Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI SIGURÐSSON,
lést í Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, mánudaginn 13. janúar.
Lilja Árnadóttir, Sigurbergur Guðnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir mfn, tengdamóðir, amma og
langamma,
RÁÐHILDUR ÁRNADÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Kumbaravogi,
Stokkseyri,
lést í Hátúni 10a, Reykjavfk, þriðjudag-
inn 14. janúar.
Gísli Már Gíslason, Sigrún Valbergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURSTEINN ÓSKAR
JÓHANNSSON
frá Galtarvík,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðju-
daginn 14. janúar.
Þuríður Katarínusardóttir,
börn og fjölskyldur þeirra.
+
T
Faðir okkar,
ÁSBJÖRN J. GUÐMUNDSSON
frá Höfða,
er látinn.
Fyrir hönd aðstandenda, 'QÍfr
Guðrún Ásbjörnsdóttir,
Sigurður Ásbjörnsson,
Jóhannes Ásbjörnsson.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ODDNÝ S. SIGURÐARDÓTTIR,
Austurgerði 12,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 7. janúar, verð-
ur jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag,
fimmtudaginn 16. janúar, kl. 13.30.
Jón I. Júlíusson,
Júlfus Þór Jónsson, Agnes Viggósdóttir,
Sigrún A. Jónsdóttir, Gunnar Þór Guðmannsson,
Rut Jónsdóttir, Árni M. Heiðberg,
Einar Örn Jónsson, Guðný Magnúsdóttir,
Jón Þorsteinn Jónsson, Sigrún Karlsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR,
Víðilundi 9,
Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri þriðjudaginn 14. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
Vigfús Ólafsson,
Anna Gunnur Vigfúsdóttir, Anton Sölvason,
Sigurlaug Marfa Vigfúsdóttir, Jónas Franklin,
Sigurður Vigfússon, Þóra Leifsdóttir,
Hulda Vigfúsdóttir, Ómar Stefánsson,
Gunnar Vigfússon, Jóhanna Friðriksdóttir,
Dóra Vigdfs Vigfúsdóttir, Þórður Mar Sigurðsson
og barnabörn.
ODDNY STEINUNN
SIG URÐARDÓTTIR
+ Oddný Steinunn
Sigurðardóttir,
húsmóðir, fæddist í
Reykjavík 9. sept-
ember 1934. Hún
lést á heimili sínu
7. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Sig-
urður Einarsson
verkamaður og
Guðrún Markús-
dóttir. Sigurður var
af hinni þekktu
Skildinganesætt
þangað sem rekja
má ættir margra
atorku- og dugnaðarmanna, en
Guðrún var ættuð frá Kirkju-
lækjarkoti í Fjjótshlíð. Systkini
Oddnýjar eru: Magnús, Gunn-
vör, Margrét, Markús og Einar.
Hinn 25. júní 1959 giftist
Oddný Jóni Júlíussyni, fyrrum
vélstjóra hjá Eimskipafélagi
íslands, en nú einum athafna-
mesta og þekktasta viðskipta-
manni landsins með rekstri
hinna kunnu Nóatúnsverslana.
Börn þeirra eru: Júlíus Þór
kaupmaður, maki
Agnes Viggósdóttir
verslunarm., Sig-
rún verslunarsljóri,
sambýlismaður
Gunnar Þór Guð-
mannsson, Rut
skrifstofustjóri,
maki Árni Heið-
berg múrari, Einar
Örn kaupmaður,
maki Guðný Magn-
úsdóttir skrifstofu-
maður og Jón Þor-
steinn matreiðslu-
maður og kaup-
maður, sambýlis-
kona Sigrún Karlsdóttir nemi.
Árið 1966 eignuðust Oddný og
Jón einnig son en hann lést
skömmu eftir fæðingu.
Oddný stundaði almennt
grunnskólanám og síðan gagn-
fræðaskólanám, en utan þess
dvaldi hún mikið hjá ættingjum
sinum í Fljótshlíð á unglingsár-
unum.
Útför Oddnýjar fer fram í
dag frá Bústaðakirkju og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Maðurinn með ljáinn hlífir eng-
um þegar komið er að lokastund.
í dag kveðjum við hinstu kveðju
mikla dugnaðar- og mannkosta-
konu, sem í sínu eigin lífí endur-
speglaði bestu hliðar íslenskrar al-
þýðukonu, er birtust fyrst og
fremst í miklum móðurkærleik
ásamt umhyggju fyrir íjölskyldu
og heimili, en Oddný var auk þess
einstök atorku- og myndarkona til
allra verka, jafnt utan heimilis sem
innan.
Fyrir u.þ.b. þremur árum byijaði
hún að kenna krabbameins. Fyrir
tilstilli góðra lækna og aukinnar
þekkingar tókst að stöðva frekari
útbreiðslu sjúkdómsins og stóðu
allar vonir til að svo mundi verða
áfram. En í júlímánuði sl. fara veik-
indin að gera vart við sig aftur og
þrátt fyrir meðferðir, lyf og hina
bestu umönnun tókst ekki að ráða
niðurlögum hins erfíða sjúkdóms.
Verslunarferill þeirra hjóna hófst
er þau eignuðust sína fyrstu versl-
un árið 1960 í því hverfi sem hét
Höfðahverfi. Árið 1965 reistu þau
stórbygginguna í Nóatúni 17. Þar
hófst verslunarreksturinn undir
nafninu Nóatún. Öll sú þróun og
uppbygging, sem síðan hefur átt
sér stað allt fram á þennan dag, á
engan sinn líka í smásöluverslun
hérlendis.
Eiginmaður Oddnýjar, Jón Júl-
íusson kaupmaður, hefur sýnt sér-
staka atorku, forsjálni og fyrir-
hyggju. Eins og hann hefur reynd-
ar oft haft á orði sjálfur hefur hann
ekki staðið einn. Þeim er þessar
línur skrifar er persónulega kunn-
ugt um gífurlegan dugnað og mik-
inn stuðning eiginkonu hans og eru
mér sérstaklega minnisstæðar ótal
heimsóknir í Nóatún 17 þegar
starfsemin hófst þar og öll fyrstu
árin þar á eftir. Ljóst mátti vera
hverjum sem bar eitthvert skyn á
það sem var að gerast að við hlið
sér hafði Jón afar duglega og hæfa
eiginkonu, sem hafði til að bera
takmarkalausan vilja til að náð
yrði sem bestum árangri og ekki
var velt fyrir sér hvaða verk þurfti
að vinna né á hvaða tíma. Með slíku
hugarfari öðru fremur næst árang-
ur í einkarekstri á íslandi. Síðar
átti það eftir að gerast, að öll börn-
in þeirra hófu störf með foreldrum
sínum og nú vinna þau öll við fyrir-
tækið, flest ásamt maka sínum,
enda eru Nóatúnsverslanirnar
orðnar alls níu í dag.
Sannarlega samhent fjölskylda
og dugmikil, sem náð hefur fágæt-
um og lofsverðum árangri. Heimili
þeirra Oddnýjar og Jóns í Austur-
gerði 12 ber það líka með sér, að
þar eru engir miðlungsaðilar á ferð.
Vissulega sjást þess glögg merki
að fjárhagslega traustir aðilar eiga
þar hlut að máli. En það eitt og
sér dugir ekki til að skapa vinalegt
og smekklegt heimili. Það þarf að
koma til smekkvísi, hagkvæmni og
atorka rétt eins og á öðrum sviðum
þar sem gera á góða hluti. Staða
húsmóðurinnar er afgerandi j þeim
efnum og er hlutur Oddnýjar ekki
lítill í þessu tilfelli. Enda hafa fjöl-
skyldutengslin verið einstök, allur
barnahópurinn og bamabörnin ver-
ið tíðir gestir á heimilinu eftir að
þau uxu úr grasi, samgangur og
samvera eins og best verður á kos-
ið.
Það er því mikil sorg og söknuð-
ur hjá eiginmanni hennar, börnum
og barnabörnum við að sjá á bak
Oddnýju svo langt um aldur fram,
jafn mikilvægur hlekkur og hún
var í hinni stóru og athafnasömu
fjölskyldu.
En þótt sorgin sé þungbær, fær-
ir hún okkur nær því að kunna að
meta það sem við höfum átt og
minningin um ástríka og um-
hyggjusama eiginkonu, móður og
ömmu, fæðir af sér margar
ánægjulegar endurminningar.
Þannig eru áhrif dauðans, sem
enginn fær umflúið, tvíþætt. Hinar
ljúfsáru endurminningar verða því
hvatning til áframhaldandi lífs og
starfa í anda þess ástvinar sem
verið er að kveðja hinstu kveðju.
Vini mínum Jóni Júlíussyni og
fjölskyldu hans sendi ég okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Blessuð
veri minning hinnar mætu konu
Oddnýjar Sigurðardóttur.
Sigurður Magnússon.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V, Briem.)
Hún Oddný mágkona mín er
dáin, langt um aldur fram. Hún
giftist Jóni bróður mínum ung að
árum og var hjónaband þeirra afar
farsælt. Börnin þeirra fímm bera
þess glöggt merki og eru þau for-
eldrum sínum til mikils sóma.
Oddný var ekki bara mágkona mín,
heldur líka góð vinkona, og gerðum
við ótal margt skemmtilegt saman,
sem ég mun sakna mikið.
Oddný var ein af þessum konum
sem hafði alltaf tíma fyrir aðra.
Hún með sitt stóra heimili ævinlega
tilbúin að hjálpa öðrum og passa
barnabörnin hvenær sem var og
gerði það alltaf með mikilli ánægju.
Það var alltaf jafn gaman að koma
á heimili þeirra hjóna. Þessi ljúfa
og elskulega kona sem öllum þótti
vænt um tók á móti fólki með op-
inn faðm og einskærri hlýju.
Ég minnist þess hvað hún var
foreldrum mínum góð og móður-
fólki öllu, þegar það var á ferð
vestan frá Hellissandi. Það sóttist
eftir að vera í návist hennar enda
var hún því hjálparhella að komast
á milli staða.
Oddný og Jón eignuðust sumar-
hús á fallegum stað. Síðastliðið
sumar vorum við systurnar boðnar
þangað eina helgi. Okkur var hald-
in veisla um kvöldið sem var sér-
lega skemmtileg. Þótt Oddný væri
þá orðin veik lét hún sem minnst
á því bera, og við nutum þess öll
að vera saman þessa helgi.
Nú er komið að kveðjustund, ég
þakka Oddnýju fyrir alL sem hún
hefur fyrir mig gert, og þau hjón
bæði. Það er ótrúlega mikill tóm-
leiki og söknuður sem eftir situr,
en Oddnýjar verður gott að minn-
ast.
Ég sendi Jóni bróður mínum,
börnum og fjölskyldum þeirra mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Hrefna Júlíusdóttir.
Við erum hér saman komnar
frænkurnar úr „frænkuklúbbnum"
eins og við köllum saumaklúbbinn
okkar, til að minnast okkar kæru
frænku og vinkonu, Oddnýjar Sig-
urðardóttur, sem er látin langt um
aldur fram eftir erfið veikindi. Við
byrjuðum í klúbbnum fyrir um það
bil 27 árum og er nú stórt skarð
höggvið í hópinn þar sem Oddný
hefur verið frá okkur tekin. Verður
hennar sárt saknað í klúbbnum,
ekki síst af systrum hennar, Stellu
og Möggu, en Oddný var þeirra
yngst. Hún var ætíð hress og kát
og vildi allt fyrir alla gera og góð
heim að sækja. Á sl. vori hittumst
við hjá Oddnýju og Jóni á þeirra
fallega heimili. Þá óraði engan fyr-
ir þvi að þetta yrði síðasta skiptið
heima hjá henni. Þrátt fyrir veik-
indi sín lét Oddný sig ekki vanta í
saumaklúbbinn rétt fyrir jólin. Þótt
hún bæri sig vel, fór ekki fram hjá
neinni okkar hversu veik hún var.
Þessi framkoma lýsti vel trygglyndi
hennar og viljastyrk.
Við biðjum algóðan Guð að
styrkja og styðja eiginmann henn-
ar, börn, bamaböm, og systkini í
þeirra miklu sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Oddný, vertu Guði falin og
hafðu þökk fyrir allt.
Ester, Erla, Guðrún, Margrét,
Þuríður, Guðný og Hildur.
Að hún Oddný, svilkona mín,
skuli vera horfín sjónum okkar er
ótrúlegt. Oddný Sigurðardóttir átti
ekki marga sína líka, hún var ein-
staklega lífsglöð, hress og sérlega
dugleg og mikil bamagæla. Það var
yndislegt að sjá hana með bama-
bömunum, hún hafði svo mikið yndi
af þeim. Þótt velgengnin hafi orðið
þeim hjónum ásmegin í lífínu breytt-
ust þau aldrei, þau hafa alltaf verið
söm við sig, einlæg, félagslynd,
hjálpsöm og sérstaklega samheldin
hjón. Þau höfðu engum að þakka
nema sjálfum sér fyrr en seinna
þegar bömin stækkuðu og tóku til
hendinni við að hjálpa við rekstur
fyrirtækisins. Ég nefni Jón og
Oddnýju í sömu mund vegna þess
að hún hefur átt svo stóran þátt í
allri uppbyggingu þess veldis sem
Nóatún er í dag.
Það er erfitt að hugsa til framtíð-
ar án Oddnýjar, hennar verður sárt
saknað. Við Guðmundur og synir
okkar vottum Jóni, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
systkinum Oddnýjar einlægar sam-
úðarkveðjur við fráfall þessarar
elskulegu konu. Megi hún hvíla í
friði.
Katrín S. Briem.