Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 51 ÞORVALDUR ÁGÚSTSSON VIKTORÍA HAFDÍS VALDIMARSDÓTTIR + Þorvaldur Ágústsson fædd- ist í Ásum í Gnúpveija- hreppi 8. ágúst 1919. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 3. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík 15. janúar. Vinur minn og bekkjarbróðir, Þorvaldur Ágústsson, er látinn. Ég vil nú minnast þessa vinar míns. Þorvaldur hóf nám í Menntaskól- anum á Akureyri í stríðsbyijun. Hann varð strax í uppáhaldi hjá okkur bekkjarsystkinum enda sér- stakt ljúfmenni, skemmtilegur og mikill söngmaður. Hann varð þó ekki fyrstur Gnúpveija til að efla I söngmennt í MA því að þeir Hæls- bræður, Steinþór og Þorgeir, höfðu skömmu áður varpað Ijóma á skól- ann með söng sínum í MA kvartett- inum. Á skólaárunum fyrir norðan bundust menn vináttuböndum sem aldrei brustu og tryggari vin en Þorvald var ekki hægt að hugsa sér. Að honum stóðu traustir stofn- ar, móðurkynið frá Ásólfsstöðum, i náfrændi öðlingsins Ásólfs Páls- I sonar, sem er nýlátinn. í föðurætt " afkomandi Magnúsar Andréssonar í Syðra-Langholti, sem sr. Árni Þórarinsson segir í ævisögu sinni að hafi verið sérstakur ágætismað- ur og að afkomendur hans njóti þess. Ég hefí sannreynt að sr. Árni hefur á réttu að standa, því annað eins afbragðsfólk hefi ég ekki fyrir- hitt á lífsleiðinni eins og afkomend- * ur Magnúsar Andréssonar í Syðra- | Langholti. h Frá námsárunum okkar í MA er margs að minnast. Flest vorum við bekkjarsystkinin langt að kom- in og ekki til siðs að vera að skreppa heim í tíma og ótíma. Því var skól- inn okkur sem annað heimili og bekksögnin eins og stór systkina- hópur. Samhygðin risti djúpt, væntumþykjan var mikil og vin- áttuböndin traust. Við lásum, lék- um og sungum og í minningunni eru þetta skemmtilegustu árin. Þorvaldur gat allt, lék, spilaði og söng. Ágætur námsmaður sem tal- aði og ritaði fallegt mál, hafði góða frásagnargáfu með léttri kímni. Minnisstæðar eru ferðir með Sig- urði skólameistara um sögusvið Eyjafjarðar og uppí Útgarð, skíða- skála MA, þar sem meistari hlýddi okkur yfir Islendingasögurnar. Við Þorvaldur vorum sammála um það að Sigurður skólameistari hafi ver- ið langsamlega besti kennari sem við höfum haft. Þetta ræddum við oft og ævinlega bætti Þorvaldur því við að Unnur Kjartansdóttir í Hruna hafi líka verið afburða kenn- ari. Það voru 38 ungmenni sem tóku stúdentspróf frá MA vorið 1943, 35 piltar og 3 stúlkur. Það var óskaplega gaman og synd að fá bara að upplifa það einu sinni á ævinni. Við skólaslit var síðan venja að veita afburða nemendum verð- laun og heiðraði Sigurður skóla- meistari Þorvald „fyrir eflingu söngs í sönglausum skóla“. Það átti Þorvaldur sannarlega skilið. Að loknu stúdentsprófi héldu flest okkar suður í Háskóla íslands og við Þorvaldur hófum nám í læknis- fræði. Við bjuggum saman í 3 ár á Nýja-Garði í herbergi tileinkuðu Árnessýslu og hét auðvitað Stóri- Núpur. Löngu, löngu síðar sýndi Þorvaldur mér kirkjuna á Stóra- Núpi og skýrði út fyrir mér altari- stöfluna sem Ásgrímur málaði með sr. Valdimar og Ijallasalinn í Þjórs- árdal í allri sinni dýrð. Það þótti mér gaman. Þorvaldur var strax kosinn í stúdentaráð og seinna í stjórn stúdentafélags Háskólans. Hann lauk prófi í forspjallsvísind- um en hélt ekki áfram námi í læknisfræði. Ég veiktist af berklum varðveita ömmu engil í sorginni. Veit honum, Drottinn, þína eilífu hvíld og lát þitt eilífa ljós lýsa hon- um. Hann hvíli í þínum friði. Amen. Sara, Margrét og Helena Ýr. Er ég tek mér penna í hönd til að minnast frænda míns og vinar, kemur margt upp í hugann, því mörg eru orðin árin sem við höfum átt samleið meira og minna. Þótt aldursmunur væri töluverður þá var hann löngu horfinn. Ég læt hugann reika yfir fjöll og dali, norður í Skagafjörð, og ber mig hratt yfir. Ferðin er auðveld, því oftast þegar við frændsystkinin hittumst snerist umræðan um fjörð- inn og fólkið þar. Eitt sinn sem oftar man ég eftir þegar Halldór og Karolína, þau hafa misst mest. Vinskapur okkar hófst sumarið 1988 þegar þú og Steini, ég og fjöl- skylda mín fórum til Akureyrar og áttum þar yndislegar stundir. Eftir þessa ferð styrktist vinátta okkar og höfum við átt margar góðar stundir saman síðan og minning- arnar lifa í hjörtum okkar allra. Elsku Árný mín, ég og fjölskylda mín öll kveðjum þig með söknuði. Elsku Steini, Hilmar, Alla, Karo- lína og aðrir aðstandendur, missir ykkar er mikill, megi góður guð styrkja ykkur og styðja. Júlíana, Gísli, Erling og Daníel. og var innlagður á Vífilsstaði og þá taldi Þorvaldur í mig kjark og aldrei mun ég gleyma vináttu hans og umhyggju. Við bekkjarsystkinin höfum haldið uppá stúdentsafmæl- ið okkar á fimm ára fresti og tvisv- ar haldið það hátíðlegt austur í Þjórsárdal á Ásólfsstöðum og í Ásaskóla, ekkert þótti sjálfsagðara. Þá var mikið sungið. Þjórsárdælir eru óviðjafnanlegir. Þegar lífsins amstur tók við af hinum glöðu stúdentsárum, þá „varð vík á milli vina“ og við bekkj- arsystkinin höfðum minni tíma til að blanda geði, enda mörg okkar langdvölum erlendis. Við Þorvaldur tókum þó upp þráðinn þegar við eltumst og hægjast tók um. Sömu vinirnir með sömu hugðarefnin. Alltaf var jafngaman að ræða við hann og umræðuefnið oftast þjóð- leg fræði. Þorbergur var hans uppáhald. Hann var elskur að bók- um og batt þær inn sjálfur. Á sjö- tugsafmæli mínu færði hann mér Árnesingasögu, sem hann batt sjálfur listilega inn í skrautband. Þær bækur skipa heiðurssess í bókaskápnum mínum. Þorvaldur unni heimamhögunum og í Þjórsárdalnum þekkti hann hveija þúfu. Þangað sótti hann á meðan heilsan leyfði. Ég heimsótti hann í Ása fyrir tveimur árum og fékk hann til að leita með mér að þurrabaðinu í Þjórsárholti, sem er nánast óbreytt frá dögum Eggerts og Bjarna og líklega alveg frá landnámstíð. Þá sá ég að Þorvaldi var brugðið. Hann þurfti upp á síð- kastið á súrefni að halda en þrátt fyrir það var hann alltaf glaður og reifur og gaman að ræða við hann. Hann var hættur að geta lesið en nýtti sér upptökur með lesefni og naut þess og ég naut þess að ræða við hann um það sem hann hafði ný „lesið“. Mikið sakna ég þessa bekkjarbróður og vinar. Við Lovísa sendum börnum hans, Steinunni og Jóni og fjölskyldum þeirra, Stef- aníu systur hans og Guðmundi mági hans og fjölskyldunni í Ásum innilegustu samúðarkveðjur. Jón Þorsteinsson. kom ýmissa erinda á vinnustað minn og kallaði yfir borðið: „Nú er maður að bregða sér í Skagafjörð- inn, frænka góð.“ Svipurinn var ákafur og sálin auðsjáanlega flogin á undan. Ég sé Halldór fyrir mér; einarðlegur svipurinn lýsti hinum fijóa hug og hreinu lund sem hann hafði til að bera. En lífið var ekki dans á rósum hjá honum frekar en mörgum öðrum. Oft þyngdist róður- inn, en bjartsýnin var ríkur þáttur í skapgerðinni og sigrar unnust, enda þátttakan í lífsgæðakapp- hlaupinu örugglega engan veginn markmiðið. Hin skjótu og næmu viðbrögð Halldórs gagnvart náunganum komu oft í ljós. Ef veikindi og erfið- leikar sóttu að var hann umsvifa- laust mættur og skipti þá engu máli hver í hlut átti — skyldir eða vandalausir — ein var hugsunin; að létta byrðarnar. Reyndar þurfti ekki veikindi til. Eitt dæmi: Það var mjólkurlaust í Reykjavík og hafði svo verið að mig minnir í nokkra daga. Þetta var óþægilegt þar sem smábörn voru, en svo var einmitt hjá mér. Einn daginn, öllum að óvörum, birtist frændi og var asi á honum. Hann slengdi nokkrum pottum af mjólk inn fyrir dyrnar og sagði: „Litlu stelpunum veitir ekkert af þessu," og var þar með rokinn. Hann hafði þá farið austur fyrir fjall og náð í mjólk og þurfti svo að útbýta víða. Hamingjumann tel ég Halldór hafa verið, ef maður hugsar út frá hinum einu sönnu gildum í lífinu, sem fyrst og fremst felast í heimili og fjölskyldu. Þar var hornsteinninn traustur og eiginkonan, ásamt allri fjölskyldunni, stóð sterkan vörð þar um. Nú að lokum finnst mér ég sjá hann fara hraðbyri í nýárssólinni, fijálsan og fagnandi, að eilífðar- ströndum. Elsku Kolla mín og fjöl- skyldan, ég sendi ykkur hlýjar sam- úðarkveðjur frá mér og mínu fólki. Ragnheiður Jónsdóttir. + Viktoría Hafdís Valdimars- dóttir fæddist í Sandgerði 1. júní 1951. Hún lést 21. desember siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grinda- víkurkirkju 28. desember. Feijan hefur festar losað. Farþegi er einn um borð. Mér er Ijúft - af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fýrir liðinn dag. (J. Har.) Elsku Haddý, mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum, sem þó virðast svo fátækleg. Betri vinkonu hef ég ekki eignast á svo stuttum tíma. Þú valdir það hlut- verk í lífinu að skapa og gefa og að gleðja aðra og kærleikur þinn og glaðværð smitaði út frá sér. Alltaf varstu boðin og búin til að hjálpa öðrum. Síðastliðið vor þegar Hilmar fermdist fengum við að njóta hjálp- semi þinnar bæði við skreytingu á sal og við matseld. Þær eru margar góðu stundirnar sem við fjölskyldan höfum átt með þér. Nokkrar góðar grillveislur voru haldnar síðastliðið sumar í Heiðarhrauninu hjá þér og komum við þá öll saman og nutum samvist- anna. Elsku Haddý mín, það var svo margt sem við höfðum ætlað okkur að gera saman á næstunni, en verður að bíða endurfunda á öðrum stað. Það var mannbætandi fyrir alla að kynnast þér og vil ég þakka þér fyrir þann yndislega tíma sem ég fékk að þekkja þig, sem var þó alltof stuttur. Við Ævar, Hilmar og Guðrún söknum þín sárt og biðjum góðan guð að blessa þig, elsku vinkona. Elsku Rúnar, Inga Fanney, Haukur, Valur, Fanney, Ágústa, Alexandra, Raggý, Eygló, Inga og Venni, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Helga Guðmundsdóttir. Laugardaginn 21. desember bárust okkur þær sorgarfréttir að hún Haddý frænka hafi látist þá + Halldór Fannar Ellertsson fæddist 30. nóvember 1950. Hann lést í Reykjavík 25. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Sorgin nísti hjarta mitt þegar ég frétti lát hans, svo stuttu eftir að við höfðum hist, rætt saman og ráðið ráðum okkar um sameiginlegt áhugamál okkar og framtíðina. Hann var frábær tónlistarmaður, lög hans og textar svo falleg að oftsinnis varð ég hrærður þegar rödd hans túlkaði þessa texta í fögr- um söng. Hann sýndi mér mikinn heiður með því að leyfa mér að vera með. Hann kom alltaf svo vel fram við mig og ég er þakklátur fyrir stundir okkar saman. Ég þakka honum að hafa tekið mig undir verndarvæng sinn á sérlega erfíðum kafla í lífi mínu. Þeim kafla lauk með því að hann leyfði mér að syngja með sér fallega lagið sitt við ljóð Ragnars Inga sem fjallar um þungar byrðar utangarðsfólks. Á þeim tíma lærði ég margt um raunverulegt manngildi: Margir gjalda grimmra skapa, ganga langt á köldum frera. Margur dæmist til að tapa, tjón og þrautir varð að bera. um nóttina. Aldrei hefði ég trúað því að þú færir svona snemma frá okkur, en sagt er að þeir deyi ung- ir sem guðirnir elska mest, og ég trúi því að þér hafi verið ætlað miklu stærra hlutverk annars stað- ar. Núna ertu komin til pabba þíns og ömmu og ég veit að þau taka vel á móti þér og láta þér líða vel. Þú varst mér eins og stóra systir og varst alltaf til staðar fyrir mig, við gátum setið tímunum saman og spjallað. Ég man þegar þið Rúnar giftuð ykkur fyrir tólf árum og hvað Valur og Haukur voru ánægðir. Þið áttuð saman yndis- legt heimili með öllu handverkinu þínu sem þú varst svo lagin við að gera, þú varst frábær listamað- ur. Þegar við Hallur eignuðumst ívar Kristin man ég hvað þú varst stolt, þú sagðist eiga svo mikið í honum, og sama ár, bara ellefu mánuðum síðar, eignuðust þið Rúnar litlu prinsessuna ykkar, hana Ingu Fanneyju, „óskasteininn ykkar“. Við áttum eftir að gera svo margt saman með þeim, þau byija bæði í skóla næsta haust og ^ verða fermd á sama ári, þetta var allt eftir. Elsku Haddý mín, ég vil þakka þér fyrir allar samverustundirnar þessi allt of fáu ár en þau voru dýrmæt og góðu minningarnar á ég alltaf. Elsku frænka, ég sakna þín og ég mun alltaf elska þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, g margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Rúnar minn, Inga Fann- ey, Valur, Haukur, Ágústa, Alex- andra Marý, amma, mamma og aðrir ástvinir megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Valdís, Hallur og ívar Kristinn. * Blindingsleikur böls og harma, berst um torg og stræti víða. Meðan vefur mannsins karma mynstur sorgar, beygs og kvíða. Fáum reynist fært að valda forlaganna þunga hjóli. Til að ljúki leiknum kalda, leita þeir að tryggu skjóli. (Ragnar Ingi Aðalsteinsson.) * Hann var einlægur og hjartahlýr maður sem ávallt tók upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín. Minn- ingin um hann mun lifa, hann var mér kær sem bróðir og ég sakna hans sárt. Atli Guðmundsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-" skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfa- síma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðall- ínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir* greinunum. HALLDÓR LÁRUSSON I I I .5 + Halldór Lárusson fæddist á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði 2. apríl 1939. Hann lést á Landspítalanum 1. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 14. janúar. g) Elsku afi okkar. Við viljum fá að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við feng- um að eiga með þér, öll góðu jólin, öll ferðalögin sem við fórum saman í Borgaríjörðinn og allar ánægju- legu stundirnar sem við höfum átt með ykkur ömmu þegar við höfum fengið að gista hjá ykkur. Við vitum að þér líður vel núna, elsku afi, þar sem þú ert kominn til Guðrúnar ömmu. Við viljum síð- an biðja góðan Guð að styrkja og ÁRNÝMAGNEA HILMARSDÓTTIR + Árný Magnea Hilmarsdóttir var fædd í Víkum á Skaga 14. mars 1944, en ólst upp á Hofi í Skagahreppi. Hún lést á heimili sínu í Hafnarfirði 3. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarð- arkirkju 10. janúar. -L Ekki veit ég hvernig ég komst í gegnum þessa grein og ekki veit ég hvernig ég á að takast á við sorgina. Mér er búinn hinn mesti harmur í hjarta, hún Árný vinkona mín er látin og ég sakna hennar svo mikið. En það eru fleíri, eigin- maður hennar Steini, Hilmar, Alla HALLDÓR FANNAR ELLERTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.