Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/GSH CABRIEL Chagas (fyrir miðju) bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn þegar hann vann Cap Gemini tvímenninginn um helgina ásamt Marcelo Branco. Myndin var tekin á Ólympíumótinu á Ródos og meðspilari Chagas heitir einnig Branco, en ber skírn- arnöfnin Pedro Paulo og er bróðir Marcelos. Chagas o g Branco unnu Cap Gemini Frakkar og Indónesar koma á Bridshátíð BRIDS Ilaag, Ilollandi CAP GEMINI Árlegt mót 16 valinna bridspara haldið í Haag, Hollandi dagana 16.-19. janúar. BRASILÍUMENNIRNIR Gabriel Chagas og Marcelo Branco unnu hið árlega Cap Gemini tvímennings- mót sem haldið var í Hollandi um helgina. Þetta er í annað skipti sem Bras- ilíumennirnir vinna þetta mót og þeir hafa einnig orðið þar tvívegis í öðru sæti. Mótið var geysisterkt en þangað var að venju boðið 16 útvöldum bridspörum víðsvegar að úr heimin- um. Italimir Buratti og Lanzarotti urðu í 2. sæti og Pólveijarnir Mart- ens og Szymanowski í því 3. I 4. sæti urðu ítalimir Lauria og Versace og í 5. sæti varð eina kvennaparið, Sun og Wang frá Kína. í 6. og síðasta verðlaunasæt- inu urðu Berkowitz og Cohen frá Bandaríkjunum. Sigurvegarar síð- asta árs, Norðmennirnir Helness og Stabell urðu í 12. sæti. Brasilíumennirnir fóru illa með nýbakaða ólympíumeistara, þá Szwarc og Bompis sem urðu raunar í næstneðsta sæti í Haag. í viður- eign þessara para kom eftirfarandi spil fyrir: Norður/AV á hættu. Vestur ♦ 65 ♦ G752 ♦ Á97 ♦ ÁG84 Norður ♦ 942 ♦ Á109 ♦ KDG1032 ♦ 9 Austur ♦ 107 ♦ K863 ♦ -- ♦ KD76532 Suður ♦ ÁKDG83 V D4 ♦ 8654 ♦ 10 Við flest borð voru spilaðir 4 spaðar í NS og það gerðist einnig við borð Brasilíumannanna og Frakkanna. Vestur Norður Austur Suður Chagas Bompis Branco Szwarc 1 tígull 2 lauf 2 spaðar 3 tíglar pass 3 hjörtu 4 lauf 4 hjörtu 4 spaðar dobl// Þetta er hressileg sagnröð og lokadoblið virðist við fyrstu sýn býsna hart. En það var meint - og skilið - sem útspilsdobl, því Chagas spilaði út tígulás og meiri tígli. Branco trompaði og spilaði laufi á ás Chagas og fékk aðra tígulstungu til baka. Einn niður. Á fjórum borð- um fékk suður að vinna 4 spaða. Ólympíumeistarar á Bridshátíð Nú liggur fyrir að þrír af frönsku ólympíumeisturunum keppa á Bridshátíð dagana 14.-17. febrúar. Þetta eru Christian Mari, Alain Levy og Henri Szwarc sem allir hafa spilað í frönskum landsliðum í áratugi. Fjórði liðsmaðurinn verð- ur Philippe Chronier, sem einnig hefur margoft spilað í frönskum landsliðum og unnið með þeim Evr- óputitla auk þess sem hann hefur þjálfað franska kvennalandsliðið. Þá hafa Indónesar einnig þekkst boð um að senda sveit til keppni á Bridshátíð. Indónesía varð í öðru sæti á síðasta Ólympíumóti og vann ísland í 8 liða úrslitum. Þekktustu spilarar Indónesíu áttu ekki heimangengt en tveir úr ólympíuliðinu koma til íslands, þeir Franky Karwur og Santje Panelew- en. Með þeim koma Munawar Saw- irudin, sem oft hefur spilað í indó- nesískum landsliðum; og Dadan Waradia. Þá hefur Zia Mahmood verið boðið að koma með sveit að venju, en ekki liggur enn fyrir hvort hann þekkist boðið. Loks koma þær Liz MacGowan og Heather Dhondy frá Bretlandi, en þær unnu heimsmeist- aramótið í blönduðum flokki ásamt okkar mönnum á Ródos í haust, sællar minningar. FÓTHVÍLA Efþú vilt láta þér líða virkilega vei. EG Skrifstofubúnaður ,hi. Áinúla 20. 108 Rvlk. Sírai 533 5900 Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: www.treknet.is^throun gl KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Ánægður viðskiptavinur er besta auglýsingin ÉG STÓÐ í stórræðum um og eftir áramótin, s.s. flutningum og standsetn- ingu á húsnæði. Má þar t. d. nefna parketlögn, og þar sem kunnáttan var ekki fyrir hendi var farið á stúfana að leita upplýs- inga og ráðgjafar um verk- ið. Um það bil jafnmörg svör og ráðleggingar feng- ust og staðirnir voru marg- ir og upplýsingamar sem fengust voru misjafnar, allt frá því að vera loðnar upp í það að vera nokkuð greinargóðar. Síðast lagði ég leið mína í Parket og gólf hf. í Vegmúla 2 og keypti þar m.a. olíu o.fl. sem þurfti við lokafrágang á parketinu. Þar fékk ég í kaupbæti allar þær upp- lýsingar sem ég hefði vilj- að fá strax í upphafi verks. Nú á ég eftir að leggja u. þ.b. helminginn af park- etinu og bíður það betri tíma. En þegar þar að kem- ur fer ég í verslunina park- et og gólf eftir efni og upplýsingum. Þá átti ég einnig ágætis viðskipti við verslunina Pipar og salt ehf., Klappar- stíg 44. Eg hafði fengið ljómandi fallegan teketil í jólagjöf en við nánari skoðun reyndist galli í lokinu á katlinum. Ég ætlaði því að skipta og fá heilt eintak, en því miður var þessi teg- und uppseld í versluninni. Mér var boðið að fá aðra tegund af katli en mér leist best á þann sem ég hafði fengið, en þeir katlar voru ekki væntanlegir fyrr en einhvem tíma í vor. Þá var boðist til að panta stakt lok fyrir mig á ketilinn og þáði ég það. Skömmu síðar er hringt í mig frá versluninni og mér sagt að búið sé að panta lokið, síðan liðu nokkrir dagar og þá var hringt aftur og sagt að lokið væri komið. Þetta er náttúrulega ein- stök þjónusta og hana ber að þakka. Ánægður viðskiptavinur Góð þjónusta GERÐUR hringdi og vildi þakka fyrir góða þjónustu í Jack & Jones í Kringl- unni. Hún var að leita að buxum sem vora ekki til á staðnum, en voru til í hinni búðinni og þeir sendu eftir réttu buxunum fyrir hana á meðan hún beið og vill hún þakka fyr- ir það. Tapað/fundið Silkislæða tapaðist SVÖRT silkislæða með gulleitu munstri, tapaðist á Hótel Holti 8. janúar sl. Skilvís fmnandi vinsam- lega hafið samband í síma 561-4332. Fundarlaun. Poki fannst í SÍÐUSTU viku fannst poki merktur versluninni 17. í pokanum er ný flík. Upplýsingar í síma 553- 3113. Kvenmannsjakki tapaðist SVARTUR kvenmanns- jakki tapaðist á Veitinga- staðnum CcLsa Blanca laugardagskvöldið 4. jan- úar. í vasa jakkans var m.a. varalitur. Skilvís fínnandi hafi sambandi í síma 581-4125 eftir klukkan 16. Bíllyklar töpuðust BÍLLYKLAR, þ.e. stakur lykill úr þykku plasti, töp- uðust ofarlega á Lauga- vegi, líklega nálægt versl- uninni 17, mánudaginn 20. janúar. Skilvís finnandi hafí samband í síma 554- 3137. Bakpoki tapaðist BLÁR bakpoki tapaðist í miðbænum miðvikudaginn 15. janúar. Skilvís fínnandi hafí samband í síma 551-0591. Fundarlaun. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Ho- ogovens-skákmótinu í Wijk aan Zee sem hófst um heig- ina. Öldungurinn sterki Viktor Kortsnoj (2.635) var með hvítt, en Bosníu- maðurinn Predrag Nikolic (2.6 hafði svart og átti leik. 31. - f4! 32. exf4 - Bg4+ 33. Kel - Hh8! og Kortsnoj gafst upp, því hann á ekki viðun- andi vörn gegn máthótun með drottningarfórninni 34. - Dxfl+ 35. Kxfl - Hxhl. Það kostar alltof mikið lið að reyna að verjast henni. Staðan í Wijk aan Zee eftir tvær umferðir var þannig: 1. Piket 2 v., 2.-5. Onísjúk, Úkraínu, I. Sokolov, Hollandi, Jermol- insky, Bandaríkjunum og Timman, Hollandi 1 'U v., 6.-9. Short, Englandi, Van Wely, Hollandi, P. Nikolic, Bosníu og Lautier, Frakk- landi 1 v., 10.—13. Granda Zunjiga, Perú, Illescas Cordoba, Spáni, Kortsnoj, Sviss og Salov, Rússlandi 'U v. 14. Glek, Rússlandi 0 COSPER ÉG er að velta einu fyrir mér. Af hverju réð konan mín þennan unga garðyrkjumann fyrst við höfum engan garð? Víkverji skrifar... ALDRAÐUR kunningi Víkveija, sem verið hefur opinber starfsmaður allt sitt líf, en dvelst nú á dvalarheimili fyrir aldraða lýsti nýlega fyrir Víkverja, hvemig ríkis- sjóður kemur fram við hann á ævi- kvöldinu. Lýsingin var ekki falleg. Þessi aldni herramaður hefur dágóðan lifeyri frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. I skatta greið- ir hann um 30 þúsund krónur á mánuði, en síðan eru teknar af honum í dvalarkostnað á dvalar- heimilinu um 80 þúsund krónur. Eftir á hann 8 þúsund króna ijár- hæð til eigin ráðstöfunar. Hann segist vera rétt við eitthvert mark, sem stórhækkar dvalarkostnað hans á dvalarheimilinu, hefði hann örlítið lægri Iífeyri frá lífeyrissjóðn- um, myndi það skipta sköpum fyrir það hvað eftir væri. Þessi aldni starfsmaður ríkisins var mjög sár sem nærri má geta yfir því hvernig farið væri með líf- eyri hans. Honum fannst greinilega lítið til um allan þann sparnað sem hann hafði allt sitt líf sparað saman til ævikvöldsins, taldi það hafa ver- ið forsjálni af sinni hálfu, svo að hann þyrfti ekki að hafa peningaá- hyggjur í ellinni. En til hvers var sparað? Nú situr hann eftir með 8 þúsundirnar, sem varla hrökkva til neins. XXX VÍKVERJI fór í kvikmyndahús í vikunni og sá allskemmti- lega og hressilega mynd, sem er ekki í frásögur færandi. Kvik- myndahúsin í Reykjavík standa sig afburðavel í að bjóða upp á góða skemmtan og nýlegar ef ekki nýjar myndir eru daglegt brauð í húsun- um. Að auki er alls ekki dýrt að fara í bíó á íslandi miðað við kostn- að við slíkt víða erlendis. En kvikmyndahúsin bjóða upp á fleira en góðar kvikmyndir. í hléinu er boðið til sölu alls konar sælgæti, þar með talið poppkom og látum það vera. En ekki gat Víkveiji betur séð en fólk hafi verið að nærast á frönsk- um kartöflum og kokteilsósu í kvik- myndahúsinu, sem hann heimsótti í vikunni. Fólk var með bakka með þessum rétti og í bakkanum var bolli fyrir sósuna og svo át það í erg og gríð eins og því væri borgað fyrir. Yfirleitt eru kvikmyndahús borg- arinnar vel úr garði gerð, með góðu áklæði á sætum. Það er sem Vík- veiji sjái áklæðin eftir nokkur miss- eri ef slíkt sem þetta verður leyft áfram, blettótt og Ijót. Raunar finnst Víkveija að ekki sé síður ástæða til þess að banna borðhald í kvikmyndahúsum jafnt og reyk- ingar. Hvers vegna fólk þarf að matast á meðan það horfir á spenn- andi kvikmynd, er óskiljanlegt. xxx VÍKVERJI rakst á merkar upp- lýsingar á heimasíðu lögregl- unnar í Reykjavík um skotvopnaeign borgarbúa. Þar kemur í ljós að byssu- eign Reykvíkinga er hvorki meiri né minni en 12.815 byssur og eru þær síðan flokkaðar eftir tegundum. Þar eru 7.543 haglabyssur, 4.450 rifflar, 442 skammbyssur, 251 loftbyssa, 66 fjárbyssur og 63 skotvopn, sem flokk- uð eru undir „annað“. Leyfishafar, þ.e.a.s. þeir sem hafa byssuleyfi, eru hins vegar ekki nema 6.154 talsins, þannig að með- altalseign hvers manns með byssu- leyfi er rétt rúmlega 2 byssur. Sam- tals eru leyfishafar 6.036 karlar og 118 konur og flestir eru leyfishaf- arnir á aldrinum frá þrítugu og upp í fimmtugt. Frá gildistöku laga nr. 46/1977, sem eru núgildandi lög um skotvopn, sprengiefni og skot- elda, hafa um 8.100 aðilar verið skráðir fyrir skotvopnaleyfi og 980 fyrir afnotaleyfi af skotvopnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.