Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR BORGÞÓR
MAGNÚSSON
húsasmíðameistari,
Tunguvegi 23,
Reykjavik,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
föstudaginn 17. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á að láta Krabbameinsfélagið, Styrktarfélag vangefinna eða aðrar
líknarstofnanir njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sesselja Ásgeirsdóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Ásmundur R. Richardsson,
Ásgeir Sigurðsson, Gabriela E. Pitterl,
Magnús Sigurðsson, Valborg H. Gestsdóttir,
Ingunn Sigurðardóttir, Þorkell Ágústsson,
Helga Sigurðardóttir, Jóhannes Hr. Sfmonarson
og barnabörn.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og
amma,
DÓRA BJARNADÓTTIR
frá Bæjarstæði,
er lést á Sjúkrahúsi Akraness 11. janú-
ar, verður jarðsungin frá Akraneskirkju
föstudaginn 17. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vildu minnast henn-
ar, er bent á dvalarheimilið Höfða,
Akranesi.
Dóra Lfndal Hjartardóttir, Marteinn Njálsson,
Karen Lfndal Marteinsdóttir,
Njáll Lfndal Marteinsson, Ásdís M. Rafnsdóttir,
Ómar Lfndal Marteinsson, Inga Marfa Halldórsdóttir.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HARALDUR Þ. JÓHANNESSON
fyrrv. lögregluþjónn,
Gunnarsbraut 36,
Reykjavfk,
sem lést föstudaginn 10. janúar sl., verð-
ur jarðsunginn frá Frfkirkjunni í Reykja-
vík föstudaginn 17. janúar kl. 13.30.
Jóhanna Haraldsdóttir,
Málfríður Haraldsdóttir,
MargrímurG. Haraldsson
og fjölskyldur.
t
ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Brekkum 1
f Mýrdal,
verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju
laugardaginn 18. janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Hrönn Brandsdóttir,
Guðjón Þorsteinsson.
t
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug
vegna andláts
PÉTURS MAGNÚSSONAR.
Sigurveig Hauksdóttir,
Ásta Ingibjörg Pétursdóttir,
Helgi Hjálmtýsson,
Sigurveig Þórhallsdóttir,
Björn Magnússon,
Andrós Magnússon.
Lokað
Skrifstofur og afgreiðsla Fasteignamats ríkisins,
Borgartúni 21, Reykjavík, verða lokaðar föstudag-
inn 17. janúar frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar
SIGURÐAR B. MAGNÚSSONAR, matsfulltrúa.
JÓSAFAT
HINRIKSSON
+ Jósafat Hinriks-
son fæddist i
Reykjavik 21. júní
1924. Hann lést á
heimili sinu 7. jan-
úar síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Bústaðakirkju
14. janúar.
Það var í sumarleyfi
á eyjunni Mallorca,
Spáni, fyrir sennilega
aldarfjórðungi sem við
hjónin kynntumst
Jósafat Hinrikssyni og
konu hans Ólöfu fyrst.
Þau voru þar í sumarleyfi líkt og
við. Með þeim í för voru þrír ungir
synir þeirra, hressir og kátir eins
og vera ber í sumarleyfi á erlendri
grund. Síðar lágu leiðir okkar sam-
an eftir að ég hóf störf á Tækni-
deild Fiskifélags íslands og þá á
sjávarútvegssýningum, fyrst í
Þrándheimi í Noregi, sennilega árið
1978, en Jósafat var með bás á
sýningunni þar sem hann sýndi
hlera og annan búnað til fiskveiða.
Það var alltaf mjög gaman að koma
á básinn til Jósafats vegna þess að
þar var yfirleitt margt um manninn
og Jósafat óspar að kynna fyrir
væntanlegum viðskiptavinum fram-
leiðslu sína. Sú kynning fór ekki
fram í hálfkveðnum vísum heldur á
tungumáli seem allir skildu þar sem
gæði vörunnar voru tíunduð og
þess getið undir lokin hvað fyrir-
tækið framleiddi mikið á ári sem
var alltaf gefið upp í tonnum en
ekki í fjölda hlera og til hve margra
landa hann seldi framleiðsluna. En
á fáum árum breyttist Vélaverk-
stæði Jósafats Hinrikssonar úr því
að komast fyrir í bílskúr við heim-
ili hans í það sem það er í dag, í
nokkurskonar verksmiðju sem hef-
ur sérhæft sig í framleiðslu á bún-
aði til togveiða og lætur sér ekki
nægja ítök í innlenda markaðinum
en hefur haslað sér völl á erlendum
mörkuðum og selur nú stóran hluta
framleiðslunnar úr landi.
Jósafat var mikill eldhugi, svo
mikill að honum nægði ekki að reka
vélsmiðjuna með öllum þeim önnum
sem því fylgja heldur þurfti hann
að hafa fleiri jám í eldinum. Varð-
veisla gamalla muna sem tengjast
sjávarútvegi var Jósafat hugleikin
og hafði hann safnað að sér í gegn-
um árin gömlum tólum og tækjum
sem tengjast greininni.
Á árinu 1986 var safnið síðan
opnað, Sjóminja- og smiðjusafn
Jósafats Hinrikssonar. Þangað hefí
ég margoft komið í tengslum við
afmæli og opinber boð sem þar
hafa verið haldin. Nefna má að
þegar norrænir vélstjórar héldu
þing sitt hér á landi á árinu 1995
var safnið heimsótt og það tók all-
nokkra stund að útskýra það fyrir
gestunum að safnið væri í einka-
eigu, nyti engra opinberra styrkja.
Og ég skal játa að það var með
dálitlu stolti sem ég sagði fulltrúum
norræna vélstjóra frá því að eigand-
inn væri lærður vélstjóri og hefði
líkt og margir íslenskir
vélstjórar hafið sinn
feril á fiskiskipum,
harðnað þar en síðar
haslað sér völl í landi.
Um safnið er hægt að
hafa mörg orð, en öll
góð. Það sem mér hef-
ur fundist skemmtileg-
ast að skoða er ná-
kvæm eftirlíking af
eldsmiðjunni sem Hin-
rik Hjaltason faðir
Jósafats reisti á Norð-
fírði á árinu 1926 en
þar starfaði Jósafat
með föður sínum á
unga aldri og lærði handtökin við
jámsmíðina, sem mörg hver heyra
nú sögunni til. Húsið er eins og
gamla smiðjan, líka stefnið sem
snéri í brekkuna til þess að veija
það bæði aurskriðum og snjóflóðum
er á sínum stað, en margir sem
skoða smiðjuna halda að það hafí
orðið til fyrir tilviljun. Ekki er nóg
með að húsið sé nákvæm eftirlíking
af hinu gamla heldur er einnig að
fínna í smiðjunni tólin og tækin sem
faðir Jósafats notaði við smíðamar
á sínum tíma. Allt er á sínum stað
líkt og forðum. Á aðalfundi Vél-
stjórafélags íslands í desember
1995 var Jósafat gerður að heiðurs-
félaga félagsins vegna dugnaðar
síns og framsýni og við eram stolt-
ir af honum sem einum af okkur,
hann sýndi svo ekki verður um villst
hverju er hægt að áorka þótt byijað
sé með tvær hendur tómar ef vilji,
dugnaður og áræði era til staðar.
Hann er fyrsti heiðursfélagi okkar
sem kemur beint úr atvinnulífínu,
þeir sem fyrir eru koma úr félags-
málunum og hafa verið heiðraðir
vegna þátttöku sinnar á þeim vett-
vangi. Nú er komið að leiðarlokum.
Síðast bar fundum okkar Jósa-
fats saman í október sl. í hófí sem
við héldum í tilefni af útkomu vél-
stjóra- og vélfræðingatalsins. Þá
var hann hress og kátur að vanda
en sagði að fæturnir væra svona
að byija að láta á sjá og sú slæmska
ylli því að hann kæmi ekki eins
miklu í verk og hann bæði kysi og
þyrfti því mörg væra verkefnin,
bæði í vélsmiðjunni og ekki síður í
safninu sem átti hug hans allan.
Að lokum vottum við hjónin eftir-
lifandi eiginkonu Jósafats, Ólöfu og
fjölskyldu þeirra, samúð okkar.
Helgi Laxdalj form. Vél-
stjórafélags Islands.
Kæri Jósafat, það er komið að
kveðjustund sem raunar kom okkur
öllum í opna skjöldu, og mörgum
áram of snemma, en við viljum
minnast þín fyrir það stórvirki sem
þú fórst út í með okkur. Á tímum
tækni og framfara er eins og allir
beini augum sínum svo stíft inn í
framtíðina að þeir gleymi alveg
fortíðinni, eins og hún skipti ekki
lengur máli og sé jafnvel til trafala.
En svo era menn eins og þú og
Þórður á Skógum sem lyfta grettis-
tökum einir og sér, grettistökum
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför ástkærs föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ÞÓRÐAR ODDSSONAR
læknis,
Bólstaðarhlfð 45,
Reykjavík.
Erla Þórðardóttir, Valur Póll Þórðarson,
Þórður B. Þórðarson, Helga Magnúsdóttir,
Óli H. Þórðarson, Þuríður A. Steingrfmsdóttir,
Oddur Þórðarson, Guðrún Jónsdóttir,
Jón Þóröarson, Guðrfður A. Theódórsdóttir,
Herdfs Jónsdóttir
og fjölskyldur.
sem þjóðfélagið í heild treystir sér
ekki til þess að taka á. En það var
eins og við manninn mælt, þegar
fréttist af safninu þínu þá streymdu
til þín munir til varðveislu hvað-
anæva af landinu, og áhuginn á
fortíðinni kviknaði aftur. Við vitum
báðir að margir þeirra hluta sem
nú era á safninu væra komnir í
glatkistuna hefðir þú ekki tekið
þetta frumkvæði.
Þegar við nokkrir áhugamenn
um eldsmíði fóram að leita okkur
að aðstöðu til að reisa kennslu-eld-
smiðju komumst við fljótt að því
að enginn af þeim aðilum sem mál-
ið var skyldast treysti sér til að
leggja okkur lið, en fljótlega var
okkur bent á þig. Okkur þótti að
vísu ólíklegt að einstaklingur væri
reiðubúinn að sinna verkefni sem
opinberir aðilar treystu sér ekki til.
En þegar Páll kom að máli við þig
var eins og þú hefðir verið að bíða
eftir þessari umleitan. Á innan við
fimm tímum varstu búinn að taka
ákvörðun um að ljá okkur húsnæði
undir þessa starfsemi. Upp úr þessu
stofnuðum við félagið Áfl í félagi
við þig, og var sjálfgefið að þú
sætir í stjóm þess, enda var þér
málið skylt þar sem faðir þinn var
eldsmiður og sjálfur stóðst þú í
smiðju með honum frá unga aldri.
Við viljum færa fjölskyldu þinni
okkar samúðarkveðjur og óska þér
velfamaðar á þinni ferð.
Fyrir hönd Áflsmanna,
Bjarni Þór Krisljánsson.
Fljótlega eftir að vinna hófst
þriðjudaginn 8. janúar sl. barst
okkur sú fregn að vinnuveitandi
okkar og lærimeistari Jósafat Hin-
riksson hefði látist á heimili sínu
þá um morguninn. Auðvitað vissum
við að einhverntímann kæmi að
þessu augnabliki en við héldum
okkur hafa nokkur ár enn áður en
að því kæmi. Hann var fílefldur í
vinnu daginn áður og engin veik-
leikamerki að sjá á honum. Okkur
brá því öllum mjög mikið en eftir
nokkra umræðu ákváðum við öll
sem eitt að halda áfram vinnu þann
daginn enda töldum við það vera i
anda hans.
Jósafat var mikill vinnuþjarkur
og sló aldrei slöku við, hvort sem
var vegna persónulegra aðstæðna
eða annars. Eins og sjá má á minn-
isvörðum hans, vélaverkstæði J.
Hinrikssonar ehf. og Sjóminja- og
smiðjumunasafni J. Hinrikssonar
var hann mikill dugnaðarmaður sem
fór ótroðnar slóðir. Jósafat fram-
kvæmdi allar sínar hugmyndir og
ef einhveijar efasemdaraddir heyrð-
ust þá efldist hann í framkvæmdum.
Eins mörg og við eram höfum við
öll lært eitthvað af Jósafat; hrein-
skilni, vinnusemi, sjálfstæði, hlýðni
eða baráttuvilja. Svona mætti lengi
telja en lýsingarorðin era einfaldlega
ekki nógu mörg. Þar sem Jósafat
var margbrotinn persónuleiki og
persónan sterk er erfitt að fínna
rétta lýsingú á honum. Helst dettur
okkur í hug að segja eins og stend-
ur utan á kápu bókar hans Ævi-
minningar Jósafats Hinrikssonar:
„Hann er engum líkur.“ Hann átti
einfaldlega engan sinn líka.
Missir okkar er mikill en §öl-
skyldunnar enn meiri. Við munum
reyna að taka höndum saman og
halda áfram uppi nafni hans og
heiðri með samheldni í starfi og
gera okkar besta í samvinnu við
eftirlifandi ættingja til að vélaverk-
stæðið og safnið haldi áfram að
vaxa og dafna.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, Hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér“
(Sig. Kr. Pétursson)
Elsku Olla, börn, tengdaböm,
bamabörn og bamabarnabarn. Guð
gefi ykkur styrk í sorg ykkar.
F.h. starfsmanna J. Hinrikssonar
ehf.,
Ellen Blomsterberg og Inga
Jóna Óskarsdóttir.