Morgunblaðið - 11.01.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 11.01.1997, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Björn Gunnar Jónsson, bóndi á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu, fæddist á Laxamýri 4. febrúar 1933. Hann lést á Sjúkra- húsi Húsavíkur 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar Björns 'voru Jón Helgi Þor- bergsson, f. 31.7. 1982, d. 5.1. 1979, bóndi á Bessastöð- um og síðar á Laxa- mýri, og Elín Vig- fúsdóttir kona hans, f. 29.9.1891, d. 22.8.1986, frá Gullberastöðum í Borgar- firði. Systkini Björns eru: Sig- ríður, f. 19.4. 1922, giftist Jó- hannesi Gíslasyni. Þau skildu. Þóra, f. 17.1. 1925, gift Páli Flygenring. Hallgrimur, f. 21.6. 1927. Fyrri kona hans var Svava Kristjánsdóttir. Þau skildu. Siðari kona hans er Þórunn Frans. Vigfús Bjarni, f. 8.8. 1929, kvæntur Sigríði Atladóttur. Þorbergur Helgi, tviburabróðir Björns, lést 15.5. 1954. Sigríður, Þóra og Hali- grimur eru búsett í Reykjavík en Vigfús á Laxamýri. Eftirlifandi eiginkona Björns er Kristjóna Þórðardóttir frá Reykjavík, f. 24. október 1938. Þau giftu sig 16. júní 1962. Börn þeirra eru: 1) Sveinbjörg, f. 15.3. 1963, hótelrekstrar- fræðingur. Hún er gift Helga Hróðmarssyni, viðskiptafræð- ingi, f. 23.8. 1960, og eiga þau tvær dætur. 2) Jón Helgi, f. Vinur minn og frændi, Bjöm Gunnar Jónsson, bóndi á Laxa- mýri, er látinn langt fyrir aldur fram. Þegar ég flutti til Húsavíkur fyrir 30 árum var mér ekki kunn- ugt um að ég ætti ættingja í Þin- geyjarþingi. Eg komst þó fljótlega að því að faðir minn og Elín á Laxamýri voru fjórmenningar. Það nægði okkur Birni til frændsemi. Sú var þó ekki ástæðan fyrir því að kynni hófust, heldur höfðu eigin- konur okkar alist upp nánast í sömu götunni í Reykjavík og nutu þess því að hittast og rifja upp bemsku- brekin úr Vesturbænum. Okkur Bimi varð strax vel til vina, og ég. vil jafnvel taka svo djúpt í árinni, að fullyrða að vinátta hans hafi snert mig dýpra en nokkurs annars manns eftir að ég komst á fullorð- insaldur. Björn var fæddur og alinn upp á Laxamýri og átti þar heima nán- ast alla ævi. Margir vita að Laxa- mýri er kostajörð, jafnvel verð- mætasta jörð á íslandi. Miklu færri vita þó hvað Laxamýri er í raun- inni magnaður staður, hvað hún hefur upp á ótrúlega margt að bjóða. Það eru mikil forréttindi, mikill skóli, að alast upp og eyða ævidögunum á slíkum stað. Björn hafði bæði hæfileika og vilja til að nýta sér þessi forréttindi. Hann þroskaði með sér einstakt næmi til að ráða dulmál náttúrunnar, þannig að allt lá fyrir honum sem opin bók. Þessi náðargáfa varð honum bæði uppspretta mikillar gleði og mikils sársauka, en þó fyrst og fremst mikillar lífsfylling- ar. Hann hlustaði með opnum huga á raddir náttúrunnar og treysti skynjun sinni og reynslu til að ráða í merkingu þeirra. Hann var ekki mótaður af langskólanámi og því óheftur af kennisetningum eða takmarkaðri þekkingu samtímans. Hann var einstaklega hreinskipt- inn maður, sagði hug sinn allan, hafði engan beyg af því að lærðir menn stimpluðu hann hjátrúarfull- an. Lýsti reynslu sinni af fölskva- Iausri einlægni, dulrænni reynslu sem annarri. Ekki svo að skilja 26.7. 1966, líffræð- ingur og rekstrar- hagfræðingnr. 3) Halla Bergþóra, f. 16.6. 1969, lögfræð- ingur. Auk þeirra ólst upp á heimilinu bróðurdóttir Björns, Elín Mar- grét Hallgrímsdótt- ir, f. 17.10. 1953, hjúkrunarfræðing- ur, gift Kjartani Helgasyni, f. 3.11. 1952. Björn stundaði nám í Búnaðarskó- lanum á Hvanneyri á árunum 1953-1954 og í Jæren-lýðháskó- lanum við Stafangur í Noregi árin 1954-1955. Björn vann við landbúnaðarstörf í foreldra- húsum en stundaði síðan um tíma vinnu í Reykjavík. Arið 1962 gerðist hann bóndi á Laxa- mýri og bjó þar félagsbúi með Vigfúsi bróður sínum til ævi- loka. Síðustu árin var hann framkvæmdastjóri laxeldis- stöðvarinnar Norðurlax sem staðsett er á Laxamýri. Björn var formaður sóknar- nefndar Húsavíkurkirkju um árabil. Hann var hreppsnefnd- armaður lengi vel og formaður félags sjálfstæðismanna í Suð- ur-Þingeyjarsýslu um tíma. Hann skrifaði fjölda greina um trúmál og fiskeldismál og vann að ýmsum framfaramálum á þeim sviðum. Útför Björns fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. að Björn hafi ekki verið nútíma- maður, ef svo mætti orða það. Hann ólst upp við vélvæðingu og nýtti sér hana til fulls í búskapnum á Laxamýri. Var satt að segja verulegur dellukarl hvað vélar og tækni varðar. Hann veitti lengi forstöðu laxeldisstöðinni Norður- laxi á Laxamýri og í því sambandi las hann sér mikið til um allt sem því viðkom og skrifaði um það greinar. Hann átti stórt bókasafn, var lestrarhestur og því víða heima. Hann var biblíufróður með afbrigðum, einlægur trúmaður. Það var því hægt að ræða við Björn um allt milli himins og jarðar og maður kom hvergi að tómum kof- unum, þar sem hann átti í hlut. Björn var afar ljúfur maður í viðkynningu. Sennilega lýsir það ljúfmennsku hans best, hvað böm og málleysingjar hændust að hon- um. Hann átti jafnan hund og urðu þeir mjög hændir að húsbónda sín- um. Þó sérstaklega Sámur, sem var af labradorkyni. Samband þeirra var einstakt. Björn var í félagsbúi með Vigfúsi bróður sínum allt frá því þeir tóku við Laxamýrarbúinu. Vigfús segir mér að aldrei hafí farið æðruorð milli þeirra bræðra. Það tel ég einstakt, miðað við umfang rekstursins og hvað miklir hagsmunir voru óneitanlega í húfí. Fyrir tæpum átta ámm fékk Bjöm alvarlegt hjartaáfall. Fyrir hann var áfallið þeim mun erfíðara þar sem hann var mjög röskur að eðlisfari og hamhleypa til allra verka. Hann var þó við þokkalega heilsu þar til fyrir þrem árum að annað áfall reið yfir. En þar sem hann var atgervismaður að upplagi lét hann þetta ekki beygja sig. Hann neyddist hins vegar til að draga sig út úr öllu daglegu amstri, sem kostaði einhveija líkamlega áreynslu. Ég tel það þó einstakt, að þrátt fyrir þetta mikla heilsu- leysi og þrátt fyrir að hann vissi vel hvert óhjákvæmilega stefndi, hélt hann alltaf gleði sinni og sinni ljúfu framkomu. Hann fékk aukinn tíma til að sinna hugðarefnum sín- um, skrifaði t.d. nokkrar greinar um trúmál og að lokum skrifaði hann æviminningar sínar sem birt- ust í bókinni „Rennt í hylinn“ nú í haust. Mér fínnst bókin lýsa Birni vel. Með opnum huga og af heitu hjarta leyfir hann lesendanum að fylgjast með sér í ríki náttúrunnar á Laxamýri og deilir með honum gleði sinni og sorgum. Frásögnin er fölskvalaus, skýr og kjarnmikil. Hún er því einstkalega holl lesning og lýsir Bimi betur en þessi fátæk- legu kveðjuorð. Við Björn áttum margar gleði- stundir saman á árum áður. Þá var hann hrókur alls fagnaðar og tæmdi gjarnan bikarinn í botn. Svo fór að fylgdin með Bakkusi reynd- ist honum ekki hamingjuauki og sleit Bjöm því sambandinu við hann fyrir fullt og allt. Það varð honum sársaukafull reynsla, en mjög þroskandi. Eftir það fórég að kynn- ast heimspekingnum Bimi Jóns- syni, þessum víðlesna og djúphug- ula bónda, sem réð í rúnir náttúr- unnar og deildi með mér dulrænni reynslu sinni. En samfylgd okkar Björns ein- skorðaðist ekki við okkur eina. Samband maka okkar og barna var jafn náið og samgangur milli heimilanna mikill og reglulegur. Alveg sérstaklega minnumst við heimsókna fjölskyldunnar til okkar á Þorláksmessukvöld, sem fyrst varð fyrir tilviljun, en varð síðan ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna og reyndar hápunktur hans, hrein hátíðarstund. Þeirri stund lauk ætíð með því að við hlustuðum á hina þróttmiklu og djúpu rödd Leontyne Price syngja jólalögin. Þeirrar stundar var sárt saknað nú um jólin. Ég sagði í byijun að vinátta Björns hefði snert mig dýpra en flestra annarra, eftir að ég komst á fullorðinsaldur. Og þegar hugur minn reikar yfir samfylgd okkar liðna áratugi, fínn ég að ekki að- eins er ég búinn að missa besta vin minn, heldur hitt líka, að geng- inn er einn af þeim fáu mönnum sem breytt hafa lífssýn minni. Fyrir mína hönd, konu minnar Katrínar og bamanna okkar, Þórs, Soffíu og Guðlaugar, sendi ég Jónu, bömum þeirra Björns og barna- börnum, svo og eftirlifandi systkin- um Björns, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Minningin um góðan dreng mun lengi lifa. Guð blessi minningu Björns Gunnars Jónssonar frá Laxamýri. Gísli G. Auðunsson. Elskulegur frændi minn er látinn eftir mjög erfíða sjúkdómslegu. Fyrir tæplega átta ámm veiktist hann mjög alvarlega af hjartasjúk- dómi og átti við verulegan heilsu- brest að stríða síðan þá og mátti oft dvelja langdvölum á sjúkrahús- um. í þeim þrengingum komu vel í ljós hans bestu eiginleikar eins og gott lundarfar og gamansemi sem gerði það að verkum að fólk sóttist eftir félagsskap hans. Hann kunni því betur að gefa en þiggja og eru þeir margir sem ríkulega hafa rotið bæði af hans veraldlega og andlega auði, en hann sóttist ekki eftir að safna auði heldur lagði allt sitt af mörkum til uppbygging- ar fyrir komandi kynslóðir. Hann Bjössi var miklu meira en bara frændi minn. Ég minnist þess þegar ég fullorðnaðist og hann sagði mér þegar hann einn haust- dag stóð úti á hlaði á Laxamýri og sá litla stúlku koma hjólandi á rauðu þríhjóli niður hólinn, þeirri sjón kvaðst hann aldrei gleyma. Én þá var ég þriggja ára og alkom- in í Laxamýri á heimili hans, afa og ömmu. Bjössi hafði sérstakt lag á börn- um og ánægju af félagsskap við þau og eru ófá bömin og ungling- arnir sem hafa dvalist á heimili hans og Jónu um lengri og skemmri tíma. Hann var mjög þolinmóður við okkur krakkana og góður leið- beinandi sem aldrei gerði of miklar kröfur til okkar. Ég minnist sér- staklega bíltúranna á sunnudögum, en hann frændi minn lagði mikið BJORN GUNNAR JÓNSSON uppúr því að eiga góða bíla, helst ameríska og hugsaði hann mjög vel um þá eins og raunar allt sem honum tilheyrði. Þegar ég var stelpa þótti sjálfsagt að búa sig uppá á sunnudögum og gera sér dagamun og var þá gaman að skreppa til dæmis upp í Mývatns- sveit eða austur í Asbyrgi og fá ef til vill sælgæti eða ís á leiðinni, sem ekki var jafn sjálfsagt og al- gengt og er í dag. Þá voru sögurn- ar sem hann frændi minn sagði og bjó oftast til á staðnum skemmti- legustu sögur sem ég heyrði og voru tröllasögur lengi í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Svo átti hann Bjössi forláta plötuspilara og keypti hann plötur sem ég mátti sjálf spila og var plata með Soffíu og Önnu Siggu spiluð eins lengi og hún ent- ist. Ekki minnkaði lán mitt þegar hann Bjössi kom með konu frá Reykjavík heim á Laxamýri. Fannst mér hún sérstaklega áhuga- verð og gat ég ekki slitið mig frá henni, enda kom hún með ýmislegt með sér í sveitina sem ekki fyrr hafði fyrir augu átta ára sveita- stelpu borið. Bjössi og Jóna hófu sinn búskap uppi á lofti í gamla húsinu og bjuggu þar i mörg ár eða þar til þau byggðu sér hús ofar á túninu. Þegar ég var á tí- unda ári eignuðust þau Sveinbjörgu sem var yndislegur sólargeisli og uppáhald allra í húsinu og ekki síst mín sem gerðist sjálfskipuð barn- fóstra hennar. Seinna fæddust þau Dondi og Halla og var Bjössi þeim einstaklega góður faðir og félagi. Hjá Bjössa og Jónu átti ég mitt annað heimili og hefur það verið svo eftir að afí og amma létust og ég stofnaði mitt eigið heimili. Kjart- ani tóku þau sem sínum tengdasyni og börnunum okkar hafa þau verið afar góð afí og amma. A heimili Bjössa og Jónu hefur alltaf verið mjög gestkvæmt og þar tekið vel og glaðlega á móti fólki. Frændi minn lagði mikið uppúr því að hafa góðan íslenskan mat á borðum, sérstaklega áður en hann veiktist, og var hann lítið gefínn fyrir til- raunir í matargerð og voru hans sérgreinar í eldhúsinu sósur og súpur. Bjössi var bóndi mest alla ævi sína á Laxamýri og bjó þar félags- búi með bróður sínum. Mjög kært var alla tíð með þeim bræðrum og samheldni ríkjandi meðal fjöl- skyldna þeirra. Bjössi var mjög ósérhlífinn maður og kvartaði aldr- ei, hann helgaði sitt líf sveitinni sinni sem hann var í svo góðum tengslum við og vann að uppbygg- ingu og framförum þar meðan kraftar hans dugðu til. Eftir að Bjössi veiktist jókst áhugi hans á trúmálum sem var honum mikill styrkur í veikindunum. Þegar kraftar Bjössa til líkamlegrar vinnu voru þrotnir varð hann sér út um tölvu og hóf að rita endurminning- ar sínar sem út komu fyrir síðustu jól. Mikill fengur er í þeim og kem- ur þar margt fram sem hann hefur ekki haft mörg orð um fyrr. Hefur ævi hans verið erfíðari en mig grun- aði, en eftir lestur bókarinnar kem- ur í ljós að hann stóð uppi sem sigurvegari, hann vann sig út úr öllum sínum þrengingum með sín- um óvenjulega dugnaði og sálar- styrk. Elsku frændi minn, erfitt hefur verið að standa hjá og geta lítið gert meðan þú áttir við mikil veik- indi að stríða svo vikum skipti nú í haust og vetur. Öllu starfsfólki hjartadeildar Landspítala og Sjúkrahúss Húsavíkur sem annað- ist þig af mikilli alúð eru færðar þakkir. Að Bjössi skyldi vera svo hress að hann gat dvalist heima á gaml- árskvöld og setið til borðs með fjöl- skyldunum á Laxamýri er ólýsan- lega gleðilegt. Þá var kominn vor- hugur í hann og áform um fram- kvæmdir, en allir þeir sem hafa upplifað vor á Laxamýri vita hve stórkostlegt náttúruundur það er og á síðustu blaðsíðu bókar sinnar lætur Bjössi einmitt hugann reika til vorsins þar. Hvar hans bíða vor- verk nú er mér hulið en ég trúi því að þar sé þörf fyrir krafta hans og gæsku eins og hér. Frændi minn, þú sem varst mér svo kær, hafðu alúðarþakkir fyrir samveruna og hvíl þú í Guðs friði. Ástvinum Bjöms Gunnars sendi ég og fjölskylda mín innilegustu samúðarkveðjur. Elín Margrét Hallgrímsdóttir. Elsku afí minn. Þegar mamma sagði mér að þú værir dáinn varð ég mjög reiður af því að mér fannst svo ósann- gjarnt að þú værir dáinn. Af hveiju _var ekki hægt að lækna þig? Síðan hef ég mikið verið að hugsa um þetta. Hvað gerist þegar fólk deyr? Er vont að deyja? Hvar er Guð? Hvað er dáið fólk að gera hjá Guði? Hvernig á Bangsi að skilja að þú sért dáinn? Það var alltaf svo gaman að koma í sveitina til ykkar ömmu. Þú varst alltaf svo glaður þegar ég kom og tókst fagnandi á móti mér. Þá fórstu líka alltaf til Húsa- víkur og keyptir í matinn það sem mér fannst best eins og kjúklinga sem Halla eldaði á laugardögum þegar hún var heima og svo hafði amma stórt kjöt á sunnudögum. Við vorum oft að leika við Bangsa og alltaf fórum við í bíltúr með Bangsa sem var gaman. Ég fékk líka oft að sitja hjá þér og teikna þegar þú varst að vinna á skrifstof- unni þinni. Svo lögðum við kapal og spiluðum stundum inni í stofu. Það var líka svo gaman þegar þú komst til okkar og við fengum stundum að passa Bangsa meðan þú fórst í bæinn. Ég vona að þér líði vel afí minn þar sem þú ert núna. Jón Helgi Kjartansson. Nú eru u.þ.b. 13 ár frá því ég kom fyrst á Laxamýri. Þannig að ég hef verið svo heppinn að fá að fylgjast með Birni, elju hans og krafti, þar sem myndarskapur og rausnarskapur hans og Jónu hefur verið í öndvegi. Björn var einstakur náttúruunn- andi sem elskaði ána sína, jörðina og allt lífríkið á Laxamýri. Þessir eiginleikar þróuðust upp í hugsjón og harðfylgi við að vernda það sem honum þótti vænt um. Björn af- kastaði ótrúlega miklu og var fylg- inn sér í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Þetta átti t.d. við um trúmál, búskapinn, fískeldið, æðar- varpið og uppbyggingu Laxár. Hann sagði skoðanir sínar umbúða- laust og af krafti, jafnvel þótt þær kynnu að koma við kaunin á ein- hverjum. Þetta kom sterkt fram í skrifum Björns í blöð um trúmál, siðfræði og sannfæringu hans um mikilvægi heilbrigðs fjölskyldulífs. Bókin „Rennt í hylinn" sem Björn skrifaði og kom út nú fyrir jólin er gott dæmi um verk Björns. Þar var ekki, frekar en fyrri daginn, kastað til höndum. Enda fékk bók- in frábæra dóma, þrátt fyrir að höfundur væri fyrst og fremst bóndi en ekki þjálfaður rithöfund- ur. Þrátt fyrir harðfylgi og ótrúleg- an dugnað Björns bjó innra með honum sársauki sem fylgt hefur honum allt frá unga aldri. Sumt af því kom ekki fram fyrr en við skrif ofangreindrar bókar. I gegn um lífið gerði hann lítið af því að bera tilfínningar sínar á torg. í bókinni talar Björn um marga hluti sem höfðu haft djúpstæð og mót- andi áhrif á þann Björn sem við þekktum. í erfíðleikum sínum setti Björn traust sitt á Jesú. Hann var mjög trúaður maður og í því sem öðru forðaðist hann alla hálfvelgju. Þetta kom m.a. skýrt fram í starfí Björns sem sóknarnefndarform- anns í Húsavíkurkirkju í u.þ.b. 10 ár. Mennirnir eru innréttaðir á marga vegu. Á lífsleiðinni hittum við margvíslegar manngerðir. Margir gera lítið annað en tala um hlutina og eru býsna leiknir við það en þegar horft er á störf þeirra og það sem þeir hafa áork- « « I í c < ( i ( ( ( ( I ( I I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.