Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 21 LISTIR „Athyglisverðasti píanóleikarmn“ Morgunblaðið/Ásdís DMITRI Alexéev mun flytja píanókonsert nr. 1 eftir Brahms með Sinfóníuhljómsveit Islands í kvöld. HANN er háttvís, viðmótsþýður og hæglátur maðurinn sem breska dag- blaðið Daily Telegraph kallaði ekki alls fyrir löngu „athyglisverðasta píanóleikarann í dag“. Og þótt hann sé að sönnu snillingur á sínu sviði, virtúós, ber hann ekki bumbur — heldur lætur verkin tala. Dmitri Alexéev kemur nú í þriðja sinn fram með Sinfóníuhljómsveit íslands, síðast var hann hér á ferð fyrir nákvæmlega fimm árum, þeg- ar hann lék píanókonsert nr. 3 eftir Prokofíev „snilldarvel", svo vitnað sé í dóm Jóns Asgeirssonar í Morg- unblaðinu, á tónleikum í Háskóla- bíói 23. janúar 1992. „Er það flest- um sem á hlýddu eftirminnileg stund,“ að því er fram kemur í máli Helgu Hauksdóttur, tónleika- stjóra sinfóníuhljómsveitarinnar. En það var fleira í þeirri ferð eftirminnilegt en tónleikamir, í það minnsta í huga Alexéevs. Flugferð- inni frá London til Keflavíkur lauk til að mynda í Glasgow eftir að flug- stjórinn varð, eftir dúk og disk, að láta í minni pokann fyrir ósviknu íslensku vetrarveðri. Píanóieikarinn kom fyrir vikið sólarhring síðar en ráð var fyrir gert til landsins og náði einungis einni æfingu með hljómsveitinni fyrir tónleikana. Og ekki verða æfíngamar fleiri að þessu sinni, þótt skaplega hafi viðrað hér á norðurslóð í vikunni, en píanóleikarinn kom ekki til lands- ins fyrr en síðdegis í gær, þar sem hann þurfti að leika á tónleikum í Lundúnum í fyrrakvöld. Nú gekk flugið hins vegar eins og í sögu. „Svona er líf einleikarans, hann getur þurft að hendast heimshoma á milli í sömu vikunni. Tónlistin er hins vegar mínar ær og kýr, þannig að ég kvarta ekki meðan ég ferðast til að spila,“ segir Alexéev. Ljúfar minningar Alexéev hóf ungur píanónám við tónlistarháskólann í Moskvu, þaðan sem hann útskrifaðist átján ára að Rússneski píanóleikar- inn Dmitri Alexéev verður gestur Sinfóníu- hljómsveitar íslands á tónleikum í Háskólabíói í kvöld, þar sem minn- ing tónjöfranna Brahms og Schuberts verður heiðruð. Orrí Páll Ormarsson tók á móti þessum virta listamanni við komuna til Reykjavíkur í gær. aldri. Á námsámnum tók hann þátt í ýmsum alþjóðlegum píanókeppn- um, svo sem Enescu-keppninni í Búkarest, Marguerite Long-keppn- inni í París, Leeds-keppninni í Eng- landi og Tjækovskíj-keppninni í Moskvu og hlaut fyrir æðstu viður- kenningu. Auk tónleikahalds í helstu tónleikasölum heims hljóðrit- ar Alexéev fyrir EMI, BMG, Virgin og fleiri útgáfufyrirtæki. Þótt Alexéev hefði að ósekju vilj- að æfa meira með hljómsveitinni fyrir tónleikana í kvöld er hann hvergi banginn. „Sinfóníuhljómsveit Islands er mjög góð hljómsveit sem hefur tamið sér vönduð og fagleg vinnubrögð, þannig að við verðum ömgglega fljót að finna farveginn. Það er virkilega ánægjulegt að vera kominn til íslands á ný en ég á ein- göngu ljúfar minningar frá fyrri heimsóknum mínum.“ í ár verður þess minnst um viðan völl að tvö hundmð ár em liðin frá fæðingu Franz Schuberts (1797- 1828) og eitt hundrað ár frá and- láti Johannesar Brahms (1833- 1897). Sinfóníuhljómsveit íslands mun ekki láta sitt eftir liggja og verður minning þessara tónjöfra heiðmð sérstaklega í kvöld en Brahms mun jafnframt setja svip sinn á tónleika hljómsveitarinnar 30. janúar og 5. júní næstkomandi. Alexéev mun flytja píanókonsert nr. 1 eftir Brahms með hljómsveit- inni. Segir hann verkið einn besta píanókonsert sem saminn hafi verið fyrr og síðar og geri feikilegar kröf- ur til einleikara, hljómsveitar og stjómanda. Við annað hljóð kvað hins vegar þegar konsertinn var frumfluttur í Hannover árið 1861 en þá fékk hann afar slæma dóma og Brahms, sem sjálfur lék einleik- inn, varð fyrir miklum vonbrigðum. Síðar hlaut verkið á hinn bóginn uppreisn æra og er nú, svo sem AJexéev vitnar um, talið meðal af- burðaverka Brahms. Heyrði verkið aldrei flutt Franz Schubert, sem var sam- tímamaður Beethovens, telst til þeirra tónskálda sem tengdu saman klassísku og rómantísku stefnuna. Var hann sériega afkastamikill og vann fjölmörg afrek á skammri ævi. Vafalítið er Schubert kunnast- ur fyrir sönglög sín en þau era hvorki fleiri né færri en 660. Sinfón- ía nr. 7 í C-dúr, sem flutt verður í Háskólabíói í kvöld, var samin á áranum 1825-26. Tónskáldinu ent- ist raunar ekki aldur til að heyra verkið flutt en þrátt fyrir að Vínar- borg, þar sem það bjó, væri höfuð- vígi tónlistarinnar á 19. öld gekk ýmsum tónskáldum illa að fá verk sín þar flutt, þeirra á meðal Schu- bert. Það var svo fyrir tilstilli Ro- berts Schumanns að sinfónían var framflutt af Gewandhljómsveitinni í Leipzig undir stjóm Mendelssohns í kringum 1840. Maðurinn sem stjóma mun flutn- ingnum í kvöld, Giora Bemstein, fæddist í Vínarborg en ólst upp í ísrael. Framhaldsnám stundaði hann við Mozarteum-stofnunina í Salzburg, þar sem kennari hans var Igor Markevitch. Þaðan lá leiðin í Juilliard-tónlistarháskólann í New York og síðar í Brandeis-háskólann í Boston, þaðan sem hann lauk dokt- orsprófí. Bemstein hefur stjómað ýmsum hljómsveitum beggja vegna Atlantsála og er nú listrænn stjóm- andi tónlistarhátíðarinnar í Colorado í Bandaríkjunum. tímmu- rúgbrauð Egils Krislall m/sítrónubragði Eglls Krlstall m/eplabragði Eglls lúborg léttöl 0,5 Itr dós ...og gæðin koma í ljós. Þorrabahhi ósúr, 350 gr. Octhcr Kartöflumús, 220 gr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.