Morgunblaðið - 04.01.1997, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.01.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 19 ERLENT Reuter Reynt að steypa Gaddafi London. The Daily Teleirraph. DAUÐADÓMAR yfir sex foringjum í líbýska hernum og tveimur óbreytt- um borgurum tengjast tilraun til að steypa Muammar Gaddafi Líbýuleið- toga af stóli árið 1993. Er það haft eftir sérfræðingum í málefnum Mið- austurlanda. Stjómvöld í Líbýu hafa aldrei við- urkennt opinberlega, að reynt hafi verið að bylta Gaddafi og foringjun- um sex, þremur ofurstum og þremur majórum, var þess í stað gefið að sök að hafa njósnað fyrir Bandarík- in. Voru herforingjarnir skotnir en óbreyttu borgararnir hengdir. Vaxandi óánægja er með stjórn Gaddafis í Líbýu og framferði hans sjálfs verður æ óútreiknanlegra. Allt frá þvi að sprengj- an, sem grandaði Pan Am-þotunni yfir Skotlandi 1988, var rakin til Líbýu hefur Gaddafi og Líbýumenn allir verið í eins konar útlegð meðal þjóð- anna og flugsam- göngur við landið og alls konar fjár- festing þar er bönnuð. Afleiðingar þessara aðgerða fyrir landsmenn verða alvarlegri með hveiju árinu en Gaddafi neitar eftir sem áður að framselja líbýsku leyni- þjónustumennina tvo, sem sakaðir eru um hryðjuverkið. Kurrinn fer hins vegar vaxandi. Á síðasta vori sendi Gaddafí fallbyssuþyrlur til að kveða niður uppreisn í Benghazi, annarri stærstu borg Líbýu, en talið er, að fjórar fylkingar herskárra múslima beijist gegn honum. I júlí sl. kom til uppþota á knatt- spyrnuleik í Tripoli og lágu þá að minnsta kosti 12 menn eftir í valn- um. Upphafið var, að áhorfendur létu ókvæðisorðum rigna yfír son Gaddafís, Muhammad, þegar liðinu, sem hann studdi, var dæmt meira en vafasamt mark. Muhammad og lífverðir hans tóku þá upp byssur og skutu á fólkið. í ágúst voru síðan 1.500 kaupsýslumenn handteknir og sakaðir um spillingu. Gaddafi Til minningar um þjóðarmorð MARK Nsabimana, stjórnandi safns til minningar um fórn- arlömb fjöldamorðanna í Rú- anda, raðar hauskaupum, sem nú eru til sýnis í þorpinu Ntar- ama. Fimm þúsund menn voru myrtir í þorpinu í apríl 1994. Nú standa yfir fyrstu réttarhöldin vegna þjóðarmorðanna. 800 þús- und Tútsar voru myrtir árið 1994 ásamt stuðningsmönnum þeirra úr röðum hófsamra Hútúa. Þeir, sem hafa verið sakaðir um aðild að morðunum, eiga yflr höfði sér dauðarefsingu. Hálsbrotin í 45 ár London. The Daily Telegraph. BRESKRI konu á sextugsaldri var tilkynnt fyrir skemmstu að hún væri hálsbrotin og hefði verið svo í 45 ár. Joy Connor féll af heysátu á steinsteypt gólf þegar hún var 11 ára en virtist lítið meidd og því var ekki farið með hana til læknis. Connor hefur hins vegar þjáðst af verkjum í hálsi og höfði frá þeim tíma, þrátt fyrir að orsök- in hafi ekki komið í ljós fyrr en nú. Læknar eru furðu lostnir á því að Connor skuli vera við þokkalega heilsu, því brotið hefði getað orðið henni að ald- urtila eða hún lamast við minnsta högg eða hnykk. Connor segist ævinlega hafa talið að eitthvað væri að háls- inum en læknar hafí ekki tek- ið sig trúanlega. „Þegar ég var ung var mér sagt að ég væri bara óþekk, svo var skuldinni m.a. skellt á tíðaverki.“ Connor minntist á eymsli í hálsi og höfði við nýjan heimil- islækni sinn eftir að verkirnir jukust um allan helming. Hann sendi hana í röntgenmynda- töku sem leiddi í ljós að einn hálsliðurinn var brákaður og var laus. Hafði brotið gróið að einhveiju ieyti en brotnað upp aftur er Conner hrasaði og datt fyrir skemmstu. Hyggjast læknar flytja hluta úr mjaðmarbeini og græða á hryggjarliðinn. BÓKHALDSHUGBÚNAOUR fyrir WINDOWS Á annað þúsund notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 — Sími 568 8055 Tarkett Tarkett-gólfefnin hafa verið seld ó Islandi í harfnær tvo óratugi og hloti& almenna viðurkenningu fyrir gæ&i og endingu. Frá og me& 1. janúar 1997 tekur Teppaland a& sér dreifingu og sölu á Tarkett- gólfefnum á Islandi. Tarkett er leióandi í framlei&slu gólfefna í heim- inum í dag. Oll sú þekking sem framleiðandinn hefur aflaö sér á undangengnum 1 10 árum er greypt í gólf milljóna heimila og fyrirtækja um heim allan. Þegar þig vantar parket, heimilisgólfdúk eða gegnheilan gólfdúk fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá er Taikett svarið. Teppaland Mörkinni 4 • Pósthólf 8735 • 108 Reykjavík Sími: 588 1717 & 581 3577 • Fax: 581 3152 nýjungar í Tarkett parketi ára ábyrgo á ábyrgo á parketi til heimilisnota. - Nýtt lakk sem er nær tvöfalt sterkara. - Ný gerb olíuborins parkets sem er tilbúið strax eftir lögn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.