Morgunblaðið - 11.01.1997, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997
MINNIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ERLENDUR JÓNSSON
fyrrv. bifreiðarstjóri,
Kleppsvegi 136,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 9. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorgerður Gísladóttir,
Elísabet Jóna Erlendsdóttir,
Vilborg Erlendsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför
MAGNÚSAR EINARSSONAR,
Hólkoti,
Sandgerði.
Aðstandendur.
t
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur
samúð og vináttu við andfát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
LÚÐVÍKS TH. ÞORGEIRSSONAR
kaupmanns,
Hæðargarði 35.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
á hjúkrunarheimilinu Eir.
Guðriður Halidórsdóttir.
Halldór Geir Lúðviksson,
Birgir Lúðviksson, Helga Brynjólfsdóttir,
Þorgeir Lúðvíksson, Valdis Gróa Geirarðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar og tengdamóður,
ÖNNU GRÍMSDÓTTUR,
Hjarðarhlið 5,
Egilsstöðum.
Dætur, tengdasynir og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir til allra, er auðsýnt hafa
samúð og vinarhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
EINARS GÍSLASONAR,
Kjarnholtum,
Biskubstungum.
Ingibjörg Einarsdóttir, Ketill Kristjánsson,
Gisli Einarsson, Ingibjörg Jónsdóttir,
Ingimar Einarsson, Anna Kristinsdóttir,
Guðrún Einarsdóttir, Þorsteinn Hjartarson,
Elínborg Einarsdóttir, Snorri Ólafsson,
Þóra Einarsdóttir, Jón Gisli Jónsson,
Magnús Einarsson, Guðný Höskuldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til ykkar, sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SVEINS VIGFÚSSONAR,
Skíðabraut 13,
Dalvik.
Ennfremur eru sérstakar þakkir til
starfsfólks á FSA, heimahjúkrunar á
Dalvík og heimahlynningar á Akureyri
fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Þórdfs Rögnvaldsdóttir,
Ingvi Eiríksson, Sigrún Þorsteinsdóttir,
Vignir Sveinsson, Valdl's Gunnlaugsdóttir,
Sofffa Sveinsdóttir, Stefán Jakobsson,
Ragna Sveinsdóttir, Heiðar Ólason,
barnabörn og barnabarnabörn.
INGVELDUR
JÓHANNSDÓTTIR
+ Ingveldur Jó-
hannsdóttir,
Litlu-Þfifu, Mikla-
holtshreppi, var
fædd að Eiðhúsum
í Miklaholtshreppi
11. júlí 1909. Hún
lést á heimili systur
sinnar í Reykjavík
27. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
Ingveldar voru
Krisljana Björns-
dóttir, ljósmóðir og
húsfreyja, f. 28.6.
1870, d. 13.7. 1944,
og Jóhann Sigurð-
ur Lárusson, bóndi, f. 22.7.
1885, d. 27.7.1961, og áttu þau
fjögur börn og er Ingveldur
næstyngst þeirra. Hin eru tví-
burabræðurnir fæddir 24.4.
1906, Bjöm látinn 13.5. 1980,
verksfjóri um lang-
an tíma hjá Vega-
gerð ríkisins. Eft-
irlifandi eiginkona
hans er Ingigerður
A. Kristjánsdóttir
frá Skerðingsstöð-
um í Reykhóla-
sveit. Kristján lát-
inn 29.9. 1990. Eft-
irlifandi eiginkona
hans er Jóna S.
Jónasdóttir frá
Kolmúla við Reyð-
arfjörð. Ásta Lára
afgreiðslukona í
Reykjavík, fædd
3.11. 1914.
Ingveldur var ógift og bara-
laus.
Útför Ingveldar fer fram frá
Fáskrúðarbakkakirlqu í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Kæra frænka, mig langar til að
kveðja þig og það heimili sem lifir
í minningu æskuáranna, nú á þess-
um tímamótum þegar þú svo
skyndilega hvarfst mér úr augsýn,
en aðeins einum sólarhring áður
hittist fjölskyldan og átti ánægju-
lega stund á jóladag.
Ingveldur ólst fyrstu árin upp á
Eiðhúsum, en einnig síðar á Laxár-
bakka. Skólaganga var ekki löng,
svo sem algengt var á þeim tíma.
Þegar hún var 18 ára réðst hún í
vist til Reykjavíkur og síðar til
Borgarness. Þijú sumur var hún
matráðskona í vegavinnu, þá lærði
hún og fatasaum, en árið 1936 tók
hún við heimilisforráðum þegar
móðir hennar veiktist. Bjó hún
með foreldrum sínum og síðar föð-
ur sínum á Litlu-Þúfu á meðan
hans naut við. Jörðin var svokölluð
Kristfjárjörð, en skömmu eftir frá-
fall afa keypti hún jörðina og hef-
ur búið þar alla tíð síðan. Lengst
af með Línu, Abelínu Kristjáns-
dóttur, sem kom fyrst til Litlu-
Þúfu sem kaupakona árið 1943,
en eftir að Lína fluttist á Dvalar-
heimili aldraðra í Borgarnesi bjó
Inga ein. Ekki gat hún hugsað sér
að flytja úr sveitinni sinni.
Ingveldur var sterkur einstakl-
ingur, föst fyrir, hún var góð þeim
sem til hennar leituðu og jafnframt
blíð og góð við okkur börnin sem
dvöldumst í sveitavist að Litlu-
Þúfu á sumrin. Þau eru reyndar
ófá börnin sem þar hafa dvalið til
lengri eða skemmri tíma. Þótt
húsakynnin væru ekki stór var
ætíð nægt rúm fyrir einn í viðbót.
Inga var mikill dýravinur og mátti
ekkert aumt sjá. Það lýsir afstöðu
og viðhorfum hennar gagnvart
dýrunum vel sú fullyrðing hennar
að mennirnir skilja dýrin ekki eins
vel og dýrin skilja mennina.
í minningu minni er með Ingu
horfinn andblær eldri lifnaðar-
hátta og athafna, þess tíma er
mór var tekinn upp og þurrkaður,
þess tíma sem heyjað var handa
folaldinu, þess tíma sem starfað
var og leikið sér, þess tíma sem
aldrei kemur aftur.
Ingveldur fylgdist vel með og
tók afstöðu til málefna líðandi
stundar þannig að enginn velktist
f vafa um afstöðu hennar.
Fyrir nokkrum árum tóku þær
systur ákvörðun um að gefa
steinda glugga í Fáskrúðarbakka-
kirkju til minningar um foreldra
sína og bræður. Lýsir þessi höfð-
inglega gjöf vel hug þeirra til
kirkju sinnar og_ þeirra sem þeim
þótti vænt um. Ég bið þess, kæra
frænka, að algóður Guð megi
fylgja þér á vegferð þinni.
Kristján Björnsson.
Látin er í góðri elli, eins og sagt
er, heiðurskonan Ingveldur Jó-
hannsdóttir í Litlu-Þúfu f Mikla-
holtshreppi, sem raunar heitir nú
Eyja- og Miklaholtshreppur og þar
með fallinn frá elsti íbúi þess sveit-
arfélags. Þótt æviárin væru orðin
mörg, kom það okkur vinum henn-
ar og kunningjum nokkuð svo á
óvart hvað brotthvarf hennar af
þessum heimi varð „á snöggu
augabragði" enda svo sem lítinn
heilsufarslegan bilbug á henni að
fínna til síðustu stundar, utan hvað
heyrn var nokkuð skert. Um ævi-
lok hennar má því segja, eins og
Klettafjallaskáldið kvað um greni-
tréð - Bognar aldrei - brestur í
- bylnum stóra seinast. Var þó
um engan langvinnan byl að ræða;
aðeins lagst til svefns að kvöldi,
en eigi vaknað til þessa lífs að
morgni.
Ingveldur heitin fæddist að Eið-
húsum í Miklaholtshreppi og átti
þar sín bernskuspor til tólf ára
aldurs, að foreldrar hennar fluttu
að Laxárbakka þar sem þau
bjuggu næstu 14 árin. Að Litlu-
Þúfu fluttist svo fjölskyldan árið
1939, eftir 2-3 ára dvöl í einskon-
ar húsmennsku að Stakkhamri.
Voru þá þijú barna þeirra hjóna
flutt úr foreldrahúsum, og aðeins
Ingveldur fylgdi þeim að Litlu-
Þúfu, og átti þar sitt skjól og
hæli uns yfir lauk.
Þannig yfirgaf hún aldrei sinn
fæðingarhrepp.
Af systkinum hennar lifir nú
aðeins Asta Lára. Rúmsins vegna
leyfi ég mér ekki að segja gerla
frá foreldrum Ingveldar, en þau
voru Jóhann Lárusson og Krist-
jana Björnsdóttir, vinsæl hjón og
vel metin af öllum sem til þekktu.
Kristjana var lengi ljósmóðir í
sveitinni, og farsæl í því starfi, og
Jóhann var glaðlyndur og félags-
iyndur maður, og skjótur til við-
kynningar. Lítil sem engin kynni
hafði ég af þeim hjónum, og kom
þar til aldursmunur okkar, en styð
mig að nokkru leyti við skrif Gunn-
ars heitins á Hjarðarfelli um þau.
Við sjálft lá að aldursmunur ætl-
aði einnig að verða óyfirstíganleg
hindrun þess að með okkur Ing-
veldi tækjust kynni, og var það
ekki fyrr en ég var farinn að snú-
ast í svokölluðum forðagæsluferð-
um um hreppinn að úr þeim málum
greiddist. Þá voru látnir foreldrar
hennar, en með henni stóð að bú-
skap Abelína (Lina) Kristjánsdótt-
ir, sem fluttist vinnukona að Litlu-
Þúfu um eða upp úr 1940 og dvaldi
þar óslitið í meira en hálfa öld og
var heimilinu heldur betri en eng-
inn. Ber henni virðing og þökk
fyrir störfin í Litlu-Þúfu. Nú dvelst
hún á Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi, en þangað varð hún
að leita er heilsu og krafta þraut,
eftir erfiðan vinnudag.
Það er aftur á móti af Ingveldi
að segja, að hún sat um kyrrt á
sinni jörð, og lét einsemd engin
áhrif á sig hafa a.m.k. svo
merkjanlegt væri. Lét hinsvegar
af búskap að mestu. Búskapur var
raunar aldrei stór í sniðum í Litlu-
Þúfu, enda ekki þess að vænta að
fullorðin hjón og veikliðuð gætu
fylgt öðrum og yngri eftir á stór-
felldum jarða- og húsabótatímum,
en hins var gætt eftir megni að
halda í horfi því sem fyrir var, og
aukið var við ræktun að nokkru
marki. Búfé átti þar góðu atlæti
og aðbúð að fagna alla tíð, enda
þótt fornleg væru húsakynni þess.
Það kann að virðast mótsagna-
kennt að þótt Ingveldur yndi dável
einsemdinni síðustu árin, var hún
ávallt félagslynd kona, og oftar
en ekki mætt þar sem einhvern
mannfagnað var að hafa. Tvær
voru þær stofnanir sem umfram
aðra nutu af henni góðs og er þar
fyrst að nefna Kvenfélagið Liljuna.
Ekki veit ég hvort hún var einn
af stofnendum þess félags, þá 19
ára að aldri, en um 35 ára skeið
var hún gjaldkeri þess, og mun
hvergi hafa brostið á með ná-
kvæmni í því reikningshaldi, en
nokkurra aðsjálni gætt og mættu
lánastofnanir ýmsar taka „nótis“
þar af.
Til annarra starfa fyrir kvenfé-
lagið sparaði hún sig heldur
hvergi, og veit ég að kvenfélags-
konunum er þökk í huga, nú er
hún kveður. Er þá að nefna kirkj-
una, og verð ég nú að fara miklu
hraðara yfir en ég vildi og æski-
legt væri. Svo bar við á aðalsafn-
aðarfundi Fáskrúðarbakkasóknar
29. september 1985, að Ingveldur
heitin tilkynnti að hún gæfi 20
þús. kr. til minningar um foreldra
sína og Björn bróður sinn, sem þá
var játinn. Að gjöfinni stóðu einn-
ig Ásta systir hennar, bróðirinn
Kristján og ekkja Björns heitins.
Gjöfinni fylgdi að henni skyldi
varið til kaupa á steindum glugg-
um í kirkjuna á Fáskrúðarbakka.
Ekki var laust við að nokkurn
hroll setti að sóknarnefnd við þessi
tilmæli, og hélt hún að sér höndum
lengi vel, grunandi það að hér
væri um æði miklu meiri fjármuni
að tefla, en svo að 20 þús. kr.
drægju þar neitt að ráði. Líða nú
7-8 ár að fátt gerist, en þá verður
það að Ingveldur reiðir fram fjár-
muni, sem í skemmstu máli sagt,
nægði til þess að koma steingleri
í alla hliðarglugga kirkjunnar, 14
að tölu, og varð þó afgangur.
Þá var Asta systir hennar kom-
in að málinu, og hlut átti Lína
þarna í. Metnaður Ingveldar var
mikill í þessu máli þegar til kast-
anna kom og þegar minnst var á
hina og þessa sjóði sem hugsan-
legt væri að kría peninga úr, mátti
hún ekki heyra slíkt nefnt - enda
átti ég hugmyndina - sagði hún.
Sem og rétt var. En skylt er að
geta þess, að sakir vináttu við
gefendur, sóknarnefnd, kirkju og
kristindóm yfirleitt, létu Benedikt
Gunnarsson listmálari og hjónin í
Listgleri, þau Kristín Guðmunds-
dóttir og Ingvi Högnason, verk sín
á verði sem var lægra en eðlilegt
gat talist og þökk sé þeim. Stór-
felldar endurbætur voru síðan
gerðar á Fáskrúðarbakkakirkju
áður en steinglersgluggunum var
komið fyrir, og daginn þann sem
hún var enduropnuð og fram fór
helgun glugganna, mátti telja
hana með fegurri kirkjum. Þann
dag var Ingveldur stolt, og mátti
vera það.
Máske var þetta stærsti dagur-
inn í lífi hennar, og foreldrum sín-
um höfðu þær systur gert verðug-
an minnisvarða.
Þótt Ingveldur léti af búskap,
hélt ég áfram að koma við hjá
henni í forðagæsluferðum mínum
haust og vor. Tók hún mér ætíð
fagnandi og brást aldrei með kaffi
og pönnukökur og líflegar sam-
ræður um hvaðeina sem á baugi
var í þjóðfélaginu, enda fylgdist
hún ótrúlega vel með og hafði
skoðanir á flestum málum. Varð
henni stundum heitt í hamsi þegar
talinu vék að ýmsum gerðum
landsfeðranna á innlendum og er-
lendum vettvangi sem henni þóttu
orka tvímælis, og ekki laust við
að hönd skylfi, þegar kaffi var
rennt í bolla. Þekkt var hún fyrir
snögg og kaldhömruð tilsvör.
Fyrir u.þ.b. þúsund árum fóru