Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkomulag um kirkjujarðir o g launagreiðslur ríkisins kynnt á aukakirkjuþingi Ríkíð greiðir laun presta og eignast jarðirnar ÍSLENSKA ríkið og þjóðkirkjan hafa gert með sér samkomulag um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkj- unnar. Samkomulagið felur í sér að kirkjujarðir og aðrar kirkju- eignir, að prestsetrum frátöldum, verða eign íslenska ríkisins og rennur andvirði jarðanna í ríkis- sjóð. Ríkið skuldbindur sig á móti að greiða laun biskups íslands og vígslubiskupa, 138 starfandi presta og prófasta þjóðkirkjunnar og 18 starfsmanna biskupsemb- ættisins. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki ríkis- stjómar og Kirkjuþings, svo og samþykki Alþingis á fmmvarpi til laga um stöðu, stjóm og starfs- hætti þjóðkirkjunnar. í samkomulaginu felst einnig að ríkið skuldbindur sig til að setja reglur um umgengni á kirkjustöð- um. Varðandi samkomulag um launagreiðslur ríkissjóðs era ákvæði um að íjölgi skráðum með- limum þjóðkirkjunnar um 5 þús- und, miðað við íbúaskrá þjóðskrár 1. desember 1996, skuldbindi ríkið sig til að greiða laun eins prests til viðbótar. Sama á við um frek- ari ijölgun. Fækki skráðum með- limum þjóðkirkjunnar um 5 þús- und miðað við sömu forsendur lækka launagreiðslur ríkisins sem nemur einum prestslaunum. Sama á við um frekari fækkun. Fjölgi prestum þjóðkirkjunnar um tíu skuldbindur ríkið sig einnig til að greiða laun eins starfsmanns á biskupsstofu til viðbótar en fækki þeim um tíu lækka launagreiðslur ríkisins sem nemur launum eins starfsmanns á biskupsstofu. Sögulegar ástæður í greinargerð með samkomulag- inu er bent á að það hafi verið meginhlutverk hinna fornu stóls- jarða að standa undir rekstri bisk- FRA aukakirkjuþingi í gær. F.v. séra Sigurður Sigurðsson vígslubiskup, Guðmundur Magnússon prófessor og séra Karl Sigurbjörnsson. upsstólanna á Hólum og Skál- holti. Þegar stólsjarðirnar voru seldar á öndverðri 19. öld hafi andvirði þeirra runnið í íjárhirslur danska ríkisins. „í svokölluðu fjárhagsmáli, er snerist um kröfur íslendinga á hendur Dönum, byggði Jón Sig- urðsson röksemdir sínar meðal annars á því tjóni sem íslendingar hefðu orðið fyrir vegna eignaupp- töku stólsjarðanna. Kröfugerðin gekk eftir að hluta og voru bætur greiddar þar til ísland varð full- valda ríki 1918. Þess vegna má segja að ríkissjóður íslands sé bundinn af þessum sögulegu ástæðum til að tryggja rekstur biskupsembættisins. Með því sam- komulagi sem nú liggur fyrir er þessi skuldbinding tryggð með öðru móti,“ segir í greinargerðinni. Tekið mið af stöðu kirkjueigna 1907 Samkvæmt samkomulaginu falla niður greiðslur til kristnisjóðs vegna seldra kirkjujarða. Ríkis- sjóður greiðir þó árlega næstu átta ár, samkvæmt samkomulag- inu, upphæð er svarar til fastra árslauna eins sóknarprests í sjóð- inn, eða um 2,5 milljónir króna. Kristnisjóður er starfssjóður kirkj- unnar sem hefur að megin tekju- stofni greiðslur vegna niðurlagðra prestakalla. Sá tekjustofn helst óbreyttur. Litið er á samkomulagið um eignaafhendingu og skuldbindingu sem fullnaðar uppgjör vegna þeirra verðmæta sem ríkissjóður tók við árið 1907. Samkomulagsaðilar geta óskað eftir endurskoðun á ákvæðum samkomulagsins um launagreiðsl- ur að liðnum 15 áram frá undirrit- un þess. I greinargerð með sam- komulaginu kemur fram að með afhendingu kirkjujarða og skuld- bindingu ríkisins vegna launa- greiðslna eigi sér stað fullnaðar- uppgjör, sem gert hafi verið með hliðsjón af stöðu kirkjueignanna 1907. Þá voru kirkjueignirnar 16,2% af jarðafjölda í landinu. Nú séu kirkjujarðir samtals um það bil 420, eða tæp 10% af lögbýlum í landinu. Ari Trausti Guðmundsson byrjaði sinn starfsferil sem kennari en er hættur að kenna og hefur snúið sér að sínu fagi, jarðeðlisfræðinni og fjallgöngum. Ef hann hefði ekki breytt skráningunni I símaskránni væru nemar enn að hringja í hann til að fá hærri einkunnir á prófum. Ari Trausti Gudmundsson kennari Símaskráin 1997 verður í einu bindi og mikil áhersla lögð á að hún innihaldi sem réttastar upplýsingar. Rétthafar síma - jafnt einstaklingar sem fyrirtæki - þurfa sjálfir að óska eftir öðrum breytingum en þeim sem orsakast af flutningi. Vinsamlegast athugið skráninguna og sendið inn breytingar ef með þarf hið fyrsta. Óskaði forræðis yfir kvóta Erindinu vísað frá SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hef- ur vísað frá erindi Guðbrands Jóns- sonar verslunareiganda í Reykjavík sem kallaði eftir forræði yfir „sínum hlut í íslenskum nytjastofnum á ís- landsmiðum." í svarbréfi ráðuneytis- ins segir að erindinu sé vísað frá vegna skorts á lagaheimildum. I samtali við Morgunblaðið sagðist Guðbrandur Jónsson ætla að skrifa þingmönnum Reykjavíkur bréf. Hann kvaðst ekki skilja að erindinu væri vísað frá vegna skorts á laga- heimildum og vísaði til 1. og 4. grein- ar laga um stjóm fiskveiða. „Eg ætla að sækja mína þingmenn heim til ábyrgðar og mótmæla því að íslenskir útgerðarmenn taki sam- eign þjóðarinnar og eignfæri á efna- hagsreikning 25.000 milljónir, fymi til gjalda um allt að 20%, 5.000 millj- ónir, og búi þannig til hagnað upp á 1, 2 eða 3% eftir atvikum. Það getur ekki gengið upp að annarra manna eign sé eignfærð á rekstraraðila ef annarra manna eign er þjóðareign," sagði Guðbrandur Jónsson. ♦ ♦ ♦--- ísafjarðarprestakall Eyðublað er á blaðsíðu 30 í Símaskránni 1996. Upplýsingar eru veittar í síma 550 6620 og faxnúmer er 550 6629. Rétt skal vera rétt! PÓSTUR OG SÍMI HF 1997 Laus staða aðstoðar- prests BISKUP ísiands hefur auglýst lausa stöðu aðstoðarprests í Isafjarðar- prestakalli, Isafjarðarprófastsdæmi. Sr. Jón Hagbarður Knútsson, sem gegnt hefur starfinu, hefur fengið lausn að eigin ósk. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.