Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fjármálaráðherra um launavísitölu Of ónákvæm til samanburðar milli starfsstétta FRETTIR Morgunblaðið/Golli Riddarar umferðarskiltanna FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir varasamt að nota launavísitöluútreikninga Hagstof- unnar til þess að bera saman til- tekna hópa launþega. „Gildi launa- vísitölu Hagstofunnar felst fyrst og fremst í því að mæla heildar- launabreytingar í landinu frá ein- um tíma til annars en hún er mjög ónákvæmt tæki þegar bera skal saman launabreytingar hjá mis- munandi starfsstéttum," segir Ú'ármálaráðherra. Greint var frá því í Morgunblað- inu á þriðjudag að hækkun vísi- tölu launa á almennum markaði frá 1. ársijórðungi í fyrra til loka árs hefði numið 0,7% en vísitala fyrir opinbera starfsmenn hefði hækkað um 1,3% á sama tímabili. Þá sagði að vísitala launa á al- mennum markaði hefði hækkað að meðaltali um 5,3% á síðasta ári frá ársmeðaltali 1995 og að á sama tíma hefði vísitala launa opinberra starfsmanna og banka- manna hækkað um 8,2% eða um þijú prósentustig umfram hækkun á almenna markaðinum. Munurinn er innan skekkjumarka Friðrik segir að séu launabreyt- ingar frá síðasta fjórðungi ársins 1995 til síðasta Qórðungs 1996 skoðaðar komi í Ijós að laun á al- mennum vinnumarkaði hafí hækk- að um 4,5% en um 5,5% hjá hinu opinbera og öðrum. „Þetta eina prósentustig er innan skekkju- marka því Hagstofan hefur sjálf bent á að líklega gæti nokkurs ofmats á launabreytingum opin- berra starfsmanna og banka- manna og vanmats á launabreyt- ingum á almennum vinnumarkaði. MINNST er um ofbeldi á þeim stofnunum innan heilbrigðis- og félagsgeirans, þar sem starfsmenn hafa fengið þjálfun í samskiptum og réttum viðbrögðum. Þannig svara allir starfsmenn fangelsa því játandi að þeir hafi fengið slíka þjálfun og þar eru fæst tilvik of- beldis skráð. Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga, Starfsmannafélagið Sókn og Starfsmannafélag ríkis- stofnana telja ástæðu til að setja ákveðnar öryggisreglur, sem komi bæði starfsmönnum og skjólstæð- ingum stofnana til góða. Stéttarfélögin bókuðu við síð- ustu kjarasamninga að auka þyrfti tiyggingavemd þeirra sem verða fyrir ofbeldi í störfum sínum og vísuðu til þess að í þremur dóms- málum hefðu starfsmenn ekki haft erindi sem erfiði þegar þeir leituðu bóta. Að sögn Astu Möller, for- manns Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, kom af þessu tilefni í ljós að nauðsynlegt var að kanna tíðni ofbeldis, hvers eðlis það væri og til hvaða forvama unnt væri að grípa. Stéttarfélögin leituðu til Félagsvísindastofnunar og hefur hún nú skilað niðurstöðum könn- unar sinnar. Úrtakið var eitt þús- Það verður auðvitað að taka tillit til þessara sjónarmiða,“ segir Frið- rik Sophusson. Þá segir hann að Hagstofan hafí bent á að gögn um þróun launa séu ósamstæð og gefí ekki færi á nákvæmum samanburði þó að þau séu „þokkalegur mæli- kvarði á þróun launa í heild sinni". Launaþróun hjá hinu opinbera misjöfn Fjármálaráðherra segir enn- fremur að launaþróun hafí verið mjög misjöfn milli einstakra starfsstétta hjá hinu opinbera á undanfömum misseram, ekki síð- ur en á almennum markaði. Hann nefnir sem dæmi samninga við framhalds- og grunnskólakennara og hjúkrunarstéttir, að mestum hluta kvennastéttir, sem fengið hafí „nokkra uppreisn" eftir að hafa setið eftir ámm saman. Samdráttur veldur meiri lækkun á almennum markaði Einnig nefnir hann að samið sé um fasta launataxta hjá ríkinu. „En á almenna markaðinum er um að ræða lágmarkslaunataxta og yfírborganir mjög tíðar. Þessi staðreynd veldur því að þegar samdráttur er í efnahagslífínu gætir meiri launabreytinga niður á við þar,“ segir Friðrik. „Það má líka benda á að einna dýmstu samningar ríkisins í síðustu kjarasamningum vom gerðir eftir að ríkið gekk inn í viðræður milli ASÍ og VSÍ. Þar má nefna til dæm- is samninginn við Samiðn en hann fól í sér í kringum 20% launahækk- un fyrir þá sem unnu hjá ríkinu, þar sem markmiðið var að færa taxta að launum," segir hann loks. und starfsmenn í heilbrigðis- og félagsgeiranum, þriðjungur frá hveiju stéttarfélagi. Tæp 80% svömðu spumingum. Af þeim sem svömðu töldu rúm 36% ofbeldi fínnast á sinni deild eða vinnustað og kváðust 40% þeirra telja ofbeldi algengt eða mjög algengt, en rúm 48% töldu það frekar eða mjög óalgengt. Ef litið var til síðustu sex mánaða kváðust 24,3% hafa orðið fyrir lík- amlegu ofbeldi, öðru en kynferðis- legu. Þá birtist ofbeldi einnig í svívirðingum, kynferðislegri áreitni í orðum, líkamlegri kynferð- islegri áreitni eða hótunum. Sjúkl- ingar eða skjólstæðingar vora oft- ast gerendur, en samstarfsmenn og yfírmenn áttu einnig hlut að máli. Misjafnt eftir stofnunum Rúm 66% svarenda töldu öryggi starfsmanna mjög eða frekar vel tryggt, rúm 60% sögðu úrræði skýr ef starfsmaður væri beittur ofbeldi og rúmlega 21% sagðist hafa fengið fræðslu eða þjálfun til að takast á við ofbeldi. „Þessar tölur eru mjog ólíkar eftir stofnunum," segir Ásta Möll- ÞESSIR vösku ungu drengir reistu sér veglegan snjókastala úr snjóruðningi á strætum Ak- ureyrar í gærdag. Riddarar um- ferðarskiltanna stilltu sér hreykn- ir upp fyrir ljósmyndara við her- fang sitt, skiltið alræmda, Bannað er. „Þannig voru starfsmenn fang- elsa þeir einu sem allir svömðu því játandi að hafa fengið fræðslu og þjálfun og jafnframt vom það einu stofnanimar þar sem úrræði vegna ofbeldis lágu fyrir og einu stofnanimar þar sem öll slík tilvik vom skráð. Þetta er athyglisvert í ljósi þess, að 14,3% starfsmanna þar kváðust hafa orðið fyrir líkam- legu ofbeldi, þegar heildartalan er 24,3%. Ofbeldi er því minna þar sem starfsmenn hafa fengið sér- staka þjálfun og um leið finna starfsmenn fangelsa mun síður fyrir andlegri vanlíðan eftir ofbeldi en starfsmenn annarra stofnana, sem em ekki viðbúnir að takast á við slíkt.“ Ásta segir þessar niðurstöður renna stoðum undir þá skoðun starfsmanna, að nauðsynlegt sé að setja ákveðnar öryggisreglur. „Starfsmenn þurfa að fá þjálfun í samskiptum, upplýsingar um hvort skjólstæðingur hefur áður gerst sekur um ofbeldi þurfa að vera tiltækar svo starfsmenn geti verið viðbúnir slíku, huga þarf að mönn- un deilda svo unnt sé að takast á við ofbeldi, stofnanir þurfa að móta skýra stefnu um hvernig að leggja. Þeir Pétur, Orri, Helgi Rúnar og Arnar Freyr fara lík- lega strax í dag að leita að fleiri ögrandi götumannvirkjum til að hernema. Vonandi láta þeir þó vera að reyna klífa götuvitann sem þeir snúa baki í. bregðast eigi við, það þarf að vera auðvelt að kalla eftir aðstoð og skrá þarf hvert tilvik, svo unnt sé að bregðast við á réttan hátt. Þeir sem þátt tóku í könnuninni bentu sjálfir á ýmislegt sem betur mætti fara, til dæmis að skýra þurfi út fyrir fólki af hverju það þarf að bíða aðstoðar á slysadeild, svo dæmi sé tekið. Þannig yrði komið í veg fyrir reiði og hugsanlegt of- beldi." Rætt í tengslum við gerð kjarasamninga Ásta segir að fulltrúar stétt- arfélaganna þriggja muni skýra frá niðurstöðum könnunarinnar í ráðuneytum fjármála, heilbrigð- ismála, dómsmála og félagsmála, auk þess sem stjórnendum við- komandi stofnana verði skýrt frá þeim. „Við vonum að leitað verði úrbóta, en við höfum ekki sett nein tímamörk í því. Hins vegar reikna ég fastlega með að þessi mál verði rædd í tengslum við gerð kjarasamninga, enda er það hlutverk stéttarfélaganna að huga að aðbúnaði á vinnustað og réttarstöðu félagsmanna, sem var upphafið að þessari könnun." * Afangaskýrsla um íslenska fiskvinnslu Betri af- koma botn- fiskvinnslu REKSTRARSKILYRÐI botnfisk- vinnslu hafa batnað á undanförn- um mánuðum að því er fram kem- ur í áfangaskýrslu nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði í nóvember til að kanna helstu þætti í starfsumhverfi fískvinnslu og framtíðarmöguleika hennar. Áætlað er að halli á botnfísk- vinnslu hafí numið 4,6% af tekjum miðað við rekstrarskilyrði í desem- ber si. samanborið við 8,5% halla í ágúst. Fram kemur að botn- fiskafli hefur dregist saman um 27,9% frá árinu 1988 til 1995 en framleiðsla á landunnum botnfíski hefur minnkað heldur minna, eða um 26%. Greinin rekin með hagnaði Varðandi afkomu sjávarútvegs- ins segir í skýrslunni að greinin í heild hafi verið rekin með 1,3% hagnaði í desember samanborið við 0,5% halla í ágúst. Nefndin leggur í skýrslunni áherslu á að halda núverandi stefnu í gengismálum og að stefn- an í ríkisfjármálum eigi að stuðla að því að halda vöxtum í sem mestu samræmi við það sem er í helstu viðskiptalöndum. Þá telur nefndin brýnt að skattar á sjávar- útveginn séu ekki hærri en í grann- löndunum. Lögð er áhersla á að fískverð eigi að vera fijálst eins og nú er en leita þurfí leiða til að það taki meira mið af gæðum hráefnisins. -----»♦ ♦------ V eitingamaður læsir sig inni í félagsheimili Bærinn vill höfða út- burðarmál VEITINGAMAÐUR Felgunnar á Patreksfírði hélt enn til í húsnæði Félagsheimilis Patreksfjarðar í gærkvöldi, að sögn Ólafs Arnar Olafssonar, formanns bæjarráðs og stjómar félagsheimilisins. Veitinga- maðurinn læsti sig inni í húsinu á mánudag vegna ágreinings um leigusamning og segir Ólafur að bæjaryfirvöld láti bera hann út leys- ist málið ekki með öðmm hætti. Ólafur Örn segir að veitingamað- urinn hafí gert leigusamning um félagsheimilið árið 1994, til tveggja ára, sem sagt hafí verið upp með löglegum þriggja mánaða fyrirvara. í fyrra. Uppsögnin átti að taka gildi 1. mars 1996 en bæjaryfírvöld sendu leigutakanum nýjan samning hinn 18. febrúar í samræmi við ákvæði um forgang fyrri leigjanda. Þegar samningurinn var gerður var enginn veitingastaður rekinn í fé- lagsheimilinu og styrkti bærinn starfsemina með 1,8 milljóna króna framlagi fyrstu tvö árin, að Ólafs sögn. Reksturinn ekki styrktur áfram Hann segir að leigutakinn hafí síðan fengið leyfí til þess að reka Felguna í einum sala félagsheimilis- ins, sem ekki var nýttur á sumrin. Þar sem annað öldurhús sé rekið í bænum stríði það gegn samkeppnis- lögum að styrkja rekstur félags- heimilisins áfram. Þá segir Ólafur að veitingamaðurinn hafí ekki viljað að starfsmaður tæknideildar Vest- urbyggðar hefði eftirlit með félags- heimilinu, sem er eign bæjarins. Hjúkrunarfræðingar, Sóknarfólk og starfsfólk ríkisstofnana Settar verði öryggisreglur vegna ofbeldis á vinnustöðum I i § !t 6 € € I I c í í I \ í i ( í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.