Morgunblaðið - 16.01.1997, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Friðsælla við
Garðatorg
Morgunblaðið/Kristinn
ELÍAS Níelsson íþróttafræðingur sýnir Söndru Guðnadóttur
hvernig nota á æfingahjólið með tölvuskjánum.
Ný líkamsræktarstöð
í Grafarvogi
ÓLÁTASEGGJA hefur ekki orðið
vart að undanförnu við Garðatorg
í Garðabæ, að sögn Idu Christian-
sen formanns hagsmunasamtaka
verslunar- og fyrirtækiseigenda í
verslunarmiðstöðinni og þakkar
hún það umfjöllun um vandann í
Morgunblaðinu fyrir skömmu.
„Það hefur róast mikið og þann-
ig má geta þess að eigandi sölut-
urnsins hér kveðst ekki muna eft-
ir öðru eins þrettándakvöldi og því
seinasta, svo rólegt var um að lit-
ast. Seinasta helgi var einnig frið-
sæl. Inni í verslunarmiðstöðinni
höfum við t.d. ekkert orðið vör við
þá, sem voru forkólfar skrílsláta,
frá því athygli fjölmiðla á þessu
máli vaknaði.
Skrif Morgunblaðsins um ólátin
sem hafa verið í vetur hafa verið
TUTTUGU og sex tilboð bárust í
flugvél Landgræðslunnar, TF-TUN,
sem auglýst var til sölu fyrir rúmum
þremur vikum, en þau voru opnuð
hjá Ríkiskaupum í gær. Hæsta stað-
greidda tilboð í vélina á Flugfélagið
Ernir, eða 8.012.300 krónur, en El-
ías Elíasson bauð 8.050.000 á
greiðslukjörum, að sögn Guðmundar
I. Guðmundssonar skrifstofustjóra
hjá Ríkiskaupum.
FORSVARSMENN tryggingafé-
laganna eru frekar vantrúaðir á að
nýgerður samningur Landssam-
bands smábátaeigenda við breskt
tryggingafélag á Loyds-markaði
um kaup á tryggingum fyrir smá-
báta sé hagkvæmur fyrir trygg-
ingafélagið. Dæmi eru um að ið-
gjöld þilfarsbáta lækki um allt að
48%. Skilmálar eru víðtækari en
hjá íslensku tryggingafélögunum,
auk þess sem samningurinn felur í
sér ýmis bónusákvæði. Á annað
hundrað smábátaeigendur hafa
þegar gengið frá tryggingasamn-
ingum við breska félagið.
„Ég er ekki búinn að sjá skilmál-
ana en ef þeir eru svipaðir og okk-
ar hlýtur að verða harla li'tið eftir
af iðgjöldunum til þess að borga
tjónin,“ segir Páll Sigurðsson, for-
stjóri hjá Samábyrgð Islands á fiski-
skipum. „Við höfum svo sem nýleg
dæmi um það að erlend trygginga-
félög kaupi sig inn á markað en
ég tel ekkert hægt um þetta að
segja fyrr en að ári liðnu. Við höfum
verið að lækka iðgjöldin undanfarin
ár. Þau voru 4,5% árið 1994,
mikið rædd hér í Garðabæ og er
eins og fólk hafi vaknað upp af
svefni og skilið að ekki var allt
eins slétt og fellt og það hélt,“
segir Ida.
Hún segir að þótt ástandið hafi
batnað telji hagsmunasamtökin
nauðsyn á frekari löggæslu, ekki
síst fótgangandi lögreglumönnum.
í því sambandi sé vert að benda
á að bæjarfélagið er orðið fjöl-
mennt og ótta gæti hjá mörgum,
einkum eldri borgurum sem búa í
nágrenni við Garðatorg.
„Hegðun unglinganna og um-
gengni er orðin miklu grófari að
mínu mati en fyrir nokkrum árum,
þegar þeir létu sér nægja að rífa
kjaft og ég veit af ekkjum og fleira
eldra fólki sem er ekki rótt vegna
vaxandi óláta,“ segir Ida.
Tilboðin verða kynnt Landgræðsl-
unni og segir Guðmundur þau nærri
reiknuðu verðmæti vélarinnar. Hann
segir jafnframt að farið verði yfir
tilboðin næstu daga en þau lægstu
námu nokkrum hundruðum þús-
unda.
TF-TUN er af gerðinni Air Tract-
or og framleidd árið 1984. Hún er
sérhönnuð til dreifmgar áburðar og
skordýraeiturs.
4,295% árið 1996 og enn stendur
til að lækka iðgjöldin eitthvað. En
við treystum okkur ekki til að keppa
við þessa menn úti í London, sem
bjóða 2,34%, það er alveg útilok-
að,“ segir hann.
Frá Tryggingamiðstöðinni er
engra sérstakra viðbragða að vænta
að svo stöddu, að sögn Gunnars
Felixsonar, forstjóra. Hann telur
lækkunina ekki raunhæfa miðað við
þá afkomu sem tryggingafélögin
hafa haft af smábátatryggingum.
„Þetta sem þarna er að gerast er
eitthvað sem við verðum að una og
leyfa mönnum að gera, það er ekk-
ert við því að segja. Við munum
vega þetta og meta eftir okkar for-
ÚTIBÚ frá líkamsræktarstöð-
inni Mætti, sem opnað var í
Langarima 21-23 í byrjun jan-
úar, hefur hlotið mjög góðar
viðtökur, en rúmlega 400 manns
hafa keypt líkamsræktarkort á
síðust dögum, að sögn Hilmars
Björnssona,r framkvæmda-
sljóra Máttar. „Þetta er eina lík-
amsræktin í hverfinu og var
hún greinilega orðin tímabær,“
segir Hilmar í samtali við Morg-
unblaðið.
í líkamsræktarstöðinni eru
tveir salir; leikfimis- og tækja-
salur og tekur hvor um sig um
fjörutíu manns. Eins og í öðrum
líkamsræktarstöðum Máttar
verður hægt að fara í ýmsa leik-
fimistima, auk jóga, en einnig
veita sjúkraþjálfar þjónustu í
tækjasalnum. Þá er gufubað í
sendum og taka ákvarðanir eftir
því en ekki láta stjórnast af því sem
þarna er að gerast,“ segir Gunnar.
Gleðst fyrir hönd
smábátaeigenda
Hinrik Matthíasson, fram-
kvæmdastjóri Vélbátaábyrgðarfé-
lags ísfirðinga, kveðst enn ekki
hafa séð nóg af gögnum til þess
að tjá sig um samninginn. „En hann
er greinilega hagstæður smábáta-
eigendum og það er svo sem ágætt
mál fyrir þá að þeir hafi náð góðum
kjörum. Eg gleðst fyrir hönd smá-
bátaeigenda,“ segir hann.
„Þeir sem eru að koma nýir inn
á markaðinn koma auðvitað með
búningsklefunum og boðið upp
á barnagæslu, mánudaga, mið-
vikudaga, föstudaga og laugar-
daga.
Þoltækin í stöðinni eru tölvu-
stýrð með púlsmælum og styrkt-
artækin eru stillanleg fyrir allar
stærðir fólks. „Auk þess er þar
æfingahjól með áföstum tölv-
uskjá, þar sem hægt er að fara
í ákveðna tölvuleiki eða fylgjast
með öllum sjónvarpsstöðunum,"
segir Hilmar, en þetta hjól er
hið fyrsta sinnar tegundar hér
á landi.
Sérstakt opnunartilboð hefur
verið í gangi hjá þessari nýju
líkamsræktarstöð fyrir íbúa
Grafarvogs. Kortin sem keypt
eru í Grafarvoginum gilda einn-
ig á öðrum líkamsræktarstöðum
Máttar.
verulega lág iðgjöld fyrst til þess
að ná viðskiptum. Síðan fara þau
alveg eftir tjónareynslu. Ef hún er
slæm þá hækka iðgjöldin verulega,
þannig er bara hinn kaldi raunveru-
leiki í þessum tryggingamálum. Við
munum auðvitað reyna að standa
okkur í þessari hörðu samkeppni
en hún er oft erfið," segir Hinrik.
„Það er ljóst að þau iðgjöld sem
þarna virðast vera í boði eru nokk-
uð lægri en almennt tíðkast hér á
þessum markaði en hitt er annað
að iðgjöld smábáta hafa hingað til
ekki staðið undir tjónakostnaði.
Meðan svo er ástatt er svigrúmið
til að lækka iðgjöldin miklum mun
minna en annars væri,“ segir Þor-
varður Sæmundsson, forstöðumað-
ur markaðssviðs Sjóvár-Almennra.
Þorvarður útilokar þó ekki að
iðgjöld smábátatrygginga verði
lækkuð þegar kemur að endurnýjun
1. maí nk. „Ég hef á tilfinningunni
að afkoman sé betri nú en undan-
farin ár, þannig að svigrúmið til
þess að lækka iðgjöldin sé fyrir
hendi, en hversu mikið skal ég ekki
segja um á þessari stundu."
Spá Vísbendingar
fyrir 1997
7% launa-
hækkun
og 5%
verðbólga
VIKURITIÐ Vísbending, sem
fjallar um viðskipti og efna-
hagsmál, spáir því í nýút-
komnu tölublaði að laun á ís-
landi muni hækka um 7% að
meðaltali á þessu ári og að
hækkun verðlags verði um 5%.
Þessi spá er nokkuð frá-
brugðin spá Þjóðhagsstofnun-
ar fyrir árið sem gerir ráð fyr-
ir 2% verðbólgu á árinu og
3,5% hækkun launa. Vísbend-
ing telur að hagvöxtur á árinu
verði 3,4% en ef bygging ál-
vers og stækkun járnblendi-
verksmiðjunnar verða að
verðuleika verði hagvöxtur
5,2%. Spáð er 3% atvinnuleysi
á árinu, að innflutningur auk-
ist um 7% en útflutningur um
3% og einkaneysla muni vaxa
um 5%. „Miðað við áðurnefnda
verðbólguspá er ekki hægt að
sjá að óverðtryggðir vextir
verði undir 8% meðan mestu
verðbólgukúfarnir vara,“ segir
í Vísbendingu.
Stóra fíkniefnamálið
Einn til
viðbótar í
varðhald
RÚMLEGA fimmtugur karl-
maður var á þriðjudagskvöld
úrskurðaður í hálfsmánaðar
gæsluvarðhald að kröfu fíkni-
efnadeildar lögreglunnar,
vegna rannsóknar á umfangs-
miklu fíkniefnamáli sem upp-
vist varð um skömmu fyrir
áramót.
Málið snýst meðal annars
um innflutning og dreifingu á
20 kílóum af hassi auk tals-
verðs magns af amfetamíni og
öðrum fíkniefnum.
Varðhald til 28. janúar
í desember var hollenskt par
handtekið á Keflavíkurflug-
velli með mikið magn af hassi
í fórum sínum, og í kjölfarið
var fólkið úrskurðað í gæslu-
varðhald ásamt tveimur ís-
lendingum. Konunni var síðan
sleppt í desember og síðan
hafa þrír verið úrskurðaðir til
viðbótar í gæsluvarðhald.
Karlmaðurinn var úrskurð-
aður í gæsluvarðhald til 28.
janúar. Björn Halldórsson yfir-
maður fíkniefnadeildarinnar
segir ótímabært að tjá sig um
gang rannsóknarinnar og
hvort sjái fyrir endann á henni.
Veiðileyfi í
Elliðaánum
verða óbreytt
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt samkomulag milli Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og
Stangaveiðifélags Reykjavíkur
um veiðileigu og verð á veiði-
leyfum í Elliðaám fyrir árið
1997.
Samþykkt var að veiðileiga
fyrir veiðitímabilið sumarið
1997 verði 6.260.000 þús.
krónur og að veiðileyfi fyrir
sama tímabil verði 14.800
krónur fyrir hvern stangardag
eða 7.400 krónur fyrir hálfan
dag. Er það sama gjald og
verið hefur síðustu fjögur ár.
TF-TUN, sem notuð hefur verið til dreifingar á fræi
og áburði undanfarin ár.
Tilboð opnuð í landgræðsluvélina TF-TUN
Hæstu boð rúmar
átta milljónir kr.
Viðbrögð tryggingafélaga við samningi smábátaeigenda við breskt félag
Lítið svigrúm
til lækkunar