Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 56
<Ö> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi 9 <o> NÝHERJI Skaf Verið tímanlega með jólapóstinn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Nefndarálit efnahags- og viðskiptanefndar vegna fjárlaga 1997 Ríkið ábyrgist bótakröfu vegna Thalidomide MEIRIHLUTI efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis hefur lagt til í nefndaráliti um frumvarp til láns- fjárlaga 1997 að fjármálaráðherra verði heimilt að ábyrgjast mögulega skaðabótakröfu vegna notkunar lyfsins Thalidomide. Ólafur Ólafsson landlæknir segir að óskað hafi verið eftir því fyrir nokkrum árum að gefa Thalidomide við sérstökum útbrotum þar sem talið hafi verið að það gæti komið að gagni. „Viðkomandi læknir vildi það en lyijafyrirtækið sem um ræddi vildi ekki afhenda lyfið nema íslenska ríkið væri tilbúið að ábyrgjast skaða- bótakröfu vegna hugsanlegra auka- verkana," segir Ólafur. Eru tilvonandi neytendur látnir undirrita skjal þess efnis að þeir muni ekki krefjast bóta vegna hugs- anlegra aukaverkana lyfsins. Landlæknir segir að aukaverkanir af Thalidomide séu mjög sjaldgæfar og að það sé ekki gefið vanfærum konum. Auk þess býst hann við að ekki verði mikið vísað á lyfið verði tillagan samþykkt. Thalidomide var gefið fyrir ijöl- mörgum árum sem róandi lyf og við verkjum en notkun þess hætt vegna ýmissa aukaverkana, til dæmis fóst- urskaða en börn fæddust vansköpuð eftir að mæður þeirra höfðu notað lyfið. „Menn hafa reynt lyfið við ýmsu og það virðist hafa haft góð áhrif í einstaka tilfellum,“ segir Ólaf- ur Ólafsson að lokum. Lúsíuhátíð í Norræna húsinu LÚSÍUMESSU var minnst í Norræna húsinu á föstudag. Lúsíumessa er 13. desember og naut heilög Lúsía talsverðrar helgi um Norðurlönd og á ís- landi, segir í Sögu daganna. Aðfaranótt Lúsíumessu var fram á 18. öld talin lengsta nótt ársins. Lúsíumessa lagðist af um siðaskipti á norðurslóðum en Lúsía lifði áfram í þjóðtrú í Svíþjóð og hefur komið við sögu hérlendis frá því um 1930 í sænskum búningi. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar Krossanes kaupir verk- smiðjuna KROSSANES hf. á Akureyri hefur kej/pt fiskimjölsverksmiðju Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar hf. í frétt frá Krossanesi segir, að rekstur verksmiðjunnar í Ólafsfirði verði aukinn, jafnframt því að stefnt verði að hagræðingu með sam- rekstri hennar og verksmiðju fé- lagsins á Akureyri. Þá hefur Hraðfrystihús Ólafs- fjarðar hf. jafnframt gerst hluthafi í Krossanesi hf. Morgunblaðið/Golli Aðstoðarframkvæmdastjóri Columbia Ventures um skýrslu Veritas Skýrslan segir ekkert um styrk Columbia '• Landsbókasafn Dýrmæt handrit að eyði- leggjast HÆTTA er á að pappírshandrit frá 18. öld og síðar, sem varðveitt eru á Handritadeild Landsbókasafns, eyðileggist. Pappírinn molnar og blekið gufar upp. Vegna niðurskurð- ar fjárveitinga hefur enginn viðgerð- armaður starfað við Handritadeild frá því að Þjóðarbókhlaða var opn- uð. I Handritadeild eru 15 þúsund skráð handritanúmer og töluvert af óskráðu efni. Ef ekki verður að gert verður afleiðingin óbætanleg eyðing hand- rita sem eru mikilvæg fyrir sögu okkar og menningu, svo sem hand- - • ritasafn Jóns Sigurðssonar forseta, að því er Ögmundur Helgason for- stöðumaður Handritadeildar segir í samtali við Morgunblaðið. Á Hand- ritadeild eru varðveitt mörg dýrmæt- ustu pappírshandrit þjóðarinnar, frumeintök af bókum sem þjóðinni eru kærar auk óútgefínna handrita sem talin eru mikilvæg fyrir íslenska menningu. Ýmis yngri pappírshandrit eru í mestri hættu. Eldri handritin eru rituð á endingargóðan pappír og með sterku bleki. í upphafi 19. aldar var farið að nota verri pappír og blek sem hreinlega gufar upp og hverfur. Sérstök viðgerðarstofa er við Handritadeild, búin fullkomnustu . tækjum. ■ Eyðingin hljóða/18 ÞVÖRUSLEIKIR DAGAR TIL JÓLA JAMES Hensel, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Columbia Ventures, segir að ráðgjafarfyrirtækið Veritas hafi ekki nægar upplýsingar í hönd- um til að segja neitt um fjárhagsleg- an styrk Columbia Ventures. Fyrir- tækið njóti trausts eins og muni koma í ljós þegar samningar um fjár- mögnun álvers á Grundartanga verða undirritaðir. „Ég get skilið að þeir sem fá í hendur skýrslu sem inniheldur þær upplýsingar einar að lánstraust Col- umbia Ventures sé fjórar milljónir dollarar hafi áhyggjur. Það er nauð- synlegt að hafa í huga að Columbia Ventures er einkafyrirtæki og við látum öðrum ekki í té upplýsingar um fjárhagslega afkomu þess, með fáum undantekningum, ekki frekar en önnur einkafyrirtæki gera al- mennt. Ég hygg að það sama eigi við um Island og Bandaríkin hvað þetta varðar. Ég tel þess vegna að Veritas hafi ekki haft upplýsingar í höndum til að geta sagt nokkuð um styrk okkar,“ sagði Hensel. Verjum 1,6-2,6 milljörðum af eigin fé í verkefnið „Columbia Ventures ætlar að leggja 25-40 milljónir dollara [1,6-2,6 milljarða ísl. króna] af eig- in fé í byggingu álvers á Grundar- tanga. Hvernig er þá hægt að halda því fram að lánstraust okkar sé 4 milljónir dollara? Ég tel nokkuð víst að þeir bankar sem ætla að fjár- magna verkefnið byggi ákvörðun um þátttöku í því á öðrum og betri upp- lýsingum en skýrslu Veritas. Landsvirkjun telur okkur hafa nægan fjárhagslegan styrk til að ráðast í þetta verkefni. Það sama má segja um iðnaðarráðuneytið. Það sem skiptir auðvitað mestu máli er álit þeirra bankastofnana sem koma til með að fjármagna verkefnið," sagði Hensel. Hann sagði að vinnu við fjármögnun miðaði vel áfram og útlit væri fyrir að endanlegir samn- ingar um fjármögnun yrðu undirrit- aðir í lok febrúar á næsta ári. „Við erum sannfærðir um að okk- ur muni takast að ljúka samningum við bankastofnanir, sem við eigum í viðræðum við, á tilskildum tíma. Við værum ekki að veija öllum þeim tíma og fjármunum sem við höfum varið í þetta verkefni nema vegna þess að við höfum trú á að okkur takist að ljúka því.“ Hensel sagði að ársvelta Columbia væri u.þ.b. 11,7 milljarðar íslenskar krónur, en það er um tveimur millj- örðum meira en velta Eimskips var á síðasta ári. Hensel sagði það hins vegar rétt að ef horft væri eingöngu á fyrirtæki á álmarkaði væri Columb- ia ekki stórt fyrirtæki. „Sumir binda sig við þá hugsun að sá sem er lítill sé jafnframt veikur. Ég bendi á að ísland er ekki stórt land, en er það veikt? Það held ég ekki. íslandi hefur gengið vel í samkeppni við margar stórar þjóðir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.