Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 45
_____MIWMIWGAR____
DANÍEL FRANKLÍN
GÍSLASON
■4- Daníel Franklín Gíslason
• fæddist í Reykjavík 25. apríl
1909. Hann lést á Landspítalan-
um 5. janúar síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Neskirkju
14. janúar.
Kveðja frá Bandalagi
íslenskra skáta
Daníel Gíslason er farinn heim
og löngum skátaferli er lokið. Hann
gekk í Skátafélagið Væringja 22.
febrúar árið 1925 fyrir tilstuðlan
Jóns Oddgeirs Jónssonar. Samleið
Daníels og skátahreyfingarinnar
spannar því 72 ár af þeim 85 sem
hún hefur starfað á íslandi. Áhugi
Daníels og dugnaður, þýtt viðmót
og myndugleiki, leiddu óhjákvæmi-
lega til þess að hann var snemma
kallaður til forystu og gegndi fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum á löngum
skátaferli. Sinnti bæði stjórnar-
störfum og fræddi skátaforingja á
námskeiðum auk þess sem honum
var einkar lagið að stjórna varðeld-
um og samkomum. Hann var í
fremstu röð skátaforingja í Reykja-
vík á fjórða áratugnum og sat í
stjóm Skátafélagsins Væringja og
var aðstoðarfélagsforingi þess er
félagið sameinaðist Skátafélaginu
Örnum og stofnað var Skátafélag
Reykjavíkur. Stjómaði Daníel
stofnfundi Skátafélags Reykjavíkur
og var framarlega í forystusveit
félagsins uns hann fór til starfa
vestur um haf á styijaldarárunum
en skátar á skátaskólanum að Úlf-
ljótsvatni ortu um hann saknaðar-
Ijóð sem enn er sungið. Á Löngu-
eyju í New York vakti þessi ís-
lenski skátaforingi athygli og starf-
aði nokkuð með skátum þar og
hlaut viðurkenningu fyrir. Það er
athyglisvert að forsíðu dagblaðsins
Long Island Star 12. febrúar 1943,
mitt í stórfréttum heimsstyijaldar-
innar, prýðir mynd af tveimur ötul-
um skátaforingjum frá Reykjavík,
þeim Daníel og Hilmari Fenger, sem
einnig er farinn heim.
Daníel Gíslason hélt alla ævi
mikilli tryggð við skátahreyfínguna,
og innti af hendi mörg þarfíeg verk,
þótt hann sæti ekki í stjórnum og
ráðum hin síðari ár. Störf þessi
vora og metin að verðleikum.
Skátafélag Reykjavíkur gerði hann
að heiðursfélaga sínum árið 1959
og hann var sæmdur heiðursmerkj-
um Bandalags íslenskra skáta og
Skátafélags Reykjavíkur. Daníel
Gíslason gerðist félagi í samtökum
eldri skáta, St. Georgs gildinu í
Reykjavík.
Daníel sótti jafnan almennar
samkomur og skátamót svo lengi
sem heilsan leyfði, og hugurinn var
ævinlega hjá ungum skátum sem
vora að þjálfa sig og læra af skáta-
störfum. Þá mátti jafnan heyra
hvatningarorð hans og gamanyrði
er hann fylgdist með þeim af áhuga.
Daníel Gíslason var einn þeirra
manna sem tóku af mikilli alvöru
við þeim siðaboðskap sem skátalög-
in setja og lagði sig eftir að hafa
þau að leiðarljósi á langri ævi.
Hann var traustur maður og heil-
steyptur sem ekki mátti vamm sitt
vita. Nú er Daníel farinn heim, ís-
lenskir skátar þakka honum að leið-
arlokum, biðja honum blessunar
guðs á ókunnum stigum og flytja
ástvinum hans einlægar samúðar-
kveðjur.
Ólafur Ásgeirsson.
ÞÓRÐUR
EINARSSON
■4“ Þórður Einarsson fæddist á
* Siglunesi á Barðaströnd 25.
október 1921. Hann lést á Land-
spítalanum 24. nóvember síð-
astliðinn og fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni 3. desember.
Nú leggur þú á hinn ljósa vog,
sem liggur á milli stranda.
Þér verður fagnað af vinum, þar
sem verðir himnanna standa,
sem alkomnum bróður, úr útlegð, heim
af eyðimörk regin-sanda.
(Kristján frá Djúpalæk)
Þegar Júlíus vinur minn hringdi
í mig seint í nóvember og sagði að
faðir sinn væri látinn eftir löng
veikindi, þá varð mér á, eins og
mörgum, að líta til baka í skjóðu
minninganna. Og það er svo skrýtið
að það sem einn kýs að hylja í
minningunni kýs annar að geyma
í hjarta sínu.
Fyrir mér stendur efst í minning-
unni um Þórð ferðalag sem ég,
Júlíus, sonur hans, og sameiginleg-
ur kunningi okkar fórum í þrettán
ára gamlir. Þórður keyrði okkur
austur fyrir fjall, en þar sem gest-
gjafi okkar slasaðist að kvöldi
komudags okkar varð Þórður að
sækja okkur strax daginn eftir.
Þessi ófyriséða stytting varð okkur
stráklingunum eðlilega svolítið erf-
ið, ofan á það bættust fleiri óhöpp
sem Þórður greiddi úr. Hann hafði
svo einstakt lag á að gera flókna
hluti einfalda. Við töluðum um það
strákarnir lengi vel á eftir að Þórð-
ur hefði staðið sig þarna sem sann-
kallaður forystuflekkur. Hann var
okkur stoð og stytta í erfiðleikum
okkar, fyrirmynd.
Önnur minning sem tengd er
Þórði og eftirlifandi eiginkonu hans,
Maríu, er heimili þeirra í Sigtúni
35. Þórður og María vora af þeirri
kynslóð sem gjarnan bjó sér til
þægilegt sveitaheimili í miðri borg,
þar sem íslenskir siðir vora hafðir
í heiðri á hátíðisdögum og hvers-
dags var og er alltaf heitt á könn-
unni. Að Þórði liðnum er erfítt að
ímynda sér annað þeirra hjóna án
hins.
Þórður var ráðagóður þegar leit-
að var til hans, hnyttinn og orðhag-
ur og fljótur að komast að kjama
málsins. Til ungdómsins skilaði
Þórður sér með athygli, áhuga og
skilningsríkri hlustun og á tungu
hanslá alltaf hvatning inn í framtíð-
ina. Ég var heimilisvinur, en í starfí
og út á við vissi ég að Þórður var
samviskusamur og skyldurækinn.
Einkum verður persóna hans minn-
isstæð og áhrifarík fyrir traustið
sem hann vakti og framganga öll.
Það var ekki fyrr en hin síðari
ár þegar heimsóknir mínar urðu
strjálli, að Þórður sýndi á sér nýjar
hliðar. M.a. að hann var prýðisgóð-
ur hagyrðingur. En er það ekki ein-
mitt óforgengilegur sannleikur að
þeir sem ná að blómstra með alla
flóru litanna í sínum skapgerðar-
þroska og hafa kjark og eldmóð til
athafna, hafa alltaf gull að gefa
undir þeim samræmda boga, ekki
endilega það sem sagt er eða gefíð
beint, heldur er ég meir að tala um
að hafa hlustun og þolinmæði og
vitað sé af styrkri hendi þegar eitt-
hvað bjátar á. Að því leytinu held
ég að Þórður hafi kannast við
ábyrgð sína bæði í stóra og smáu
og verið þannig bæði mér og öðram
fyrirmynd í hans forlagastríði
hörðu.
En þín við minnumst með þökk í hug
sem þess, er við líkjast viljum.
Og fetum veginn í fótspor þín,
hve fátt og smátt sem við skiljum.
(Kristján frá Djúpalæk)
Maríu Júlíusdóttur, börnum og
barnabörnum og öðram aðstand-
endum votta ég mína dýpstu samúð.
Pétur Þormar.
TG-702 PM
Þrekhjól m. púlsmæli
* Tölvu-púlsmælir
* Newton þyngdarstillir
* Breitt, mjúkt sæti
Verð 26.306.
Nú 18.414.
Opið laugardaga kl. 10-14
Póstsendum
um land allt
E
.. Reidhjólaverslunin _
ORNINNP'
SKEIFUNNI 11, SÍMI 588 9890.
TM-302
Þrekstigi Deluxe
★ Tölvumælir
★ Mjúkt, stórt, „stýri
★ Mjög stöðugur
Verð 26.306.
Nú 18.414.
TC-1828
Klifurstigi Deluxe
★ Tölvumælir
★ Stillanleg hæð fyrir hendur
★ Mjög stöðugur
Verð 31.460.
Nú 22.022.
JANUARTILBOÐ
TONIC þrektæki