Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 18. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ekkert lát á manndrápum íslamskra skæruliða í Alsír Ákall um hjálp við að stöðva drápin París. Reuter. EKKERT lát var á manndrápum ísl- amskra skæruliða í Alsír í gær og herforingjastjómin viðurkenndi að henni væri um megn að binda enda á hryðjuverk þeirra, sem hafa kostað 157 manns lífíð frá því föstumánuður múslima, Ramadan, hófst fyrir tæp- um hálfum mánuði. Stjórnin skoraði á almenning að aðstoða hana við að koma í veg fyrir frekari blóðsúthell- ingar. Að minnsta kosti þrír menn biðu bana í gær í tveimur sprengjuárásum á bæinn Blida, um 50 km frá Algeirs- borg. Alsírsk dagblöð skýrðu enn- fremur frá því að skæruliðarnir hefðu drepið fimm til viðbótar, þeirra á meðal fímm ára dreng og föður hans, í tveimur árásum á þorp nátægt Al- geirsborg í vikunni. Mustpaha Benmansour, innanrík- isráðherra Alsírs, sagði í gær að stjómin gæti ekki bundið enda á til- 157 manns hafa beðið bana á hálf- um mánuði ræðin án aðstoðar almennings. „Það er erfítt að koma í veg fyrir sprengju- tilræði en með hjálp og árvekni borg- aranna getum við brotið hryðju- verkamennina á bak aftur," hafði alsírska dagblaðið E1 Watan eftir ráðherranum. Þorpsbúar skornir á háls íslamskir bókstafstrúarmenn höfðu hótað að herða sprengjuárás- irnar í föstumánuðinum, sem hófst 10. janúar. Alsírsk dagblöð segja að síðan hafí að minnsta kosti 157 manns látið lífíð í árásunum og hátt í 200 særst. E1 Watan sagði að tólf manns hefðu beðið bana og 54 særst í tveimur sprengjutilræðum í Algeirs- borg í fyrradag. Skæruliðarnir hafa ennfremur ráðist á þorp og skorið íbúana á háls, þeirra á meðal fímm stúlkur sem þeir rændu og myrtu í þorpinu Haouc Englise nýlega. Mannskæð- asta árásin var gerð á fimmtudag þegar skæruliðarnir drápu 49 trú- bræður sína sem voru á bænasam- komu í mosku í þorpinu Sidi Abd- elaziz, að sögn EI Watan. Herforingjastjórnin hafði lýst því yfír að henni hefði tekist að bijóta skæruliðana á bak aftur og frétta- skýrendur telja að skæruliðarnir vilji með hermdarverkunum sýna að ekk- ert sé hæft í þeim yfírlýsingum. Um 60.000 manns hafa beðið bana frá árinu 1992 þegar herforingja- stjómin aflýsti kosningum til að koma í veg fyrir að heittrúaðir mús- limar næðu völdum. Reuter Skip losað úr ís í Þýskalandi BJÖRGUNARMAÐUR fetor sig áfram á jakahröngli í Koblenz í Þýskalandi í gær til þess freista þess að koma taugum í skip sem reyna átti að draga úr isnum, sem það festist í á dögunum er frost- hörkur hrjáðu íbúa Evrópu. Nú hefur hlýnað í veðri og bráðnar ísinn smám saman. Albright samþykkt Washington. Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Madeleine Al- bright í gærkvöldi í embætti utanrík- isráðherra. Er hún fyrsti ráðherrann í nýrri stjóm Bills Clinton forseta, sem þingið veitir brautargengi. Tilnefningu Albright studdu 99 þingmenn og var enginn á móti. Sama niðurstaða fékkst stuttu seinna er atkvæði voru greidd um tilnefn- ingu repúblikanans Williams Cohens í starf varnarmálaráðherra. Boris Jeltsín snýr óvænt aftur til vinnu í Kreml Þingtillögu um afsögn for- setans frestað París. Reuter. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti mætti óvænt á skrifstofu sína í Kreml í gær eftir tólf daga fjarveru vegna slæmrar iungnabólgu. Á sama tíma fjallaði neðri deild rússneska þings- ins, Dúman, um tillögu sem miðar að því að forsetinn verði þvingaður ti! að segja af sér af heilsufarsástæð- um. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um tillöguna varð sú, að endanlegri af- greiðslu hennar verður frestað fram í febrúar. Áður hafði þingið sam- þykkt tillöguna „í grundvallaratrið- um“. Fyrst greiddu þingmennirnir at- kvæði um að þeir styddu tillöguna „í grundvallaratriðum" með 229 at- kvæðum gegn 63. Nokkrum mínút- um síðar greiddu þeir aftur atkvæði, Dollar hækk- ar mikið London. Reuter. GENGI dollarans hækkaði mjög í gær og hefur ekki verið jafnhátt árum saman. Spáðu fjármálasér- fræðingar áframhaldandi á þeirri þróun. Um miðjan dag var gengi dollar- ans á evrópskum fjánnálamörkuflum skráð 1,6420 þýsk mörk, sem er hæsta gengi frá því í júní 1994 en þá komst dollarinn í 1,6455 mörk. þar sem þeir ákváðu með 102 at- kvæðum gegn 87 að fresta endan- legri afgreiðslu tillögunnar fram í febrúar. Að sögn upplýsingaþjónustu Dúmunnar var þetta gert til þess að skapa svigrúm til frekari umræðu. I Dúmunni sitja 450 kjömir full- trúar og eru kommúnistar atkvæða- mestir þeirra á meðal. Stuðnings- menn stjórnar Jeltsíns meðal þing- manna héldu sig fjarri atkvæða- greiðslunum um hina umdeildu til- lögu. Alexander Kotenkov, einn tals- manna þeirra, sagði í ávarpi áður en tillagan var tekin fyrir, að hún hlyti ekkert lögformlegt gildi, þótt hún hlyti samþykki meiri hluta þing- heims. Hún gæti samt haft hættuleg- ar afleiðingar og leitt til gagnað- gerða af hendi stjórnarinnar „til þess að koma í veg fyrir frekari skaða“. Gegn læknisráði Jeltsín, sem er mjög í mun að færa sönnur á að hann sé vinnufær, mætti til vinnu að því er virðist gegn læknisráði. Hann hitti Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra að máli. Þeir ræddu nokkur þeirra vandamála, sem mest aðkallandi þykir að lausn verði fundin á og lengi hafa beðið úrlausnar, þar á meðal hinar löngu tafír sem orðnar eru á útborgun lífeyrisgreiðslna og verka- mannalauna. Ennfremur ræddu þeir kosningar f Tsjetsjníu, sem áætlað er að fari fram í næstu viku. Reuter Tekur við erfiðu búi HERMENN heiðra nýjan Búlgar- íuforseta, Petar Stoyanov, eftir að hann hafði svarið forsetaeið og tekið formlega við völdum í gær. Stoyanov er fyrsti lýðræðis- lega kjörni leiðtogi landsins í 1.300 ára sögu þess. Tekur hann við búi sem einkennist af efna- hags- og stjórnmálakreppu og félagslegri upplausn. Fyrsta ákvörðun forsetans var að aflýsa kampavínsveislum sem hann sagði óviðeigandi með tilliti til ástandsins í þjóðfélaginu. Þá tók hann undir kröfur stjórnarand- stæðinga um að fljótlega yrði gengið til nýrra þingkosninga. Landslið leitar hælis Róm. Reuter. FIMMTÁN leikmenn og þjálfari eþíópska landsliðsins í knatt- spymu báðu í gær um pólitískt hæli á Ítalíu. Hafði liðið, alls 22 menn, viðdvöl í Róm á mánu- dag á leið til keppni í Marokkó. „Það er langt síðan við ákváð- um að flýja land en þetta var fyrsta tækifærið sem bauðst,“ sagði einn leikmannanna, Yim- am Mohammed, og bar því við, að stjórnmálaástandið í heima- landinu væri þess eðlis, að þar væri engum vært. Snemma á þriðjudag yfírgaf hópurinn hótel sitt og leitaði á náðir skrifstofu Sarrieinuðu þjóðanna í Róm sem útvegaði Eþíópíumönnunum lögfræðing. Það hefur áður gerst, að eþí- ópskir íþróttamenn biðji um pólitískt hæli í keppnisferðum erlendis. Hópur langhlaupara sneri ekki heim frá Hollandi fyrir nokkrum árum, 15 leik- menn unglingalandsliðsins í knattspyrnu sneru ekki heim frá Afríkumeistaramótinu 1991 og sex leikmenn A-landsliðsins flýðu til Bandaríkjanna frá Egyptalandi 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.