Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AÐALHEIÐUR HJARTARDÓTTIR + Aðalheiður 1 Hjartardóttir fæddist á Hellis- sandi 19. ágúst 1947. Hún lést á heimili sínu i Reylqavík 10. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selja- kirkju 21. janúar. Mjög er mér orða vant, þegar mig nú langar að segja fáein kveðjuorð við ótíma- bært fráfall og útför kærs vinar, Aðalheiðar Hjartardóttur, húsfreyju og hjúkrunarfræðings. Frábær og traustur vinur var hún mér og minni fjölskyldu allt frá því er við kynnt- umst henni í fyrstu. Ung og glæsileg kom hún með eiginmanni sínum, sr. Valgeiri Ást- ráðssyni í Gaulveijabæjarsókn er hann, nú fyrir 23 árum var kjörinn sóknarprestur í Eyrarbakkapresta- kalli. Sárt var þeirra líka saknað hér eystra er þau síðar, hurfu til starfa í Seljasókn í Reykjavíkur- prófastsdæmi. En Eyrarbakka- prestakall var auðugra í safnaðar- lífi með sívökulu starfi þeirra, en Aðalheiður fylgdi manni sínum af einlægni í starfi hans. Með traust- um hugmyndum hennar og fúsum vilja, nutum við sóknarbörn marg- háttaðra starfa hennar við auðgun kirkjulegs starfs. Að hinu leytinu vann hún á starfstíma sínum hér eystra, við sjúkrastofnanir hér í héraði svo sem menntun hennar stóð til. Þar sem annars staðar vann hún störf sín af festu og kunnáttu. Traust og yfirveguð í margbreyti- leik hjúkrunarstarfsins. Aðalheiður bjó íjölskyldu sinni fallegt heimili jafnt á Eyrarbakka sem í Reykjavik. Þar var gott að koma og fmna yl vinsemdar og velgjörninga ofínn kurteisi og glað- værð. í hinni mannmörgu Seljasókn jukust verkefni þeirra hjóna ómælt. Ótrauð sem fyrr fylgdi hún eigin- manni sínum í störfum að eflingu safnaðarlífs með aðdáunarverðum krafti sem fram fór í starfí kirkju- kórs, og annars marg- breytilegs félagsstarfs. Móður og húsfreyju- starfíð var þó jafnt sem áður hennar aðals- merki. Við allt þetta bættust svo störfín utan heimilis á sjúk- rastofnunum í Reykja- víkurborg. Henni eiga margir margt að þakka. Hún var bjarg sem treysta mátti á hverri stund. Á dapurri kveðju- stund eru það ekki orð- in sem sefa sorg og söknuð heldur traust mininnig um fallegt líf hins horfna. Við sem urð- um svo auðug að eignast vináttu Aðalheiðar og að fá að umgangast hana í fjölbreytileika lífsins, deyfum söknuðinn með því að geyma minn- ingamar um allar góðu stundimar. Við Vilhelmína og bömin okkar þökkum henni vináttuna. Við þökk- um henni fóm og hlýju er hún sýndi okkur á erfíðum stundum og bless- um minningu hennar. Eiginmanni hennar, bömum þeirra og vinum, vottum við einlæga samúð og biðj- um góðan Guð að styrkja þau í sín- um mikla söknuði og sorg. Aðal- heiði Hjartardóttur kveð ég með orðum sér Hallgríms: Jesús er mér í minni, mig á hans vald ég gef, hvort ég er úti eða inni, eins þá ég vaki og sef, hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf, honum af hjarta ég treysti, hann mýkir dauðans kíf. Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu. Mér hefur verið sagt hér vestra að það hafí mikill fögnuður ríkt í Munaðarhóli þegar þeim hjónum Hirti Jónssyni hreppstjóra og Jó- hönnu Vigfúsdóttur organista fæddist dóttir. Og nágrannar þeirra og vinir hér í þorpinu á Hellissandi samglöddust þeim innilega. Fyrir áttu þau álitlegan og tápmikinn drengjahóp. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÖRÐUR VILHJÁLMSSON, Dvergabakka 8, verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju á morgun, föstudaginn 24. janúar, kl. 15.00. Kristfn Pálmadóttir, Guðlaug Harðardóttir, Guðlaugur Bjarnson, Pálmi Kr. Harðarson, Ingibjörg Ásmundsdóttir, Jóhanna Harðardóttir, Gísii Ólafsson, Vilhjálmur Harðarson, Bára Svavarsdóttir, Kristján E. Harðarson, Sjöfn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURVIN SNÆBJÖRNSSON byggingameistari, Laufvangi 6, Hafnarfirði, sem lést 16. janúar sl. verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstu- daginn 24. janúar nk. kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er vinsam- legast bent á Hjartavernd. Svanþrúður Frfmannsdóttir, Guðný Sigurvinsdóttir, Kristinn Atlason, Sif Sigurvinsdóttir, Jón L. Sigurðsson, Ethel Brynja Sigurvinsdóttir, Danfel Sigurðsson, Guðný O. Sigurvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Aðalheiður Hjartardóttir var inn- an við tvítugt að ég hygg þegar ég leit hana fyrst augum austur í Skál- holti og var þegar heitbundin Val- geiri Ástráðssyni sem þá var ungur guðfræðinemi. Líklega urðu kynni okkar Aðal- heiðar aldrei náin en það sem þau urðu vöktu þau með mér mikið traust og virðingu. Mér fannst hún fríðleikskona sem bauð af sér góðan þokka. En það sem vakti virðingu mína og traust var hæglát og yfír- veguð framganga hennar og hugs- un öll sem hvorttveggja vitnaði um greind og ábyrgð gagnvart sjálfri sér og öðrum. Það vakti sérstaka athygli mína hvernig gálaust eða ábyrgðarlaust tal um menn og málefni hlaut aldrei hljómgrunn eða undirtektir hjá þessari háttprúðu konu. Þegar ég tók þá ákvörðun að sækjast eftir því að gerast sóknar- prestur hér vestur frá meðal gam- alla sveitunga hennar, bar ég það meðal annars undir hana og móður hennar, Jóhönnu heitna Vigfúsdótt- ur. Þær tóku mér báðar vel mæðg- umar og hvöttu mig til þess með þó einum fyrirvara. Eg yrði að reyn- ast þessum vinum þeirra vel, ekki að tylla mér niður um stund heldur koma þangað til að vera meðan þeir þyrftu á mér að halda. Um að þessir gömlu sveitungar þeirra reyndust mér vel óttuðust þær ekki né höfðu um neinar efasemdir og enn síður um fegurð og tign lands- ins og náttúrunnar hér undir Jökli. Á sl. ári áttu þau hjón Aðalheið- ur og Valgeir a.m.k. tvær ferðir hingað vestur sem eru mörgum okkar minnisstæðar og erum raun- ar þakklát fyrir. Sú fyrri var heim- sókn kirkjukórs Seljakirkju til Ingj- aldshólssafnaðar á sl. vori sem var ánægjuleg og vel heppnuð en sú síðari í ágústmánuði sem var vegna minningartónleika sem hér voru haldnir í félagsheimilinu Röst til minningar um foreldra hennar, Jó- hönnu og Hjört. Að þeim tónleikum stóðu þau systkinin, börn Jóhönnu og Hjartar, ásamt afkomendum sín- um, með miklum sóma. Ágóðinn rann í svonefndan Jóhönnusjóð sem hefur það markmið að kaupa pípu- orgel í Ingjaldshólskirkju. Tónleik- amir voru fyrir okkur hér í fámenn- inu mikill menningarviðburður. Ekki varð það greint við þetta tækifæri að Aðalheiður Hjartar- dóttir væri helsjúk orðin og útlit hennar vitnaði um hreysti og heil- brigði miklu fremur. En skömmu síðar fóm að berast hingað ótíðindi sem svo greindu frá. Hafa okkur hér fundist þau tíðindi ill og fundið sáran til þess. Efast ég ekki um að ég mæli þar fyrir munn byggðar- innar allrar. Héðan undan Jöklinum sem hún unni alla tíð, var þar raunar fædd og uppvaxin, fylgir Aðalheiði Hjart- ardóttur þakklátur hugur og sökn- uður mikill. Valgeiri, bömunum þeirra og fjölskyldum þeirra biðjum við allrar blessunar. Ólafur Jens Sigurðsson. Ekki kom að okkur minnsti grun- ur í haust þegar við hittum þig síð- ast heima hjá einni okkar að það væri síðasta skiptið sem við værum allar með þér. Við eigum eftir að sakna nærvem þinnar, ennþá er það óraunverulegt að þú sért sofnuð hinsta sinni hér. Við vomm kornungar stelpur þegar þræðir lífs okkar byxjuðu að fléttast saman. Við komum allar hver úr sinni áttinni í þetta stóra gamla hús á Amtmannstíg 2b KFUM-húsið, sumar ekki eldri en 13-14 ára til að vera með á KSS- fundum. Kristileg skólasamtök vom þama með sína fundi þá. Þú komst í hópinn þegar þú hleyptir heim- draganum, komst frá Hellissandi til að fara í skóla í Reykjavík, ung og falleg, björt yfírlitum og með rólyndislegt yfírbragð. Þarna kynntumst við fyrst, við hittumst þegar við mættum á fundi og þarna meðtókum við orð Guðs, við hlustuðum hljóðar og sungum af krafti og þarna fengum við þann gmnn að byggja líf okkar á sem reynst hefur mikilvægur í þessu lífí sem við tökum þátt í skamma stund. Lífíð var indælt á þessum ámm og skólamótin í Vatnaskógi, það var toppurinn, það var svo yndislegt þama og við skemmtum okkur vel, sumar urðu góðar kunningjakonur, aðrar bestu vinkonur. Við fómm allar hver í sína áttina með tímanum. Við vomm búnar að festa ráð okkar þegar þræðirnir lágu saman aftur, giftar konur og byijaðar að eiga bömin, 10 ungar konur. í dag em nokkrar orðnar ömmur og þú elsku Heiða varst stolt á svip þegar þú sýndir okkur pijónaskapinn fyrir litlu ömmu- strákana þína. Böndin styrktust með því að fylgjast hver með ann- arri á stóm stundunum í lífí okkar. Við gáfum hver annarri hlutdeild í því sem við höfðum og urðum þann- ig auðugri. Þegar myrkt var orðið að kvöldi í „Skóginum" og svefnhöfgi að síga á flesta í lok kvöldvöku þá var eftir- farandi sálmur iðulega sunginn og vissan um að Heiða er án þjáninga hjá þeim Jesú sem við getum stöð- ugt treyst sefar sorgina og tómleik- ann sem hefur sest að okkur. Ó vef mig vængjum þínum til vemdar, Jesú hér og ljúfa hvíld mér ljáðu þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu, mín æðsta speki og ráð, og lát um lífs míns daga mig lifa af hreinni náð. Tak burtu brot og syndir með blóði Jesú minn og hreint mér gefðu hjarta og helgan vilja þinn. Mig geym í gæslu þinni. Mín gæti náð þín blíð, að frið og hvíld mér færi hin fagra næturtíð. (Sr. Magnús Runólfsson.) Megi góður Guð umveQa þig, Valgeir, og alla íjölskylduna í sorg ykkar. Heiðu eigum við áfram í minningunni. KFUK sumaklúbburinn. Fyrr gekkst þú í létta leiki, leitaðir hafna í syngjandi byr. í æskunnar faldafeyki um forlög sín enginn spyr. Hið angandi sumar við augum skein. Ungmeyjar kysstu sinn fagra svein. En laufblöðin fellir hin fegursta grein. (D. Stef.) Vorið 1965 útskrifuðust tuttugu námsmeyjar 4. bekkjar C úr Kvennaskólanum í Reykjavík eftir fjögurra ára samveru. Áðalheiður Hjartardóttir var í þeim hópi. Í upphafí skólagöngu var þetta sund- urleitur og misjafnlega framfærinn hópur sem átti það þó sameiginlegt að bera óttablandna virðingu fyrir skólanum og því sem þar fór fram. Fljótlega varð ljóst að Heiða, eins og við kölluðum hana, hafði þá þegar fastmótaðri lífsstefnu en flestar okkar hinna. Þessari stefnu hélt hún ótrauð og náði settu marki bæði í farsælu einkalífí og starfí. Þessi hópur hefur hist árlega í rúm tuttugu ár og styrkt vináttu- böndin. Minnumst við með ánægju heimsóknar á heimili þeirra hjóna, Heiðu og Valgeirs, meðan þau bjuggu á Eyrarbakka. Þegar við hittumst síðastliðið haust gat Heiða því miður ekki verið með okkur nema í huganum vegna veikinda sinna og söknum við nú vinar í stað. Við vottum fjölskyldu Heiðu okkar innilegustu samúð í sorg þeirra við ótímabært fráfall hennar. Blessuð sé minning hennar. Bekkjarsystur 4. C. Kveðja frá Soroptimista- klúbbi Bakka- og Seljahverfis Við leggjum blómsveig á beðinn þinn og blessum þær liðnu stundir er lífið fagurt lék um sinn og ljúfír vinanna fundir en sorgin með tregatár á kinn hún tekur í hjartans undir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjömur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Það kvöldaði í lífi Aðalheiðar Hjartardóttur fyrr en nokkum varði og nú er komið að leiðarlokum. Hún gerðist soroptimisti árið 1986 er hún gekk í Soroptistaklúbb Bakka- og Seljahverfis og starfaði óslitið til dauðadags. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í klúbbn- um okkar, var í aðalstjóm 1989-91, sat í nefndum og var fulltrúi klúbbs- ins í Landssambandi soroptimista. Aðalheiður var ákaflega góður fé- lagi, traust og ráðagóð, og á sinn hæverska hátt var hún ákveðin og fylgin sér og kom málum í höfn. Eftir erfítt sjúkdómsstríð í haust kom hún á jólafundinn okkar í byij- un desember, björt yfírlitum að vanda, og gladdist með okkur yfír hátíðinni sem í vændum var. Hún bað um orðið og hvemig hún talaði til okkar mun okkur öllum ógleym- anlegt. Við dáðumst að æðruleysi hennar, hugrekki og bjartsýni og báðum þess að henni tækist að yfír- vinna sjúkdóminn. En nú hefur reyndin orðið önnur og við sjáum á bak þessari góðu konu í blóma lífs- ins. I hugum okkar geymist síðasta myndin af henni í ræðustól, björt og falleg. Við þökkum henni störfín í þágu soroptimista og kveðjum hana með virðingu og miklum söknuði. Fjöl- skyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum um styrk þeim til handa. Blessuð veri minning Aðalheiðar Hjartardóttur. Þjóðjörg Þórðardóttir. Okkur hefur nú borist sú harma- fregn að frú Aðalheiður Hjartar- dóttir sé látin. Skuggi sorgarinnar hefur lagst yfír þá sem hana þekktu og mátu. Enn gat þetta skammdegi sortnað. Langt er nú síðan fundum okkar bar saman. Maður hennar, séra Valgeir, var bekkjarbróðir minn í menntaskóla og saman hafa leiðir okkar legið með mörgu móti. Ungir urðum við nágrannaprestar og nutum styrks hvor af öðrum hin fyrstu prestsskaparár. Mynd Aðal- heiðar kemur skýrt inn í minning- amar allar um þessi samskipti. Ekkert okkar hér á mínu heimili var viðbúið þeirri tilhugsun, að hennar ætti nú ekki lengur að njóta við. Öll eigum við um hana góðar minningar og mynd hennar er skýr enda kynntumst við í henni heil- steyptri manneslqu. Mér er kunnugt um að í ævi- starfí sínu sem hjúkrunarfræðingur naut Aðalheiður trausts og virðing- ar. Mér er hún hins vegar kunnari sem húsmóðir og hjálparhella manns síns í kirkjulegu starfí. Heimilishald Aðalheiðar einkennd- ist af kunnáttusemi og vöndun. Höfðinglega veitti hún gestum sín- um og bar í því fagurt vitni þeirri mótun sem hún hlaut á æskuheim- ili sínu sem rómað var fyrir rausn og myndarskap. Vandlát var hún um allt innan stokks á heimilinu og prýddi það af smekkvísi og hóf- semi. Stilling og hófsemi voru líka eiginleikar sem einkenndu Aðal- heiði í allri viðkynningu. Hún var trygglynd þeim sem henni urðu vandaþundnir. Bömum sínum var hún góður uppalandi og staðfast- lega umhyggjusöm. Aðalheiður ólst upp í því kirkju- lega samhengi, að móðir hennar gegndi mikilvægu leiðtogahlutverki í sókn sinni. Því var það líka að Aðalheiður gekk eins og eðlilega inn í hlutverk prestskonunnar eins og það var áður fyrr og ennþá er í dreifðum byggðum landsins. í þeim ólíku söfnuðum sem maður hennar hefur þjónað reyndist hún liðtæk til ýmissar forystu. Þau störf rækti hún fremur af skyldurækni en að til kæmi persónulegur metnaður. Afskipti Aðalheiðar af félags- málum eins og þátttaka hennar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.