Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Munu ekki
myrða
gísla
Lima. Reuter.
LIÐSMENN skæruliðasamtak-
anna Tupac Amaru, sem hafa
74 gísla í haldi í bústað jap-
anska sendiherrans í Lima, höf-
uðborg Perú, lýstu yfir því í gær
að þeir hefðu ekki í hyggju að
myrða fanga sína.
„Við höfum ekki í huga að
framkvæma aftökur eða setja
úrslitakosti," sagði einn skærul-
iðanna, sennilega leiðtogi
þeirra, Nestor Cerpa Cartolini,
í talstöðvarsamtali, sem frétta-
stofa Reuters fylgdist með.
Fallast á tillögur um
sérstaka nefnd
Maðurinn sagði hins vegar
einnig að eftir því sem neyðar-
ástandið drægist á langinn yrði
líklegra að því lyktaði með átök-
um. Hann kvað skæruliðana
umgangast gíslana „í samræmi
við virðingu þeirra".
Sjónvarpsfréttastofan CNN
greindi frá því að skæruliðamir
hefðu í gær fallist á tillögu stjóm-
ar Perú um að sérstök nefnd
skipuð fulltrúum Rauða krossins,
Páfagarðs, stjómar Guatemala
og ónefnds Evrópuríkis mundi
hafa eftirlit með viðræðum
stjómar Perú og þeirra um að
binda enda á gíslamálið.
Stjóm Perú hafði lagt til að
fulltrúar Rauða krossins og Páfa-
garðs fylgdust með, en skærulið-
ar vildu bæta við fulltrúum Gu-
atemala og einhvers Evrópuríkis.
Þetta var fyrsta yfirlýsing
skæruliða um samninga frá því
að viðræður fóru út um þúfur á
sunnudag vegna þess að skærul-
iðar kröfðust þess að þær fjölluðu
í meginatriðum um lausn §ögur
hundmð samheija úr perúskum
fangelsum. Forseti Perús, Al-
berto Fujimori, kveðst ekki taka
lausn þeirra í mál.
Mánuður liðinn
Skæruliðamir réðust inn í
bústað sendiherrans 17. des-
ember og tóku þá um 500 gísla,
en hafa síðan sleppt rúmiega
400.
Reuter
MARGRÉT drottning gengur fram hjá heiðursverði við komuna í Kristjánsborgarhöll í fyrradag.
Ríkisafmæli í
himnesku veðri
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞAÐ viðraði vel í Kaupmannahöfn
til vagnferða í gær, svo ferð Mar-
grétar Þórhildar drottningar og
Hinriks prins í hestvagni frá
Amalienborgarhöll, um Strikið og
að Ráðhúsinu, tókst hið besta.
Tugþúsundir borgarbúa stóðu alls
staðar meðfram leiðinni auk þess
sem gífurlegur fjöldi hyllti drottn-
inguna þegar hún kom fram á
hallar- og Ráðhússsvalirnar. Allt
eru þetta hefðbundin atriði, þegar
konungsfjölskyldan fagnar stórvið-
burðum eins og nú á aldarfjórð-
ungs ríkisafmæli drottningar.
Pjölmiðlar eru stútfullir af efni í
tilefni tímamótanna og aðeins fjár-
málablaðinu Bersen virðist ofbjóða.
í gær mætti drottningin í þingið
til að taka á móti árnaðaróskum
þingheims og taka við gjöf hans,
sem var forláta skatthol úr hnotu.
Drottningin hafði á orði er hún tók
á móti gjöfinni að þegar hún seinna
meir opnaði skúffur skattholsins
myndi hún velta því fyrir sér hvaða
hugsanir þingmenn hefðu nú sett
í þær. Dæmigerð drottningarum-
mæli, því drottningin er fljót að
svara hnyttilega fyrir sig.
í Ráðhúsinu snæddi hún há-
degisverð í boði borgarstjórnar og
þáði þar gjafir, silfurfat og tvo
bikara með einkennisstöfum
drottningar og prinsins. Síðdegis
tók hún á móti fulltrúum erlendra
ríkja og fleiri gestum en um kvöld-
ið hafði hún hátíðardagskrá í Kon-
unglega leikhúsinu fyrir boðsgesti.
Allir þjóðhöfðingjar Norðurlanda
taka þátt í afmælisdagskránni og
þá einnig íslensku forsetahjónin.
Bersen finnst nóg
um tilstandið
Dönum virðist láta drottningar-
erillinn vel enda nýtur konungsfjöl-
skyldan gífurlega vinsælda jafnt
ungra sem aldinna Dana og því
margir negldir við sjónvarpskjáinn
þessa dagana. Aðeins dagblaðinu
Bersen virðist ofbjóða tilstandið en
i leiðara þess sagði að tíð hátíða-
höld konungsfjölskyldunnar og yfir-
þyrmandi fjölmiðlaathygii, sem þau
hlytu, felldi gengi krúnunnar og
drægi af henni geislabauginn.
S-Kóreustjórn segir
N-Kóreu róa undir
Verkföllin
bæld nið-
ur fljót-
lega?
Seoul. Reuter.
ÁTÖK voru með verkfallsmönnum
og óeirðalögreglu í Suður-Kóreu í
gær og yfírvöld lýstu yfir, að
stjórnvöld í Norður-Kóreu reru
undir með verkalýðsfélögunum.
Þykir það benda til, að látið verði
til skarar skríða gegn þeim fljót-
lega.
Gerðir tveir kostir
Lögreglan beitti táragasi til að
koma í veg fyrir göngu verkfalls-
manna að Myongdong-dómkirkj-
unni í Seoul en þar hafa nokkrir
verkalýðsleiðtogar leitað hælis.
S-kóreskir saksóknarar lýstu jafn-
framt yfír, að leiðtogarnir ættu
tveggja kosta völ, annaðhvort að
gefa sig fram eða vera handteknir.
Verkalýðsfélögin höfðu boðað til
allsheijarverkfalls í landinu í fyrra-
dag og í gær en svo virðist sem
þátttakan hafí ekki verið mikil.
Var lítil sem engin truflun á sam-
göngum og ljóst er, að ekki er
órofa samstaða með verkamönn-
um.
Hótað brottrekstri
Choi Byung-kook, einn af ríkis-
saksóknurunum í S-Kóreu, sagði í
gær á fréttamannafundi, að N-
Kóreustjóm kynti undir verkföllun-
um. Telja fréttaskýrendur þá yfír-
lýsingu vera fyrirboða þess, að
verkföllin verði brátt brotin á bak
aftur.
Marcello Malentacchi, formaður
Alþjóðasambands málmiðnaðar-
manna, sagði í Seoul í gær, að sér
og félögum sínum hefði verið hótað
brottrekstri ef þeir hefðu eitthvert
samband við leiðtoga verkfalls-
manna í landinu.
Reuter
Hált í olíunni
Gestabók belgfarans
hafði ekki undan
BELGFLUG FOSSETTS
Bandaríski auðkýfingurinn Steve Fossett var í gær yfir reginhafi
í tilraun sinni til þess að svífa fyrstur umhverfis jörðina í loftbelg.
Ferðin hefur gengið að óskum og belgfarið, Andi einsemdar, flogið f 5,5 til 7,3 km
hæð yfir sjó. Klukkan 12:30 í gær að íslenskum tima var belgfarið statt um 550 km
austsuðaustur af Bermúdaeyjum
Þriðjudag, 04:46
Flugtak trá Busch-
leikvangi í St. Louis
08:07 Flýgurhjá Louisville, Kentucky
SLÆMT veður kom í gær í veg
fyrir tilraunir til að stöðva olíu-
leka úr rússneska olíuskipinu,
sem sökk við Norður-Japan.
Athuganir á flakinu hafa vakið
grun um, að sprenging hafi
valdið skipsskaðanum. Hefur
olían valdið gífurlegu tjóni og
spillt einum auðugustu fisk- og
skelfiskmiðum við landið. Hafa
íbúamir á þessum slóðum reynt
að þrifa upp olíuna á ströndinni
og oft hefur þeim orðið hált á
henni eins og þessari konu, sem
er að brölta á fætur eftir eitt
fallið.
BELGFLUG bandaríska auðkýf-
ingsins Steves Fossetts gekk að
óskum í gær, hálfum öðrum sólar-
hring eftir að hann lagði af stað
frá St. Louis í Bandaríkjunum.
Freistar hann þess að verða fyrst-
ur til þess að svífa í loftbelg um-
hverfis jörðina viðstöðulaust.
Talsmenn stjórnstöðvar ferðar-
innar sögðu að ferð belgfarsins,
Anda einsemdar, miðaði eins og
gert hefði verið ráð fyrir. Því mið-
aði áfram um eitthundrað kíló-
metra á klukkustund. Til þessa
hefði allt gengið snurðulaust ef frá
væri talin smávægileg bilun í hit-
ara, sem Fossett hefði fljótlega
tekist að laga.
Um hádegisbil í gær var
belgfarið statt 295 sjómílur, eða
550 kílómetra, austsuðaustur af
Bermúda. Flughæð þess er 18-24
þúsund fet, eða nokkru lægri en
flughæð tveggja belgfara, sem
gerðu misheppnaða hnattflugstil-
raun í síðustu viku.
Gert var ráð fyrir að flugferill
Anda einsemdar lægi til Bret-
lands, sveigði þar lítillega til suð-
austurs yfir Evrópu allt til Úkraínu
en þar taki belgfarið austlæga
stefnu og flygi yfir Rússland, Kaz-
akhstan, Kína og suðurhluta Jap-
ans áður en það færi yfir Kyrra-
haf. í gær neituðu Rússar því hins
vegar um heimild til yfirflugs og
varð Fossett að freista þess að
komast talsvert sunnar en hann
ætlaði.
Hægt hefur verið að skrifa í
gestabók Fossetts á alnetinu
(intemet) en vegna mikillar ásókn-
ar hefur tölva í móðurstöð belg-
flugsins ekki haft undan að taka
á móti kveðjum til ofurhugans.
Sömuleiðis hefur verið hægt að
senda honum spumingar, sem
hann ætlaði að nota dauðan tíma
um borð til að svara, en á netsíðu
Anda einsemdar var tekið fram í
gær, að Fossett gæti ekki lengur
svarað öllum þeim aragrúa fyrir-
spurna sem bæmst því hann hefði
svo margt annað að sýsla um borð
í belgfarinu.