Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT „Réttarhöld aldarinnar“ í Brasilíu Rio de Janeiro. Reuter. RÉTTARHÖLD í morðmáli, sem lík- legt er til að njóta meiri athygli en öll önnur dómsmál í Brasilíu á öld- inni, hófust í gær yfir stjörnu geysi- vinsællar sápuóperu og eiginkonu hans fyrrverandi. Leikarinn, Guilherme de Padua og eiginkonan, Paula Thomaz, eru ákærð fyrir hrottafengið morð á ungri mótleikkonu de Paduas í sjón- varpssápuóperunni „De Corpo e Alma“ (Af líkama og sál), Danielu Perez, sem framið var í desember urinn hafi framið morðið á meðan hún skoðaði í búðarglugga í nálægri verzlunarmiðstöð. Stungin með skærum Lögregla fann lík Perez í skóg- lendi nokkru við íburðarmikið íbúð- arhverfi ríkra við ströndina, Barra da Tijuca. Nef hennar og andlit var afmyndað af barsmíðum og að sögn lögreglunnar hafði líkami hennar verið stunginn 15 sinnum með skær- um. Allt benti til að hörð átök hefðu Tvær norður-kóreskar fjölskyldur biðja um hæli í Suður-Kóreu Fólkið flúði á litlum báti í grimmdarfrosti Seoul, Bangkok. Reuter. TVÆR norður-kóreskar fjölskyld- ur, þar á meðal maður, sem tengd- ur er fjölskyldu Kim Il-sungs heit- ins, fyrrum forseta N-Kóreu, flýðu til Suður-Kóreu í fyrradag og hafa beðið þar hælis. FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Samein- uðu þjóðanna, telur, að matars- korturinn í N-Kóreu muni aukast verulega á þessu ári og þurfi til að koma mikil, alþjóðleg aðstoð við landsmenn. Fólkið, átta manns, flýði yfír Gulahaf á litlum báti í grimmdar- frosti og var loks tekið um borð í s-kóreskan lögreglubát. Fréttir eru um, að það hafi fyrst lagt leið sína til Kína og síðan farið þaðan til S-Kóreu. Sýndi s-kóreska sjón- varpið myndir af fólkinu þegar það steig frá borði og þuldi í sífellu: „Þakka ykkur fyrir, þakka ykkur fyrir.“ Aukin landamæragæsla Flóttafólki frá N-Kóreu hefur fjölgað mikið að undanfömu og í síðusta mánuði flýði þaðan 16 manna fjölskylda og öryggisvörð- ur. Kom hópurinn til Seoul í S- Kóreu í síðustu viku eftir að hafa ferðast á laun suður um allt Kína og Hong Kong. Sögðu þau á blaða- mannafundi, að N-Kóreu hefði næstum þrefaldað fjölda varð- manna á landamærunum við Kína til að stemma stigu við landflótt- anum. Flóð hafa valdið miklum skaða á ræktarlandi í N-Kóreu tvö sum- ur í röð og eru fréttir um hungur- sneyð sums staðar í landinu. í nýrri skýrslu frá FAO segir, að áætlað framboð af hrísgijónum og maís á þessum vetri sé 2,84 milljónir tonna og vantar þá tvær milljónir tonna upp á, að þörfum landsmanna sé sinnt. Framleiðsla N-Kóreumanna á áburði hefur hrunið og þeir hafa ekki efni á flytja hann inn eða aðrar nauð- synjar, skordýraeitur, eldsneyti og varahluti. Vöruskipti leyfð Fyrr í þessum mánuði heimilaði Bandaríkjastjórn stórfyrirtækinu Cargill Inc. að hefja vöruskipta- verslun við N-Kóreustjóm og selja þangað allt að tveimur milljónum tonna af korni. Eru fulltrúar fyrir- tækisins komnir til viðræðna um þessi mál í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu. Fær ■ flestan sjó íneð OSTKBJM m&Mlsr- „Síþreyta og depurð eru erfiðir fylgikvillar sveppa- sýkingar. OSTRIN hjálpar mér, því það gefiir aukna orku, úthald og vellíðan." Unnur Þorsteinsdóttir, skrifstofumaður. Sendum í póstkröfu Heilsi hornii Skipagötu 6, Akureyri, sími/fax 462 1889. Upplýsingar um útsolustaði gefur Gula línan í síma 562 6262 „65 ára, síungur og vinn 10 tíma á dag, en ég byrja líka hvern dag á OSTRIN.“ Árni Valur Viggósson, simaverkstjóri. Reuter Eyðilegg- _ ingí Ástralíu MARK Simms, t.v., virðir fyrir sér rústir heimilis síns en eiginkonan, Rosemary, hefur leitað huggunar slökkviliðsmanns. Miklir skógar- eldar hafa geisað nærri Melbourne í Ástraliu og er hús Simms-hjón- anna á Dandenong-fjalli eitt þrjá- tiu heimiia sem hafa orðið eldunum að bráð. Þrír menn hafa látið lifið í baráttunni við skógareldana, sem eru nú að mestu kulnaðir. 1992. Undanfarin fjögur ár hefur brasil- ískur almenningur verið heltekinn af áhuga á morðmáli þessu. Perez lék hina kynþokkafullu Jasmín í sjónvarpsþáttunum vinsælu, en de Padua ástríðufullan elskhuga henn- ar. í fyrstu játaði hann á sig verkn- aðinn. Hann sagði Perez hafa elt sig á röndum og reynt ítrekað að fá sig til samræðis við sig. Síðar breytti hann þessum framburði og sagði eiginkonu sína, Paulu Thomaz, hafa myrt leikkonuna í afbrýðiskasti. Jafnvel þótt hann við- urkenndi að hafa verið viðstaddur glæpinn sagðist de Padua ekki hafa getað hamið ofsann í hálfsturlaðri eiginkonu sinni. Thomaz, sem þá var 19 ára og bamshafandi, heldur því aftur á móti fram, að eiginmað- átt sér stað fyrir dauða hennar. Gloria Perez, móðir Danielu, er þekktur handritshöfundur að sápuópemm og átti m.a. þátt í að semja handritið að hinni örlagaríku þáttaröðAf líkama og sál. Hún hef- ur í minningu dóttur sinnar hleypt af stað áróðursherferð gegn ofbeldi gegn konum í Brasilíu. Lögfræðingar de Padua og Thomaz, sem hneppt voru í fang- elsi skömmu eftir morðið, hafði tekizt að fá réttarhöldunum frestað allt fram til nú, eða í fjögur ár. Reiknað var með að þúsundir aðdáenda hinnar myrtu myndu reyna að efna til óeirða í réttarsaln- um. Vegna óttans við þau áhrif sem athygli fjölmiðla gæti haft á réttar- höldin hafa sjónvarpsupptökur á þeim verið bannaðar. Bankastjór- inn laus úr . gíslingu STARFSMENN Crédit Foncier- bankans í París klappa fyrir Jer- ome Meyssonnier bankastjóra þegar þeir slepptu honum úr gísl- ingu í gær. Þá höfðu starfsmenn- irnir meinað honum að fara úr byggingunni í sex daga til að mótmæla áformum um að loka bankanum vegna bágrar fjár- hagsstöðu. Sagði bankastjórinn að með því að sleppa honum gerðu starfsmennirnir mönnum auðveldara fyrir að hefja viðræð- ur um framtíð bankans. Reuter Stj órnarandstaðan í Serbíu hafnar málamiðlun Ljær ekki máls á nýjum kosningum Beigrad. Reuter. ZORAN Djindjic, einn af leiðtogum stjómarandstöðunnar í Serbíu, hafnaði í gær málamiðlun, sem for- ystumenn Sóslalistaflokks Slobod- ans Milosevic forseta eru sagðir vera að íhuga til að freista þess að leysa deiluna um borgarstjóma- kosningarnar í nóvember. Heimildarmenn í Sósíalista- flokknum sögðu í fyrradag að leið- togar flokksins væru að íhuga þann möguleika að mynda bráðabirgða- stjórn I Belgrad og hugsanlega fleiri borgum og efna síðan til nýrra kosninga eftir tvo mánuði. „Við getum engan veginn fallist á þetta,“ sagði Zoran Djindjic, einn af leiðtogum Zajedno, bandalags serbneskra stjómarandstöðuflokka. „Þetta myndi þýða að við sættum okkur við ógildingu kosninganna og höfnuðum niðurstöðu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.“ Djindjic sagði að svo virtist sem Milosevic væri að reyna að fresta því að taka á vandamálinu í von um að það leystist af sjálfu sér og stjómarandstæðingamir þreyttust á mótmælunum, sem hafa staðið í 66 daga. „Það em aðeins til tvö skýr svör við vandanum - forsetinn getur virt sigur Zajedno eða sagt að það verði ekki gert - en hann neitar að velja annan kostinn." Engin kosningasvik í átta borgum Sósíalistar létu ógilda kosning- arnar á þeirri forsendu að brögð hefðu verið í tafli en fréttir hermdu í gær að rannsókn dómsmálaráðu- neytisins hefði leitt í ljós að ekki hefðu fundist vísbendingar um kosningasvik í átta af 14 borgum og bæjum sem deilt er um. Stjórnar- andstæðingar og stjórnarerindrekar í Belgrad sögðu að niðurstaða ráðu- neytisins myndi engin áhrif hafa á mótmælin. Ráðuneytið sagði ekkert um hvort kosningasvik hefðu átt sér stað í sex borgum, þeirra á meðal Belgrad. Námsmenn hafa efnt til mót- mæla allan sólarhringinn í höfuð- borginni frá því á sunnudag og stað- ið fyrir framan röð lögreglumanna I miðborginni. Um 10.000 manns tóku þátt I mótmælum námsmann- anna í gær og jafn margir voru á fundi Zajedno á torgi í grenndinni. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.