Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 41 FRÉTTIR Á MYNDINNI eru stjórnarmenn, talið frá vinstri: Hannes Sigurðsson, Ólöf Ríkharðsdóttir, Gunnar Reynir Antonsson, Rut Pálsdóttir, Signrrós M. Siguijónsdóttir, Sigurjón Einarsson og Salvar Hall- dór Björnsson, framkvæmdastjóri Aðalútgáfunnar. afhent peningagjöf SALVAR Halldór Björnsson afhenti fimmtudaginn 9. jan- úar, fyrir hönd Aðalútáfunnar, Sigurrósu Siguijónsdóttur, for- manni Sjálfsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu, eina og hálfa milljón króna, sem er hlutur Sjálfsbjargar á höfuðborgar- svæðinu á sölu Ferðafélaga barnanna á síðasta ári. Ferðafélagi barnanna er bók og spóla sem gefin voru út í sumar 1996 af Aðalútgáfunni og rann hlutur af ágóða sölunn- ar til uppbyggingar á útivistar- svæði félagsins við Elliðavatn sem er sérhannað með þarfir fatlaðra í huga. Bónstöð Magnúsar flytur Meistara- prófsfyrir- lestur á vegum HI SÓLVEIG Halldórsdóttir heldur meistaraprófsfyrirlestur föstudag- inn 24. janúar kl. 15 á Grensávegi 12. Fyrirlesturinn nefnist: „Hita- þolið sellulasaensím úr Rhodother- mus marinus." í fréttatilkynningu segir: „Úr hita- kæru bakteríunni R. marinus var einangrað ensím sem brýtur niður sellulósa, sem er uppistaða tijávið- ar. Gen ensímsins var einangrað og raðgreint og ensímið framleitt í miklu magni. Eiginleikar ensíms- ins voru rannsakaðir. Það reyndist vera eitt hitaþolnasta ensím sinnar tegundar sem fundist hefur. Það heldur virkni sinni vel við 90C. Ýmis not eru fyrir sellulasa í iðn- aði.“ Verkefnið var unnið á Rann- sóknastofu í sameindaerfðafræði á Líffræðistofnun Háskólans. --------------- Islands- meistara- keppni í köku- skreytingum LANDSSAMBAND bakarameist- ara, Klúbbur bakarameistara og bakarasveinafélag íslands standa nú í þriðja sinn fyrir Islandsmeist- arakeppni í kökuskreytingum. Keppnin verður í Perlunni 24.-26. janúar. Laugardaginn 25. janúar kl. 16 verða úrslit kynnt og verðlaun veitt. Aðgangseyrir er 300 kr., ókeypis fyrir börn yngri en tólf ára. Opið er föstudag kl. 13-18, laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 13-17. BÓNSTÖÐ Magnúsar hefur verið flutt um set í Hafnarfirði og er nú til húsa í Hjallahrauni 9 við BÆJARSTJÓRN Neskaupstaðar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum sl. þriðjudag: Bæjarstjóm Neskaupstaðar skor- ar á stjórnvöld að tryggja Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað nægilegt fjármagn þannig að það geti sinnt því mikilvæga hlutverki sem því er ætlað. Um árabil hefur verið unnið að hagræðingu innan stofnunarinnar og ljóst er sam- kvæmt nýjustu úttektum að vart verður gengið lengra í þá átt. Fjárveitingar til Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað hafa verið svo naumt skammtaðar að þær hafa ekki dugað til að halda uppi þeirri þjónustu sem því ber og eru því nýjustu hugmyndir stjórn- valda um niðurskurð á fjárveiting- um til þess og annarra landsbyggð- arsjúkrahúsa með öllu óraunhæfar. hliðina á Slysavarnafélaginu. Bónstöðin verður opin á laugar- dögum til 1. júní nk. Slíkur niðurskurður leiðir til þess að grípa verður til tímabundinna lokana deilda og því verður ekki trúað að stjómvöld ætli að bjóða íbúum heils landsfjórðungs upp á að þar verði engin bráðaþjónusta veitt hluta úr ári. Slíkt mundi færa Austfirðinga 40 ár aftur í tímann og er algerlega óásættanlegt í lok 20. aldar. íbúatölur frá 1. desember sl. sýna svo ekki var um villst að lands- byggðin á í vök að veijast og atlaga að þeirri heilbrigðisþjónustu sem rekin er á landsbyggðinni mun ýta enn frekar á fólksstrauminn til höf- uðborgarsvæðisins. Því skorar bæjastjórn Neskaupstaðar á stjórn- völd að efla heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í stað þess að draga úr henni. Bæjarstjórn Neskaupstaðar Sjúkrahúsinu verði tryggt rekstrarfé Fyrirlestur um jarð- skjálftabylgjur og áhrif á lagnakerfi BENEDIKT Halldórsson heldur op- inberan fyrirlestur á morgun, föstu- daginn 24. janúar, sem nefnist: Um útbreiðslu jarðskjálftabyglna og áhrif þeirra á lagnakerfi. Fyrirlest- urinn, sem er lokaáfangi náms til meistaraprófs við verkfræðideild Háskóla íslands, verður haldinn í stofu 158 í húsi verkfræði- og raun- vísindadeilda (VR II) við Hjarðar- haga og hefst hann kl. 15.30. Benedikt lauk prófi í jarðeðlis- fræði frá raunvísindadeild Háskóla íslands í júní 1994 og hóf meistara- nám við verkfræðideild Háskóla ís- lands sama ár. Hluta námsins stundaði hann við Tækniháskólann í Þrándheimi. Umsjónarnefnd námsins skipa prófessorarnir Páll Einarsson, Júlíus Sólnes og Ragnar Sigbjörnsson sem er formaður nefndarinnar og aðalleiðbeinandi. „í fyrirlestrinum verður fjallað um þróun reiknilíkans af bylgjuút- breiðslu jarðskjálftabylgna og grein- ingu áhrifa þeirra á lagnakerfi ofan- jarðar. Slík lagnakerfi einkennast af því að einingar þess eru því sem næst láréttar og liggja um stórt svæði samanborið við önnur mann- virki, s.s. hús. Þessir eiginleikar valda því að hefðbundnar aðferðir sem notaðar eru í tengslum við hönn- un jarðskjálftaþolinna húsbygginga duga skammt við hönnun lagna- kerfa. Munurinn er fólginn í því að fyrir lagnakerfi þarf að taka tillit til bylgjuhreyfingar yfirborðs jarðar- innar í jarðskjálftum og hvernig þær valda mismunahreyfingu á undir- stöðum þeirra," segir í fréttatilkynn- ingar frá HÍ. AUÐUR Kristinsdóttir, eigandi Garnbúðarinnar Tinnu, afhendir Birnu Björnsdóttur viðurkenninguna Gullpijónar ársins 1996. Gullpijónar ársins 1996 NÝLEGA veitti Garnbúðin Tinna viðurkenninguna Gull- prjónar ársins 1996. Að þessu sinni var það Birna Björnsdóttir á Selljarnarnesi sem hlaut við- urkenninguna. Hún er blind, en hefur þrátt fyrir það prjónað og heklað mikinn fjölda af flík- ura. I fréttatilkynningu segir að pijónaflíkur hennar þyki sér- lega fallegar og séu af öllum gerðum, svo sem peysur, vettl- ingar, húfur, treflar og teppi. Viðurkenningin sem Birna hlaut er tvíþætt, annars vegar að ýta undir áhuga fólks á að pijóna og hins vegar að verð- launa það sem vel er gert í pijónaskap á Islandi. Þetta er í þriðja sinn sem viðurkenningin er veitt. Afmælis- hátíð á Sir Oliver í TILEFNI af fimmtíu ára afmæli Þórhalls Sigurðssonar (Ladda) verður haldin afmælishátíð á Sir Oliver í kvöld, fimmtudagskvöld. Meðal skemmtiat- riða má nefna að Laddi treður upp auk þess að Tón- smiðjan úr Gerðu- bergi leikur en þess má geta að yngsti meðlimur- inn í þessari hljómsveit er 62 ára og sá elsti 75 ára. Þeim til aðstoðar verður Ólafur Þórðarson úr Ríó Tríó en hljóðfæraskipan er tvær harmonikur og tvær munn- hörpur. Allir eru velkomnir á afmæl- ishátíðina. Amber Harris í Kefas, kristnu samfélagi AMBER Harris predikar í Kefas, kristnu samfélagi, Dalvegi 24, Kópavogi, laugardaginn 8. febrúar. Amber Harris kemur frá Banda- ríkjunum og hefur predikað víðs- vegar um heiminn. Amber Harris semur lög og syngur þau Guði til dýrðar. Samkoman hefst kl. 14 og eru allir hjartanlega velkomnir. -----♦—♦—♦----- LEIÐRÉTT Hannes Hansson í FRÉTTATILKYNNINGU frá sjávarútvegsráðuneytinu í fyrra- dag, þar sem greint var frá skipan tveggja starfshópa, kom fram að einn nefndarmanna annars starfs- hópsins væri Hannes Hansson. Þau leiðu mistök voru gerð að Hannes var sagður Hannesson og er beðist velvirðingar á þeim. Þórhallur Sigurðsson (Laddi).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.