Morgunblaðið - 11.01.1997, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Tæknival hf. endurnýjar upplýsingakerfi RARIK
Eitt stærsta og full-
komnasta tölvukerfið
Morgunblaðið/Golli
KRISTJÁN Jónsson, rafmagnsveitustjóri, og Rúnar Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Tæknivals, skoða samninginn.
*
Gjaldeyrisforði Seðlabanka Islands óx um
tíu milljarða milli áranna 1996 og 1997
Gjaldeyrisstaðan
batnaði um 5,1
milljarð í desember
RAFMAGNSVEITUR ríkisins
(RARIK) og Tæknival hf. hafa
undirritað samning um að Tækni-
val annist endurnýjun á viðskipta-
og upplýsingakerfi fyrir orkusölu
RARIK. Þessi samningur er með
stærri sölusamningum sem
Tæknival hefur gert. Nýja kerfið
verður jafnframt eitt stærsta og
fullkomnasta viðskipta- og upplýs-
ingakerfi hér á landi, að því er
fram kemur í frétt frá samnings-
aðilum.
Þar kemur jafnframt fram að
núverandi kerfi hjá RARIK er
norskt að uppruna og hefur þjónað
fyrirtækinu í 15 ár en kröfur um
sveigjanleika og nútímalegt hug-
búnaðarumhverfi hafa kallað á
endurnýjun. Fyrir valinu varð
Kompakt-kerfi sem framleitt er
af sænska fyrirtækinu EllipsData
sem Tæknival hefur umboð fyrir
á íslandi.
Hér er um viðamikið verkefni
að ræða sem felur í sér sölu á
hugbúnaði, þýðingu og aðlögun,
uppsetningu og viðhald. Verulegur
hluti af fjárfestingu RARIK í nýja
kerfinu rennur til innlendra aðila
og skapar störf hér á landi.
Nýir möguleikar
Kompakt er öflugt upplýsinga-
kerfi með fjölda nýjunga. Það
býður upp á sveigjanlegar gjald-
skrár og gefur kost á sérsamning-
um um orkukaup. Þá getur not-
andinn meðal annars fengið að-
gang að upplýsingum í gegnum
síma. Sjálfvirk svörun gefur upp-
lýsingar um reikninga og skulda-
stöðu, en auk þess getur neytand-
inn slegið inn mælastöðu, með
áslætti á lyklaborð símans, og þar
með óskað eftir uppgjörsreikn-
ingi.
Auk þessa verða byggðar upp
vinnslur á heimasíðu RARIK á
alnetinu þar sem neytandinn get-
ur fengið margs konar upplýs-
ingar bæði um starfsemi RARIK,
svo og um orkuviðskipti. Gefinn
verður kostur á ýmsum útreikn-
ingi, til dæmis samanburði á
gjaldskrárútreikningi. Með inns-
lætti á mælastöðu getur neytand-
inn einnig skoðað væntanlegan
reikning.
Aukið vægi hugbúnaðar í
starfi Tæknivals
EllipsData er dótturfyrirtæki
Sydkraft AB sem er einn helsti
framleiðandi og dreifingaraðili á
raforku í Suður-Svíþjóð. Hjá
EllipsData starfa um 180 manns
og er ársveltan um 2 milljarðar
íslenskra króna. í Kompakt-deild-
inni starfa um 50 manns og hafa
um 30 kerfi verið sett upp víðs
vegar um Svíþjóð, auk kerfa í
Skotlandi og Tékklandi.
Samningur Tæknivals við
RARIK er talinn getað opnað leið
fyrir hugbúnaðardeiid Tæknivals
til að spreyta sig á erlendum mark-
aði. Þetta verkefni eykur um leið
vægi hugbúnaðargerðar í starf-
semi fyrirtækisins. Nú starfa 37
manns hjá hugbúnaðardeild
Tæknivals.
Kompakt er skrifað í Progress
en það er alhliða þróunarumhverfí
hugbúnaðar fyrir grafísk notenda-
skil í Windows. Hugbúnaðardeild
Tæknivals stendur vel að vígi í
þessu umhverfi og má þar nefna
að Hafdís, upplýsingakerfí fyrir
sjávarútveginn sem vakið hefur
mikla athygli, er skrifað í Progr-
ess. Starfsmenn hugbúnaðardeild-
ar, sem vinna að aðlögun Kompakt-
kerfísins fyrir RARIK, munu hafa
náið samstarf við starfsmenn
EllipsData. Öflug greiningar- og
hönnunarforrit verða notuð til að
tryggja greið samskipti fyrirtækj-
anna.
Heildarverðmæti samningsins
um 40 milljónir króna
Reiknað er með því að fullbúið
kerfi fyrir RARIK með grafískum
notendaskilum og ýmsum hjálpar-
tækjum fyrir úrvinnslu gagna og
gerð skýrslna verði komið í gagn-
ið um næstu áramót, segir enn-
fremur í frétt Tæknivals og RA-
RIK.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins nemur heildarverðmæti
samningsins um 40 milljónum
króna.
GJ ALDEYRISFORÐI Seðlabanka
íslands var rúmum tíu milljörðum
króna meiri um þessi áramót en um
áramótin 1995/96 og í desember-
mánuði einum óx gjaldeyrisforðinn
um 5,1 milljarð króna, samkvæmt
bráðabirgðatölum Seðlabanka ís-
lands. Þá lækkuðu erlendar skuldir
bankans um 2,6 milljarða króna í
desember og því styrktist gjaldeyris-
staðan um 7,7 milljarða króna í
mánuðinum. Gjaldeyrisforðinn hefur
aukist enn meira ef litið er til nettó-
stöðu hans, þ.e. gjaldeyrisforða að
frádregnum erlendum skammtíma-
skuldum, því nú um áramótin var
hann rúmlega tvöfalt hærri en um
áramótin þar á undan, rúmir 30 millj-
arðar nú en var 14 milljarðar þá.
Gjaldeyrisforðinn um síðustu ára-
mót nam 30,9 milljörðum króna, en
um áramótin 1995/96 var gjaldeyr-
isforðinn 20,8 milljarðar króna. Er-
lendar skuldir til skamms tíma voru
nú 122 milljónir króna, en um ára-
mótin 1995/96 voru þær 6,7 milljarð-
ar króna. Birgir ísleifur Gunnarsson,
seðlabankastjóri, sagði að það sem
væri athyglisverðast við þessar tölur
væri hvað gjaldeyrisforðinn hefði
aukist mikið í desember. Stór hluti
af skýringunni væri lánahreyfingar
og fé væri nú þegar farið að streyma
út aftur. Til marks um það væri að
á gjaldeyrismarkaðnum hefðu 1,5
milljarðar króna farið út á fyrstu tíu
dögum ársins.
Gjaldeyrisstaðan batnað
Birgir ísleifur sagði að gjaldeyris-
staðan hefði batnað mjög mikið á
árinu. Hún hefði hins vegar verið
mjög slök í upphafi ársins, sérstak-
lega með tilliti til nettóstöðu hennar,
en taka hefði þurft skammtímalán
erlendis til að halda henni uppi. í kjöl-
farið hefði skapast umræða um gjald-
eyrisútstreymið og orsakir þess, en
nú hefði dæmið alveg snúist við.
Ástæðan væri, auk lánahreyfinganna,
mjög öflugur útflutningur á síðastliðnu
ári. Gjaldeyrisstaðan nú væri með því
besta sem við þekktum og það væri
mjög gott að hún væri góð vegna
þessa óvissuástands sem væri fram-
undan vegna lausra kjarasamninga.
Japönsk verðbréf
hrapa
Hong Kong. Reuter.
NIKKEI hlutabréfavísitalan í Tókýó
lækkaði um rúmlega 4% í gær og
hefur ekki verið lægri í 17 mánuði.
Fall Nikkei vísitölunnar kemur í
kjölfar mikils söluæðis vegna uggs
um ástandið í efnahagsmálum Jap-
ana og virðist ekkert lát vera á æð-
inu að sögn sérfræðinga.
Nikkei lækkaði um 770.22 punkta
eða 4,26% og mældist við iokun
17,303.65 punktar, það lægsta sem
mælzt hefur síðan í ágúst 1995.
Þetta hrun er það mesta sem orðið
hefur á einum degi sfðan Nikkei lækk-
aði um 1,054.72 punkta — eða 5,6%
— 23. janúar 1995, þegar japanskir
i verði
ijárfestar óttuðust áhrif jarðskjálftans
í Kobe á japanskt efnahagslíf.
Nikkei hefur lækkað um 10,6% í
fyrstu viku nýbyijaðs árs. Auk efna-
hagsástandsins hafa fjárfestar
áhyggjur af ástandinu í bankakerfinu
og hækkun á söluskatti. „Ekkert lát
virðist á lækkununum í bráð,“ sagði
sérfræðingur Yamaichi veerðbréfa-
fyrirtækisins.
Áhrifa frá hruni Nikkei gætti ann-
ars staðar í Asíu. í Hong Kong lækk-
aði Hang Seng vísitalan um 0,05%
og í kauphöllinni í Bangkok varð
0,32% hækkun eftir hækkanir í fjóra
daga.
Þreifingar um sölu á helmingshlut Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins í VÍS
Rætt um að lífeyris-
sjóðir kaupi bréfin
VIÐRAÐAR hafa verið hugmyndir
um sölu á hlut Eignarhaldsfélags
Brunabótafélags íslands í Vátrygg-
ingafélagi íslands, en hann er alls
50%. Málið hefur eitthvað verið
rætt meðal forsvarsmanna lífeyris-
sjóða, en ljóst er að um svo stóran
eignarhlut er að ræða að enginn
einn lífeyrissjóður ræður við að
kaupa hann. Samkvæmt uppiýsing-
um Morgunblaðsins er rætt um að
verðmæti á hlutabréfum Eignar-
haldsfélagsins í Vátryggingarfélag-
inu geti verið í kringum tveir millj-
arðar króna.
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna, stað-
festi í samtali við Morgunblaðið að
átt hefðu sér stað samtöl um málið,
en vildi að öðru leyti ekki tjá sig
um það þar sem það væri á algjöru
byijunarstigi.
Engar viðræður hafa þó farið
fram að undanförnu við forstjóra
eða stjórn Eignarhaldsfélagsins, að
sögn Hilmars Pálssonar, forstjóra
félagsins og stjórnarformanns VÍS.
Hann segir að óformlegar viðræður
hafi átt sér stað í sumar um sölu
á bréfunum í VÍS, en engin niður-
staða fengist.
Vátryggingarfélag íslands er
lokað hlutafélag og er hvorki skráð
á Verðbréfaþingi né á Opna til-
boðsmarkaðnum. Félagið varð til
þegar Brunabótafélag fslands og
Samvinnutryggingar sameinuðust
árið 1989. Iðgjöld voru um 4,7
milljarðar króna árið 1995 og er
félagið á meðal þrjátíu stærstu
fyrirtækja landsins. Hagnaður hef-
ur verið af félaginu öll árin frá
stofnun þess nema eitt. Stærstu
eigendur eru Eignarhaldsfélag
Brunabótafélags Islands með
44,2% eignarhlut, Eignarhaldsfé-
lag Samvinnutrygginga með
23,2%, Olíufélagið hf. með 13,4%,
Líftryggingafélag Islands hf. með
11,6%, Samvinnulífeyrissjóðurinn
með 4,6% og Samvinnusjóður ís-
lands með 2,9% eignarhlut. Bruna-
bót á helming í Líftryggingafélag-
inu, og ræður þannig yfir 50%
hlutafjár í VÍS.
Sveitarfélögin með forræði
yfir Brunabótafélaginu
Hilmar Pálsson segir engar form-
legar eða óformlegar viðræður í
gangi um þessar mundir um breyt-
ingar á eignarhaldi Brunabótafé-
lagsins í VÍS, hvorki við sig né
stjórn félagsins. Hann staðfestir að
ákveðnar óformlegar umræður hafi
átt sér stað seint á síðastliðnu sumri
um breytingu á eignarhaldi en án
niðurstöðu. Umræður kunni að vera
meðal einhverra annarra aðila um
kaup á eignarhlut BÍ í VÍS og
væntanlega gefi þeir aðilar sig þá
fram.
Hilmar bendir á að miklar breyt-
ingar hafi orðið hjá Brunabótafé-
laginu gegnum árin sem verður 80
ára á þessu ári. Félagið hafi staðið
að stofnun VÍS með Samvinnu-
tryggingum árið 1989 og síðan
hafi ný lög verið sett um bruna-
tryggingar húsa og breytingu
Brunabótafélagsins í Eignarhalds-
félag á árinu 1994. „Eignar-
haldsfélagið B.í. er með 50%
eignaraðild að VÍS, en hin hluta-
bréfin skiptast á milli Samvinnu-
trygginga, Olíufélagsins, Sam-
vinnulífeyrissjóðsins og Samvinnu-
sjóðsins. Þessir meðeigendur okkar
eiga forkaupsrétt að hlutafé Eign-
arhaldsfélagsins BÍ. Forræðið yfir
Eignarhaldsféiaginu hafa sveitar-
félög utan höfuðborgarsvæðsins,
samkvæmb lögunum. Þau skipa
fulltrúaráð sem kýs stjórn félags-
ins. Þetta eru 29 bæjarfélög og
21 héraðsnefnd."
Hilmar bendir ennfremur á að
forstjóri VÍS hafi komið frá hlut-
hafahópí Samvinnutrygginga, en
Eignarhaldsfélagið fari með stjórn-
arformennsku. „Umræður um
breytingar á fyrirkomulagi eignar-
halds VÍS hafa verið í gangi allar
götur frá árinu 1991 er við sam-
þykktum skiptingu á eignarhaldi
Samvinnutrygginga sem tóku þá
með sér þijá skylda aðila inn í sína
50% eignaraðild. Það hafa farið
fram umræður um breytingar á
okkar eignarhaldi til samræmis.
Einnig hefur verið rætt um að opna
fyrir eignarhald á VÍS á frjálsum
markaði eða jafnvel sölu á hlut
Brunabótafélagsins í VÍS. Fleiri en
einn aðili hefur komið með slíka
fyrirspurn. Ákveðnar óformlegar
viðræður áttu sér stað, en án niður-
stöðu.
Okkur í Brunabótafélaginu ber
að sjálfsögðu skylda til, og þá mér
sem forstjóra, að skoða hagsmuni
B.Í. með hliðsjón af umhverfi við-
skiptalífsins og eignarhaldi í VIS.
En mér ber einnig skylda til þess
sem stjómarformanni VÍS að
standa vörð um hagsmuni VÍS. Það
tel ég vera hagsmuni Brunabótafé-
lagsins.“
60-70 þúsund eigendur
Samkvæmt lögum um Eignar-
haldsfélag Brunabótafélagsins er
það sameign þeirra sem höfðu
brunatryggingu hjá Brunabótafé-
laginu þegar lögin tóku gildi og
fluttust til Vátryggingafélagsins.
Jafnframt eru eigendur að félaginu
þeir sem vátryggðu hjá félaginu 31-
desember 1988 og færðir voru til
Vátryggingafélagsins. Þá er í þriðja
lagi eigandi félagsins sérstakur
sameignarsjóður sem yfirtekur rétt-
indi sameigenda við fráfall þeirra.
Hilmar segir að heildarfjöldi eig-
enda Brunabótafélagsins sé á bilinu
60-70 þúsund, en þar af sé hlutur
sameignarsjóðsins 10%, hlutur ein-
staklinga 53% og hlutur fyrirtækja
37%.