Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BRAGI
BJÖRNSSON
+ Bragi Björns-
son fæddist í
Reykjavík 30. júlí
1932. Bíann lést á
heimili sínu í
Reykjavík 5. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar Braga voru
Björn Guðfinnsson,
dr. phil., prófessor
við Háskóla íslands,
f. 21. júní 1905, d.
^27. nóvember 1950,
og Ragnheiður
Guðmundsdóttir,
húsfreyja í Reykja-
vík, f. 19. apríl
1913, d. 1. febrúar 1973. Hálf-
systkini Braga, samfeðra, eru:
Fríða Björnsdóttir, f. 11. apríl
1939, blaðamaður, gift Berg-
sveini Jóhannessyni, og Trausti
Björnsson, f. 5. janúar 1943,
kennari, kvæntur Sigurlínu
Kristjánsdóttur.
Fyrri kona Braga var Helga
Tryggvadóttir, ritari, f. 26. maí
1930. Þau skildu árið 1967.
Börn Braga og Helgu eru:
j^Ragnheiður, f. 30. júlí 1959,
Iæknir. Maður hennar var Jó-
hann Vilhjálmur Óla-
son, en þau skildu.
Sonur þeirra er ÓIi
Dagmann; Guðmund-
ur, f. 23. ágúst 1960,
vélstjóri. Kona hans
er Auður Gróa Krislj-
ánsdóttir. Synir
þeirra eru Bragi og
Bjarni; Dagur, f. 9.
febrúar 1962 , vél-
stjóri, og Unnur, f. 9.
maí 1964, tækniteikn-
ari. Síðari kona
Braga var Sigríður
Jóhannesdóttir, f. 8.
júní, 1939, banka-
starfsmaður. Bragi og Sigríður
skildu að borði og sæng árið
1983. Börn Sigríðar og Braga
eru: Guðrún, f. 18. júní 1973,
nemi í hjúkrunarfræði. Sambýlis-
maður hennar er Marc-André
Portal, rithöfundur og kennari.
Böm þeirra eru Hugo Pétur og
dóttir, óskirð; Gunnar, fæddur
1. mars 1978, nemi. Börn Sigríð-
ar af fyrra hjónabandi eru: Jó-
hannes Karlsson, f. 25. febrúar
1961, trésmiður. Dætur hans eru
Jósefína og Katrín; Anna María
Karlsdóttir, f. 2. maí 1962,
deildarstjóri. Sonur hennar er
Davíð Alexander.
Bragi varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1952 og cand. juris frá
Háskóla íslands 1959. Hann
stundaði nám í þjóðhagíræði við
Freie Universitat í Berlín vetur-
inn 1956-57. Héraðsdómslög-
maður varð hann 1965. Hann
starfaði sem fulltrúi hjá borgar-
sljóranum í Reykjavík frá júlí
1959 fram til september 1961
en gerðist þá lögfræðingur Ut-
vegsbanka Islands í Vestmanna-
eyjum. Þar starfaði hann fram
til 31. júlí 1967. Jafnframt störf-
unum I bankanum rak hann
sjálfstæða lögfræðiskrifstofu í
Eyjum. Lögfræðingur hjá
Landsbanka Islands í Reykjavík
varð Bragi 1. ágúst 1968. Jafn-
framt var hann forstöðumaður
Utflutningslánasjóðs frá stofn-
un hans í janúar 1971 og fram
í maí 1974. Þá var hann fram-
kvæmdastjóri Viðlagasjóðs með
leyfi frá störfum í LÍ frá því í
maí 1974 og þar til í september
1978 er sjóðurinn var lagður
niður. Eftir það gegndi hann
lögfræðingsstörfum hjá Lands-
bankanum til dauðadags.
Utför Braga fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin kl. 13.30.
Hversvegna, ó hversvegna?
Á hvítum meiði
hamingjunnar
kalsprotar
og djúpt í jörðu
rótleysi.
0, hversvegna
- hverfur mér sýn
hreinleiki vináttu
sem feykið tré?
Líf skógarins
léttir mér svör:
Hreinleiki vináttu -
eilífrar vináttu -
rætur í djúpri mold.
Jón P. Ragnarsson.
Kæra frænka. Gleðilega hátíð,
þakka allt gamalt og gott. Bið að
heilsa krökkunum. Þinn frændi,
Bragi. Síðasta kveðjan, skrifuð
óstyrkri hendi sjúks manns. Horfinn
“vtr krafturinn og festan í stílnum,
þessum sérstæða afturhallandi stíl
sem hann hafði erft frá föður sínum
og sem sagði svo margt um hann
sjálfan. Ákveðinn, drífandi, ein-
beittur, nákvæmur, snyrtilegur,
hnitmiðaður, maður án málaleng-
inga. Samt var þetta trúlega efnis-
mesta jólakortið sem hann sendi
mér. Oftast lét hann sér nægja
„Bragi“. En hann var frændinn
minn og hann hafði sérstöðu um-
fram aðra frændur. Um hann var
sveipuð dulúð fortíðarinnar, saga
ástar og örlaga elskenda sem ekki
var „skapað nema skilja“. Minn-
ingabrot systranna mömmu, Óskar
og Fríðu frá gömlu Hótel Heklu þar
sem Björn bróðir þeirra og Ragn-
heiður, geislandi af glæsileik og
fegurð, opinberuðu trúlofun sína.
Hann ungur háskólastúdent og
heimiliskennari þeirra Heklusystk-
ina, hún ung, saklaus og heillandi
með sín stóru dökku augu. Og fyrr
en varir Iiggur lítill drengur í vöggu,
svo fallegur og góður. En á sömu
stund hverfur hamingjusólin bak
við ský sjúkdóms, sorgar og trega.
Og hvað svo? segir spurul, lítil
stúlka. „Fríða systir fór niður eftir
og hugsaði um Braga fyrsta vetur-
inn.“ Hann varð eins og barnið
hennar, það eina sem hún „eignað-
ist“. Mosfellsdalurinn í sínu feg-
ursta sumarskarti. Bragi trítlandi
um túnin með mömmu sinni, Fríða,
Ósk og mamma í heimsókn. Ragn-
heiður í heimsókn hjá mömmu og
pabba með Braga sjö ára, uppstríl-
aðan í pokabuxum. Erla systir og
hann stilla sér stolt upp fyrir fram-
an myndavélina. Ragnheiður með
Braga hjá pabba, mömmu og Birni
á Hverfisgötunni. Lítill dreng-
hnokki á hnjám föður síns. Ragn-
heiður að klæða Björn í frakkann.
Allt svo ástúðlegt en þó svo ósætt-
anlegt og endanlegt.
Árin líða og eigin minningar
finna sér sess. Langur og slánaleg-
ur frændi gefur lítilli frænku bú-
dót. Svo flott og svo fínt. Hún sker
sig á því og það haslar sér völl í
minningasjóðnum. Sláninn verður
að menntaskólastrák, íjarlægt hug-
tak hjá fimm ára hnátu. En hún
skynjar hina stórkostlegu upphefð
sem felst í því nokkrum árum síðar
að eiga frænda sem er í útlöndum,
frænda sem siglir um öll heimsins
höf. Og víst voru öll heimsins höf
á milli Braga og okkar hinna þessi
ár. Björn dáinn, faðir hans sem
honum þótti svo undur vænt um,
en fékk þó svo lítið að njóta. Sam-
bandið varð slitrótt en hlýhugur
hans og ræktarsemi var á sínum
stað. Ur fjarlægum löndum sendi
hann Fríðu systur sinni gjafir, kort
og kveðjur. Svo varð hann fulltíða,
ábyrgur maður; háskóli, lögfræði,
hjónaband, barneignir. Surtseyjar-
gosið leiddi okkur Gest frænda til
þeirra Helgu í Vestmannaeyjum þar
sem þrír hnokkar hlupu um garða
og sá fjórði lá í vöggu. Og hvað
gat elsta dóttirin heitið annað en
Ragnheiður, í höfuðið á ömmu sinni
sem í blíðu og stríðu umvafði dreng-
inn sinn ást og elsku. Drenginn
sinn, sem var henni allt í senn;
hamingja, heilsa og lífsfylling. En
Bragi frændi minn átti sér iíka
annan lífsförunaut, sem hvorki var
honum kær né hjartfólginn, en þó
svo nátengdur' að undan honum
varð ekki komist. Sá hét Bakkus.
Og svo fór að yfirgangur hans ógn-
aði tilvist þessarar fallegu fjöl-
skyldu og Bragi gekk sína götu
einn næstu árin með börnin sín
handan hárra heiða. En svo kom
Sigga, björt og falleg, og gæfusólin
reis á ný. Það var hamingjusamur
Bragi sem umvafinn móður- og föð-
urfólkinu ásamt börnum sínum
bauð til veislu með Siggu á Rauða-
læknum þegar Guðrún litla var
skírð. Allt var svo heilt og svo gott.
Jafnvel skuggar fortíðarinnar hop-
uðu í hugum mömmu og þeirra
systra. Og svo kom Gunnar, dreng-
urinn sem alla tíð átti eftir að verða
litla barnið hans pabba síns þótt
hann stækkaði og dafnaði. Og þeg-
ar lífsförunautnum óvelkomna hafði
tekist að sundra einnig þessari litlu
fjölskyldu varð Gunnars staða öllum
æðri. Þá komu mannkostir Braga
frænda míns best í ljós. Saman fóru
þeir feðgar í sveitina sælu Mos-
fellsdalinn, þar sem Bragi átti sér
sinn unaðsreit og saman sátu þeir
heima, elduðu og horfðu á enska
fótboltann. Saman fóru þeir svo í
sunnudagsmat til Siggu og saman
fóru þeir í bíó eða út að fata sig
upp. Því Bragi frændi minn var
flottur á því. Glæsileiki og reisn
einkenndu hann alla tíð. Ég sé hann
fyrir mér teinréttan og grannan
stikandi niður Bankastrætið með
lögfræðingaliðinu í hádeginu í Ulst-
erfrakkanum og hágæðafötunum,
yfirvaraskeggið vel snyrt og háls-
tauið í föstum skorðum. Svipurinn
AÐALSTEINN
SIG URÐSSON
+ Aðalsteinn Sig-
urðsson skipa-
smíðameistari
fæddist á Bæjum á
Snæfjallaströnd 10.
júlf 1912. Hann lést
á Reykjalundi 26.
desember síðastlið-
vinn.
Utfór hans fór
fram frá Lágafells-
kirkju föstudaginn
3. janúar.
Menn koma og fara.
Þeir marka spor en
hvert spor hefir sín ein-
tiltölu ekki margt af
eldra fólki. Fram um
miðja öldina var íbúa-
fjöldinn um 500
manns og hafði þá
ekki breyst teljandi í
áratugi. Sex íbúða hús
stóð nú tilbúið, en
menn hikuðu við að
flytja inn. Þau hjónin
Marta Markúsdóttir
og Aðalsteinn Sig-
urðsson stigu fyrsta
skrefið og fluttu inn á
útmánuðum 1980.
Eftir það fylltist húsið,
en það tók tíma fyrir
eldri borgara okkar sveitar að venj-
kenm og dýpt, sem eru hluti af
sögu.
Árið 1979, í júlí nánar tiltekið,
afhenti Lionsklúbburinn okkar í
Mosfellsbæ sveitarfélaginu sex
íbúða hús fyrir aldraða að Hlað-
■^sörmrum. Þetta framtak 35 áhuga-
manna velferðarfélags þótti merki-
legur viðburður, afrek. Það spurðist
út og okkur sem að þessu stóðum
hlýnaði nokkuð um hjartarætur, við
vorum á réttri leið. Markmiði var
náð, velferðarmál var í höfn og nú
skyldi rekstur hefjast í höndum
.sérstakrar nefndar.
I okkar unga sveitarfélagi þar
sem íbúum fjölgaði hratt, var að
ast þessum réttmætu hlunnindum
eldra fólks. Þarna lágu sporaslóðir
okkar Aðalsteins saman og úr varð
gagnkvæm vinátta. Reyndar höfðu
leiðir okkar skarast lítillega um
miðjan áratuginn á undan í sam-
eiginlegum áhugamálum meðan
Aðalsteinn bjó og starfaði í Reykja-
vík.
Aðalsteinn var hæglátur og prúð-
ur maður og mátti kallast fremur
seintekinn en vinavandur. Kynni
okkar þróuðust hægt, en við áttum
ýmis sameiginleg áhugamál. Það
var sjórinn, átthagar Aðalsteins við
Djúp og Hornstrandir, kórsöngur
og skip. Hann var listamaður, eink-
um á skip og fleytur ýmiskonar.
Smíði skipa varð í raun hans ævi-
starf.
Skemmst er frá því að segja að
við tókum okkur upp sumarið 1984
með konum okkar og héldum í
ferðalag. Stefnan var sett á Vest-
firði. Betri ferðafélaga og leiðsögu-
menn var varla hægt að hugsa sér.
Aðalsteinn var kominn á æskuslóð-
ir, en manndómsárunum eyddi hann
við ísafjarðardjúp. Vonir mínar um
upprifjun á síldarævintýri á Hest-
eyri á árunum 1928 og 1929 rætt-
ust. Þá var ég með föður mínum á
Skallgrími við síldveiðar. Ferðin var
ógleymanleg. Aðalsteinn mundi
tímana tvenna. Aldamótakynslóðin
komst í snertingu við þúsund ára
ríkið, óbreytt kyrrstaða nánast frá
landnámi, og síðan bylting 20. ald-
arinnar. Hann var mótaður af lífs-
baráttu fólksins í þessum landshluta
þar sem hver dagur var spurning
um að hafa í sig og á. Einnig og
ekki síður að lifa af í fjöllunum og
á sjónum í veðurlagi sem nútíma
fólk hefir kynnst tilsýndar af frétt-
um.
Ég ætla mér ekki þá dul að lýsa
Aðalsteini náið, enda varla á mínu
færi. Aðalsteinn var mikið glæsi-
menni, hávaxinn og íturvaxinn.
Hann bar sig manna best og höfð-
inglega. Andlitsfallið og augnaráð-
ið bar með sér skapfestu og gáfur.
Þó prýddu hendurnar manninn
mest. Handtakið þétt og hlýtt og
hendurnar óvenju stórar en þó
gæddar næmi hagleiks- og tilfinn-
ingamanns. Aðalsteinn var þéttur
fyrir með fastmótaðar skoðanir
sem hann lá ekki á ef honum þótti
ástæða til. í mannlegum samskipt-
um var hann traustur og stóð við
allt sem hann lofaði. Að hvika frá
áætlunum eða settu marki var hon-
um ekki geðfellt. Skaphöfn hans
var stórbrotin og gat minnt á vest-
firskt landslag og veðráttu. Skap
sitt og persónuleika hafði hann
virkjað og beygt undir vilja sinn
að hætti þeirra sem hafa tileinkað
sér skynsemi og þroskað dóm-
greindina.
Aðalsteinn starfaði í ýmsum fé-
lögum og valdist þar jafnan til for-
ystu. Hann starfaði einna mest í
söngkórum á ísafirði og síðan í
Reykjavík og Mosfellssveit. Söng-
gleði virtist einkenna nokkur heim-
ili við Djúpið. Aðalsteinn og bræður
hans áttu auðvelt með að stilla upp
kvartett. Fleiri mætti nefna, t.d.
þá bræður frá Þverdal í Aðalvík,
en þar voru æskustöðvar Mörtu,
eiginkonu Aðalsteins. En það verð-
ur ekki rakið nánar hér, þó vert sé
að skoða svo merkt menningarfyrir-
bæri.
Hér lýk ég þessu litla leiftri góðra
minninga og þakka þann stutta
tíma sem mér auðnaðist að njóta
samvista við þennan vestfirska sæ-
garp.
Megi ástvinir hans njóta sælla
minninga. Samúðarkveðjur frá okk-
ur hinum. Minningin lifir.
Jón M. Guðmundsson.
einbeittur og augun skörp bak við
gleraugun. Ég heyri líka hásan,
drynjandi hláturinn þegar hann í
jólaboði hjá Fríðu systur sinni lýsir
því þegar hann mætti sjálfum sér
í Lækjargötunni eftir að hafa gefið
alklæðnað í Hjálpræðisherinn og
einn af þekktari útigangsmönnum
borgarinnar birtist í allri múnder-
ingunni, frá hatti ofan í skó.
Já, rausn og höfðingsskapur ein-
kenndu Braga Björnsson. Þar líktist
hann föður sínum, eins og reyndar
í fleiru. Aðeins það besta var nógu
gott fyrir börnin hans og þegar
Guðrún dóttir hans var komin í
píanónám í Tónlistarskóla Reykja-
víkur birtist flygill heima í stofu.
Og hann lét sig heldur ekki muna
um að burðast með innrammað
stærðar málverk alla leið frá Kína
handa Ragnheiði dóttur sinni. Bragi
var fagurkeri eins og heimili hans
bar glöggt vott um; málverk og
bækur, fagrir munir og mottur. Þar
sást aldrei kusk eða ryk. Snyrti-
mennskan var honum í blóð borin.
Og aldrei blómstraði garðurinn okk-
ar í Sigtúninu, þar sem við bjuggum
í sama húsinu í nokkur ár, fagurleg-
ar en þegar Bragi fór höndum um
hann. Og þar blómstraði líka sú
vinátta sem átti eftir að verða
Braga frænda mínum stoð og styrk-
ur ekki síst þetta síðasta veikindaár
sem varð honum svo þungbært. En
það var vinátta þeirra Þórðar Ein-
arssonar. Þegar Bakkus bankaði
upp á á árum áður var Þórður óðar
kominn og hjálpaði og huggaði og
þegar upp stytti skeggræddu þeir
um stjórnmálin og landsmálapóli-
tíkina enda báðir eldheitir sjálf-
stæðismenn. Síðustu mánuðina leit
Þórður til hans dag hvern þótt sjálf-
ur væri hann sárþjáður. Það varð
Braga frænda mínum þung raun
þegar Þórður lést fyrir jólin, og
missir hans var meiri en margan
gat grunað. En annan samferða-
mann kvaddi hann frændi minn
með gleði og það fyrir mörgum
árum, Bakkus. Sú kveðjustund var
ekki áfallalaus en hún var kærkom-
in ekki bara honum sjálfum heldur
öllum hans nánustu. Sú kveðju-
stund færði með sér hamingju og
heilbrigði, gleði og gæfu. Hann
naut lífsins frá öllum hliðum, einn
eða með Siggu og börnunum og
frændfólkinu. Þótt hann frændi
minn bæri sjaldnast tilfinningarnar
utan á sér og skelin væri ögn hijúf
á stundum var það bæði stoltur og
hamingjusamur Bragi sem kom í
„ættarsúpuna" til mín með sonar-
son sinn og nafna Braga litla Guð-
mundsson. Með vaxandi kröftum
og heilbrigði tókst hann á við
óravíddir íslenskrar náttúru og kom
endurnærður á sál og líkama úr
hverri ferð. Hann sigraði hvern
fjallatoppinn af öðrum milli þess
sem hann gróðursetti og hlúði að
reitnum sínum í Mosfellsdalnum.
En lífið er órannsakanlegt og oft
svo óskiljanlegt og óréttlátt. Þegar
allt lék í lyndi barði dauðinn að
dyrum. Hann tróð sér inn hægt og
hægt og engir þröskuldar teíja för
hans til lengdar. Nú er Sigtúnið
autt og hljótt, enginn Þórður, eng-
inn Bragi. Aldrei sitja þeir feðgar
Gunnar og Bragi oftar í sælureitn-
um, malla mat eða æsa sig yfir
ensku knattspyrnunni. Aldrei á
hann frændi minn eftir að leiða
nýfæddu dótturdótturina eða litla
Húgó Pétur um lundinn sinn. Aldr-
ei meir segir hann fyndnar sögur í
fjölskylduboðum og hlær sínum
hása rómi. Aldrei meir fæ ég jóla-
kort með festulegum, ákveðnum,
afturhallandi stíl. Aldrei meir. En
minningin býr í hjörtum okkar,
minningjn um góðan mann, mann
sem átti svo stórt hjarta fyrir lítil-
magnann en stundum svo lítið fyrir
sig sjálfan. Minningin um mann
sem sigraði svo margan fjallatind-
inn, bæði raunverulega tinda og
aðra snöggtum illkleifari, þótt síð-
asti brattinn yrði honum ofviða. En
nú er hann Bragi frændi minn ofar
öllum tindum og eitt er víst að hvert
sem leið hans liggur bíða vinir í
varpa. Blessuð sé minning míns
góða frænda og Guð styrki alla
ástvini hans.
Guðfinna Ragnarsdóttir.