Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 68
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 tfP Mectn <o> AS/400 er... MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fjórir í gæslu vegna smyglmálsins 4.000 flöskur af vodka gerð- ar upptækar Morgu nbl aðið/Rax * I lauginni ÞRÍR menn hafa verið handteknir og tveir þeirra verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í eina viku, grunaðir um aðild að smygli á um 10 þúsund flöskum af vodka. RLR hefur gert upptækar um 4 þúsund flöskur og þykir ljóst að um 6 þúsund flöskur hafi komist í dreifingu. Áður höfðu tveir menn verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 28. janúar í tengslum við smyglmálið. Um er að ræða þriggja pela flösk- ur af bandarísku vodka af tegund- inni Jenkins. Miðað við útsöluverð á vodka í útsölum ÁTVR er verð- mæti sendingarinnar yfir 20 millj- ónir króna. Lögreglan á Akureyri handtók í vikunni tvo menn og við yfirheyrsl- ur viðurkenndu þeir að hafa keypt 35 kassa af áfenginu, eða 420 flösk- ur. Um er að ræða áfengi úr sömu smyglsendingu. Að sögn Daníels S VÍ N ARÆ KT ARFÉLAG íslands stefnir að því að flytja inn tvo nýja svínastofna af tegundunum Yorks- hire og Duroe. Fyrir eru í landinu tveir svínastofnar, sá íslenski og norskur stofn sem byijað var að flytja inn 1994. Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélagsins, segir þennan innflutning forsendu þess að hægt verði að stunda samkeppnishæfa svínarækt á íslandi í framtíðinni. Hann segir að stefnt sé að því að flytja inn erfðaefni með reglulegum hætti. Þannig verði gæði kynbóta- Snorrasonar, lögreglufulltrúa í rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri, voru fjórir menn til við- bótar handteknir í tengslum við málið. Viðurkenndu þeir að hafa keypt áfengi af mönnunum tveim- ur. Daníel segir að málið teljist upplýst af hálfu rannsóknarlögregl- unnar á Akureyri og hefur öllum mönnunum verið sleppt. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá RLR, segir að í gámi, sem einn þeirra sem nú situr í gæsluvarðhaldi, flutti inn í desem- ber, sé talið að hafi verið um 10 þúsund flöskur af vodka, eða á milli 800 og 900 kassar. Hörður kveðst ekki hafa upplýsingar um það á þessu stigi málsins hvort grunur leiki á um að starfsmenn eða starfsmaður tollgæslunnar sé viðriðinn málið. Hann vildi ekki upplýsa hvort játningar lægju fyrir. starfsins best tryggð. Markmiðið sé að íslensk svínarækt geti staðist erlenda samkeppni bæði hvað varð- ar verð og gæði. Erlendu svínastofnarnir vaxa mun hraðar en sá íslenski. Dýrin safna meira kjöti en minni fitu, nýta betur fóður og eru fijósamari. Reiknað er með að blendingsrækt skili sér i 15-20% fleiri grísum á hveija gyltu, en við það eykst hag- kvæmnin í greininni verulega. ■ Fluttir verða/34 NÚ er sá árstími sem grunn- skólanemendur læra fyrstu sundtökin eða fullkomna þá kunnáttu sem fyrir var. Skóla- sund stóð yfir í sundlauginni í Kópavogi á dögunum þegar ljósmyndari átti þar leið um. Nemandinn virðist hafa tekið hraustlegan sprett og vera hvíldinni feginn. Danir banna inn- flutning á þorramat Þorri blót- aður yfir dönsku hlaðborði HEFÐBUNDINN þorramatur verð- ur ekki á boðstólum á þorrablótum íslendinga í Danmörku í ár. Danir hafa hert reglur um innflutning á kjötvörum til einkanota í samræmi við reglur Evrópusambandsins. Sendiráðið í Kaupmannahöfn hefur ritað danska landbúnaðar- ráðuneytinu bréf og spurst fyrir um hvort unnt væri að veita undanþágu fyrir íslendingafélögin og náms- mannafélögin í Danmörku til þess að flytja inn þorramat. Svar við málaleitaninni hefur ekki borist. Skítamórall á að bæta ástandið íslendingafélagið í Óðinsvéum ætlar engu að síður að halda þorra- hátíð 14. febrúar nk. og verður þar boðið upp á hlaðborð að hætti Dana. Til að blíðka hátíðargesti vegna skortsins á súrsuðum hrútspungum, hákarli og fleira góðgæti mun hljómsveitin Skítamórall halda uppi stemmningunni að loknu borðhaldi. ■ Hefðbundinn/10 -------------- Lenti á ljósavita UMFERÐARSLYS varð á mótum Miklubrautar og Skeiðarvogar laust fyrir kl. 19.30 í gærkvöldi. Maður sem ók bíl sínum vestur Miklubraut missti vald á bílnum og hafnaði hann á umferðarljósavita. Kyrrstæður bíll var á gatnamótunum og er hugsanlegt talið að maðurinn hafi ætlað að komast hjá árekstri við þann bíl með fyrrgreindum af- leiðingum. Maðurinn var fluttur á slysadeild en er ekki talinn alvarlega slasaður. Bíllinn var fluttur á brott með drátt- arbíl. Nýir svínastofn- ar til landsins Nýliðarn- ir unnu NÝLIÐAR Fram í 1. deild í handknattleik karla gerðu sér lítið fyrir og unnu efsta liðið Aftureldingu 26:25 í gær- kvöldi. Munar nú aðeins tveim- ur stigum á Aftureldingu og Haukum, en þessi lið mætast einmitt í Mosfellsbæ n.k. laug- ardag. ■ Stálin stinn/B4 Óvenjumikil viðskipti með verslunarhúsnæði í Reykjavík Aformað að reisa nýtt stórhýsi við Kringluna ÁFORM eru uppi um að reisa 4-5 þúsund fermetra verslunarhús á milli suður- og norðurhluta Kringl- unnar í Reykjavík sem mun tengja Kringluna og Borgarkringluna saman. Að sögn Jóns Pálma Guð- mundssonar, hjá eignarhaldsfélag- inu Hofi ehf., er áætlað að húsið verði tilbúið á næsta ári. Miklar hræringar eiga sér stað í verslunarrekstri í Reykjavík um þessar mundir. Mikil sala hefur verið í húsnæði í miðbænum og muna menn vart annað eins frá því Kringlan var opnuð 1987. Að sögn Eddu Sverrisdóttur, formanns Laugavegssamtakanna, er mikil eftirspurn eftir verslunarhúsnæði frá Hlemmi að Ingólfstorgi. Margar stórar eignir á þessu svæði hafa skipt um eigendur á síðustu vikum og mánuðum. Edda segir að talsvert margar fyrirspurnir hafí borist til Laugávegssamtakanna um hvort eitthvert húsnæði sé laust á svæðinu. Margar eignir skipta um eigendur Sem dæmi um eigendaskipti má nefna að Karl Steingrímsson kaup- maður í Pelsinum hefur keypt Laugaveg 16 þar sem Lauga- vegsapótek er til húsa. Vero Moda hefur keypt jarðhæðina á Lauga- vegi 97, en verslunin átti fyrir allt húsnæði áLaugavegi 95. Jón Sig- uijónsson, annar eigendi verslunar- innar Jóns og Óskars, hefur ásamt syni sínum og Jóni Ólafssyni, eig- anda Skífunnar, keypt Laugaveg 86. Áform eru uppi um að reisa stórt verslunarhús á lóðinni, sam- kvæmt heimildum blaðsins. Frank W. Sands hefur í félagi við Róbert G. Róbertsson og Ingvar Þórðarson keypt Vegamótastíg 4 af Reykja- víkurborg. Frank hefur einnig keypt ísafoldarhúsin við Austurstræti. Þá hefur fyrirtækið Hafrós keypt Laugaveg 13 þar sem Habitat- verslunin hefur verið rekin undan- farin ár. Auk þessa eiga sér stað hræring- ar í Kringlunni. Í húsnæði Gallery Borgar í Borgarkringlunni verður í mars opnuð tískuvöruverslunin Oasis, sem er í meirihlutaejgu eign- arhaldsfélagsins Hofs. í næsta mánuði flytur verslunin Heimsljós úr Kringlunni að Suðurlandsbraut 54 þar sem Exo-húsgögn eru til húsa. ■ Miklar hræringar/C2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.