Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 39
Röng staðsetning,
hæpin fjárfesting
Sigríður
Jóhannesdóttir
SJÁLFSAGT hefur
ekki farið framhjá nein-
um að ríkissjórnin
hyggst veita heimild tii
þess að á Grundar-
tanga verði byggt álver
sem árlega geti fram-
leitt allt að 180 tonnum
af fljótandi áli.
Til þessara frarn-
kvæmda ásamt nauð-
synlegum orkumann-
virkjun er fyrirhugað
að veija u.þ.b. 38 millj-
örðum króna. Til þess
að hindra að slík fjár-
festing hafi í för með
sér þenslu er ætlunin
að skera niður opinber
framlög tii framkvæmda víða um
land.
Einhverjum kynni nú að detta í
hug að hætta sé á því að orkufram-
kvæmdir hér sunnanlands, ásamt
áðurnefndum stóriðjuframkvæmd-
um í bland við niðurskurð á fram-
kvæmdum úti á landi, kunni að valda
vaxandi fólksflutningum til sv-
hornsins en ríkisstjórnin mun af ai-
kunnri ráðsnilld sinni stemma stigu
við því með því að flytja Landmæl-
ingar ríkisins upp á Akranes, því
eins og kunnugt er skirrast ráðherr-
ar ekki við að taka óvinsæiar ákvarð-
anir séu þær í þágu almennings.
Þess vegna kemur nokkuð á óvart
að íslensk stjórnvöld telja sig ekki
þess umkomin að gera hliðstæðar
kröfur um mengunarvarnir og t.d.
Norðmenn gera. Þeir setja mörkin
um losun brennisteinsoxíðs við 2 kg
á hvert áltonn þar sem þeir gera
kröfur um vothreinsun en hér er
talað um þurrhreinsibúnað þar sem
miðað er við 21 kg á hvert áltonn.
Við vothreinsun næst líka mun betri
Við höfum lagt áherslu
á, segir Sigríður J6-
hannesdóttir, að kynna
íslenskar landbúnaðar-
vörur sem einstæðar
vegna hreinleika.
árangur við hreinsun á flúoríði en á
Grundartanga er talað um helmingi
rýmri mörk en Norðmenn gera við
ný starfsleyfi.
Umhverfisráðherra gaf þá skýr-
ingu að í Straumsvík væri líklega
öllu heppilegra að hafa þurrhreinsi-
búnað því þar dreifðist mengun á
haf út fyrir ýmsum vindum meðan
vothreinsunin skilaði menguninni í
ræsi rétt við verksmiðjuvegginn.
Þessi skýring kann að vera rétt hvað
varðar Straumsvík en er út í hött
þegar talað er um Grundartanga
sem er alls ekki fyrir opnu hafi.
Og þá er spurningin sem menn
kröfðust svara við á mjög fjölmenn-
um fundi á Heiðarbergi í Leirársveit
sl. fimmtudagskvöld. Hvers vegna í
ósköpunum hefur ríkisstjórnin
ákveðið að setja niður á þessum stað
álbræðslu án þess að miðað sé við
bestu fáanlegu mengunarvarnir, án
þess að leitað sé álits Búnaðarsam-
bands Borgarfjarðar, Bændasam-
takanna eða Rannsóknarstofnunar
iandbúnaðarins eins og venjan mun
hafa verið þegar slíkar staðsetningar
hafa verið ákveðnar?
í nágrannasveitum Grundartanga
háttar þannig til að þar er sumar-
húsabyggð mikil, þar er umtalsverð
skógrækt, þar er blómlegur landbún-
aður og ekki síst hafa sumir bændur
þar fengið vottun um lífræna ræktun
og fleiri hyggjast snúa sér að þeim
markaði sem fer.ört vaxandi í hinum
vestræna heimi og gefur betra verð
fyrir afurðir en venjubundinn land-
búnaður.
Frá Hollustuvernd ríkisins koma þau
skilaboð að allt sé þetta innan „holl-
ustumarka" og því „ásættanlegt".
Frá Finni Ingólfssyni, iðnaðarráð-
herra hæstvirtum,
komu hins vegar þau
skilaboð að þar sem á
staðnum sé járnblendi-
verksmiðja sem mengi
hvort eð er, sé svo sem
í lagi að setja niður ál-
ver að auki, það sjái
ekki á svörtu.
Á undanförnum
árum höfum við lagt
mikla áherslu á að
kynna ísland sem
hreint land, ferðamenn
hvaðanæva að hafa lagt
leið sína hingað til að
komast í tæri við
ósnortna náttúru. Við
höfum lagt áherslu á
að kynna íslenskar landbúnaðarvör-
ur sem einstæðar vegna hreinleika
þeirrar náttúru sem þær eru fram-
leiddar í. Við höfum sem sé verið
að selja ímynd og bara með góðum
árangri. Hugsanleg mengunaráhrif
af staðsetningu stóriðju eru vissu-
lega til staðar en stóriðjuver í röðum
í fögrum firði þar sem í næsta ná-
grenni eru einhver blómlegustu land-
búnaðarhéruð landsins gefur land
búnaði og ferðaþjónustu á svæðinu
neikvæða ímynd og það er vissulegí
grafalvarlegt mál.
Jafnvel þótt svo blessunarlegi
takist til að hinir vammlausustt
vísindamenn geti með hreinni sam-
visku vottað það að jarðargróð
Hvalfjarðar muni lifa af a.m.k. 181
tonn á ári af áloxíðryki auk 111
tonna af flúoríði hvers virði verðui
þá ímynd óspilltrar náttúru á þess-
um stað?
Er trúverðug vottun um lífræna
ræktun við slíkar aðstæður? Getur
sumarhúsabyggð í nágrenni við ál-
ver treyst á óspillt neysluvatn næstu
áratugi?
Er ekki verið að spilla samkeppn-
ismöguleikum í héraðinu með fram-
ferði af þessu tagi? Gróði okkar af
álveri felst fyrst og fremst í orku-
sölu til þess en þar sem við höfum
bundið raforkuverð við heimsmark-
aðsverð á áli dylst engum að hér er
um áhættusama fjárfestingu að
ræða. Það er líklegt að vaxtarbrodd-
ur íslensks atvinnulífs sé á sviði
ferðaþjónustu og framleiðslu ómeng-
aðra afurða. í þeim atvinnugreinum
skiptir öllu að skapa og varðveita
ímynd óspilltrar náttúru hér á ís-
landi. Fyrirhugaðar framkvæmdir á
Grundartanga eru tilræði við þá
ímynd.
Höfundur er alþingismaður.
UTSALA
SPARTA
Nýtt kortatímabil
Kuldalatnaður, skíðáfatnaður. leíkfimifatnaður. skór og aðrar
íþrótta\örur i mikiu úrvali á aila ljölsk\ Iduna á l'rábæru verði.
- f<, ■0*. r
ölte i •
ÚLPA SEWARDt '
Litir: Dökkblátt og rautt
nr. 8, 10, 12, 14.
Verð 4.490,- (áður 5.990)
Nr. XS til XXL
BARNAKULDAGALLAR
úr hinu níðsterka Beawer-nylonefni.
Nr. 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 10,
Verð 5.490 og 5.990.
NEBRASKA VETRARJAKKI
Vatns- og vindheldur.
Litir: Dökkblátt, fjólublátt, grænt.
Nr. 2 til 14 verð 2.990.
Nr. S til XXL verð 3.990.
ÍÞRÓTTAGALLAR
í miklu úrvali. Nr. 1 til 14 verð 2.990
Nr. XS til XXXL verð 3.990
INDOOR COURT
Innanhússskór. nr. 28 til 46.
Verð 1.990
NAPPA DÚNMJÚKIR LEÐURSKÓR
Tilvaldir í eróbikk, líkamsrækt eða á götum.
Nr. 36 til 42. Verð 2.990.
Mjög gott úrval af íþróttaskóm: hlaupaskór, körfuboltaskór, fótboltaskór.
Bómullarfatnaður á góðu verði
Buxur 1590 - Háskólabolir 1.790
Hettupeysur 1.990 - renndar 2.490.
10% afsláttur af öðruni viirum
en útsöiuviirum
Við rúllum boltanum til þín.
Nú er tækifærið til að gera góð kaup.
Opið laugardaga
til kl. 16.
SPORTVÖRUVERSLUNIN
SPARTA
Laugavegi 49 • 101 Reykjavík • sími 551 2024
Póstsendum. Athugið simgreiðslur Visa og Euro.
avaticm mademniscUe
IJTSALAN
er hafín
lO —% afsláttur
AtH. 25% afsláttui* af KS. drögtum í stærð 3<»
40% afsláttur af hálfsíðum kápum
Vorlínan
frá t IVI og
KS er komin Laugavegi 97
S: 551 7015
Verð frá 2.931
Hvítir og svartir - stærðir frá 28 - á meðan birgðir endast
_ _ Reióhjólaverslunin —
ORNINNF"
SKEIFUNNI11,
SlMI 588-9890
Skri fstof utækn i
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif-
stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu.
Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á
verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni
nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði.
Helstu námsgreinar eru:
Handfært bókhald
Tölvugrunnur
Ritvinnsla
Töflureiknir
Verslunarreikningur
Gagnagrunnur
Mannleg samskipti
Tölvubókhald
ií Lokaverkefni
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
„Ég hafði samband við Tölvuskóla
fslands og ætlaði að fá undirstöðu
í bókhaldi og var mér bent á skrif-
stofutækninámið. Eftir að hafa
setið þetta nám þá tel ég mig mun
hæfarí starfskraft en áður og nú
get ég nýtt mér þá kosti, sem
tölvuvinnslan hefur upþ á að
bjóða. Ég mæli eindregið með
þessu námi. “
Öll námsgögn innifalin
Tölvuskóli íslands
Höfðabakka 9 • Sími 567 14 66
Ólafur Benediktsson,
starfsmaður Glófaxa.