Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 12. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjóm ísraels samþykkir Hebron-samkomulagið iuter. ^ !■! J Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, mætti mikilli and- stöðu þegar hann lagði samning Isra- ela og Palestínumanna um að borgin Hebron á Vesturbakkanum yrði að mestu leyti látin af hendi undir stjórn sína á rúmlega 12 klukkustunda fundi. En honum tókst að lokum að knýja fram samþykkt þess seint í gærkvöldi. Stjórn Yassers Arafats, forseta Palestínumanna, samþykkti samkomulagið í gær. 11 ráðherrar greiddu atkvæði með samkomulaginu, en sjö gegn því. Benjamin Begin, ráðherra vís- indamála og sonur Menachems Beg- ins, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér embætti til að mótmæla samkomulaginu. Netanyahu varð að gera hlé á fundinum til þess að kanna sjón- varpsfrétt, sem harðlínumenn sögðu að gæfi tilefni til að hafna samkomu- laginu. Þar var haft eftir bandarísk- um embættismanni að ísraelar gætu ekki ákveðið einir hve mikið land á Vesturbakkanum Palestínumenn fengju heldur yrðu þeir að semja PALESTINUMAÐUR gengur fram hjá manni í úrhellinu í Hebron í um það við Frelsissamtök Palestínu. Nokkrir ráðherrar kröfðust skýr- inga þar sem ísraelskir embættis- menn höfðu sagt að_ Bandaríkja- menn ábyrgðust að ísraelar réðu hve mikið land á Vesturbakkanum yrði afhent í brottflutningi, sem fyr- ísraelskum gær. Reuter her- irhugaður er í þremur áföngum. Fundinum var haldið áfram á ný þegar Dennis Ross, sérlegur samn- ingamaður Bandaríkjamanna, sagði að sjónvarpsfréttin væri ekki rétt túlkun á afstöðu Bandaríkjamanna. Vörður ísraelskra hermanna í Hebron var efldur í gær til að koma í veg fyrir mótmælaaðgerðir heittrú- aðra gyðinga, sem búa í borginni og eru anvígir því að hún verði látin í hendur Paiestínumönnum. Yitzhak Mordechai, varnarmála- ráðherra ísraels, skipaði hernum að bíða þar til samkomulagið, sem Arafat og Netanyahu gerðu með sér á fundi í Erez, sem er á mörkum ísraels og Gaza-svæðisins, skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt, hefði verið staðfest á þingi. Þingið tekur sam- komulagið til atkvæðagreiðslu í dag og er búist við að það verði sam- þykkt með stuðningi Verkamanna- flokksins og vinstri flokka, sem eru í stjórnarandstöðu. Mahmoud Abbas, helsti samn- ingamaður Palestínumanna, sagði að samkomulagið kvæði á um að ísraelar héldu brott frá 80% Hebron innan tíu daga og færu frá mestum hluta Vesturbakkans í þremur áföngum. Fyrsta áfanganum ætti að ljúka fyrir 7. mars. ■ ísraelar fá/35 Vilja lækka skatta - og laun Helsinki. Morgunblaðið. NEFND á vegum finnsku ríkis- stjórnarinnar birti í gær skýrslu um helstu aðgerðir til þess að draga úr atvinnuleysi í landinu á næstu tveimur árum. Tillögur nefndarinnar eru ólíkar hefð- bundnum hugmyndum því nú er lagt til að lækka laun og skatta til þess að auka atvinnu. Samkvæmt tillögunum ber að lækka tekjuskatta þeirra sem eru í neðstu skattþrepum og auka þannig kaupmátt þeirra án þess að koma þurfi til kauphækkana í haust. Þá væri hægt að ráða fleiri í vinnu og draga verulega úr at- vinnuleysinu. / Sauli Niinistö, fjármálaráðherra og formaður Hægri flokksins, seg- ist nokkuð jákvæður í garð tillög- unnar. Hann neitar þó að gefa kost á lægri sköttum áður en kjarasamningar eru undirritaðir. Tillögurnar þykja róttækar, en hvorki vinnuveitendur né verka- lýðsfélög hafa hingað til lagst gegn þeim. Fulltrúar Alþýðusam- bandsins (SAK) sögðu þegar í gær að skattalækkanir þeirra lægst launuðu væru skref í rétta átt. Forstjóri vinnuveitendasambands- ins, Johannes Koroma, sagðist fagna því að stjórnvöld skuli loks- ins taka á vandanum í alvöru. Ríkisstjórn Paavos Lipponens (jafn.) hefur lýst því yfir að at- vinnuleysið verði minnkað um helming á þessu kjörtímabili. Það er nú hálfnað en atvinnuleysið hefur minnkað mjög lítið. Danadrottning í hestvagni um Kaup- mannahöfn MARGRÉT Danadrottning hélt frá Amalienborg til miðborgar Kaupmannahafnar i blíðskapar- veðri í gær í tilefni af 25 ára ríkisafmæli hennar. Mikill mann- fjöldi fylgdist með og veifaði danska fánanum þegar hún fór um götur höfuðborgarinnar í fylgd með hinum konunglega verði á hestbaki með brugðin bjúgsverð. Hér sést drottningin koma að ráðhúsinu. ■ Ríkisafmæli/24 Reuter Serbía Sósíalist- ar hyggj- ast áfrýja Belgrað. Reuter. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Serbíu héldu áfram mótmælum í gær. Tveir bandarískir öldungadeild- arþingmenn tóku þátt í einni mót- mælagöngu, en í annarri eltu stúd- entar serbneska menntamálaráð- herrann, Dragoslav Mladenovic, á götu úti. Harðlínumaður úr röðum serbneskra sósíalista sagði í gær að reynt yrði að hnekkja þeim úrskurði kjörstjómarinnar í Beigrað að stjórn- arandstaðan hefði sigrað í borgar- stjórnarkosningunum í nóvember. Ljóst virðist að togstreitan í serbn- eskum stjórnmálum er ekki liðin hjá þótt stjórnarandstöðunni hafi að hluta tekist að fá sitt fram með mikl- um mótmælum frá því að stjómvöld gerðu sigur hennar í kosningum í 14 bæjum og borgum ógildan. Branislav Ivkovic, sem hefur verið yfirmaður Sósíalistaflokks Slobodans Milosevic forseta í Belgrað meðan á mótmælunum hefur staðið og virðist enn hafa áhrif þótt honum hafi verið vikið úr þeirri stöðu á þriðjudag, sagði að hann mundi beita öllum lög- legum ráðum til að hnekkja sigri stjórnarandstöðunnar. Kvaðst hann ætla að áfrýja úrskurði kjörstjórnar- innar í Belgrað. Belgfarið ekki yfir Rússland Chicago. Reuter. BELGFARINN Steve Fossett hækk- aði í gær flugið til þess að komast í austlægari vinda svo hann geti flog- ið suður fyrir Rússland. Fossett neyddist til að grípa til þessa ráðs þegar honum hafði ekki borist svar stjórnvalda í Moskvu við beiðni um leyfi til flugs yfir rúss- neskt land í hnattflugstilrauninni. Nú er gert ráð fyrir að belgfarið, Andi einsemdar, fljúgi yfir Norður- Afríku, írak, íran, Afganistan, Pa- kistan, Kína, Mongólíu og Kóreu áður en kemur út yfir Kyrrahaf. Klukkan 17 í gær var Andi ein- semdar 724 km austur af Bermúda. ■ Gestabókin hafði/24 Jeltsín áfram á sjúkrahúsi vegna hættu á fylgikvillum Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, er nú á batavegi eftir alvarlegt til- felli af lungnabólgu, en verður þó að liggja á sjúkrahúsi út vikuna vegna hættu á fylgkikvillum, að sögn Sergeis Míronovs, yfirlæknis í Kreml. „Ég mundi segja, að þetta væru fremur alvarleg veikindi, sem vita- skuld geta leitt til fylgikvilla af ýmsum toga,“ sagði Míronov. Andstæðingar Jeltsíns reyndu í gær áfram að koma forsetanum frá vegna veikinda hans. Kommúnistar sögðu, að Jeltsín væri ófær um að gegna skyldum forseta og stjórnar- kreppa væri í Rússlandi. Víktor Íljúkín, formaður öryggis- málanefndar Dúmunnar, neðri deild- ar rússneska þingsins, kvaðst ætla að láta ganga til atkvæða um það á morgun hvort Jeltsín ætti að fara frá vegna heilsubrests, þótt lögfróðir menn segðu, að ekki væri lagastoð fyrir því. Anatolí Tsjúbajs, skrifstofustjóri Rússlandsforseta, sagði, að tilraunir til að víkja Jeltsín frá væru „pólitísk- ur gamanleikur“. í rússnesku stjórn- arskránni segir ekki hvernig brugðist skuli við hafí forseti ekki heilsu til að sinna embættisstörfum. Clinton býður Lebed Rússneski stjómmálamaðurinn Alex- ander Lebed sagði í gær, að honum hefði verið boðið að vera við embættis- töku Bills Clintons Bandaríkjaforseta á mánudag. Rússneska sjónvarpsstöðin NTV hafði eftir Lebed, sem stefnir að því að verða næsti forseti Rússlands, að hann hefði þegið boðið en hann fór í gær í fimm daga heimsókn til Þýska- lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.