Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Verðbólga aldrei verið minni í ESB Sex aðildarríki undir 2% VERÐBÓLGA var 2,2% að meðaltali í ríkjum Evrópu- sambandsins frá nóvember 1995 til nóvember 1996. Þetta er minnsta verðbólga í ríkjum sambandsins allt frá því Eurostat, hagstofa ESB, hóf að safna verðbólgutölum fyrir 14 árum. I sex aðildarríkjum var verð- bólgan undir 2% á þessu tímabili. I fréttatilkynningu frá Eurostat segir að frá nóvember 1994 til nóvem- ber 1995, hafí meðaltalsverðbólgan verið 3%. Ef litið er til helztu sam- keppnislanda ESB, er verðbólga meiri í Bandaríkjunum, eða 3%, en minni í Japan, aðeins 0,1%. Svíþjóð stóð sig bezt ríkja ESB, en þar lækkaði verð raunar um 0,3% á umræddu tímabili. Næstminnsta verð- bólgan var í Finn- landi, 0,7%. Mest verðbólga var í Grikklandi,_7,7%. Spánn kom næstur með 3,3%. I öllum öðrum aðildarríkj- um ESB var verðbólga undir 3%. Verðbólga á íslandi yfir meðaltali ESB Á íslandi var verðbólgan 2,5%, eða 0,3% yfir meðaltali ESB, samkvæmt tölum Eurostat. í Noregi hækkaði verðlag hins vegar um 1,8% frá nóv- ember 1995 til nóvember síðastliðins. *★★★* EVRÓPA^ Reuter SÉÐ yfir lóðina í miðborg Aþenu, þar sem talið er fullvíst að Lykeion, skóli Aristótelesar, hafi verið á 4. öld f.Kr. Skóli Aristótelesar sagður fundínn Aþenu. Reuter. GRISKIR fomleifafræðingar telja sig hafa fundið hið forna Lykeion; skólann þar sem heimspekingurinn Aristóteles og fleiri andans menn kenndu ungum Aþenubúum. Að sögn Evangelos Venizeios, menn- ingarmálaráðherra Grikklands, bendir allt til þess að skólinn hafi staðið þar sem nú er bílastæði í miðborginni, um tvo km frá Akró- pólis-hæð. „Þetta er einn merkasti fornleifa- fundur síðari ára,“ sagði Yannis Tzedakis, yfirmaður fornleifadeild- ar menningarmálaráðunejrtisins gríska. Aristóteles stofnaði Lykeion árið 335 f.Kr. og dró hann nafn sitt af tijálundinum þar sem hann var staðsettur. Fornleifafræðingar komu niður á skóla Aristótelesar er þeir könnuðu lóð þar sem staðið hefur til að reisa listasafn. Komu þeir niður á íþrótta- völl frá tímum Rómverja og undir honum kom í Ijós stór hluti af glímu- velli sem talið er að sé frá 4. öld f.Kr., þegar Aristóteles kenndi og skrifaði um stjórnmál, vísindi og siðfræði og iagði grunninn að vest- rænum hugsunarhætti. Að sögn fornleifafræðinganna er leikvangurinn vel varðveittur og við nánari uppgröft komu í ljós ýmis atriði sem þykja renna stoðum und- ir að glímuleikvangurinn sé hiuti af Lykeion og að hann hafi verið notaður fram undir lok 4. aldar f.Kr. „í fyrsta sinn hafa menn í höndum sannanir fyrir staðsetningu Lykei- ons og svar við einni stærstu stað- fræðilegu spurningunum er varða Aþenu til forna,“ sagði í skýrslu menningarmálaráðuneytisins. Óvíst hvað gert verður við fornminjarnar Aristóteles var uppi 384-322 f.Kr og var nemandi Platós. Hann stofnaði skólann 335 f.Kr. eftir að námi hans hjá Plató lauk og kenndi m.a. Alexander hinum mikla og gekk gjarnan um með nemendum sínum í Lykeion. Var skólinn ætlað- ur til þjálfunar hugar og líkama og nemendumir voru úr fínustu fjöl- skyldum þessa tíma. Ekki verður tekin ákvörðun um hvort að haldið verði áfram með byggingu listasafnsins eins og áætl- að var, fyrr en fomleifafræðingar hafa skilað ítarlegri greinargerð um málið. Vonast menningarmálayfir- völd jafnvel til þess að hægt verði að sameina þetta tvennt, svo að fomleifamar verði hluti hins ný- byggða safns^ og til sýnis innan veggja þess. Áður en fornleifarnar fundust höfðu íbúar í nágrenninu mótmælt byggingu safnsins á þeim forsendum að nóg væri af söfnum í nágrenninu og nær væri að opna lystigarð á svæðinu. SVEPPASÝKING Að fenginni reytis ín Fyrirlestrar í Háskólabíói næstkomandi laugardag 18. janúar kl. 13. CANDIOA SVEPPASÝKING c«ti wiN m» m mA Ptc? HdtrirMI P. KíMiiHW MÉKÍ! . ö* Cx-Vtöv • Alltaf eykst þekkingin frá þeim sem hafa læknast af Candida sveppasýkingu. • Hallgrímur Þ. Magnússon læknir ræöir um sveppasýkingar í meltingarfærum og ræöir um æskilegt mataræöi fyrir þolendur Candida sveppasýkingar. • Guðrún Bergmann leiðbeinandi og þolandi ræðir um sveppasýkingu í innri og ytri kynfærum kvenna. • Áheyrendur fá tækifæri á að spyrja fyrirlesara. • Heilsuhúsið kynnir og selur á kynningarverði fæðubótaefni náttúrunnar sem hafa reynst vel í baráttunni við Candida sveppasýkinguna. • Bókin Candida sveppasýking seld á staðnum á sérstöku tilboðsverði. Aðgöngumiðar seldir við innganginn Eftirmaður Móður Teresu valinn Nýju Delhi. The Daily Telegraph. MOÐIR Teresa ætlar að láta af störfum sem stjórnandi hins róm- verks-kaþólska góðgerðartrú- boðs, reglunnar sem hún stofnaði fyrir 47 árum. Ástæðan er versn- andi heilsa Móður Teresu, að sögn aðstoðarkonu hennar, og hefur hún ihugað þetta um nokkurt skeið, enda orðin 86 ára og farin að heilsu. Móðir Teresa hefur leg- ið rúmföst að undanförnu. Undir lok síðasta árs var óttast um líf hennar þar sem hún er veil fyrir hjarta og fékk lungna- bólgu. Nú þjáist hún hins vegar af miklum verkjum vegna beingisnunar og gigtar. Að sögn nunna í höfuð- stöðvum reglu Móður Teresu munu æðstu nunnurnar í reglunni koma saman í næstu viku til að ræða um stöðu reglunnar en 2. febrúar á að kjósa eftirmann Móð- ur Teresu. Um 5.000 nunnur regl- unnar, sem starfa í 450 trúboðum víða um heim, munu taka þátt í kjörinu en erkibiskupinn í Kalk- útta á Indlandi, þar sem höfuð- stöðvar reglunnar eru, mun hafa umsjón með kjörinu. Páfagarður mun að endingu staðfesta kjörið. Þrátt fyrir að í lögum reglunnar sé kveðið á um að leiðtogi hennar sé kjörinn á sex ára fresti, hefur Móðir Teresa verið óvefengjanleg- ur leiðtogi frá upphafi. Árið 1990, skömmu eftir að hún fékk hjarta- áfall sem dró hana nærri því til dauða, voru haldnar kosningar um eftirmann en hún hafði gefið til kynna að hún vildi láta af störfum. Eina atkvæðið gegn móður Teresu var hennar eigið og varð að fá páfann til að sannfæra hana um að halda áfram í forsæti regl- unnar. Fjórar koma til greina Nunnurnar sem helst eru taldar koma til greina eiga allar sæti í stjórnar- ráði reglunnar. Þær eru systir Frederica af Möltu, næst- ráðandi reglunnar, systir Joseph- Michell, fyrrverandi einkaritari Móður Teresu, systir Monica og systir Priscilla Lewis. Talið er að sú síðastnefnda sé líklegasti eftir- maður Móður Teresu en hún er frá Suður-Indlandi og hefur verið talsmaður reglunnar um margra ára skeið. Systir Priscilla er jafn- framt yngst fjórmenninganna en hefur starfað í Bandaríkjunum í tvo áratugi og þekkir vel til al- þjóðlegs starfs reglunnar. Móðir Teresa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.