Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 13 V estur-Húnavatnssýsla íþróttamaður ársins valinn Hvammstanga - Ungmennasam- band Vestur-Húnvetninga boðaði íþróttafólk og stjórn sambands- ins saman á gamlársdag. Þar var kynnt úrslit úr kosningu um íþróttamann ársins 1996 í hérað- inu. Valin var Fríða Dögg Hauks- dóttir sem er 16 ára. Fríða Dögg er mjög áhuga- samur íþróttamaður og keppir einkum í hlaupi í millivegalengd- um. Einnig voru átta aðrir íþróttaiðkendur verðlaunair fyr- ir góða ástundun og árangur i íþróttum á liðnu ári. Formaður Ungmennasam- bandsisn er Baldur Haraldsson. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson FRÍÐA Dögg með farandbik- ar USVH sem íþróttamaður ársins í USVH. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason GAMLI Víkurbærinn hefur verið brenndur. Þar með er horfið síðasta býlið við Stykkishólm. Húsið 1 Vík við Stykkishólm brennt Stykkishólmi - Jörðin í Vík við Stykkishólm hefur verið sameinuð Stykkishólmsbæ að nýju. Um dag- inn voru íbúðarhúsið og útihúsin brennd. Þar með er horfið síðasta býlið við Stykkishólm. Það var um 1923 að Jón Kr. Jóns- son og kona hans, Steinunn Indriða- dóttir, fengu land frá Stykkishólms- hreppi og reistu býlið Vík sem þá var fjarri byggð bæjarins. Þau byggðu íbúðarhús og voru vart búin að því er Jón lést. Vorið 1926 keypti Ágúst Pálsson jörðina ásamt konu sinni, Magðalenu Níelsdóttur. Þau höfðu búið í Akureyjum í sambýli við aðra og var þar orðið ansi þröngt um þau. Þau fluttu í Vík og bjuggu þar í 29 ár upp á dag. Árið 1942 byggðu þau við gamla húsið og fékk það á sig þá mynd sem það hafði síðan. Endurbæturnar gerði Kristján Guðmundsson frá Jónsnesi. Ætlað var að hafa húsið stærra og búið var að steypa stærri sökkul en þeg- ar til átti að taka fékkst ekki nægi- legt sement og timbur. Ágúst og Magðalena ólu þarna upp 8 börn sín. Árið 1955 keyptu Ellert Jóhannesson og Guðrún Ólafsdóttir og Finnbogi Olafsson og Jóhanna Ellertsdóttir jörðina og bjuggu þar en þau seldu síðan Ragn- ari Þóroddssyni og Svanhvíti Páls- dóttur árið 1967. Frá árinu 1971 bjuggu í Vík Þorgrímur Bjarnason og ráðskona hans, Ingibjörg Stef- ánsdóttir. Þorgrímur lést árið 1994 og Ingibjörg flutti úr húsinu í októ- ber sl. Stykkishólmsbær hefur nú eign- ast jörðina að nýju. Þar er framtíðar- byggingarsvæði bæjarins. Golf- áhugamenn hafa sýnt landinu áhuga og fá þeir hluta af landinu þar sem golfvöllur þeirra nær að landi Víkur og löngun er hjá þeim að stækka völl sinn. Dúfurnar enn hjá meindýraeyðinum BRÉFDÚFURNAR tvær, sem hand- samaðar voru á Selfossi, voru enn hjá meindýraeyði staðarins síðdegis í gær. Eigandi dúfnanna, Þórar- inn Helgason á Akranesi, neitaði að greiða eitt þúsund krónur fyrir hvora dúfu. Meindýraeyðirinn, Jóhannes Þór Ólafsson, handsamaði dúfurnar að beiðni húseiganda, þar sem þær og fleiri dúfur höfðu dritað út hús hans. Þórarinn taldi farsælustu lausn málsins að börn á Selfossi fengju að eiga dúfurnar. Jóhannes Þór var inntur eftir því hvort börn hefðu lýst áhuga á dúfun- um og sagði hann að hann réði engu um hvert þær færu. „Húseigandinn, sem hefur greitt fyrir handsömun þeirra og þrif á húsinu, á þær með réttu og ég veit ekkert hvað verður.“ LAMPIÐ_____________________________________ íþróttasögusýning 1 Iþróttamiðstöðinni á Akranesi Glögg mynd af íþróttunum Akranesi - íþróttabandalag Akraness opnaði fyrir jól sögu- sýningu í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum í tilefni af 50 ára afmæli sínu og þar má sjá gott yfirlit yfir íþróttastarf á Akranesi í máli og myndum. Sýningin er sett upp í sam- starfi við Byggðasafnið í Görðum og Héraðsskjalasafnið á Akranesi og gefur glögga mynd af því mikla íþróttastarfi sem fram hef- ur farið á Akranesi á undanförn- um árum og áratugum. Mikill fjöldi ljósmynda er á sýningunni og bikarar og minjagripir sem minna á glæsilega íþróttasögu. Einnig er stöðugt í gangi mynd- bandasýning sem sýnir brot úr sögufrægum íþróttaviðburðum Akurnesinga. Góð aðsókn hefur verið að sýningunni og verður hún opin til 12. janúar nk. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson FRÁ íþróttasögusýningunni á Akranesi. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson BRAUTSKRÁÐIR nemendur á haustönn frá Fjölbrautaskóla Vesturland á Akranesi. Með þeim á myndinni eru Hörður Helgason, skólameistari, og Birna Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólameistari. Fjölbrautaskóli Vesturiands Færri nemendur braut- skráðir að þessu sinni Akranesi - Alls voru brautskráð- ir 26 nemendur frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands á haustönn, þar af 19 stúdentar. Er þetta óvenju Iítill hópur og skýrist það öðru fremur af því hve margir útskrifuðust sl. vor. Auk stúdentanna sem braut- skráðust voru þrír iðnnemar, þrír með verslunarpróf og einn sjúkraliði. Viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdentsprófi hlaut Svanhvít Jóna Bjarnadóttir. Hún hlaut einnig viðurkenningar fyrir ágætan árangur í tungumál- um. Þrír aðrir nemendur fengu viðurkenningar fyrir ágætan árangur í tungumálum og ís- lensku. Danska-, franska-, norska- og þýska sendiráðið á íslandi gáfu bækur sem viður- kenningu fyrir ágætan árangur í tungumálum og bókaútgáfan Mál og menning gaf bók fyrir ágætan árangur í íslensku. Guðmundur Smári Valsson hlaut viðurkenn- ingar fyrir ágætan námsárangur í iðnnámi og Hjörtur Dagur Jóns- son fékk viðurkenningu fyrir ágætan árangur í verklegum málmiðnaðargreinum. Nú á haustönninni stunduðu 610 nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands, 40 nemendur voru í framhaldsdeild í Stykkishólmi og 30 nemendur í framhaidsdeild i Snæfellsbæ. Þá sá skólinn um skólahald í Reykholti í Borgar- firði þar sem nemendum var boðið upp á ársnám. Hörður Helgason starfar nú sem skóla- meistari í leyfi Þóris Ólafssonar og aðstoðarskólameistari er Birna Gunnlaugsdóttir. Innbrot á Egilsstöðum BROTIST var inn hjá Brokki, tölvu- þjónustu á Egilsstöðum, aðfaranótt föstudags og stolið þaðan forritum. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöð- um komst þjófurinn inn um glugga sem hann spennti upp. Óvíst er um heildartjón en máiið er í rannsókn. BÓKHALDSHUGBÚNAOUR fyr/r WINDOWS Á annað þúsund notendur g] KERFISÞRÚUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.