGUR ALMENNINGS AÐ UPPLÝSINGUM Dauðinn er afþreying FYRIR EKKI ALL- löngu drap ég á sjónvarp- ið í þessum þáttum og minnti á hvernig það er notað sem afþreying, eða einskonar dægrastytting og er þá einskis svifizt í þeim efnum. Nýlega las ég frásögn af því hvern- ig einn mesti harmleikur þessarar aldar er notaður í skemmtiiðnaðinum og verður æ vinsælli afþreying og raunar skemmtiatriði sem áheyrend- ur eru svo sólgnir í að þetta er að verða milljónaiðnaður og sér ekki fyrir endann á þessari uppákomu. Eg á hér við hið hörmulega slys þeg- ar Titanic fórst á Atlantshafinu aust- ur af Nýfundnalandi. Time segir frá þessu skemmtanahungri ekki alls fyrir löngu og minnir á að nokkrar tylftir frásagna og söngva, fjórar kvikmyndir og ein framhaldsmynd, auk mikillar uppákomu í Las Vegas, hafi ekki satt það hungur sem æsi- spennandi harmleikir æra upp f tryllt- um lýðnum, en allt byggir þetta á harmleiknum mikla um Titanic. Time kallar þetta Titanic-æði og telur að lýðurinn verði sönglandi Hærra minn guð til þín um það leyti sem ný kvik- mynd James Camerons um þetta efni kemur á markað á næsta ári. Einn aðstandenda sjónvarpsuppákomunn- ar talar um þessa endalausu heillandi og tímalausu sögu, eins og hann mun hafa komizt að orði um þennan sorg- lega atburð. Time bendir á uppbyggilegra efni um þennan atburð í heimildarmynd á Discovery og fjórum nýjum bókum um efnið, en af þeim eru þtjár skáld- sögur. En kannski er hnýsiiegasta atriði þessarar uppákomu nýr söngleikur á Broadway sem verður færður upp næsta ár og að sjálfsögðu undir nafn- inu Titanic — án upphrópunarmerkis, segir Time. Og höfundurinn er harla ánægður með efnið, segir að það muni falla vel í kramið á Broadway. ..fólk er svo snortið að það missir málið, það verður að syngja.“ „Eða sökkva," bætir Time við. Allt er þetta með end- emum og skipið sem gat ekki sokkið er að verða einskonar tákn þeirrar kynslóðar sem gengur fyrir hávaða, plasti og peningum; tryllt og hugsjónalítil siglir hún inní sýndarveröld sam- tímans, ófullnægð og án þeirra and- legu verðmæta sem kannski gætu fyllt tómið og skemmtir sér við það sem hendir aðra en er jafnlangt frá því að geta hent þá sjálfa einsog það var óhugsandi að Titanic gæti sokk- ið. Og á þessari siglingu glymur Hærra minn guð til þín, ekki einsog kveðjusálmur og útrás fyrir sorg og söknuð, heldur einsog hver annar slagari sem á að fullnægja þeirri kröfu umhverfisins um decibel-háv- aða sem kerfíð og markaðurinn krefjast. Mundi þetta ekki segja ýmislegt um samtíð okkar? Um það æði sem hefur gripið mannskapinn? Um vönt- unina og þá staðreynd að tízkan er einsog önnur fíkniefni, fullnægir ein- ungis meðan æðið stendur yfír, krefst meira æðis; sífellt stærri skammta af títanískri fullnægingu. Reynt er að græða á öllu, slysum, hryðjuverkum, morðum, fíkniefnum sem tortíma lífí ungmenna, mansali og klámi. Jafnvel jólunum; ekkisízt þeim. Sjónvarpið, sagði ég í fyrrnefndu helgispjalli, endurspeglar vissa þætti raunveruleikans, aðra ekki. Það er jafnvel hægt að heyja styrjaldir í sjón- varpi. Og það er hægt að fylgjast með þeim úr þessari órafjarlægu ná- lægð sem sjónvarp býður uppá. Áhorfendur geta upplifað stríð sem nýja tegund af hasar. Tekið þátt í honum úr öruggri fjarlægð. Tilfínn- ingasljóir fyrir síendurteknum harm- leik sem snertir okkur einungis einsog hver önnur afþreying. í Bandaríkjunum er sagt að sjón- varpsæskan sé að verða tilfinninga- laus. Hún endurtekur ofbeldi kvik- myndanna í raunveruleikanum. Og þegar raunverulegt fórnardýr er sært, tilaðmynda af skotsárum, þá rekur þetta unga fólk upp stór augu og segir undrandi, Er þetta sárt? Því það er ekkert sárt í sjónvarpi. Og nýlega misþyrmdu þrír sex ára drengir fímm ára telpu í Þrándheimi, skildu hana eftir liggjandi í snjónum þarsem hún varð úti. í sjónvarpshas- arnum deyja þeir ekki sem eru barð- ir heldur standa þeir upp einsog ekk- ert sé. Það var, að mér skilst, afsök- un drengjanna sem þekkja ekki mun á sjónvarpslífi og veruleikanum. I sjónvarpinu er dauðinn bara skemmtilegur hasar, jafnvel hann. Einn helzti tölvusérfræðingur heims, Joseph Weizenbaum, kemst m.a. svo að orði í bók sinni Comput- er Power and Human Reason: „Samt getur engin rökræða, sama hve mælsk og sannfærandi hún er, breytt þeirri staðreynd, að vísindin eru almennt talin eina leiðin til auk- ins skilnings. Þegar ég held því fram, að vísindahyggjan hafí smám saman breytzt í hægvirkt eitur, þá á ég við, að með því að telja vísindalega þekk- ingu ávísun á hinn eina sannleika, þá sé verið að ómerkja allar aðrar skilningsleiðir. Áður fyrr var listin, einkum bókmenntimar, talin upp- spretta andlegrar næringar og skiln- ings en nú er litið á hana sem hveija aðra dægrastyttingu. Leikhúsin í Grikklandi og Austurlöndum til forna, sviðið hans Shakespeares, Ib- sens og Tsjekovs, svo nær sé farið í tíma, allt voru þetta skólar. Námsefn- ið, sem þar var kennt, jók mönnum skilning á samfélagi sínu. Þótt enn komi fyrir, að einhver Arthur Miller eða Edward Albee fái að kveðja sér hljóðs í New York eða London, þá hungrar fólk og þyrstir aðeins í það, sem á að heita vísindalega sannað. Soðningin er svo tímarit á borð við Psychology Today, einhver uppsuða úr verkum Masters og Johnsons eða vísindaguðfræði eins og hún birtist hjá L. Ron Hubbard. Trúin á skyn- semina hefur dregið úr spádóms- krafti tungumálsins sjálfs. Við kunn- um að telja en erum að gleyma hvað er þess vert að vera talið og hvers vegna. M. HELGI spjall _L + REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 14. desember UUM ÞESSAR MUNDIR stendur yfir mesti bóksölutími ársins. Langflestar íslenzkar bækur, sem út koma ár hvert eru gefnar út á tímabilinu frá október og fram í des- ember. Mesti sölutími bóka er í desember og raunar síðustu vikur og daga fyrir jól. Tilraunir til þess að dreifa útgáfu bóka á fleiri mánuði ársins virðast ekki gefa góða raun. Hvað er nú orðið um bókaþjóðina miklu? Morgunblaðið hefur birt lista yfir sölu bóka allt þetta ár en ekki einungis í nóvem- ber og desember. Bóksölulistar þessir eru unnir af Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands en aðilar að þessu samstarfi eru auk Morgunblaðsins, Félag íslenzkra bókaút- gefenda og Félag bóka- og ritfangaverzl- ana. Bóksölulistarnir hafa vakið athygli þeirra, sem á annað borð hafa áhuga á útgáfu bóka og sölu bóka, fyrst og fremst vegna þess, að þeir leiða í ljós takmarkað- an áhuga á bókakaupum meirihluta ársins. Á bóksöluiista, sem birtist hér í blaðinu sl. þriðjudag var kökubók Hagkaups í efsta sæti á hinum sameiginlega lista. Þar voru fjórar barnabækur og skal ekki gert lítið úr því. Það skiptir auðvitað miklu máli að börn hafi aðgang að bókum við sitt hæfi. Þar voru tvær nýjar skáldsögur. Þegar litið er yfir þessa lista yfir allt þetta ár kemur í Ijós, að það er hending ef skáldverk er að finna á listunum fram- an af árinu. Vikurnar fyrir páska er aug- ljóst að bókakaup vegna fermingargjafa setja mark sitt á bóksölulistann. Á vorin og sumrin einkennist hann af sölu bóka, sem varða ýmist garðyrkju og blómarækt eða ferðalög. Það skal heldur ekki gert lítið úr því. Bækur um það efni skipta líka máli. En það breytir ekki hinu, að bókalist- arnir eru vísbending um, að svonefndar góðbókmenntir eigi ekki greiðan aðgang að almenningi mestan hluta ársins. Nú má vel vera, að ein skýringin sé sú, að góðbókmenntimar séu alls ekki „góð- bókmenntir". Það sé einfaldlega ekki nógu mikið af nýjum og góðum bókum á mark- aðnum. Það er líka hugsanlegt, að bóka- smekkur þjóðarinnar hafi versnað svo mjög og áhugaleysi aukizt um bókmenntir eftir að sjónvarp og aðrir afþreyingamiðlar komu til sögunnar. Það getur á hinn bóginn verið okkur nokkur huggun, að bóksölulistar í öðrum löndum segja sennilega svipaða sögu. Skáldverkin, sem seljast í milljónaupplög- um eru yfirleitt heldur ómerkilegir reyfar- ar, sem eru skrifaðir skv. viðurkenndum formúlum og markaðssettir í samræmi við það. Engu að síður er þetta umhugsunar- efni fyrir þjóðina, sem vill líta á sig sem bókaþjóð en er sennilega skv. upplýsing- um, sem birtar hafa verið erlendis mun minni bókaþjóð, en ýmsir nágrannar okkar. Hvar eru bækur til sölu? FÓLK FER NÚ orðið svo mikið til útlanda, að það veitir því eftirtekt, að bókaverzlanir í öðrum löndum eru oft mun girnilegri, ef svo má að orði kom- ast, en bókaverzlanir hér hafa verið til skamms tíma. Bókaverzlanir í London og New York hafa lengi verið einn helzti áfangastaður þeirra íslendinga, sem þang- að koma og áhuga hafa á að fylgjast með því, sem er að gerast í bókaheiminum. Bókaverzlanir hér á íslandi hafa varla staðið undir nafni í samanburði við bóka- búðir í ýmsum öðrum löndum. Á seinni árum hefur þó orðið nokkur breyting á. Sérstaklega á það við um bókaverzlun Máls og menningar við Laugaveg, sem fram á síðustu vikur hefur skarað fram úr og notið algerrar sérstöðu. Raunar er það merkilegt hvað þessu gamla útgáfu- fyrirtæki sósíalista, sem í eina tíð var eitt helzta pólitíska vopnið í stjórnmálabaráttu þeirra innanlands, hefur tekizt að breyta algerlega um svip og taka afgerandi for- |Ég§§ 'á' r' f? - Morgunblaðið/Ámi Sæberg SKOGAFOSS ystu í alhliða bókaútgáfu og bókasölu hér á íslandi. Hin nýja bókaverzlun Eymundssonar í Borgarkringlunni, sem nú er í eigu hins gamalgróna fyrirtækis, Pennans, verður hins vegar augljóslega verðugur keppi- nautur Máls og menningar en sameigin- lega munu þessar tvær vel reknu og vel búnu verzlanir stuðla að aukinni bókasölu allt árið um kring. Traustar og vel reknar bókaverzlanir, þar sem er að finna mikið úrval bóka, ekki bara þeirra, sem út eru að koma fyr- ir þessi jól heldur helztu útgáfubækur síð- ustu ára eru auðvitað forsendan fyrir því, að almenningur hafi greiðan aðgang að bókum til þess að kaupa. En jafnframt hafa bókaútgefendur ára- tugum saman staðið fyrir bókamörkuðum snemma á nýju ári, þar sem kostur hefur verið á að kaupa eldri bækur á lágu verði. Ekki skal gert lítið úr því framtaki. Hins vegar er spuming, hvort bókaútgefendur og bóksalar geti stigið nýtt skref til þess að gera bækur bæði nýjar og gamlar að- gengilegar fyrir allan almenning til kaupa með því að koma upp bókamarkaði á alnet- inu, þar sem á boðstólum væru bókstaf- lega allar bækur, sem til eru í vörugeymsl- um bókaútgefenda og bóksala, nýjar og gamlar og sumar eldgamlar. Slíkir bókamarkaðir eru nú reknir á al- netinu í öðmm löndum, sem íslenzkir not- endur þess eiga greiðan aðgang að. Hag- kaup hefur verið að prófa sig áfram með matvöruverzlun á alnetinu og skv. frétt, sem birtist hér í blaðinu fyrir skömmu em viðskipti í þeirri verzlun vaxandi. Með sama hætti er hægt að setja inn á alnetið upplýsingar um allar bækur, sem komið hafa út á íslandi og til eru í geymslum ásamt upplýsingum um verð þeirra og gefa fólki kost á að panta þær í gegnum eigin tölvur eða með aðstoð bókaverzlana. Ekki er ólíklegt að sala bóka mundi taka töluverðan kipp á þeim tíma ársins, sem bækur eru að jafnaði lítið keyptar, m.a. vegna þess að á bókamarkaðnum á alnetinu væri kostur á að hafa á boðstólum eldri bækur, sem bókaverzlanir telja sig I ekki hafa efni á að hafa uppi við og em þar af leiðandi öllum gleymdar. íslenzkir bókaútgefendur og bóksalar gætu einnig auðveldað íslendingum kaup á erlendum bókum með því að tryggja notendum hins íslenzka bókamarkaðar á alnetinu greiðan aðgang að erlendum bókamörkuðum undir sínum hatti. Eins og nú standa sakir hefur fólk ekki þægilegan aðgang að eldri bókum, sem út hafa komið, nema á útsölumörkuðunum, sem efnt er til yfirleitt einu sinni á ári, þótt þeim hafí eitthvað fjölgað í seinni tíð. Þær aðferðir bókaútgefenda að selja bækur í gegnum síma eða með því að senda sölumenn í hús eru heldur hvimleið- ar, þótt þær hafí vafalaust borið einhvern árangur. MÖRGUM OF- bjóða söluaðferð- irnar, sem notaðar irnar eru, til þess að selja bækur og í mörgum tilvikum hlýtur það að vera höfundum mjög á móti skapi, sem ætlast er til af þeim sjálfum, þegar kemur að sölu bóka þeirra. í fyrsta lagi eru lýsingarorðin, sem stundum eru notuð í auglýsingum svo kröftug, að höfundamir hljóta að fara hjá sér, þegar þeir horfa á sjálfa sig í tengsl- um við þau stóryrði. í öðru lagi eru tilraunir þeirra sjálfra og útgefenda þeirra til þess að koma þeim á framfæri við fjölmiðla mörgum þeirra á móti skapi, þótt þeir láti sig hafa það. Auglýsingamennskan í sambandi við bæk- ur tröllríður fjölmiðlum í desember. Morg- unblaðið hefur síðustu árin reynt að stilla þessu í hóf enda var blaðið farið að birta opnuviðtöl við sömu höfundana ár eftir ár án þess, að þeir segðu nokkuð nýtt, enda höfðu þeir ekkert nýtt að segja. í þriðja lagi er alls konar fíflaháttur að ryðja sér til rúms við kynningu bóka, sér- staklega hjá yngstu kynslóð höfunda, sem varla stuðlar að sérstakri virðingu almenn- ings fyrir þeim bókum, sem þar er verið að bjóða. Söluaðferð- Sú var tíðin, að áritanir höfunda á bæk- ur þóttu verðmætar en þær eru það varla lengur eftir að tekinn hefur verið upp sá háttur, að höfundar sitji í bókaverzlunum og áriti bækur sínar í einhvers konar fjöldaáritun. Spurning er, hvort hægt er að koma kynningu á nýjum bókum í menningarlegri farveg en tíðkazt hefur um skeið. I Gerðu- bergi hefur við og við farið fram merkileg kynning á listmálurum, þar sem þeir koma fram og kynna verk sín yfír langt tímabil og efnt er til skipulagðra umræðna um verkin meðal kunnáttumanna, sem áheyr- endur aðrir geta svo blandað sér í. Skipulegri, markvissari og menningar- legri kynning á bókum og höfundum þeirra þyrfti að finna sér farveg á næstu árum og sjálfsagt yrðu engir því fegnari en höf- undarnir sjálfir. Hér þyrfti að fínna form fyrir efnismeiri og vandaðri kynningu á bókum, þar sem áhugamenn gætu komið saman og hlustað á og tekið þátt í vand- lega undirbúnum umræðum um nýútkomn- ar bækur, sem taldar væru þess virði að hljóta slíka kynningu. Bókaverðlaun eru veitt víða um lönd og m.a. hér á landi, þar sem hin íslenzku bókmenntaverðlaun hafa verið og eru umdeild. Það sem jákvætt má segja um slík verðlaun er, að sennilega stuðla um- ræður um þau að aukinni sölu bóka. Að öðru leyti er allur framgangsmáti í tengsl- um við verðlaunin hæpin svo að ekki sé meira sagt enda hafa þau ekki náð að festa sig í sessi eða náð almennri viður- kenningu og virðingu. Bókaskrifin ÞAÐ SEM AÐ öðru leyti má segja, að standi íslenzkri bókaútgáfu fyrir þrifum er einfaldlega það, að ekki er á allra færi að helga sig bókaskrifum. Það útheimtir tíma og vinnu og höfundar þurfa að lifa eins og annað fólk. Það er ákaflega lítið um það um þessar mundir að rithöf- undar geti lifað á ritmennsku sinni. í öðrum löndum hafa bókaútgáfufyrir- tæki burði til þess að gera samninga við höfunda og borga þeim ákveðna fyrirfram- greiðslu, sem auðveldar þeim að vinna verk sitt. Hér er áreiðanlega lítið um það, þótt einhver dæmi séu um, að höfundar séu á launum hjá útgáfufyrirtækjum við bókaskrif. Það er t.d. ekki auðvelt fyrir sagnfræð- inga að vinna árum saman að rannsóknum heima og erlendis að ákveðnum málefnum og skrifa svo bækur um þær rannsóknir, sem eru mikilsvert framlag til sögu þjóðar- innar. Hver á að fjármagna slíka vinnu? Þótt einstaka styrkir séu veittir í tengsl- um við slík verkefni eru þær upphæðir yfirleitt svo lágar, að þær duga skammt. Það vekur athygli hvað mikið er skrifað af bókum um þjóðfélagsmál og sagnfræði t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þar koma út miklar bækur um einstök málefni eða einstaklinga, sem við sögu hafa kom- ið. Þessar bækur eru áreiðanlega skrifaðar vegna þess, að höfundar eiga greiðan að- gang að margvíslegum rannsóknarstyrkj- um, bæði í háskólum og hjá einstaka öflug- um sjóðum. Og það er líka skýringin á því, að margar þessara bóka eru mjög góðar og einstaklega vel til þeirra vandað á allan hátt. íslenzkir höfundar hafa ekki aðgang að slíku fjármagni. Þess vegna er minna skrif- að af bókum um sagnfræði og ýmis þjóðfé- lagsmál, sem á döfínni eru í samtímanum en æskilegt væri. Ef við viljum stuðla að aukinni bók- mennt í landinu er forsenda fyrir því auð- vitað sú, að hér séu skrifaðar bækur, sem eru þess virði að þær séu gefnar út. Það stuðlar ekki endilega að merkilegri bókaút- gáfu, að útgefendur geri samning í ársbyij- un við höfund um að hann skili handriti á næsta sumri. Hér þarf að koma til samráð bókaútgef- enda, bóksala, höfunda og stjómvalda til þess að stuðla að veigameiri bókaútgáfu en hér hefur verið stunduð. Það er ekki hægt að búast við því að fólk kaupi bækur umfram annað nema á boðstólum séu vand- aðar bækur. Hitt er svo annað mál, að markaðurinn er ekki endilega menning- arvænn. „Hins vegar er spurning, hvort bókaútgefendur og bóksalar geti stigið nýtt skref til þess að gera bækur, bæði nýj- ar og gamlar, að- gengilegar fyrir allan almenning til kaupa með þvi að koma upp bókamarkaði á al- netinu, þar sem á boðstólum væru bókstaflega allar bækur, sem til eru í vörugeymslum bókaútgefenda og bóksala, nýjar og gamlar og sumar eldgamlar.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.