Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Styrkveiting úr Listasjóði Pennans
Sýnir kjark og áræði
MYNDLISTARMENNIRNIR Ólöf
Nordal og Finnur Arnar Arnarson
fengu úthlutað styrk úr Listasjóði
Pennans í síðustu viku en þetta er
í fimmta sinn sem veittir eru styrkir
úr sjóðnum. 74 myndlistarmenn
sóttu um að þessu sinni.
Finnur og Ólöf sögðu í samtali
við Morgunblaðið að styrkurinn og
viðurkenningin sem í honum fælist
kæmi sér vel en um tvo ólíka styrki
er að ræða. Ólöf fékk 300.000 króna
peningastyrk en Finnur 200.000
króna úttekt í verslunum Pennans
með því skilyrði að í staðinn fengi
fyrirtækið verk eftir hann sem bæt-
ist í listasafn fyrirtækisins.
í umsögn stjómar Listasjóðs Penn-
ans um styrkhafa segir: „Olöf Nordal
hefur lokið löngu námi í myndlist.
Hún hefur verið afkastamikil í list-
sköpun sinni og hefur á stuttum
starfsferli náð að þróa áhrifamikinn
persónulegan stíl í myndverkum sín-
um þar sem hún tengir nútímalegan
liststíl saman við klassísk form og
goðsagnir íslenskrar menningar."
Um Finn Amar er sagt eftirfarandi:
„Finnur Amar er fjölhæfur og dug-
mikill myndlistarmaður sem hefur
náð sérstaklega góðum árangri við
innsetningar í rýmisverkum sem nýt-
ist honum einnig afar vel í hönnun
leikmynda fyrir leikhús sem hefur
verið annar starfsvettvangur hans.“
Einkasýningarnar vógu þyngst
Finnur Arnar og Ólöf segja styrk-
inn vera mikla viðurkenningu á því
sem þau em að fást við í sinni list.
„Kannski opnar þetta einhveijar
leiðir fyrir mann. Þetta er frábært
framtak hjá Pennanum sem sýnir
ákveðinn kjark og áræði með því
að veita ungum listamönnum viður-
kenningu, en það eru því miður
margir sem þora ekki að veðja nema
á þá hesta sem eru pottþéttir á að
sigra,“ segir Finnur Arnar.
Finnur segist vera að undirbúa
verk sem birta á í íj'ölmiðli en Ólöf
er meðal annars á leiðinni til Svíþjóð-
ar til að vinna. „Ég ætla að eyða
styrknum í efniskaup og verð fljót
að, enda er höggmyndagerð dýr. Ég
fer líka til Svíþjóðar á árinu þar sem
ég fékk aðstöðu í gestavinnustofu
og einnig tek ég þátt í útisýning-
um,“ segir Ólöf en hún hélt einka-
sýningu á verkum sínum í Nýlista-
safninu í haust og sýndi þá högg-
myndir meðal annars.
Vill auka styrkinn
Gunnar Dungal forstjóri Pennans
segir að umsóknir um styrk úr sjóðn-
um hafi verið í meðallagi margar í
ár en mest hafa þær verið á annað
hundrað talsins. „Fyrstu árin sóttu
eldri listamenn um líka, menn sem
þegar voru búnir að koma ár sinni
fyrir borð, en við viljum einbeita
okkur að yngri listamönnum. Við
erum að reyna að byggja upp lista-
safn hér í fyrirtækinu og fáum eitt
verk í það á ári frá styrkhafa, nú
frá Finni Arnari. Með tíð og tíma
ættum við síðan að vera búin að
byggja upp veglegt safn,“ sagði
Gunnar en fyrirtæki hans kaupir
einnig verk af listamönnum í gegn-
Morgunblaðið/Þorkell
GUNNAR Dungal forstjóri Pennans ásamt styrkþegum, Olöfu
Nordal og Finni Arnari Arnarsyni.
um listasjóð atvinnulífsins en í gegn-
um þann sjóð skuldbinda mörg fyrir-
tæki í landinu sig til að kaupa mynd-
listarverk með reglulegu millibili.
Hann segir að listasjóður Pennans
sé kominn til að vera og vonar að
önnur fyrirtæki muni fylgja í kjölfar
Pennans og stofna til slíkra sjóða.
„Þegar ég kem inní fyrirtæki kolleg-
anna og sé listaverkin á veggjunum
eftir gömlu meistarann, verk sem
framsýnir stjórnendur fyrirtækjanna
keyptu af listamönnunum á þeirra
yngri árum, þá sé ég að stórt gap
er að myndast í þessum efnum og
mér flnnst að menn verði að sýna
djörfung á þessu sviði sem öðrum,“
segir Gunnar en hann hefur í hyggju
að hækka styrkupphæðina sem
Penninn veitir. „Það eru ekki mörg
fyrirtæki með svona menningar-
styrkveitingar. Ég vona að styrkur
Pennans geti varpað ljósi á hvað
ungt listafólk í landinu er að gera.“
MEIRíHÁTTAR ÚTSALA
hefst í dag, fimmtudaq,
kl. ÍO.Ou
HERRAOEiLO
Jakkaföt óður: 32.900 nú 19.900
Skyrtur óður 3.900 nú 1.900
Bolir óður 2.500 nú 990
Úlpur óður 8.900 nú 4.900
Sailor jakkar óður 15.900 nú 7.900
Skór óður 4.900 nú 2.500
Skór óður 10.900 nú 6.900
0% AFSL. * OIESEL 50% AFSL
DöMUDEILD:
Bolir óður 1.900
Peysur óður 4.900
Buxur óður 5.900
Blússur óður 2.900
BfiöNX 40% AFSL.
SKóDEILD:
Destroy skór óður 8.900
Destroyskór óður 7.900
Shelly's skór óður 10.900
nú 990
nú 2.500
nú 2.900
nú 1.900
nú 2.900
nú 2.900
nú 6.900
NÝTI KORTATíMABIL
Lauqaveqi, s. 5111717 • Krinqlunni, s. 568 9017
Þjóðleg
dagskrá
með djass-
ívafi
FNNSKIR listamenn skemmta á
Sólon íslandus á föstudag og um
helgina í Norræna húsinu. Þeir eru
Ami Aspelund söngvari, Annikka
Hultman leikkona
og söngkona og
Henrik Wikström
píanóleikari, öil
frá Helsinki.
Annika Hult-
man og Henrik
Wikström halda
djasstónleika á
föstudagskvöld
kl. 21 á efri hæð
Kaffí Sólon ís-
landus. Ami
Aspelund kemur
einnig og syngur
nokkur af eigin
lögum. Aðgangur
er 500 kr. og mið-
ar verða seldir við
innganginn.
Sunnudaginn
19. janúar kl. 16
í Norræna húsinu
verða Hultman og Aspelund með
kabarettdagskrá sem þær nefna
„Skvaller". „Þær leiða okkur um líf-
ið á landsbyggðinni í Finnlandi og
inn i reykmettað loft kránna í Hels-
inki. Tónlistin er full af galsa og
glettni og svo er hugtakið „Finn-
landssænskt“ tekið og krufið á gam-
ansaman hátt. segir m.a. í kynningu.
Að loknu hléi syngja þær bæði á
sænsku og finnsku við texta eftir
Bengt Ahlfors, Kent Söman, K.G.
Backholm o.fl.
Topelius verður einnig túlkaður á
nýstárlega hátt af Ami Aspelund.
Við píanóið situr Henrik Wikström.
Aðgangur er 500 kr. og miðar
verða seldir við innganginn.
1 A1 A hófst í dag kl. 10.00 iMýtt kortatímabil
UTSALA (f|r) PIPAROGSALT Klapparstíg 44 - Sími 562-3614