Morgunblaðið - 04.01.1997, Page 9

Morgunblaðið - 04.01.1997, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÖRNÓLFUR Þorleifsson umdæmisstjóri tekur við skírteini um- dæmisstjóra úr hendi Jerrys Christianos, heimsforseta. Frá vinstri: Anita Christiano, Jerry Christiano, Örnólfur Þorleifsson og Brynja Einarsdóttir. Nýr yfirmaður Kiwanis- hreyfingarinnar Kaupmátt- ur jókst um 2% GREITT tímakaup ASÍ landverka- fólks hækkaði að jafnaði um 4,5% á milli annars ársfjórðungs 1995 og annars ársfjórðungs 1996 sam- kvæmt niðustöðum mælinga kjara- rannsóknarnefndar. Niðurstöðurn- ar eru svipaðar fyrir Alþýðusam- bandsfólk hvort sem það er á al- mennum markaði, hjá ríki eða hjá Reykjavíkurborg. Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 2,6% á sama tímabili, þannig að kaupmáttur greidds tímakaups hækkað um u.þ.b. 2%. Óverulegur munur er á hækkun- um milli einstakra hópa. Afgreiðslu- konur hækkuðu mest eða um 5,7%, en skrifstofukarlar minnst eða um 3,1%. Miklar breytingar standa nú yfir hjá kjararannsóknarnefnd varðandi gagnasöfnun og úrvinnslu upplýs- inga um laun og vinnutíma. Þessar breytingar má annars vegar rekja til þarfa samningsaðila vinnumark- aðarins um ítarlegri og öruggari upplýsingar og hins vegar til vænt- anlegra skuldbindinga íslendinga vegna EES-samningsins um sam- ræmdar launakannanir. Breyting- arnar eru gerðar í samvinnu við Hagstofuna og kjararannsóknar- nefnd opinberra starfsmanna. -----------» ♦ ♦---- Bætur hækka BÆTUR almannatrygginga og bætur vegna félagslegrar aðstoðar hækka um 2% frá og með 1. janúar með reglugerð sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út._ í fréttatilkynningu frá heilbrigð- isráðuneytinu kemur fram að reglu- gerðin sé sett í samræmi við ákvæði fjárlaga. Hækkaðar bætur voru ekki greiddar út um mánaðamót en leið- rétting mun koma fram hjá bóta- þegum í síðasta lagi 1. febrúar. NÝLEGA tók Örnólfur Grétar Þorleifsson við embætti um- dæmisstjóra Kiwanisumdæmis- ins Island-Færeyjar af Stefáni R. Jónssyni. Örnóifur er félagi í Kiwanisklúbbnum Þyrli, Akra- nesi. Kiwanishreyfingin er þjón- ustuhreyfing, meginmarkmið hennar er að klúbbar starfi í hverri heimabyggð og aðstoði við lausn margvíslegra vandamála. Aðaláhersla undanfarin átta ár hefur verið starf í þágu barna. Stærsta verkefni hér á landi hef- ur verið K-dagurinn, en þann dag safna Kiwanismenn fé til styrktar geðsjúkum. Alheims- hreyfingin í samvinnu við barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna vinn- ur að umfangsmikilli söfnun fram til næstu aldamóta til að berjast gegn joðskorti sem þjak- ar fólk í 108 þjóðlöndum heims- ins. Ætlunin er að Kiwanisklúbb- ar helgi þessa viku Kiwanis- hreyfingunni og málefnum henn- ar og hagj dagskrá funda með tilliti til þess. Laugardaginn 25. janúar verð- ur haldin ráðstefna um Kiwanis- mál í nýja Kiwanishúsi á Engja- teig 11. Þangað eru allir Kiwan- isfélagar hvattir til að mæta. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! ------!— UTSALA ) Glæsileg útsala hófst í dag, laugardag 30 til 50% afsláttur Opið frá kl. 10 til 18 BARNASTIGUR BRUM’S 0-14 SÍÐAN 1955 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 9 Laugavegi 70, sími 551-4515. Útsala útsala TESS i neö neöst viö Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl.9-18. laugardag kl. 10-18. °9 // Kringlunni, sími 581 1717 ( ^ Byrjum í dag með glæsileg tilboð (sum eru betri en á góðum útsölum) Skokkur með/áföstum bol 4.200 nú 1.990 Þykkir rúllukragabolir 2.980 nú 1.500 Úlpa (sjá mynd) 11.400 nú 6.900 Flíspeysur 4.800 nú 2.900 Broderaðir bómullartreflar 1.980 nú 1.400 ÚTSALA - ÚTSALA 20-50% afs,áT Opið laugardag kl. 10-18, sunnudag kl. 13-18 A Allt á að seljast - verslunin hættir! I benelíon Laugavegi 97, sími 552 2555

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.