Morgunblaðið - 23.01.1997, Page 2

Morgunblaðið - 23.01.1997, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4» 1 FRETTIR Landsvirkjun samþykkir að bjóða út virkjanir vegna stóriðjuframkvæmda Framkvæmt fyrir 17 milljarða á 3 árum i ( s I Morgunblaðið/Ingvar LÖGREGLAN handtók þre- menningana í gærkvöldi. Stálu peningum frá Læknavakt- inni og keyrðu á brott LÖGREGLAN í Reyig'avík hand- tók tvo unga karlmenn og eina konu á tíunda timanum í gær- kvöldi eftir að þau höfðu stolið skiptimynt úr peningakassa hjá Læknavaktinni við Barónsstíg og haft á brott með sér. Að sögn lögreglunnar keyrðu þremenningarnir upp að Lækna- vaktinni og fór einn þeirra inn og vildi fá að tala við lækni. Hann fékk hins vegar ekki þá þjónustu sem hann óskaði eftir, fór þá í peningakassann, hljóp út og komst undan í bílnum, áður en starfsmenn Læknavaktarinn- ar feng^u við ráðið. Lögreglan náði þremenningunum skömmu síðar á Háteigsvegi, eftir að hafa fengið upplýsingar um númer bílsins sem þau voru í. Eftir yfirheyrslur l\já Iögregl- unni var konunni sleppt, en karl- mennirnir tveir fengu að dúsa í fangaklefunum í nótt. STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti í gær að bjóða út framkvæmdir við Sultartangavirkjun, Hágöngumiðlun og háspennulínu frá Búrfellsstöð að Sandskeiði. Alls er áætlað að virkj- unarframkvæmdirnar og tilheyrandi háspennulínur kosti Landsvirkjun um 17 milljarða króna. Þessar fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar til að mæta orkuþörf fyrirhugaðs álvers Columbia Ventures og stækkunar jámblendiverksmiðjunnar á Grund- artanga, sem og almennri raforku- þörf landsins næstu ár. Útboðin verða með fyrirvara um að af byggingu álversins og stækkun jámblendiverksmiðjunnar verði en það mun liggja fyrir um mánaðamót- in febrúar/mars. Stjórn Landsvirkjunar veitti einn- ig stjórnarformanni og forstjóra fyr- irtækisins umboð til að undirrita drög að orkusölusamningi við Col- umbia Ventures. Gert er ráð fyrir að orkuþörf álversins verði 930 gígawattstundir á ári, raforkusala til álversins hefjist 1. júní 1998 og að samningurinn gildi til 2019. Þá fengu stjórnarformaður og forstjóri umboð til að undirrita við- auka að rafmagnssamningi við ís- lenska jámblendifélagið, sem felur í sér framlengingu núverandi raf- magnssamnings um 20 ár og gefur Járnblendifélaginu kost á að auka raforkukaup sín um 370 gígawatt- stundir á ári vegna stækkunar verk- smiðjunnar. Félagið hefur frest til 18. febrúar til að ákveða hvort það ræðst í þessi auknu orkukaup. Sam- kvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er umsamið rafmagnsverð verð- tryggt miðað við norskar vísitölur og felur í sér verulega hækkun frá núgildandi samningi. Loks fengu forstjóri og stjórnar- formaður Landsvirkjunar umboð til að undirrita samninga við Reykja- víkurborg um kaup á rafmagni frá Nesjavallavirkjun í þágu álvers Col- umbia Ventures. Þessir samningar eru enn til umfjöllunar í borgarstjórn Reykjavíkur. Forsendur staðfestar „Stjórn Landsvirkjunar hefur af- markaðan þátt með höndum í þessu heildardæmi, að framleiða og selja raforku. Það sem felst í þessu er að við erum búin að staðfesta á hvaða forsendum við erum reiðubúin til að gera það og sú staðfesting er nauðsynleg fyrir Columbia Ventures til að geta gengið frá endanlegum fjármögnunarsamningum af þeirra hálfu. Við erum reiðubúin til að ganga frá samningum á þessum nótum en þeir eiga eftir að ganga frá fjármögnun og að skila okkur verklokatryggingu sem við teljum fullnægjandi," sagði Helga Jónsdótt- ir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Helga sagði aðspurð, að varla væri hægt að lesa ákvarðanir stjórn- ar Landsvirkjunar um virkjanaútboð öðruvísi en svo, að stjórnin telji mikl- ar líkur á að af umræddum stóriðju- framkvæmdum verði. En Helga vís- aði jafnframt til svonefnds skaðleys- issamnings milli Landsvirkjunar og Columbia Ventures, sem felur það í sér að Columbia hefur sett tryggingu fyrir greiðslu 2/3 hluta útlagðs kostn- aðar Landsvirkjunar og Reykja- víkurborgar fram til 1. mars, ef ekki verður af byggingu álversins. Á næstu dögum verður auglýst eftir tilboðum í gröft fyrir stöðvar- hús og jöfnunarþró Sultartanga- virkjunar og stíflugerð við Hágöngur og sagði Helga Jónsdóttir að fram- kvæmdir gætu hafist um mánaða- mótin mars-apríl, ef allt gengi eftir. Hágöngumiðlun, sem verður 380 , gígalítrar og nær yfir 40 ferkíló- ' metra, á að vera lokið haustið 1998. ( Sultartangavirkjun á að vera lokið í nóvember 1999 en hún verður 120 megawött að stærð. Kirkjugarðar Reykjavíkur Óvenju mikið umjarðar- farir í janúar ÓVENJU mikið hefur verið um útfarir á höfðuborgarsvæðinu það sem af er þessum mánuði eða mun fleiri en verið hafa á sama tíma undanfarin ár, að sögn Þórs Steins Ragnarssonar framkvæmdastjóra Kirkju- garða Reykjavíkurprófasts- dæma. Hann segir að end- anlegar tölur sem staðfesti þetta liggi ekki enn fyrir, en enginn vafi leiki á því að mun meira hafí verið að gera í jan- úar en venjulegt þykir. „Útfar- ir í nóvember á sfðasta ári voru 98, í desember voru þær 118 og allt stefnir í að þær verði mun fleiri nú í janúar," segir hann. ísleifur Jónsson útfararstjóri hjá Útfararstofu Kirkjugarð- anna staðfesti þetta einnig í samtali við Morgunblaðið en hann hefur með höndum u.þ.b. 85% allra útfara á höfuðborg- arsvæðinu. „Það eru reyndar alltaf fleiri jarðarfarir í janúar en aðra mánuði ársins og er ástæðan fyrir því sú að færri vinnudagar eru f desember vegna stórhátíðanna og því þarf að fresta mörgum jarðar- förum fram í janúar," segir hann. Beðið BRYNJA Siggeirsdóttir, þriggja ára, beið aftan á reiðhjólinu eftir mömmu sinni í Garðastræti á dögunum. Hún passaði hjólið og vettlinga mömmu sinnar meðan hún brá sér sem snöggvast frá. Tillögnr vinnuhóps S VR um endur- skoðun leiðakerfis Aksturstími leiða lengd- ! ur til að bæta stundvísi og auka VAGNSTJÓRUM og starfsmönnum Strætisvagna Reykjavíkur voru í gær kynntar tillögur um endurskoð- un á leiðakerfi SVR og tillögur um einstakar breytingar á tímaáætlun og akstursleiðum. Tillögurnar eru afrakstur starfs leiðakerfishóps SVR en hann hefur unnið að endur- skoðun kerfisins allt frá gildistöku nýs leiðakerfis 15. ágúst sl. í skýrslu um tillögur hópsins seg- ir að við endurskoðun kerfisins hafi sérstaklega verið reynt að stilla aksturstíma þannig að kröfum um stundvísi verði náð eftir því sem unnt væri. Helstu almennar uff ytingar stefna að því að lengja aksturstíma leiða, einkum í íbúðabyggðum, en öryggi með því móti er leitast við að bæta stundvísi vagna, auka öryggi með minni hraða og jafnframt að draga úr álagi á vagnstjóra. Á löngum leiðum er í tillögunum gert ráð fyrir tímajöfnun á báðum endastöðvum. Það gerir það að verkum að þegar rólegt er þurfa vagnar að tímajafna en þegar mik- ið álag er dregur úr áhrifum seink- unarinnar. Samstilling leiða eftir I tillögunum er eingöngu miðað við aksturstíma á hverri leið og vinna við samstillingu leiða er eftir. í skýrslunni segir að samstilling sé ekki framkvæmanleg fyrr en end- anlegar breytingar liggja fyrir. Kjaradeilan í loðnuverksmiðjum Tillögxir YSÍ kynntar SATTAFUNDUR var í deilu stétt- arfélaga starfsfólks í loðnuverk- smiðjum og vinnuveitenda þeirra hjá ríkissáttasemjara í gær. Að loknum fundi sagðist Sigurður Ing- varsson, formaður Alþýðusambands Austurlands, bjartsýnni en áður á gang viðræðna. Segja mætti að al- vöruviðræður væru loks hafnar. Sigurður sagði að stéttarfélögin hefðu í fyrsta skipti fengið ákveðin viðbrögð við kröfum sínum á fund- inum í gær því ljóst væri að vinnu- veitendur væru nú farnir að vinna í málinu. „Það eru ný viðbrögð. Ég hef gagnrýnt þá fyrir að vinna ekki í málinu, mæta óundirbúnir til viðræðna og ætla að tefja málið en nú er farið að vinna í málinu. Ég held að það sé fyrir tilverknað þeirra aðila sem reka þessar verk- smiðjur." Sigurður sagði að vinnuveitend- ur hefðu boðað að þeir muni leggja fram tillögur á föstudag sem rædd- ar verða á næsta fundi aðilanna, sem boðaður hefur verið á þriðju- dag. J\

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.