Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNPLIST Norræna húsið-sýn- injjarsalur og and- dy ri MÁLVERK/VEGGSPJÖLD Samsýningar. Opið kl. 14-19 alla daga til 26. janúar; aðgangur ókeypis. ÞEGAR abstraktmálverkið var að koma fram á fyrri hluta aldarinnar voru skoðanir manna skiptar um hvaða gildi það hefði helst tjl að bera. Ein kenningin benti áQálf- stæðar tilvísanir lita og líniJjyrir hughrif mannsins, önnur ^Stjöaði frelsi listamannsins til að tjainnri gildi sálar sinnar án þess að- þurfa að vísa til hiutbundins veruleilffienn aðrir urðu til að benda á þapðíki- dæmi léttleika og skreytilistaSem opnaðist þegar listamaðurimr'var ekki lengur bundinn við fyrirrjj^Jrdir í verkum sínum. LU Alvöruþrungin tjáning ogQjsst andóf gegn veraldlegum þankagangi var mest áberandi í þeirri abstrakt- list sem varð hin ríkjandi stefna í málverkinu á Vesturlöndum um og eftir miðja öldina, en vék um síðir fyrir öðrum viðhorfum, þar sem hlut- veruleikinn var oft í fýrirrúmi með einum eða öðrum hætti. Abstrakt- málverkið hvarf þó ekki af vettvangi og lifir enn góðu lífi hjá ýmsum lista- LISTIR Abstrakt flæði og ánægja mönnum, þar sem hver og einn velur sér þau viðmið sem honum þykja henta sér. Þetta kemur vel fram í þeim málverkum sem Þór Ludwig Stiefel og Gerhard Roland Zeller sýna í Nor- ræna húsinu um þessar mundir. Þeir sækja sitt myndefni í fang þeirra óhlut- bundu náttúruafla sem sífellt móta umhverfi okkar, en hvor með sínum hætti, þó léttleikinn ráði rílqum hjá báðum. Verkin bjóða upp á ákveðið frelsi til handa áhorfandanum, eins og Þór bendir á: „í abstrakt listinni gefur listamaðurinn áhorfandan- um kost á að skapa með sér; áhorfandinn klárar myndina með eigin hugarflugi. Ýmis- legt er gefið í skyn, með lit- um, formum og andstæðum; skotið er fram myndrænum fyrri- parti og áhorfandinn botnar verkið." Gerhard Zeller leitar í vinnubrögð- Morgunblaðið/Ásdís ÞÓR Ludwig Stiefel: Árstíðir. um sínum mjög í smiðju Jackson Pollock, sem var brautryðjandi á sviði þeirrar slettu- eða dropatækni sem hér er áberandi í yfir- borði myndanna. Undir þess- um sveigðu línum eru hins vegar fjölskrúðugir litafletir sem skapa sífelldan óróa og hreyfmgu í myndunum, þannig að áhorfandinn getur valið sér upphaf og endi hvar sem er á ferðum sínum um flötinn. Það er létt yfir þessu litaspili og skreytigildið verð- ur áberandi, eins og sést t.d. í „Vorbylur" (nr. 16) og „Slagveður" (nr. 7); kjarninn er hins vegar mikilvægur þáttur í málverkum eins og „Orka“ (nr. 11). Myndir Þórs Stiefel byggja á stærri litflötum, þar sem grunnlitirnir eru vand- lega settir niður í ýmsum blæbrigðum. Síðan vinnur listamaðurinn ofan á grunn- inn með dropun litanna, sköf- un og jafnvel með því að rispa í undirlagið. Utkoman verður markviss myndbygging sem hentar vel, og má nefna verk eins og „Árs- tíðir“ (nr. 2), „Upphaf“ (nr. 7) og „Álfakletta“ (nr. 16) sem góð dæmi þessa. Það er létt yfir þessari sýningu þeirra félaga, sem sýnir að abstrakt- málverkið lifir enn góðu lífí þar sem það flæðir fram úr höndum yngri sem eldri listamanna. Anddyri En það er önnur sýning í gangi í Norræna húsinu sem vert er að vekja athygli á. í haust sem leið fór mikil norræn lestrarkeppni undir heitinu „Mírnir" fram innan grunn- skólanna. í tengslum við keppnina unnu margir bekkir nemenda víða um land skemmtileg veggspjöld, og sýnishorn af þeim bestu skreyta nú veggi anddyris Norræna hússins. Það er vel til fundið að fá nemend- ur til að tengja hið ritaða mál við myndefni með þessum hætti, og gaman að sjá með hvaða hætti unga fólkið leysir úr þessu viðfangsefni. Veggspjöldin sem voru valin til verð- launa eru vel að þeim komin, en hér eru einnig fjölmörg önnur sem verð- skulda athygli. Sérstaklega má benda á verk ýmissa úr yngstu ald- urshópunum, þar sem fölskvalaus gleðin yfir skemmtilegum viðfangs- efnum skín í gegn. Þarna getur að líta jákvæða ímynd þeirra sem erfa munu landið, og er full ástæða til að þakka þeim vel unnin verk. Eiríkur Þorláksson í I I í fl fl ( fl fl i C Best að vera góður Morgunblaðið/Jón Svavarsson „LITLI-KLÁUS er lífsglaður grallari, hann er svolítið skáld í sér, hefur frjótt ímyndunarafl og spinnur sögur sem verða honum og öðrum til góðs á einhvern ótrúlegan hátt,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem leikur Litla-Kláus. Hér er hann ásamt Sigrúnu Eddu Björnsdóttur sem leikur konu Litla-Kláusar, Lísu. í dag verður bamaleikritið Litli-Kláus og Stóri-Kláus sem byggt er á ævintýri H.C. Andersen frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Leikritið sem síðast var sýnt í Þjóðleik- húsinu árið 1972 hefur verið fært í nýjan búning af Asdísi Þórhallsdóttur leikstjóra eins og Þröstur Helga- son komst að þegar hann fýlgdist með æfingu. Einnig hafa Jóhann G. Jóhannsson og Þórarinn Eldjám samið nýja tónlist og söngtexta við verkið. BARNALEIKRIT leikársins í Þjóðleikhúsinu er sótt í smiðju sígildra verka og byggist á ævintýri H.C. Andersen um Litla-Kláus og Stóra-Kláus. Litli Kláus er bláfátækur en bæði glaður og nægjusamur. Stóri-Kláus er hins vegar ríkur og bæði skapillur og gráðug- ur. Leikritið hefur verið sýnt tvisvar sinnum áður í Þjóðleikhúsinu, árin 1952 og 1971, en er komið í nýjan búning í uppfærslu Ásdís- ar Þórhallsdóttur sem lejkstýrir nú í fyrsta skipti í Þjóðleikhúsinu. í sýningunni er ný tónlist eftir Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar- stjóra Þjóðleikhússins, og nýir söngtextar eftir Þórarin Eldjárn. Gróteska Ásdís er menntuð í leikhúsfræðum í Rúss- landi og sækir aðferðir sínar í þann skóla við uppsetningu leikritsins. „Maður fínnur ekki upp neitt nýtt þótt ungur sé,“ sagði Ásdís þegar hún var spurð urn aðferðina. „Eg leita því í smiðju annarra. Ég hef einkum litið til gróteskunnar sem Rússar þróuðu áfram á sínum tíma, einkum Mayerhold. Gróteskan byggist á því að gera líkamshreyf- ingar stórar. Eg hef líka reynt að virkja fleiri skilningarvit en bara heym og tilfinninga- skynjun með það fyrir augum að ná til yngstu áhorfendanna. Ég reyni því agjiöfða til sjón- ar, litaskyns, heymar og framvegis. Þannig reyni ég að vefa eitíUem könguló- arvef til að fanga athygli un^Jólksins. Þetta er mjög skemmtileg aðferð ogJientar bama- leikhúsi afskapleg-a vel. ViðSigum tveggja og þriggja ára böm á æfir^gj og þau vom hreinlega bergnumin." if) Græðgin og góðSönin Ævintýri H.C. Andersen »4klqa flest börn, en þau segja iðulega söguUtl átökum góðs og ills. Eins er það í LitlaíIIEáusi og Stóra- Kláusi. Litli-Kláus er vinnumaður hjá Stóra- Kláusi; hann vinnur sex daga vikunnar og fær að launum lánaða hesta Stóra-Kláusar fyrri partinn á frídegi sínum, sunnudeginum, þegar Stóri-Kláus fer til messu eins og flest- ir aðrir. Sjálfur á Litli-Kláus aðeins einn hest en þegar hann sér allt fólkið koma frá kirkju á sunnudögum stenst hann ekki freist- inguna og kallar grobbinn, „hott, hott allir mínir hestar". Þetta kann Stóri-Kláus ekki að meta og eftir margar aðvaranir rotar hann eina hestinn sem Litli-Kláus á í bræðis- kasti. Til að hann og kona hans og amma svelti ekki sér Litli-Kláus ekki annað ráð en að halda í kaupstað og selja húðina af hesti sínum. Á leiðinni hittir hann hins vegar djákna nokkurn sem er í vanda staddur. Ovart prangar Litli-Kláus galdrakarli inn á djáknann sem hann sagðist hafa yfir að ráða og fær fyrir heila skeffu af gullpeningum. Þegar Stóri-Kláus fréttir af þessari frægðar- ferð Litla-Kláusar í kaupstað með hestshúð- ina vill hann gera eins og lætur slátra öllum fjómm hestunum sínum og flá af þeim húð- ina. Ætlar hann að selja húðirnar í kaup- staðnum og fá fyrir fjórar skeffur af gullpen- ingum. Þegar á markaðinn er komið er hins vegar bara hlegið að honum, enda dettur engum í hug að gefa heila skeffu gulls fyrir hestshúð. Og þar með upphefst hið mikla ævintýri þar sem Litla-Kláusi verður allt að gulli fyrir heppnina og góðmennskuna eina saman en Stóra-Kláusi gengur ekkert í græðgi sinni. Bergur Þór Ingólfsson og Jóhann Sigurðar- son leika Litla-Kláus og Stóra-Kláus og segja að verkið fjalli fyrst og fremst um ákveðin gildi í lífinu. „Leikritið hefur þann boðskap að það er best að vera góður,“ segir Jóhann og Bergur Þór bætir við: „Þama er fjallað um tvær ólíkar manngerðir og afdrif þeirra. Litli-Kláus er lífsglaður grallari, hann er svo- lítið skáld í sér, hefur frjótt ímyndunarafl og spinnur sögur sem verða honum og öðmm til góðs á einhvern ótrúlegan hátt. Stóri- Kláus er hins vegar hálfgert fyrirtæki, hann er vélrænn vitleysingur og hugsar ekki um neitt annað en gróðann sem hann getur hugs- anlega haft út úr hlutunum. Við getum rétt ímyndað okkur að það kemur honum í koll.“ Höfuðið hoggið af Eins og gengur verða persónur ævintýris- ins fyrir ýmsum áföllum; höfuðið er til dæm- is hoggið af ömmu Litla-Kláusar. í sýning- unni er ekkert dregið undan í þessu atriði og Stóri-Kláus sýndur læðast að ömmunni sofandi og höggva höfuðið af sem veltur síð- an um á sviðinu. Að sögn Ásdísar er ákveð- in hugsun að baki því að ganga alla leið í þessu efni. „Gott og illt togast á í börnum eins og öllum öðmm; þetta eru tilfinningar sem þau þekkja. Og samkvæmt því sem sál- fræðingar segja er það mjög hollt fyrir börn að sjá þessar tilfinningar persónugerast í leikhúsi eða ævintýrum vegna þess að þann- ig læra þau um gott og illt. Bruno Betten- heim heldur því raunar fram að það sé bein- línis skaðlegt fyrir börn að kynnast ekki jafnt hinu illa sem hinu góða i persónugervingum eins og vondu nominni, ljóta úlfínum, galdra- karlinum, góða spámanninum, vitringnum, hetjunni, álfkonunni góðu og svo framvegis, því þannig læra þau hvað er gott og hvemig fer fyrir þeim sem hegða sér illa og hinum sem hegða sér vel. Vegna þessa þótti mér eðlilegast að ganga alla leið en reyni eftir fremsta megni að vera alltaf með skýringar með sögunni; um leið og vondir eða ljótir hlutir gerast bendum við á það, til dæmis með því að syngja „ljótt er að sjá“. í sýning- unni fær Stóri-Kláus líka skott og stór eyru þegar líður á söguna og verður þannig smám saman að þeirri ævintýrapersónu sem börnin þekkja einna best, vonda úlfínum sem svo hlýtur mjög skelfíleg endalok." Bergur Þór og Jóhann eru sammála Ás- dísi um að draga eigi fram hið góða og illa skýrum dráttum í sýningunni. „Vafalaust á þetta eftir að vekja eitthvert umtal á meðal hinna fullorðnu en börnin eiga örugglega eftir að taka þessu eins og það er,“ segir Bergur Þór. „I nýju ævintýrunum sem krakkarnir alast upp með í dag,“ segir Jóhann, „hefur það verið lenska að gera allt svo fágað og fínt, krakkar mega orðið ekkert illt sjá. I gömlu ævintýrunum var þetta ekki svona, þar voru menn drepnir og ömmur hálshoggnar. Þann- ig eru dregnar skarpari línur og myndin verð- ur ljósari í huga barnsins." Auk Bergs Þórs og Jóphanns eru í leikara- hóp sýningarinnar þau Sigrún Edda Bjöms- dóttir, Bryndís Pétursdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Örn Árnason, Magnús Ragn- arsson, Harpa Amardóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Sveinn Þórir Geirsson og Valur Freyr Einarsson. Lýsingu hannar Jóhann Bjarni Pálmason, höfundur leikmyndar og búninga er Messíana Tómasdóttir, dansahöfundur er Ástrós Gunn- arsdóttir. Hljómsveitina skipa Bryndís Páls- dóttir, Zbigniew Dubak, Sigurður Flosason og Jóhann G. Jóhannsson. fl fl fl fl c < fl fl ( fl fl fl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.