Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 60

Morgunblaðið - 11.01.1997, Side 60
ttcgnnHjifetfr MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Tómas Helgason VlÐA eru stakir jakar í nánd við ísjaðarinn. Hafís að landi við Kögur HAFÍS er nú við land við Kögur. í ísflugi Landhelgis- gæslunnar í gær sást fimra kílómetra breið ísspöng frá ísjaðrinum að landi. Siglinga- leiðin fyrir Kögur er því talin varasöm, sérstaklega í slæmu skyggni. Að sögn Þórs Jak- obssonar, iyá Hafísdeild Veðurstofunnar, er búist við hagstæðum austlægum áttum næstu daga. Meginísjaðarinn mun því frekar færast fjær landi. Sá ís sem kominn er að landi mun halda áfram í straumum austur með landinu inn í Húnaflóa og verður vara- samur næstu daga. Fimm yfirmenn af Stöð 2 til Stöðvar 3 STÖÐ 3 hefur ráðið til sín fimm yfirmenn frá íslenska útvarpsfé- laginu, Stöð 2 og Bylgjunni. Með- al þeirra er Magnús E. Kristjáns- son, framkvæmdastjóri markaðs- sviðs íslenska útvarpsfélagsins, sem nú hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri íslenskrar marg- miðlunar hf. og sjónvarpsstjóri Stöðvar 3. Með Magnúsi fara af Stöð 2 og Bylgjunni Jón Axel Ólafsson dag- skrárstjóri Bylgjunnar, Thor Ólafsson, auglýsingastjóri Ís- lenska útvarpsfélagsins, Hannes Jóhannsson tæknistjóri og Magnús Viðar Sigurðsson, framleiðslu- stjóri íslenska útvarpsfélagsins. Þeir sögðu upp fyrra starfi sínu í gærmorgun og hættu samstundis. Geta ekki gengið út Fimmmenningarnir hafa allir hafið störf á Stöð 3, að sögn Ein- ars Kristins Jónssonar, stjórnar- formanns íslenskrar margmiðlun- ar hf. Sigurður G. Guðjónsson, varaformaður stjórnar Islenska útvarpsfélagsins, segir hins vegar að mennirnir séu bundnir af þriggja mánaða uppsagnarfresti og geti ekki gengið út á miðjun vinnudegi enda ekki verið samið um að þeir gætu lokið störfum fyrr. Segir hann að félagið muni skoða stöðu sína í ljósi ákvæða samkeppnislaga. Einar Kristinn Jónsson, stjórnarformaður íslenskrar margmiðlunar hf., segir að leitað hafi verið að framkvæmdastjóra fyrir félagið frá því það tók við rekstri Stöðvar 3 í nóvember. Frést hafi af því að Magnús kynni að vilja skipta um starf og viðræður við hann leitt til þessarar niður- stöðu. Fjórir starfsfélagar Magn- úsar ákváðu síðan að taka tilboði hans um störf hjá Stöð 3. Einar Kristinn segir að ráðningin hefði aðeins tekið nokkra daga. „Ég hef verið þarna í fimm ár og hafði hugsað mér til hreyfings, var til í að takast á við ný verk- efni. Mér barst tilboð um að taka að mér þetta verkefni hjá Stöð 3 og ákvað að slá til,“ segir Magnús E. Kristjánsson um breytinguna. ■ Styrkir liðsheildina/6 Hlutur Brunabót- ar í VÍS til sölu? VIÐRAÐAR hafa verið hugmyndir um sölu á helmingshlut Eignar- haldsfélags Brunabótafélags ís- lands í Vátryggingafélagi Islands. Málið hefur eitthvað verið rætt meðal forsvarsmanna lífeyrissjóða. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er rætt um að verðmæti á hlutabréfum Eignarhaldsfélagsins í Vátryggingafélaginu geti verið í kringum tveir milljarðar króna. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að málið hefði verið rætt, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það þar sem það væri á algjöru byijunarstigi. Engar viðræður hafa þó farið fram að undanförnu við forstjóra eða stjórn Eignarhaldsfélagsins, að sögn Hilmars Pálssonar, forstjóra félagsins og stjórnarformanns VÍS. Hann segir að óformlegar viðræður hafí átt sér stað í sumar um sölu á bréfunum í VÍS, en engin niður- staða fengist. ■ Rætt við/14 ÍS seldi 166.300 tonn ÍSLENZKAR sjávarafurðir seldu á síðasta ári 166.300 tonn af físki og fiskafurðum, að verðmæti rúm- lega 20 milljarðar króna. Það er meira en hundrað þúsund tonna aukning frá árinu 1995. Aukningin á sölu afurða frá ís- landi er 71% og sala afurða frá er- lendum fýrirtækjum hefur tífaldazt. Alls voru seld 98.600 tonn af inn- lendum afurðum, en 67.700 af er- lendum. íslenskar sjávarafurðir eru þar með orðnar stærsti seljandi sjáv- arafurða á íslandi. ■ Velta ÍS/15 James F. Hensel segir Columbia hafa átt 1 viðræðum við íslensk skipafélög IS AL o g Columbia ræða samstarf á ýmsum sviðum FULLTRÚAR Columbia Ventures og Isal hafa hist til að ræða hugs- anlegt samstarf verði af byggingu álvers Columbia. James F. Hensel, aðstoðarframkvæmdastjóri Col- umbia segir líklegt að samstarf verði milli fyrirtækjanna á mörgum sviðum. Á sínum tíma var Straumsvík meðal fímm staða sem íslensk stjómvöld buðu upp á sem hugsan- legan byggingarstað álvers. Að sögn Hensels var sá staður síðar útilokaður vegna andmæia ÍSAL. Hann segir þó að þetta hafi ekki neikvæð áhrif á hugsanlegt sam- starf þeirra. Hins vegar segir hann að höfn og löndunaraðstaða Alusuisse hefði getað nýst báðum verksmiðjunum og að því leyti hefði Straumsvík verið góð staðsetning. Hensel segir að fjórar ástæður hafí einkum ráðið vali Columbia á Grundartanga sem byggingarstað. I fyrsta lagi er höfn við Grundar- tanga. I öðru lagi er þar sléttlendi og gott byggingarsvæði. í þriðja lagi er staðsetningin heppileg til að tengjast orkuneti Landsvirkjun- ar. Að lokum nefnir Hensel að stjórnvöld hafí valið Grundartanga sem iðnaðarsvæði. Hafnleysi ókostur við Keilisnes Helsti ókostur Keilisness var sá að þar er engin höfn og Hensel segir að mjög kostnaðarsamt sé að byggja höfn sérstaklega fyrir álver af þeirri stærðargráðu sem Columbia hyggst reisa. Fyrir stærra álver hefði það verið góður kostur. Columbia hefur rætt við Eim- skip, Samskip, Nesskip og ýmsa flutningsmiðlara um flutninga fyrir verksmiðjuna. Hann segir þó að ekki verði hægt að ganga frá þeim samningum fyrr en vitað sé hvaðan hráefni verksmiðjunnar komi, en fulltrúar Columbia eiga þessa dag- ana í viðræðum við ýmsa aðila til að kanna mismunandi kosti. Morgunblaðið/RAX Þangsláttur íjanúar Miðhúsum. Morgunblaðið. ÞANGSLÁTTUMENN eru enn að störfum á Breiðafirði. I gær var einn prammi við slátt hjá Reykhólum og eru 170 tonn komin á land í mánuðinum, að sögn Stefáns Magnússonar vaktsljóra í Þörungaverk- smiðjunni. Þangöflun ervenjulega hætt seint á haustin. í haust voru þrír prammar notaðir við slátt- inn en hlé varð á þangöflun- inni um tíma vegna frosta. Aftur var byijað að slá en núna með einum pramma sem Jóhannes Haraldsson á Reyk- hólum stýrir. Að sögn fróðra manna hefur það ekki gerst áður að þangs hafi verið aflað á þessum tíma árs enda var síðasta ár metár í þangöflun hjá Þörungaverksmiðjunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.