Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 35
JttfgnnMafrife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
RÍKISSTJÓRN OG
KJARASAMNINGAR
AUGLJÓST er, að ríkisvaldið verður fyrr eða síðar
að koma að gerð nýrra kjarasamninga á almennum
vinnumarkaði, sem standa fyrir dyrum, auk þess sem
semja þarf við samtök opinberra starfsmanna. Ríkis-
stjórnin hefur gefið fyrirheit um ráðstafanir til að
bæta kjör almennings, m.a. með skattalagabreytingum
og aðgerðum til að lækka vöruverð, einkanlega á mat-
vörum. Hvernig að þessum ráðstöfunum verður staðið
skiptir verulegu máli fyrir launþega og getur haft áhrif
á endanlega niðurstöðu í kjarasamningum. Höfuð-
markmiðið hlýtur að vera að viðhalda efnahagslegum
stöðugleika og koma í veg fyrir nýja verðbólguskriðu.
Umsamdar kjarabætur fara fyrir lítið brenni þær upp
á verðbólgubáli.
í tengslum við viðræður launanefndar VSÍ og ASÍ
um framkvæmd kjarasamninga í nóvemberlok 1995
gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um aðgerðir til að liðka
fyrir samkomulagi. í henni sagði m.a., að ríkisstjórnin
myndi leita leiða í samráði við aðila vinnumarkaðarins
til að koma í veg fyrir, að verðlagshækkanir á búvöru-
verði, aðallega grænmeti, svína- og alifuglaafurðum,
raski verðlagsforsendum samninga. Þær miklu hækkan-
ir, sem urðu á grænmeti sl. haust, áður en ákvæði
GATT-samningsins tóku gildi í nóvember, túlka ýmsir
verkalýðsforingjar sem brot á yfirlýsingunni og vilja
að ráðstafanir verði gerðar nú til að lækka afurðaverð-
ið og lækka ofurtolla á innfluttar búvörur. Sérstök
nefnd hefur verið að störfum til að koma með tillögur
um lækkun matvælaverðs og má ekki dragast lengur
að hún ljúki störfum.
Ríkisstjórnin hefur heitið skattalækkunum, sérstak-
lega á svonefndum jaðarsköttum, og var það margítrek-
að við fjárlagaafgreiðslu fyrir jól, að það fjármagn, sem
sparaðist við óbreyttan persónuafslátt um áramót, verði
notað í þessu skyni.
Samkomulag ríkisstjórnarinnar og ríkisstarfsmanna
um lífeyrismál fyrr í vetur kom vinnuveitendum og
verkalýðsforustunni í opna skjöldu. Ríkisstarfsmenn
hafa alltaf búið við betri lífeyrisréttindi en launþegar
á almennum vinnumarkaði. Á móti hefur það verið al-
menn skoðun, að launakjör þeirra væru lakari. Stjórn-
völd verða að sýna fram á með óyggjandi rökum, að
nýir samningar um lífeyrismál ríkisstarfsmanna feli
ekki í sér viðbótarréttindi, sem auki muninn á milli
þeirra og almennra launþega.
Trúnaðarbrestur kom upp á milli ríkisvalds og laun-
þegasamtakanna vegna launahækkana stjórnmála-
manna og háttsettra embættismanna fyrir rúmu ári.
Sá trúnaðarbrestur kann að valda einhverjum erfiðleik-
um í þeim kjarasamningum, sem nú standa yfir. Engu
að síður er mikilvægt að traust samband ríki á milli
ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðar og að ríkisvaldið
eigi þátt í að leysa úr þeirri sjálfheldu, sem yfirstand-
andi kjarasamningar eru í.
FARSÆLL
DROTTNINGARFERILL
Margrét Þórhildur Danadrottning, hélt upp á 25 ára
ríkisafmæli sitt í gær, eða silfurbrúðkaup sitt og
dönsku þjóðarinnar, eins og Politiken orðaði það á
dögunum. Margrét Þórhildur hefur rækt drottningar-
hlutverk sitt af miklum myndugleik og skörungsskap.
Hún hefur reynzt einstaklega farsæll þjóðhöfðingi, sem
nýtur að verðleikum aðdáunar eigin þjóðar og mikillar
virðingar í umheiminum.
íslenzka þjóðin ber í brjósti mikinn hlýhug til
Margrétar Þórhildar Danadrottningar, dönsku kon-
ungsættarinnar og dönsku þjóðarinnar. Það vinarþel á
rætur bæði í sögu og samtíð. íslendingar færa Mar-
gréti Þórhildi og dönsku þjóðinni hugheilar framtíðar-
og hamingjuóskir í tilefni af 25 ára ríkisafmæli drottn-
ingarinnar.
K
RISTINN Gylfi Jónsson,
formaður Svínaræktarfé-
lags íslands, segir að inn-
flutningur erfðaefnis til
að kynbæta íslenska svínastofninn
hafi verið eitt helsta baráttumál fé-
lagsins frá upphafi. Var það gert í
upphafi aldarinnar, síðast 1930, en
lá niðri þar til fyrir þremur árum
og segir Kristinn Gylfi að íslensk
svínarækt hafi þess vegna dregist
aftur úr þróuninni og mikil þörf sé
á kynbótum.
Norskir blendingar á markað
Svínaræktarfélag Íslands byggði
einangrunarstöð í Hrísey og flutti inn
tíu fengnar norskar landkynsgyltur
í mars 1994. Eftir gotið voru fjöru-
tíu gyltur teknar til undaneldis ásamt
tíu göltum og gutu þær á árunum
1995 og 1996. Grísina var leyfilegt
að taka úr einangrun og voru 642
gripir fluttir í land frá því í ágúst
1995 og fram í nóvember 1996. 120
grísir voru aldir til slátrunar en 522
notaðir til kynbóta og dreifðust á
svínabú um allt land. Nokkur afföll
urðu, eins og fram kom á sínum tíma,
einkum vegna fótaveiki, en Kristinn
Gylfi segir að afföllin hafi þó ekki
orðið meiri en við mátti búast vegna
þess hvað kynbótagripirnir voru
valdir ungir. Með innflutningi
grísanna í land lauk þessu verkefni
og stöðinni í Hrísey var lokað.
Kristinn Gylfi segir að innflutn-
ingur norska landkynsins hafi skilað
góðum árangri. Blendingsgrísir af
norska og íslenska kyninu vaxa 20%
hraðar en hreinir íslenskir og nota
minna fóður jafnframt því sem ftjó-
semi eykst, Byijað er að slátra blend-
ingum og áætlar Kristinn að þriðj-
ungur svínakjötframleiðslunnar á
þessu ári verði af blendingsgrísum.
Unnið að stefnumótun
Eftir margra áratuga einangrun
íslenska svínastofnsins er innflutn-
ingur á norska landkyninu ekki
nægjanleg breyting. Samhliða því
verkefni hefur því verið unnið að
stefnumótun í kynbótum til framtíð-
ar. Sú vinna hefur farið fram á veg-
um Fagráðs í svínarækt sem stofnað
var fyrir rúmu ári og er samstarfs-
vettvengur Svínaræktarfélags ís-
lands og Bændasamtaka Islands.
Niðurstaðan birtist í kynbótastefnu
í svínarækt á íslandi til næstu tíu
ára sem Fagráðið hefur nú sam-
þykkt.
„Svínaræktin hér á landi er ekki
nægilega mikil til að við getum hald-
ið í við framfarir sem eiga sér stað
í stærri svínaræktarlöndum. Ekki er
hægt að koma við þeirri sérhæfingu
sem er í nágrannalöndum okkar þar
sem kynbótabúin framleiða lifandi
grísi til ásetnings. Almenn svínabú
kaupa síðan þessa gripi og nota til
framleiðslu á grísum sem aldir eru
til slátrunar. Ef við ættum að hafa
einhveija möguleika þyrfti hvert ein-
asta svínabúa að vera í eðli sínu
kynbótabú," segir Kristinn Gylfi
Jónsson.
Landkyn, Yorkshire og Duroc
Kynbótastefnan gerir ráð fyrir því
að svínaræktin verði byggð upp á
þríblendingsrækt. Grunnstofnamir
verði Landkyn (L) og Yorkshire (Y)
svínastofnar. Norski landkynsstofn-
inn verði bættur og honum viðhaldið
með innflutningi á sæði frá Finn-
landi. Yorkshire stofninn verður
fluttur inn í vor frá Finnlandi í Ein-
angrunarstöð Svínaræktar-
félags íslands í Hrísey og
gert er ráð fyrir að honum
verði viðhaldið í framtíðinni
með innflutningi á sæði frá
Finnlandi. Þriðji stofpinn
verði Duroc (D) sem ætlun-
in er að flytja til landsins frá Noregi
eða Kanada á næstu tveimur ámm,
einnig í einangrunarstöðina í Hrísey.
Reyndar segir Kristinn hugsanlegt
að samhliða innflutningi á Yorkshire
stofninum í vor verði fluttir inn grip-
ir af Duroc stofninum frá Noregi og
hafðir í einangrun með finnsku gylt-
unum. Duroc-stofninn á að verða
föðurlína sem ætlunin er að para
saman við móðurlínu af LY eða YL
gyltum.
Svínaræktarfélagið stefnir að því
WÝ KYNBÓTASTEFNA í SVÍNARÆKT
Fluttir verða
inn tveir nýir
svínastofnar
Nýsamþykkt kynbótastefna í svínarækt gerír
ráð fyrir innflutninffl nýs svínastofns í vor
og annars að ári. Svínastofnunum verði síðan
haldið við með árlegum sæðisinnflutningi á
lokuð kynbótabú. Formaður svínabænda segir
Helga Bjarnasyni að þetta sé forsenda þess
að hér verði hægt að stunda samkeppnishæfa
svínarækt í framtíðinni.
Netanyahu og Arafat ná samkomulagi um Hebron
Israelar fá að ákveða
stærð sjálfstj órnarsvæða
KRISTINN Gylfi Jónsson
KYNBÓTASTEFNA í SVÍNARÆKT Á ISLANDI
Föðurlína af Duroc-kyni
í einangrunarstöð í Hrísey
n n
Arlega verði flutt inn
sæði til að uppfæra
stofninn í bessum búum
Móðurlína af Land-kyni og Yorkshire kyni
Hreint kjarnabú,
30 gyltur af
hvoru kyni
Nokkur kynbótabú
með 400 L- og Y-gyltur
Framleiðslubú
með 3.400 LY-
og YL-gyltur
Kjötframleiðsla: Framleiddir 70.000 sláturs- £~—y —y r—y —y r-------------y c-----> £T—>
grísir í þríblendingsrækt, LYD- og YLD-dýr ir-V im/ im/ v—v y-v v—V v~V
ÍSLENSKI svínastofninn hefur dregist aftur úr.
Vaxa hraðar,
nota minna
fóður og f rjó-
semi eykst
að flytja inn Yorkshire-stofninn í
mars eða apríl. Hefur félagið óskað
eftir leyfi hjá stjórnvöldum til að
flytja inn frá Finnlandi 10 fengnar
gyltur eða fjögurra mánaða gyltur
og gelti sem pöruð yrðu saman hér
og segir Kristinn Gylfi
útlit fyrir að leyfi fáist.
Samkvæmt búfjár-
ræktarlögum má aðeins
flytja þriðju kynslóð inn-
fluttra dýra úr einangrun-
arstöð. Það gerir innflutn-
ing stofna dýran og hafa svínabænd-
ur óskað eftir því að fá að flytja í
land aðra kynslóð innfluttra dýra.
Það segir Kristinn Gylfi að sé nægj-
anlegt til að koma í veg fyrir að sjúk-
dómar berist til landsins og gerir sér
vonir um að nauðsynlegar lagabreyt-
ingar og leyft fáist í gegn til þess
að af þessu geti orðið.
Nauðsynlegt að heimila
sæðisinnflutning
Meginefnið í kynbótastefnunni er
Vilja flytja
í land aðra
kynslóð inn-
fluttra dýra
þó það að svínarækt á íslandi verði
byggð upp á reglulegum innflutningi
erfðaefnis til landsins. Eftir að búið
er að koma upp nýjum stofnum vilja
svínabændur að leyfi fáist til að flytja
inn sæði, helst árlega, á eitt eða tvö
lokuð stofnræktarbú í
landi, til að viðhalda þeim.
Segir Kristinn Gylfi ekki
eðlilegt að einangrun inn-
flutts erfðaefnis verði
lengri en nauðsynlegt er
til að koma í veg fyrir að "
sjúkdómar berist með því til landsins.
Stefnan gerir ráð fyrir að á
kjarnabúinu verði 30 Landkyns-
gyltur og 30 Yorkshire gyltur og 10
Duroc geltir. Kjarnabúið myndi
framleiða 400 L og Y gyltur fyrir
3-4 kynbótabú sem síðan framleiddu
3.400 LY og YL gyltur fyrir fram-
leiðslubú landsins. Þar yrðu svo
Duroc geltir notaðir til að framleiða
70 þúsund LYD eða YLD sláturgrísi.
„Þó við komum okkur upp nýjum
svínastofnum frá góðum svínarækt-
arlöndum munum við halda áfram
að dragast aftur úr nágrannaþjóðum
okkar vegna þess hvað erfitt er að
stunda kynbætur með svona lítinn
stofn. Með reglulegum innflutningi
á sæði getum við hins vegar tengt
okkur við kynbótastarfið erlendis og
náð reglulega til okkar framförunum
sem þar verða,“ segir Kristinn Gylfi.
Forsenda svínaræktar
Markmiðið með kynbótastefnunni
er að gera það mögulegt að stunda
áfram svínarækt á íslandi. Kristinn
Gylfi segir að gera verði ráð fyrir
vaxandi erlendri samkeppni og ef
íslenska svínaræktin eigi að standast
hana verði hún að geta framleitt
kjöt á svipuðu verði og svínabændur
í nágrannalöndunum.
Sú tenging við kynbætur erlendis
sem svínabændur vilja koma á er
lykillinn að því að halda stofninum
við, segir hann. Erlendu stofnarnir
vaxi mun hraðar en sá íslenski, dýr-
in safni meira kjöti en minni fítu,
nýti betur fóður og séu frjósarnari.
______ Því til viðbótar segir hann
að blendingsræktun í svína-
rækt, sem íslenskir svína-
bændur ætla að taka upp á
næstu árum, skili 15-20%
fleiri grísum eftir hveija
gyltu, og það hafi í för með
sér verulega hagkvæmni.
En hvað verður um íslenska svína-
stofninn? Kristinn Gylfi segir að í
kynbótastefnunni sé rætt um að
möguleikar hans til kynbóta verði
skoðaðir samhliða ræktun nýrra
stofna. Ekki sé ólíklegt að einhverjir
vilji halda honum við. Hins vegar
hafi ræktun íslenska stofnsins ekki
verið nógu skipuleg og hætt sé við
að hann standist hreinræktuðum er-
lendum stofnun ekki snúning og
hverfi smám saman.
Erez, París, Hebron. Reuter.
BENJAMIN Netanyahu, for-
sætisráðherra ísraels, og
Yasser Arafat, leiðtogi
sjálfstjómarsvæða Palest-
ínumanna, náðu langþráðu samkomu-
lagi um brottflutning ísraelskra her-
sveita frá 80% Hebronborgar á 90
mínútna fundi í fyrrinótt. Samkomu-
lagið felur ennfremur í sér að ísraelsk-
ir hermenn verði fluttir frá stijálbýlum
svæðum á Vesturbakkanum í þremur
áföngum á einu og hálfu ári og ísrael-
ar eiga að ákveða hversu stór svæði
verða undir stjórn Palestínumanna.
Ráðamenn á Vesturlöndum fögnuðu
tíðindunum en íbúar Hebron óttuðust
að samkomulagið leiddi til blóðsúthell-
inga og Yitzhak Shamir, fyrrverandi
forsætisráðherra ísraels, spáði því að
það færi út um þúfur.
Samningamenn ísraela og Palest-
ínumanna undirrituðu samkomulagið
á fundi sem haldinn var fyrir luktum
dyrum í Erez, við mörk ísraels og
Gaza-svæðisins.
Mahmoud Abbas, aðalsamninga-
maður Palestínumanna, sagði að í
samkomulaginu fælist að ísraelar
flyttu hermenn sína frá 80% Hebron-
borgar innan tíu daga og að fyrsti
áfanginn af þremur í brottflutningi
ísraelskra hermanna frá stijálbýlum
svæðum á Vesturbakkanum hæfist
7. mars. Öðrum áfanganum lyki átta
mánuðum síðar og þeim síðasta í ág-
úst á næsta ári.
„Þetta er fyrsta samkomulagið við
Likud-flokkinn sem við undirritum.
Við vonum að þetta sé upphafið að
frekari samningum við stjórn flokks-
ins,“ sagði Abbas.
Aðstoðarmenn Dennis Ross, sendi-
manns Bandaríkjastjórnar, sem hafði
beitt sér fyrir samkomulaginu í fjóra
mánuði, fögnuðu undirrituninni með
því að kveikja í vindlum eins og stolt-
ir feður eftir erfiða fæðingu. Arafat
og Netanyahu virtust hins vegar ekki
vera yfir sig hrifnir. Þeir voru báðir
þurrir á manninn eftir undirritunina,
tókust í hendur í örskamma stund og
vildu ekki ræða við fréttamenn.
Mörgum spurningum ósvarað
Mörgum spurningum er enn ósvar-
að þrátt fyrir samkomulagið. Danny
Naveh, ráðherra í stjóm Netanyahus,
sagði að eitt af því mikilvægasta, sem
ísraelar hefðu fengið út úr viðræðun-
um, væri bréf sem Warren Christop-
her, fráfarandi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hefði skrifað til að
greiða fyrir samkomulaginu._ Hann
sagði að í bréfinu stæði að ísraelar
gætu sjálfir ákveðið hversu viðamikill
brottflutningurinn frá Vesturbakkan-
um yrði. „Þetta er mjög mikilvægt
atriði,“ sagði Naveh og kvaðst sann-
færður um að stjórn ísraels myndi
samþykkja samkomulagið vegna þess-
arar tryggingar.
Martin Indyk, sendiherra Banda-
ríkjanna í ísrael, staðfesti þetta og
sagði að stærð svæðanna, sem yrðu
undir stjórn Palestínumanna, væri háð
„ákvörðun ísraela".
Embættismenn Frelsissamtaka Pal-
estínumanna (PLO) hafa viðurkennt
að í bráðabirgðasamkomu- __________
laginu við ísraela frá árinu
1995 væri ekki kveðið á um
hversu stór sjálfstjómar-
svæðin ættu að vera. Þeir
hafa hins vegar sagt að
87-90% landsvæðanna á
Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu
ættu að vera undir stjórn Palestínu-
manna eftir að þriðja áfanganum lýk-
ur. Um 27% landsvæðanna á Vestur-
bakkanum lúta nú þegar stjórn Palest-
ínumanna.
Ekki er ljóst hversu stór svæði ísra-
elsstjórn vill láta af hendi á Vest-
urbakkanum og svo gæti jafnvel farið
að Palestínumenn fengju aðeins 10%
svæðanna til viðbótar, eins og Net-
anyahu gaf til kynna fyrr í mánuðin-
um.
Reuter
BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínu-
manna, ræða við Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, í farsíma eftir að hafa náð samkomulagi um
Hebron og brottflutning ísraelskra hermanna frá Vesturbakkanum.
Líklegt er því að stærð sjálfstjórn-
arsvæðanna verði helsti ásteytingar-
steinninn í frekari viðræðum ísraela
og Palestínumanna. í samkomulaginu
segir að palestínsk yfirvöld taki við
stjórn alls Vesturbakkans að undan-
skildum byggðum gyðinga og „hern-
aðarlegum svæðum". sem gæti reynst
mjög teygjanlegt hugtak.
Sameiginlegar
öryggissveitir
Dennis Ross sagði að samkomulag-
ið væri „í fullu samræmi" við samn-
inginn frá 1995 en sá hluti þess, sem
fjallaði um Hebron, væri „mun fyllri“.
Israelskur embættismaður sagði að
gerðar hefðu verið ellefu breytingar á
fyrra samkomulagi um Hebron, m.a.
hefðu verið settar takmarkanir á vopn
palestínsku lögreglunnar og að ísra-
elskum hermönnum yrði heimilt að
fara á svæði Palestínumanna til að
halda uppi eftirliti í samvinnu við
palestínsku lögregluna.
Samkomulagið felur í sér eftirfar-
andi atriði, auk fyrrgreindra ákvæða
um brottflutninginn og stærð sjálf-
stjórnarsvæðanna:
• 400 palestínskir lögreglumenn
verða í Hebron, vopnaðir 100 rifflum
og 200 skammbyssum. Þeir mega
aðeins bera skammbyssur á svæðum
í grennd við hverfi gyðinganna.
• Sameiginlegar _ öryggissveitir Pal-
estínumanna og ísraela eiga að ann-
ast eftiriit með hæðum nálægt svæð-
um gyðinga.
• ísraelar eiga að opna aftur arabísk-
an heildsölumarkað í borginni og
Stræti píslarvottanna, helstu götuna
sem liggur um það svæði sem verður
á valdi Israela.
• Ísraelar og Palestínumenn stofna
sameiginlegar öryggissveitir, sem eiga
að bregðast við óeirðum eða hermdar-
verkum í borginni.
• ísraelar skuldbinda sig til að láta
nokkra palestínska fanga lausa og
halda áfram viðræðum um palestínsk-
an flugvöll og „örugga samgönguleið“
milli Vesturbakkans og Gaza-svæðis-
ins.
• Palestínumenn lofa hins vegar að
berjast gegn hermdar-
verkum, að afnema þá
grein í stofnskrá PLO sem
kveður á um tortímingu
Ísraelsríkis og_ taka til
greina beiðnir Israela um
““ að framselja Palestínu-
menn, sem grunaðir eru um árásir í
ísrael.
Lokaviðræður innan tveggja
mánaða
ísraelar og Palestínumenn hafa
ennfremur samþykkt að hefja viðræð-
ur um lokafriðarsamninginn innan
tveggja mánaða eftir að Palestínu-
menn taka við stjórn svæða sinna í
Hebron. Þá verður samið um mörk
ísraels og sjálfstjómarsvæða Palest-
ínumanna, sem vilja stofna þar sjálf-
Netanyatiu
sakaður um
uppgjöf og
svik
stætt ríki, auk þess sem tekist verður
á um framtíð Jerúsalemborgar og 144
byggða gyðinga á Vesturbakkanum
og Gaza-svæðinu.
Um 130.000 gyðingar búa meðal
tveggja milljóna Palestínumanna á
Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu,
sem ísraelar náðu á sitt vald í stríðinu
við araba árið 1967. 400 herskáir
gyðingar búa meðal 100.000 araba í
Hebron, sem ísraelar áttu að láta af
hendi fyrir tíu mánuðum samkvæmt
samningnum frá 1995 en því var fre-
stað vegna hermdarverka og stjómar-
skiptanna í ísrael í júní_.
Hugsanlegt er að Israelar hefji
brottflutning hermannanna frá 80%
Hebron-borgar á föstudag þar sem
mikilvægt er að honum verði hraðað
til að draga úr hættunni á að öfga-
menn geti komið í veg fyrir fram-
kvæmd samkomulagsins. Heimildar-
menn í her ísraels sögðu að það gæti
tekið hann tvo daga að fara frá palest-
ínsku svæðunum í borginni.
„Bibi er svikari“
Með því að undirrita Hebron-sam-
komulagið hefur Netanyahu gert það
sem hann hafði sagt að hann myndi
aldrei gera - látið landsvæði af hendi
til að stuðla að friði.
Fyrrverandi stuðningsmenn Net-
anyahus meðal gyðinga í Hebron
bmgðust ókvæða við samkomulaginu
og sökuðu forsætisráðherrann um að
hafa gert „samning við djöfulinn".
„Bibi er svikari,“ stóð t.a.m. á borða
á ísraelskum strætisvagni í borginni
og vísað var til gæiunafns forsætisráð-
herrans. „Ég er mjög vonsvikinn,“
sagði Noam Arnon, leiðtogi gyðing-
anna. „Netanyahu skrifaði bók þar
sem hann sagði að ekki kæmi til
greina að gefast upp fyrir hryðju-
verkamönnum og nú hefur hann und-
irritað samning við hryðjuverkasam-
tök.“
„Hundruð vopnaðra hryðjuverka-
manna eiga eftir að flykkjast til borg-
arinnar og ná henni á sitt vald,“ sagði
einn gyðinganna í Hebron. „Næst
ætla þeir sér að myrða alla gyðingana
í borginni.“
Palestínumenn í Hebron __________
sögðust hins vegar óttast
að gyðingarnir gripu til of-
beldisaðgerða. „Guð gefi að
þetta reynist góður samn-
ingur, en við verðum að
vera á varðbergi gagnvart
gyðingunum," sagði arabískur kaup-
maður. „Þeir láta okkur auðvitað ekki
í friði, telja má fullvíst að þeir reyni
að ráðast á okkur aftur,“ bætti hann
við og vísaði til skotárásar ísraelsks
hermanns, sem særði sjö araba í Hebr-
on á nýársdag. Gyðingur myrti enn-
fremur 29 araba við mosku í borginni
árið 1994.
Shamir svartsýnn
Yitzhak Shamir, fyrrverandi leið-
togi Likud-flokksins og forsætisráð-
herra ísraels á árunum 1986-92, fór
hörðum orðum um samkomulagið og
lýsti því sem ósigri fyrir ísraela og
uppgjöf af hálfu Netanyahus. Hann
spáði því að samkomulagið myndi
leiða til frekari ofbeldisverka og renna
út í sandinn. „Ég tel ekki að samning-
urinn endist í langan tíma,“ sagði
hann í útvarpsviðtali.
Islamska andspyrnuhreyfingin
Hamas, sem lagðist gegn fyrri friðar-
samningum Israela og Palestínu-
manna, kvaðst hafna samkomulaginu
um Hebron og réð palestínskum yfir-
völdum frá því að reyna að handtaka
liðsmenn hreyfmgarinnar í Hebron,
eins og samið var um.
Bjartsýni á Vesturlöndum
Ráðamenn á Vesturlöndum fögn-
uðu hins vegar samkomulaginu. Bill
Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði
það mikilvægt skref í átt til „varan-
legs og trausts friðar í Miðausturlönd-
um“ en lagði áherslu á að baráttunni
fyrir friði væri ekki enn lokið og knýja
þyrfti á um frekari samvinnu Israela
og Palestínumanna. Clinton fór lof-
samlegum orðum um Netanyahu og
Arafat en bandarískir embættismenn
sögðu að forsetinn hefði sjálfur átt
stóran þátt í því að höggva á þann
hnút sem viðræðumar voru í vikum
saman.
Norðmenn, sem höfðu milligöngu
um friðarsamninga ísraela og Palest-
ínumanna árið 1993, fögnuðu tíðind-
unum og Bjorn Tore Godal, utanríkis-
ráðherra Noregs, kvaðst vona að frið-
arferlið kæmist nú aftur á skrið eftir
langar tafir.
Herve de Charette, utanríkisráð-
herra Frakklands, sagði að sérlegur
sendimaður Evrópusambandsins,
Miguel-Angel Moratinos, hefði stuðlað
að samkomulaginu og að sambandið
myndi nú í fyrsta sinn taka þátt i að
fylgja samningunum eftir. Fréttaský-
rendur sögðu hins vegar að samkomu-
lagið sýndi að Bandaríkjamenn þyrftu
áfram að gegna lykilhlutverki í friða-
rumleitunum í Miðausturlöndum.
„Bandaríkjamenn hafa stundum
viljað nota Evrópuríkin til að fá ísra-
__________ ela til að slaka á kröfum
sínum,“ sagði Ibrahim
Karawan, sérfræðingur í
málefnum Miðausturlanda
við Alþjóðaherfræðistofn-
unina (IISS) í London. „En
svo lengi sem ísraelar
Líkur á deilum
um stærð
sjálfstjórnar-
svæðanna
hafna því að Evrópuríkin láti til sín
taka og krefjast þess að Bandaríkja-
menn einir annist milligönguna, þá
verða þeir sem veðja á Evrópuríkin
fyrir vonbrigðum." *“
Talið er að fundur Husseins Jórd-
aníukonungs með Arafat á mánudag
hafi einnig ráðið úrslitum í viðræðun-
um um Hebron. Arafat féllst þá á að
brottflutningi hermannanna frá Vest-
urbakkanum lyki í ágúst á næsta ári
en ekki í september í ár eins og hann
hafði krafist.