Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 Opið til kl. 18 í dag ntíu 43tofnnð mumr Opið til kl. 18 í dag Nýkomnar vörur Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977 Fallegar og hlyjar úlpur íjólapakkann hennar Oðumv tískuverslun V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Opið mán-lau frá kl. 10-18, sun.frá kl. 13-17 ■ I ■ ■ ■ I ■ ■ ■ ■ ■ ■ I % Búðin okkar Gjafakort í jóga OSHADHI ilmkjarnaolíur; Tea Tree, Lavender o.fl. Biotone nuddvörur. Ilmkerti, reykelsi o.fl. Tónlist. • Bækur um jóga, sjálfsrækt og andleg málefni. • Purity Herbs snyrtivörur. Opið frá kl. 11-18 og lau. kl. 10-13 i YOGAf STUDIO fe VISA Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 511 3100, kl. 11-18. orniarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 Jólaafsláttur Frakkar úr ull og silki. Opið í dag frá kl. 13 til 17. 30% af öllum vörum Mikið úrval af buxna- og pilsdrögtum, blússum og úlpum. áPr recision movements nákvæmni RAYM0ND WEIL GENEVE I DAG BBIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson „ÞÚ SPILAR eins og Beila- ionna.“ Meira hrós geta spil- irar varla fengið, enda er lafn Belladonna varla nefnt bridsdálkum nema sem að- Iragandi að ódauðlegri snilld. Sjálfur var Belladonna lít- ilíátur maður og kvartaði sáran undan því að búið væri að eigna honum óteljandi af- reksverk, sem hann kannað- ist ekkert við. Hér er eitt slíkt, sem engin veit raunar hvaðan kemur, en sagan seg- ir að Belladonna hafí spilað og unnið - og verið fljótur að því! Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁD93 V 83 ♦ G9 ♦ 97652 Austur ♦ K10542 111111 ♦ K1087 ♦ K84 Suður ♦ 7 V ÁDG109652 ♦ D64 ♦ Á Vestur Norður Austur Suður - - - 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspilið er laufdrottning. Hvemig er best að spila? Fyrsta hugsunin er sú að læða litlum tígli yfir á níu blinds. Heppnist svíningin fyrir tíuna, er spilinu lokið, en ef ekki, eru enn nokkrir mögu- leikar opnir. Eins og spilið liggur, misheppnast svíningin og austur skiptir eitrað yfír í tromp. Sagnhafi getur velt því fyrir sér hvort eigi að svína eða stinga upp ás, en hvort heldur hann gerir, ræður hann ekkert við spilið. Ef hann svín- ar, trompar vestur aftur út, og þá er þrautalendingin sú að svína spaðadrottningu. Ekki gott. En hvemig spilaði Bella- donna? Eftir andartaksum- hugsun, segir sagan, spilaði hann spaða í öðmm slag upp á ás, og þaðan tígulníu að drottningunni. Þannig kom hann í veg fyrir að vömin gæti aftrompað blindan og fékk tíunda slaginn með því að trompa tígul í borði. Vestur ♦ G86 V K7 ♦ Á532 ♦ DG103 VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is „Með pennann að vopni“ VORIÐ 1995 var haldin ritgerðasamkeppni hér á landi undir slagorðinu „Með pennann að vopni“ í tilefni átaks Evrópuráðs- ins gegn kynþáttamis- munun, útlendinga- hræðslu, gyðingaandúð og skorti á umburðarlyndi. Svo illa vill til að búið er að endursenda hluta rit- gerðanna aftur til höf- unda, en vegna samnor- ræns verkefnis sem er að fara af stað er það mér mikið kappsmál að geta nálgast allar ritgerðimar sem sendar voru í keppn- ina. Ég vil því vinsamlega biðja þá sem fengið hafa ritgerðir sínar endur- sendar, að hafa samband við mig í síma 551-0560 eða 557-2817 sem allra fyrst, eða senda ritgerð- imar til Rannsóknastofn- unar uppeldis- og mennta- mála, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík. Rannveig Þórisdóttir Osmekkleg auglýsing SPARIHEFTI heimilanna kom heim til mín fyrir skömmu. Það er alltaf gleðiefni að fá þetta hefti og geta sparað til heimilis- ins. Þegar ég fletti rak mig í rogastans, því í því var auglýsing frá veitinga- húsinu Bóhem með mynd af kellingu með beran rassinn út í loftið. Ég er nú ekkert sérstaklega við- kvæm fyrir svonalöguðu en finnst ekki passa að setja svona auglýsingu inn í sparnaðarhefti heimil- anna. Bertha Góðar umbúðir um jólakort ÞEGAR maður kaupir jólakort reynir maður að velja kort sem manni finnast falleg. Ég hef lent í því að kaupa jólakorta- pakka þar sem einungis er hægt að sjá mynd á einu korti þannig að mað- ur veit ekki hvað leynist á bak við. Þar hafa verið í bland myndir sem mér hefur fundist væmnar og því fínnst mér ég hafa keypt köttinn í sekknum. Nú keypti ég hins vegar jólakortapakka frá Nýjum víddum og á pakkanum eru litlar myndir af öllum kortunum og upplýsingar um hvað stendur inn í þeim. Mig langar að þakka fyrir þetta góða framtak. Guðrún Guðmundsdóttir Tapað/fundið Úr tapaðist ORIENT karlmannsúr með einni stórri skífu, og þremur litlum inni í þeirri, tapaðist í Miðbænum að- fararnótt sl. sunnudags. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 568-7783. Köttur í óskilum FRESSKÖTTURINN á myndinni fannst á Óðins- götu 6. nóvember sl. Hann er með rauða ól, en ekkert merktur. Hann er hvítur með gráu og svörtu, mjög ljúfur og blíður. Gott væri ef hann kæmist heim til sín fyrir jól. Ef einhver getur gefið upplýsingar um hann væru þær vel þegnar og er þá viðkom- andi beðinn að hafa sam- band í síma 551-0539 eða láta vita upp í Kattholt. Hlutavelta ÞESSIR strákar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar átak- inu „Bömin heim“ og varð ágóðinn 1.159 krónur. Þeir heita Sindri Guðmundsson og Fannar Sveinsson. Ást er... að láta pabba halda á sér heim. Víkveiji skrifar... POLITISKUR stöðugieiki hefur ekki verið rauði þráðurinn í sögu lýðveldisins, að mati Víkveija. Landsmenn hafa ekki átt skýrt af- markaða valkosti um ríkis- stjórn/stjórnarstefnu næstu fjögur árin þegar þeir hafa gengið að kjör- borði. Reyndar hefur verið fyrir- fram vitað að enginn stjórnmála- flokkur hlyti meirihluta til stjórnar- myndunar. Flokkamir semja í reynd um stjórnarmyndanir og stjórnarstefn- ur að kosningum loknum, án þess að kjósendur hafi mikið þar um að segja. Stjórnarstefnan hefur jafnan verið misvelheppnuð málamiðlun tveggja eða fleiri flokka. Stefnu- festa hefur lítt setið í fyrirrúmi. XXX SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur vegið salt á hrygg 40% kjörfylgis. Stundum rúmlega það, stundum tæplega. Framsóknarflokk- urinn hefur verið u.þ.b. hálfdrætting- ur hans í meðaltalsfylgi. Á vinstri vængnum takast síðan „dvergamir sjö“ á um eftirstöðvamar. Fjölmiðlar, ekki sízt þeir ríkis- reknu, hafa undanfarið gert fíl úr mýflugu líklegrar vinstri samein- ingar. Víkverji spyr sjálfan sig, hvað leitt geti af slíkri sameiningu, ef undrin verða. Meginávinningur- inn yrði skýrari kostir að kjósa um. Sameiningin vinnur gegn þeim óstöðugleika sem fylgir of mörgum og of smáum stjórnmálaflokkum. Eftir stæðu tvær fylkingar, hægri og vinstri, ásamt miðju- flokki, sem yrði í lykilstöðu þegar að stjómarmyndunum kemur. Framsóknarflokkurinn fengi m.ö.o. kjörstöðu á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vinstriflokka, op- inn í báða enda og allt það. xxx VINSTRI sameining gæti og orðið Sjálfstæðisflokknum til góðs, ef hann heldur rétt á spilum. Hópur kjósenda er staðsettur skoð- analega á „landamærum“ Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks: Fylgj- andi heilbrigðri samhjálp en gerandi sér grein fyrir því að markaðshag- kerfi hefur mikla yfirburði umfram marxískt til að skapa verðmæti, sem rísa verða kostnaðarlega undir viðunandi lífskjörum og velferð. Þetta fólk verður ekki ginnkeypt fyrir Aiþýðubandalagsáhrifum inn- an vinstri-sameiningar. Að auki er harla líklegt að ein- hver hluti kjósenda Kvennalistans lendi hægra megin við stjórnmála- miðjuna. xxx HÆTT ER samt við, að mati Víkveija, að Sjálfstæðis- flokkurinn verði að milda ásýnd sína út í samfélagið, ieggja meiri áherzlu á hin mannúðlegu viðhorfin eins og gert var um áratugi, ef hann ætlar sér vaxandi fylgi í kjölfar vinstri sameiningar. Frjálshyggjufólkið, blessað, hef- ur sitt hvað tii síns máls. Víkveija dagsins finnst það samt sem áður ganga fram meira af kappi en for- sjá, þegar mestur gállinn er á því. Málflutingur þess gagnast því á stundum betur andstæðingum en samheijum. Offarar eru m.ö.o. at- kvæðafælur. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að snúa „vinstri sameiningu" sér í hag verður hann að að höfða betur til stærsta kjósendahóps síns, laun- þega. Huga að gömlum kjörorðum: „Gjör rétt - þol ei órétt“ og „stétt með stétt“. Hann þarf og að vinna betur trúnað fullorðins fólk, sem skiiað hefur ævistarfi sínu til samfé- lagsins, en telur sig standa höllum fæti gagnvart ýmsum stjórnvalds- ákvörðunum í heilbrigðis-, skatta- og tryggingamálum. Að ekki sé nú talað um ungt og vinnusamt fólk, sem aðhyllist sjálfseignarstefnu, en kiknar nú undan óveijandi jaðar- sköttum. Þessar voru vangaveltur Víkverja dagsins þegar góður kunningi hans varpaði fram spurningu: Er hugsan- legt að sameining vinstri flokka geti leitt til þingmeirihluta Sjálf- stæðisflokksins - í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.