Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ + Um Tómasarguðspjall o g „önnur villutrúarrit“ PRÓFESSOR Njörður P. Njarðvík ritaði hinn 18. desember sl grein undir heitinu Tómasarguðspjall, þar sem hann segir frá því að hann hafí komist yfir rit sem hafi haft að geyma þetta „guðspjall“ Tómas- ar, og það er nokkur undrunartónn í prófessornum þegar hann segir frá því hvernig sér hafí verið með öllu ókunnugt um þetta verk. Þrátt fyrir ^að Njörður sé prófessor í íslenskum bókmenntum er greinilegur áhugi hans á guðfræði og kristinni trú með því að hann hefur gefíð út rit Hér er ekki verið að ræða um trú, segir Odd- ur Einarsson, heldur sagnfræði. þar sem hann tók saman orð Krists og var það einnig heiti bókarinnar. Nú mætti ætla að ekki væri langt milli vistarvera hans og þeirra kol- lega hans, prófessoranna í Guð- fræðideildinni, og því hefði bók- menntaprófessorinn getað sótt sér alla þá sérfræðiaðstoð sem hann þurfti við undirbúning bókar sinnar. Svo hefur þó greinilega ekki verið, enda nefnir hann að hann hafi verið ásakaður um afskiptasemi af lærð- um á því fræðasviði sem hann var þarna greinilega að troða sér inná í óþökk. Þá segist hann hafa borið það undir fjóra presta sem hann var kunnugur hvort þeir þekktu til rits- ins, helmingur þeirra hafí þekkt það af afspurn en enginn þeirra lesið það, og nú er prófess- orinn undrandi og ekki er laust við að einnig gæti nokkurs háðs í orðum hans þegar hann talar um deyfð og áhugaleysi kirkjunnar manna ef þeir fylgist ekki betur með því sem er að gerast í kristnum fræðum og hvetur til að menn sýni nýupp- götvuðum texta um boðskap Krists áhuga. Á aðfangadag birtist svar til prófessorsins frá Friðrik Schram guðfræðingi. Hann skýrir þar mjög vel hvers konar rit Tómasarguðspjall og önnur slik rit eru, sem vissulega eru fjölmörg, og síðan útskýrir hann hveijar hinar ströngu kröfur voru Oddur Einarsson 90 ára afmcelismót IR Laugardalshöll laugardaginn 25. janúar kl. 16:00 Bartova, evrópumethafi gegn Völu Flosadóttur exrópumeistara Jón Amar í einvígi við heimsfrœgan tugþrautarmann Þórdís Gísladóttir gegn bestu hástökkvumm norðurlanda Þulur: Ómar Ragnarsson Bestu spretthlauparar landsins mœta til leiks Magnús Ver sýnir krafta sína Gaui litli mœtir í veisluna ÍM FLUGLEIDIR Bros-Bour 90 ára BUNAÐAR BANKINN sem gerðar voru til þeirra rita sem tekin voru með í ritasafn Nýja testamentisins. „Astæðan fyrir þessum ströngu kröfum“, segir Friðrik, “-sem mörg, annars góð kristin rit, stóðust ekki- voru þær, að þannig var reynt að tryggja að villukenn- ingar kæmust ekki í Nýja testamentið." Hinn 8. janúar sl rit- ar prófessor Njörður greinina „Enn um Tóm- as.“ Kemur þá í ljós að hann hafði fengið nokkur viðbrögð við fyrri grein sinni svo sem vænta mátti, og upplýsir hann m.a. að ís- lensk þýðing (væntanlega úr ensku) hafi þegár verið gerð og verið lesin í útvarpi fyrir nokkrum árum, og jafnframt að útgáfu nýrrar þýðingar sé að vænta sem unnið sé að beint frá hinum koptíska texta. Jafnframt hugleiðir prófessorinn sígildar spurningar guðfræðinnar um hina sögulegu persónu Jesú og þá rit- skoðun sem fram fór á fyrstu öldum kristninnar við val á ritum Nýja testamentisins. Grein sinni lýkur hann á athyglisverðum hugleiðing- um um höfund Tómasarguðspjalls og mismunandi áherslur og stefnur í frumkristninni. Ekki er að efa að ýmislegt í grein prófessors Njarðar hlýtur að vekja hörð viðbrögð og lesa má í lok grein- ar hans að það er honum ljóst. Því er nauðsynlegt að reyna að beina umræðunni í þann farveg sem henni hæfír. Hér er ekki verið að ræða um trú, heldur miklu fremur um sagn- fræði og ritskýringu þeirra heimilda sem til eru. En er þá eitthvað nýtt í málinu? Heimildirnar hafa verið til í nærri tvö þúsund ár og þótt hver kynslóð fræðimanna guðfræðinnar hafi beitt tiltækum aðferðum til rit- skýringar, þá hefur ekkert nýtt gerst. Jú, það sem er nýtt er það að frá árinu 1945 og í liðlega áratug þar á eftir fannst gríðarlegt safn rita frá fyrstu árum kristninnar og frá fyrstu öld fyrir Krist. Þessi rit höfðu ekki farið í gegnum ritskoðun kirkjuþing- anna sem völdu ritin í Nýja testa- mentið og voru því ósnortin af þeirri skilgreiningu sem kirkjufeðurnir höfðu gert á því hvað væri rétttrún- aður og hvað villutrú. Eitt hinna fyrstu rita sem þama fundust og kennd eru við Chenoboskion-Nag Hammadi var þetta svokallaða guð- spjall sem kennt var við Tómas. Það höfðu að vísu fundist brot af handrit- um þessa rits í Egyptalandi áður og í lok síðustu aldar voru hafnar rann- sóknir á ritinu, en þéssir handritabút- ar munu hafa verið verulega laskað- ir og víða vantað mikið á textann. Nokkrar enskar þýðingar munu hafa verið gerðar eftir koptíska handritinu og gefnar út undir mismunandi titl- um og með mismunandi efnisskipan. Þetta skiptir þó ekki meginmáli, heldur hitt að fullyrðing prófessors Njarðar um að hér gæti verið um að ræða með elstu heimildum sem til eru um boðskap Krists, gæti vel verið rétt, þótt líklega sé hvorki unnt að sanna né afsanna slíkt ef byggt er á þessum texta eða þessum hand- ritafundi eingöngu. Ýmis rit í rita- safninu sem á eftir fannst, og kennt hefur verið við Qumran, og sem lík- legt er að hafi verið í eigu trúar- reglu þeirrar sem nefnd hefur verið Essenar eru ekki síður athyglisverð en Tómasarguðspjall. Alla tíð síðan hafa staðið yfir rannsóknir á þessum textum og þrátt fyrir þá yfirþyrm- andi skelfingu sem ætíð má lesa úr augunum á sanntrúuðum fræði- mönnum þegar eitthvað hróflar við hefðbundinni túlkun á fræðunum þeirra, þá hafa einstaka þeirra jafn- vel gengið svo langt að tala um alger- lega nýjan grundvöll kristindómsins því það megi leiða að því sterk rök að meginkjarnann í hinum einstæða siðaboðskap Krists eins og hann kemur fram í Nýja testamentinu sé að finna í ritum sem fundust í Qumr- an og sem sannanlega séu rituð nokkru fyrir daga Krists. Hvernig væri að bæta þessu inní umræðuna? Höfundur er guðfræðingur og fyrrum sóknarprestur. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.