Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 21 ÚRVERINU * * Kristján Ragnarsson, formaður LIU, um skipun starfshópa um málefni sjávarútvegsins Eignaraðildin er ekki komin að hættumörkum „VIÐ höfum ekkert á móti því að hugað verði að því hvort rétt sé að setja kvótahámark á ein- stök fyrirtæki. Við höfum allir verið þeirrar skoð- unar að æskilegt sé að eignaraðildin sé dreifð sem hún í reynd er þegar á það er litið að kvóta- hæsta fyrirtæki landsins, Samheiji hf. eftir sam- einingu við Hrönn á ísafirði, er ekki með nema 5-6% af heildarkvótanum. Ég tel að ekki sé komið að neinum hættumörkum hvað þetta snertir. Hins vegar hef ég ekki getað séð það fyrir mér hvernig hægt er að takmarka eignarað- ildina við ákveðin mörk þó mér finnist sjálfsagt að skoða það,“ segir Kristján Ragnarsson, for- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna, í samtali við Verið. Kristján var inntur eftir áliti sínu á skipun fjögurra starfshópa um málefni sjávarútvegsins, en þeir eiga m.a. að fjalla um dreifða eignar- aðild, endurnýjunarreglur fiskiskipa, reglur um viðskipti með aflaheimildir og skattalega með- ferð slíkra viðskipta. Samruni og hagræðing æskileg Kristján segir það ekki vera vilja eins eða neins að veiðiheimildirnar færist á hendur ör- fárra. Um það væri enginn ágreiningur milli ráðherra og útvegsmanna. „Við höfum aftur á móti talið þann samruna, sem átt hefur sér stað, og alla þá hagræðingu, sem náðst hefur í kjölfar- ið, mjög æskilega. Hvort lengra verður gengið, skal ég ekkert segja um. Það verður tíminn að leiða í ljós. Að minnsta kosti teljum við, eins og málum er háttað í dag, að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af eignaraðildinni, en eins og sjávarútvegsráðherra segir, er betra að huga að þessu á meðan það er ekki orðið að vandamáli heldur en eftir á þegar grípa þarf ef til vill til þess ráðs að fara að minnka eitthvert fyrir- tæki, sé það á annað borð framkvæmanlegt." LÍÚ á fulltrúa í tveimur starfshópum LÍÚ mun eiga fulltrúa í tveimur af þeim fjór- um starfshópum um sjávarútvegsmál sem taka munu til starfa á næstunni, en það er starfshóp- ur, sem móta á reglur um viðskipti með aflaheim- ildir, og starfshópur um endurnýjunarreglur fiskiskipa. Aftur á móti hefur ekki verið falast eftir fulltrúum frá LÍÚ í starfshópa sem íj'alla annars vegar um dreifða eignaraðild og hins vegar um skattalega meðferð viðskipta með veiðiheimildir. Ágreiningur hefur verið uppi um ýmis atriði varðandi skattalega meðferð viðskipta með afla- heimildir og segir Kristján sum málanna hafa endað fyrir dómstólum. Meðal annars hafi þessi mál snúist um bókhaldslega þætti þegar keyptar séu varanlegar aflaheimildir og hvemig þær skuli afskrifaðar. Dómur hafi kveðið upp úr um það að hægt væri að fyrna á fimm árum, það er 20% á ári, sem LÍÚ hafi talið mjög viðun- andi þó vissulega væri það alltaf matsatriði hveiju sinni hvemig með þetta skuli farið. „Hins vegar sé ég í reikningum einstakra fyrirtækja að menn hafa verið að nota lægri afskriftapró- sentu, en hámarkið er 20%.“ Skýrar starfsreglur fyrir kvótamiðlara Kristján telur nauðsynlegt að setja kvótamiðl- umm skýrar starfsreglur, líkt og bílasölum og fasteignasölum. „Kvótamiðlarar eiga auðvitað að bera fulla ábyrgð, en í dag getur hver sem er stofnað til kvótamiðlunar án nokkurra rétt- inda eða skyldna. Auk skýrra starfsreglna, þarf að tryggja að þessi viðskipti fari öll fram með þeim hætti að þau séu fullkomlega aðgengileg skattayfírvöldum og öðrum þeim, sem vilja kynna sér þau. Þessi viðskipti hafa hingað til verið opin þar sem Fiskistofa skráir hveija ein- ustu færslu. Spurningin er hvort þetta eigi að gerast með lögformlegri hætti. Sjálfir emm við stórir kvótamiðlarar og viljum auðvitað sæta öllum þeim reglum, sem talið er eðlilegt að setja á slíka starfsemi." Skiptar skoðanir um endurnýjunarreglur Kristján telur nauðsynlegt að stíga skref til breytinga á endumýjunarreglum fiskiskipa. „Okkar skoðun er sú að það beri að afnema þessar reglur enda teljum við að hver og einn útgerðarmaður eigi sjálfur að vera ábyrgur gagnvart sínum íjárfestingum. Aftur á móti getur þurft að leita einhverra sátta í þessu máli þar sem það er talsvert umdeilt hér innan- húss, en síðasti aðalfundur LÍÚ samþykkti með mjög litlum mun að afnema bæri endurnýjunar- reglumar," sagði Kristján. „Okkur finnst þessar endumýjunarreglur mjög einstrengingslegar í dag þó vissulega hafi verið þörf á þeim á meðan kvótakerfíð var að festa sig í sessi. Við teljum hins vegar að nú sé hægt að fara að slaka eitthvað á þessu þar sem allt öðmvísi er farið með fiskinn nú en áður og krafan um aðbúnað um borð er sömuleið- is orðin allt önnur en hér áður fyrr.“ Síldveiðar ganga hægt SÍLDVEIÐARNAR ganga fremur hægt um þessar mundir enda hef- ur veður verið óhagstætt á miðun- um. Skipstjórnarmenn segja þó mikið magn af síld vera undan Austfjörðum en hún sé dreifðari en í fyrra og hagi sér á ýmsan hátt öðruvísi. Þeir vi\ja meðal annars kenna um veiðum í flot- troll. Síldveiðiskipin eru nú að veið- um bæði í Reyðarfjarðardýpi og Norðfjarðardýpi. Leiðindaveður var á miðunum í gær og aðstæður til síldveiða því ekki góðar. Síldin stóð djúpt og var nokkuð dreifð. Ingvar Guðmundsson, skip- stjóri á Arnþóri EA, segir í sam- tali við Morgunblaðið að á meðan veðrið væri slæmt lægi síldin djúpt og væri dreifðari en ella. „Hún hefur verið á um 70-80 föðmum en þyrfti að vera á um 50 föðmum til þess að við getum kroppað í hana. Þar að auki virð- ist sem síldin dreifist þegar troll- skipin toga í gegnum þessa flekki. Þeir eru að toga yfir stórt svæði, í gegnum mikið magn og það fer ekki nema hluti af því í trollið. Síldin hvekkist við þetta og verð- ur styggari sem gerir nótaveið- arnar erfiðari," segir Ingvar. 74 þúsund tonn hafa veiðst Arnþór EA landaði um 120 tonnum af síld á Eskifirði í gær sem fengust í tveimur köstum í Reyðarfjarðardýpi. Alls hefur verið tilkynnt um móttöku á um 74 þúsund tonnum af síld á vertíð- inni. Þar af hafa um 33.600 tonn farið til frystingar, um 24.300 tonn til söltunar og um 16.200 tonn í bræðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.