Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dvalar- og atvinnuleyfi bandarísku hjónanna hér á landi runnu út í síðustu viku Taka bamsins kærð til Hæstaréttar LÖGMAÐUR Hanes-hjónanna hyggst í dag kæra til Hæstaréttar úrskurð sem heimilaði að Zenith Helton, dótturdóttir Connie Jean Hanes, væri tekin úr þeirra höndum. Ragnar Tómas Amason sem fer með málið fyrir hönd AP-lögmanna stað- festi í samtali við Morgunblaðið að slík kæra væri í bígerð, þar sem taka þurfi til athugunar hvort það hafí verið baminu fyrir bestu að taka það úr umsjá hjónanna. Bandarísk yfirvöld munu hafa ógilt vegabréf Hanes-hjónanna i gær samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins og em vegabréfín væntanlega nú í vörslu bandaríska sendiráðsins. Stefán Eiríksson, lögmaður í dómsmálaráðuneytinu, segir það af- stöðu ráðuneytisins að stúlkan verði afhent bandarískum yfírvöldum eins fljótt og auðið er, enda séu sérfræð- ingar þess á þeirri skoðun að hérlend- is séu engir aðilar sem hafí lögmæta forsjá bamsins, á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. Barnið sé bandarískur ríkisborgari og hafí að mati ráðuneytisins komið með ólögmætum hætti til landsins og þar af leiðandi eðlilegast að bandarísk yfirvöld taki við baminu. Móðir bamsins átti að koma til landsins árla í morgun og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verður í för með henni tökulið á vegum Unsolved Mysteries sjónarpsþáttar- ins bandaríska, sem fjallaði um mál- ið í byijun janúar. Dvalar- og atvinnuleyfi Connie Jean Hanes og eiginmanns hennar, Donalds, runnu út í seinustu viku og hafa ekki verið endumýjuð, þrátt fyrir að hjónin hafí lagt fram umsókn þar að lútandi, að sögn Jóhanns Jó- hannssonar, yfírmanns útlendinga- eftirlitsins. Donald Hanes hefur starfað undanfarna mánuði hjá tölvudeild Flugmálastjórnar. Hafa kærufrest Jóhann segir bein afskipti útlend- ingaeftirlitsins af hjónunum ekki hafin og ekki hafí verið tekin ákvörð- un um hvemig haldið verður á mál- um. Hins vegar sé m.a. í athugun að vísa þeim úr landi, en væri slíkt gert gætu hjónin kært þá ákvörðun innan fimmtán daga og jafnframt vísað málinu til ráðherra, þannig að slík framkvæmd myndi hafa nokkum aðdraganda. Hins vegar sé ótfma- bært að ræða þessa málsmeðferð fyrr en búið er að kynna fólkinu þau úrræði sem em til staðar. Jóhann segir að ferill hjónanna hafí ekki verið kannaður þegar dval- arleyfi var veitt, enda slíkt ógjörning- ur í ljósi fjölda þeirra dvalarleyfa sem veitt eru á hveiju ári. Líðan telpunnar ágæt Telpan sem tekin var af hjónunum, Zenith Elaine Helton, er nú í umsjá Félagsmálastofnunar Kópavogs. Guðmundur Ágústson, sem skipaður var réttargæslumaður hjónanna til þess tíma að Héraðsdómur Reykja- ness samþykkti kröfu um farbann á þau, segir að henni líði með ágætum og væri vel sinnt, samkvæmt þeim upplýsingum sem honum hafí borist. Guðmundur kveðst þeirrar skoð- unar að hann telji farbannið óþarft, enda búið að leggja hald á vegabréf hjónanna og þau komist því ekki úr landi. „Ég hef að vísu aðeins heyrt aðra hlið málsins og vil ekki tjá mig mik- ið um það, eðli málsins samkvæmt, en skilst á hjónunum að barnið hafí verið verulega vanrækt og að móðir- in hafí leiðst út í eiturlyfjaneyslu. Þau sögðu að mjög mikið hafi þurft til að þau slitu öll tengsl við fyrri heimkynni og lögðust í útlegð, en þau vissu að ef þau reyndu að dylj- ast í Bandaríkjunum myndu þau finnast." Hann kveðst ekki vilja túlka við- brögð eða tilfinningar hjónanna, en telji þó að þeim hafí ekki komið mjög á óvart að barnið var tekið af þeim og málsmeðferð íslenskra stjórnvalda í kjölfarið. Bandarísk yfírvöld hafa ekki lagt fram formlega beiðni um framsal hjónanna en hennar er að vænta fljótlega, að sögn Stefáns. Fyrir nokkru var hins vegar gefín út al- þjóðleg handtökuskipun vegna ólög- mæts brottnáms bamsins, með það fyrir augum að framsals yrði krafíst. Frekari gagna beðið „Við bíðum nú eftir formlegri framsalsbeiðni þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um þau afbrot sem fólkið er grunað um að hafa framið og önnur fylgigögn," segir hann. Stefán segir verið að kanna for- sendur fyrir því að vísa fólkinu úr landi og hvernig því verði komið til Bandaríkjanna og barninu til móður sinnar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um að hjónin hafí reynt að dyljast hérlendis og eru þau meðal annars skráð fyrir síma undir réttum nöfn- um. Richard Lundberg, upplýsingafull- trúi bandaríska sendiráðsins, segir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna meðhöndli málið með lög um einka- lífsvernd að leiðarljósi, og verði því ekki veittar upplýsingar um þá sem málið varðar eins og sakir standa. Málsmeðferð að öðru leyti einskorð- ist við samskipti á mill sendiráðsins og yfirvalda hér. „Málið er á viðkvæmu stigi og þótt að önnur hlið þess sé orðin opin- ber, snýr hin hliðin að viðkomandi einstaklingum og réttarstöðu þeirra," segir hann. Aðspurður um rannsókn sendi- ráðsins á grunsemdum um að hjónin hafí yfirgefið Bandaríkin ásamt baminu með fölsuð vegabréf segir Lundberg ekki endanlega niðurstöðu liggja fyrir. Upplýsingar ófáanlegar Aðspurður um sakaskrá Donald Hanes, segir Paul Bresson, talsmað- ur bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, þá stefnu rekna af stofnuninni að veita ekki utanaðkomandi aðilum aðgang að gögnum af því tagi, auk þess sem lög um einkalífsvernd tor- veldi mjög alla miðlun slíkra upplýs- inga. Umfjöllun í Óráðnum gátum átti þátt í að Zenith fannst Aðstoða lögreglu BANDARÍSKI sjónvarpsþátturinn Óráðnar gátur (Unsolved Mysteri- es) sem flallaði um hvarf Zenith E. Helton 3. janúar hóf göngu sína í bandarísku sjónvarpi í nú- verandi mynd árið 1988. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum þáttanna, sem reiða sig m.a. á upplýsingar frá áhorfendum, hafa ábendingar þeirra orðið til þess að aðstoða laganna verði við að handsama um 40% þeirra flóttamanna sem fjailað hefur verið um. Sömu heimildir herma að I 92 tilvikum hafi umfjöliun orðið þess valdandi að fólk hafi náð fundi þeirra sem lýst var eftir og lausn hafi fundist á 263 mál- um fyrir þeirra atbeina. Þátturinn fjallar um ráðgátur og sakamál af ýmsu tagi, þar á meðal dularfull mannshvörf, eftir- lýsta flóttamenn, horfnar ástir, mál sem snúast um háar fjárhæð- ir eða mikiar eignir sem engir hafa gert tilkall til og fleira. Þátturinn hefur sex sinnum verið tilnefndur til Emmy-sjón- varpsverðlauna og stærir sig af því að hafa fengið hrós frá banda- rísku alríkislögreglunni fyrir þjón- ustu við almenning. Kynnir í þáttunum er Robert Stack leikari, sem m.a. lék lög- reglumanninn Elliot Ness í sjón- varpsþáttum um The Untouch- ables fyrir nokkrum áratugum. Suðurvangur — Hafnarfirði 3ja herb. íbúð — iaus nú þegar Til sölu rúmgóð og skemmtileg 3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjöl- býlishúsi. (búðin skiptist í góða stofu, rúmgott sjónvarpshol, eldhús m/borðkróki, sérþvottahús og búr inn af eldhúsi. Á sérgangi eru 2 svefnherb. og baðherb. fbúðin er um 94 fm að stærð. Sléttahraun — Hafnarfirði — 3ja herb. — iaus strax Góð 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. (búðin er mikið endurnýjuð með nýjum gólfefnum, þ.e. parketi og flísum. Þvottahús á hæðinni. Ásgarður — Rvík — 2ja herb. laus strax — sérinng. — hagst. lán Vönduð tæplega 60 fm 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Vandaðar innréttingar. Parket á gólfum. Sérinng. Gott útsýni. Áhv. hag- stæð langtímalán 3,6 millj., þ.e. gömlu veð deildarlánin með 4,9% vöxtum. Greiðslubyrði rúmlega 18 þús. á mán. CONNIE Jean og Donald á heimili sínu í Kópavoginum í gær. Morgunbiaðið/Kristinn Fasta þar til hún kemur „VIÐ urðum fyrir algjöru áfalli að frétta af því að Zenith hefði verið tekin af leikskólanum. Við fáum ekki einu sinni að tala við hana i síma. Ég myndi gera allt til að fá hana aftur. Eftir að hún var tekin frá okkur með jafn ómannúðlegum hætti og raun ber vitni hef ég fastað og læt ekki bita inn fyrir mínar varir þar til hún er komin aftur til okkar,“ segir Connie Jean Hanes í sam- tali við Morgunblaðið. Connie segir að Kelly, dóttir sín, hafi verið einstæð móðir þriggja ára dóttur þegar hún varð ófrisk af Zenith árið 1992. Þar á ofan hafi hún þjáðst af erfiðum gigtarsjúkdómi frá 9 ára aldri. „Hún treysti sér því ekki til að ala upp annað barn og hefði farið í fóstureyðingu ef við hefðum ekki lýst yfir áhuga á að ættleiða barnið. Ég var viðstödd fæðing- una og varð fyrst til að snerta Zenith fyrir utan starfsfólk sjúkrahússins. Kelly jafnaði sig eftir keisaraskurðinn hjá okkur í Utah. Hún myndaði ekki tengsl við barnið og sagðist vi(ja fara aftur til Arizona og skilja barnið eftir hjá okkur aðeins mánuði eftir fæðinguna. Að hennar frum- kvæði var gengið frá því að barn- ið tilheyrði okkur um aldur og ævi. Hún skilaði meira að segja inn samþykki föður,“ segir Connie Jean. Erfitt tímabil Donald Hanes, eiginmaður Conniear, segir að skömmu síðar hafi tekið við erfitt tímabil. „Kelly fór að taka barnið án leyfis, t.d. af barnaheimilinu, og við þurftum að ganga í gegnum erfitt ferli til að ná því aftur. Við gerðum okk- ur grein fyrir því að við yrðum annað hvort að gefa Zenith frá okkur eða halda áfram að vernda hana. Tilkynning Kellyjar um að hún myndi skilja Zenith eftir í vörslu þriggja ára systur sinnar á meðan hún færi út á flugvöll varð svo til að hjálpa okkur að taka ákvörðun," segir hann. Hann segir að Kelly hafi farið að beijast fyrir því að fá barnið aftur eftir að því hafði verið skil- að til hjónanna vorið 1993. „Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að dómarinn hafði engan áhuga á að taka tillit til þess að kærasti Kellyjar barði Connie að barninu ásjáandi varð niðurstaðan ljós. Við myndum aldrei halda barn- inu. Áður en kom að réttarhöldun- um héldum við því úr landi. Fyrst fórum við Connie, Michael, 16 ára sonur hennar og Zenith, til Bret- lands og þaðan til íslands haustið 1995. Hér hefur okkur liðið vel. Ég hef unnið hjá Flugmálastjórn, Connie hefur unnið við skriftir heima og Zenith hefur verið í leik- skóla.“ Á sakaskrá vegna ölvunaraksturs Donald játar því að vera á saka- skrá í Bandaríkjunum eins og fram hefur komið í fréttum. „Ég er á sakaskrá af því að ég ók ölv- aður og lenti í óhappi árið 1984. Hins vegar er ekki rétt að ég sé á skilorði því að ég hef tekið út mína refsingu og á ekkert sökótt við lögin," segir hann. Þau viður- kenna að hafa ranglega skráð Zenith í vegabréf Conniear til að komast út úr Bandaríkjunum en segjast ekki hafa leynt neinu hér á landi. Connie segist hafa frétt að Kelly væri á leiðinni til íslands. „Ég get ekki hugsað til þess að hún taki Zenith enda hefur hún hvorki aðstæður né áhuga á að hafa hana. Hún er reið út í mig og reiðin bitnar á barninu. Núna höfum við frétt að saga hennar sé komin á alnetið,“ segir hún. Hún tekur fram að þau Rjónin hafi fengið ómetanlegan stuðning frá félögum sínum í islenskri Kirkju Jesús Krists hinnar síðari daga heilögu (Mormónakirkjunn- ar). í I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.