Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 1
80 SÍÐUR B/C 36. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjárglæfrafyrirtækin í Albaníu Hirtí mafían allt spariféð? Róm. Reuter. ITALSKA lögreglan og sérfræðing- ar í starfsemi mafíunnar á Ítalíu telja, að hún hafi að einhveiju leyti staðið á bak við ijárglæfrafyrirtækin í Albaníu, sem hafa rænt stóran hluta landsmanna öllu sparifé sínu. Hundruð óeirðalögreglumanna voru með mikinn viðbúnað í Tirana, höf- uðborg landsins, í gær til að koma í veg fyrir mótmæli gegn stjórnvöld- um. „Við höfum upplýsingar um, að ítalskir glæpahringir tengist fjárglæfrunum í Albaníu," sagði Pier Luigi Vigna saksóknari í Róm. „Pen- ingar frá þeim hafa farið inn í píra- mítafyrirtækin." Undir þetta tók Alessandro Pansa, yfirmaður sér- stakra lögreglusveita, sem beijast gegn skipulögðum glæpasamtökum, og sagði, að hafin væri rannsókn á aðild mafíunnar að fjárglæfrunum í Albaníu. Albanir auðveld bráð Sérfræðingar í starfsemi maf- íunnar segja, að næstum algert eft- irlitsieysi í Albaníu og náin tengsl milli glæpamanna þar og á Ítaiíu hafi gert mafíunni auðvelt að koma upp píramítafyrirtækjunum en til- gangurinn hafi fyrst og fremst verið sá að nota þau til að „þvo“ illa feng- ið fé. Talið er, að ailt 140 milljarðar ísl. kr. hafi verið settir í píramíta- fyrirtækin í Albaníu en það er næst- um jafn mikið og verg þjóðarfram- leiðsla síðasta árs í landinu. Það þykir hins vegar ekki ganga upp og Vigna og ítalskar leyniþjónustu- heimildir segja, að skýringin sé sú, Reuter ALBÖNSK kona formælir stjórnvöldum í landinu í mótmæla- göngu í borginni Vlore en þar var lögreglumaður skotinn til bana i gær. Næstum allar fjölskyldur í landinu Iögðu fé í píra- mítafyrirtækin en þau lofuðu allt að 100% vöxtum á mánuði. að mafían hafi dælt peningum inn í fjárglæfrafyrirtækin í upphafi til að „þvo“ þá og græða um leið á því að stela sparifé albansks almenn- ings. Viðbúnaður í Tirana Hundruð lögreglumanna voru á götum Tirana í gær til að koma í veg fyrir, að stjómarandstaðan efndi til mótmæla og voru leiðtogar í eins konar stofufangelsi á heimilum sín- um. ÖSE, Öryggis- og samvinnustofn- un Evrópu, lýsti í gær áhyggjum sínum af ástandinu í Albaníu og kvaðst óttast, að það ætti eftir að verða miklu alvarlegra. Lofar löndum sínum sjálfstæði ASLAN Maskhadov sór embættis- eið sem forseti Tsjetsjníju í gær og hét þá að gera draum lands- manna um sjálfstæði að veruleika. Kvaðst hann mundu auka áhrif islamskrar trúar og skera upp herör gegn glæpaflokkum, sem lékju lausum hala í landinu. Full- trúi Moskvusljórnarinnar við at- höfnina var ívan Rybkín, formað- ur rússneska öryggisráðsins, og þar var einnig Alexander Lebed, fyrrverandi öryggisráðgjafi Borís Jeltsíns, forseta Rússlands. Hann átti mestan þátt í að binda enda á átökin í landinu. Nýtur hann mikilla vinsælda með Tsjetsjena og lýsti hann því yfir í gær, að hann yrði næsti forseti Rússlands. Maskhadov heilsar hér tsjetsj- enskum hershöfðingja eftir emb- ættistökuna. Reuter Meira fé til höfuðs Rushdie Teheran, London. Reuter. ÍRÖNSK hjálparstofnun hefur hækkað peningaupphæðina, sem sett er til höfuðs breska rithöfundinum Salman Rus- hdie, og er hún nú 175 milljónir ísl. króna. Breska stjórnin mót- mælti þessu í gær en stjórn- völd í Teheran segja, að þeim komi málið ekki við. íranska hjálparstofnunin ákvað fyrst 1989 að verðlauna þann, sem dræpi Rushdie, en þá hafði Khomeini heitinn erkiklerkur kveðið upp yfir honum dauða- dóm fyrir guðlast. Nú hefur upphæðin verið hækkuð um 35 millj. króna og hana fær sá, sem drepur Rushdie. Skiptir þá ekki máli hvort banamaðurinn er múslimi eða annarrar trúar „eða jafnvel lífverðir hans“. Segir stofnunina óviðkomandi stjórnvöldum Breska stjómin skoraði í gær á stjórnvöld í Teheran að for- dæma þessa ákvörðun en Ak- bar Hashemi Rafsanjani, for- seti írans, segir, að hjálpar- stofnunin sé ekki á vegum rík- isins og því komi hún stjórn- völdum ekki við. Talsmaður breska utanrík- isráðuneytisins sagði, að ekkert mark væri takandi á yfirlýsing- um stjómvalda í íran um að þau gætu ekkert aðhafst þar sem hjálparstofnunin væri ekki ríkisrekin. Breska blaðið The Guardian sagði í gær, að ör- yggisgæsla um Rushdie hefði verið efld. Þýska stjórnin ítrekaði stuðning sinn við Rushdie í gær og í dag mun Evrópusamband- ið gera það einnig. Nýtt merki um að alvarlegur brestur sé kominn í stjórn Norður-Kóreu Hugmyndafræðingurinn flýr Seoul, Tókýó. Reuter. Flugskeyti innum gluggana París. Reuter. ALSÍRSKIR öryggissveitarmenn skutu í gær flugskeytum inn um glugga á fjölbýlishúsi í Algeirsborg þar sem hópur skæruliða hafði búið um sig. Höfðu þeir áður skipst á skotum við skæruliðana í átta klukkustundir. „íbúðin gjöreyðilagðist þegar nokkmm flugskeytum var skotið á hana,“ var haft eftir íbúa í hverfínu og aðrir sögðu, að enginn skærulið- anna hefði komist lífs af. Fylgdust hundmð manna með átökunum. Flugskeytunum var skotið á hús- ið, sem er 14 hæðir, þegar skærulið- arnir reyndu að ijúfa gat á útvegg og komast yfir í annað hús. HWANG Jang-yop, einn af helstu hugmyndafræðingum norður-kór- eska kommúnistaflokksins, hefur leitað til sendiráðs Suður-Kóreu í Peking og óskað eftir hæli í landinu. Hann er valdamesti embættismaður- inn, sem hefur flúið frá Norður- Kóreu, og einn af helstu ráðgjöfum Kim Jong-il, leiðtoga landsins. Flótti Hwangs er því talinn mikið áfall fyrir norður-kóreska leiðtogann. Norður-Kóreumenn neituðu frétt- unum í fyrstu en sögðu síðan að Hwang hefði verið rænt og honum væri haldið í sendiráðinu í Peking. Hwang er 73 ára og einn þeirra sem áttu stærstan þátt í að móta Juche- stefnuna, sem er undirstaða hug- myndafræði valdhafanna í þessu síð- asta stalínistaríki heims. Stefnan byggist á því að Norður-Kóreumenn verði sjálfum sér nógir á öllum svið- um hvað sem það kostar. „Flótti Hwangs er sterkasta merkið til þessa um að brestur sé kominn í stalínistastjórnina," sagði Park hun-ok, suður-kóreskur sér- fræðingur í málefnum Norður- Kóreu. „Nú þegar efnahagurinn er í rúst og landið algjörlega einangrað frá öðrum þjóðum heims hefur Juche-stefnan verið það eina sem hefur haldið lífi í stjórninni." Hwang er einn af ellefu fulltrúum í forsætisnefnd kommúnistaflokks- ins og hefur séð um að móta utanrík- isstefnu miðstjórnarinnar. Suður- kóreskir embættismann telja hann 24. valdamesta embættismann landsins. Varpar skugga á afmæli leiðtogans Hwang leitaði í sendiráðið í Pek- ing eftir hálfs mánaðar ferð til Jap- ans, þar sem hann stjórnaði alþjóð- legu málþingi um Juche-stefnuna. Vangaveltur voru um að hann hefði ekki viljað snúa aftur til Norður- Kóreu þar sem honum kynni að verða refsað fyrir að hafa ekki getað tryggt aukna aðstoð erlendra ríkja vegna alvarlegs matvælaskorts í landinu. Fréttaskýrendur sögðu að flótti Hwangs kæmi á sérlega slæmum tíma fyrir Kim Jong-il, sem heldur upp á 55 ára afmæli sitt á sunnu- dag. Litið hefur verið á hátíðahöld- in í tilefni afmælisins sem mikilvæg- an lið í aðdraganda þess að Kim verði formlega gerður að forseta landsins og aðalritara flokksins síð- ar á árinu. Fréttaskýrendur í Tókýó sögðu að flótti Hwangs kæmi sér illa fyr- ir valdhafana í Norður-Kóreu en þyrfti ekki að merkja að kommún- istaflokkurinn væri að falla, þrátt fyrir að landið sé á barmi hungurs- neyðar vegna flóða og efnahags- óstjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.