Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓLAFUR Ragnar Grímsson að lokinni skíðagöngunni, við minnismerki um Ólaf V. Noregskonung á Holmenkollen. Með forsetanum er Rolf Nyhus, framkvæmdastjóri norska skíðasambandsins. FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hóf annan dag opinberrar heimsóknar sinnar til Noregs með því að fara á göngu- skíði á Holmenkollen, hinu fræga skíðasvæði Óslóarbúa. Ólafur Ragnar fetaði í fótspor nafna síns, Olafs V. Noregskon- ungs, sem oft skrapp á gönguskíði og tók þá sporvagninn frá brautar- stöðinni við Stórþingið. Þangað kom Ólafur Ragnar skömmu fyrir kl. 7 í gærmorgun, með skíðin á öxlinni. Með í för voru Magne Haugen kon- ungsritari og Eiður Guðnason, sendiherra Islands í Noregi. Mjög milt veður hefur verið í Ósló undanfarna daga og ailar göt- ur auðar. Ólafur Ragnar var spurð- ur hvort hann óttaðist ekki snjó- leysi, en hann sagði slíkan ótta ástæðulausan enda hefðu Norð- menn lofað sér snjó á Holmenkollen fyrir mánuði og hann efaðist ekki um að þeir stæðu við það. Á Holmenkollen var vissulega snjór en mikið harðfenni. Nokkrir forystumenn norska skíðasam- bandsins tóku á móti forsetanum og báru réttan áburð á gönguskíð- in, í samræmi við færðina. Og svo lögðu forsetinn, sendiherrann og konungsritarinn af stað. Næst sást til hópsins tæpri klukkustund síðar þar sem hann lauk göngunni við undirstöður skíðastökkpallsins, en þar stendur stytta af Ölafi V. konungi, föður Haraldar Noregskonungs. Forset- inn þáði kaffisopa og lét vel af göngunni. „Útsýnið yfír Ósló og fjörðinn var stórkostlegt," sagði Ólafur Ragnar. „Mér var bent á staðinn þar sem jólatréð, árleg gjöf frá Óslóarbúum til Reykvíkinga, verður höggvið næsta desember, en það var ákveðið að láta það bíða betri tíma að velja tré.“ Ólafur kvaðst vera nokkuð móður eftir gönguna og Rolf Nyhus, fram- kvæmdastjóri norska skíðasam- Aldagömul tengsl enn mikilvægari Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands hvatti til náinnar samvinnu íslendinga og Norðmanna á öðrum degi heimsóknar sinnar til Noregs og sagði hana gera aldagömul tengsl þjóðanna enn mikilvægari. Ragnhlld- ur Sverrisdóttir fylgdist með heimsókninni, en forsetinn byrjaði daginn á skíðagöngu. bandsins benti honum á að hann hefði verið tveimur mínútum fljót- ari að Ijúka göngunni en áætlað hefði verið. „Ég tek þig trúanlegan, enda vil ég ekki líta svo á að þú segir þetta eingöngu í kurteisis- skyni,“ svaraði Ólafur Ragnar og hló við. Islenskir fjörusteinar Dagskrá opinberrar heimsóknar tók við að nýju kl. 10.15, þegar forsetahjónin og norsku konungs- hjónin skoðuðu Nútímalistasafnið. Á 2. hæð safnsins var þeim vísað í sal þar sem helsta listaverkið var fjöldi steina á gólfinu. „Þetta gætu verið íslenskir steinar, það er á þeim sami grái liturinn og í fjörun- um heima,“ sagði Ólafur Ragnar þegar gengið var í salinn. Þar reyndist hann hafa rétt fyrir sér, því verkið Atlantic Lava Line er eftir enska listamanninn Richard Long og efniviðurinn, 178 steinar, var sóttur til Islands á síðasta ári. Auk þess að skoða verk þekktra listamanna heimsóttu forsetahjónin lítið vinnuherbergi í safninu, þar sem bekkur 8 ára barna !«iar að skapa sína eigin list. Bömin höfðu gengið um safnið og nú grúfðu þau sig einbeitt yfir eigin listaverk. Þau gáfu sér þó tíma til að fagna gest- unum. Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu var færð innbundin mappa frá bekknum en í henni voru mynd- ir úr skólalífinu, auk þess sem hvert barn hafði teiknað einá mynd. Ólaf- ur Ragnar lýsti sérstakri ánægju sinni með skrautlega mynd af eld- gosi sem einn pilturinn í bekknum hafði teiknað. Snjóflóð og Hvalfjarðargöng Norges Geotekniske Institutt var næst á dagskránni. Þar voru gestirnir upplýstir um fjölbreytt starf stofnunarinnar, sem m.a. veitir ráðgjöf við byggingu bor- palla, hefur umsjón með stíflugerð og öðrum stórmannvirkjum og sér- hæfir sig í flóðavörnum, hvort sem um er að ræða snjóflóð eða aur- skriður. Um 30% verkefna stofnun- arinnar eru í þágu erlendra aðila. Stofnunin hefur komið við sögu á íslandi, til dæmis vegna áhættu- mats og snjóflóðavarna eftir hamf- arirnar á Súðavík og Flateyri. Þá veitir stofnunin einnig ráðgjöf vegna jarðganganna undir Hval- fjörð. Forstjóri stofnunarinnar, Suzanne Lacasse, sagði reynslu Norðmanna af samstarfi við ís- lendinga mjög ánægjulega og að hún vonaðist til að það góða sam- band héldist áfram. Auðlindir nái að endurnýjast Ríkisstjórnin bauð forsetahjón- unum og konungshjónunum til há- degisverðar á Bristol hóteli í mið- borg Óslóar. Thorbjörn Jagland for- sætisráðherra bauð gestina vel- komna. Hann rakti margvíslegt samstarf íslands og Noregs, til dæmis innan EFTA og EES. Þá sagði hann að bæði löndin nýttu auðlindir hafsins. Sjávarútvegurinn væri veigamikill þáttur í efnahag Íslands og hið sama mætti segja um byggðir á strönd Noregs. Forsætisráðherrann lagði áherslu á að nýta ætti auðlindir hafsins á þann hátt að þær næðu að end- urnýjast. Þessum auðlindum væri ógnað af þeim sem veiddu meira en endurnýjaðist. En þeim væri einnig ógnað vegna þeirra sjónar- miða vemdunarsinna að hafna eðli- legri nýtingu. Fjögur svið samvinnu Ólafur Ragnar Grímsson nefndi í ræðu sinni fjögur svið, þar sem hann sagðist telja að samvinna Noregs og íslands væri í senn „eðlilegt fram- hald fýrri tengsla, brýnt framlag til lausnar á fjölþjóðlegum vandamál- um og tenging okkar við þá gerjun sem einkennir mannkyn allt.“ í fyrsta lagi nefndi forseti þróun lýðræðis og mannréttinda. „Margar þjóðir munu leita liðsinnis í þeim efnum hjá ríkjum sem ógna engum og hafa ekki annarlega hagsmuni," sagði hann. I öðru lagi tiltók Ólafur Ragnar nauðsyn víðtækrar alþjóðlegrar samvinnu um vemdun umhverfís og lífríkis jarðarinnar og gat sér- staklega forystuhlutverks Gro Harl- em Brundtland, forvera Jaglands, á þeim vettvangi. í þriðja lagi sagði forseti að staða Noregs og íslands skapaði þeim möguleika umfram aðra til að leggja fram hugmyndir og greiða úr ágreiningi á sviði umræðna um þróun öryggismála í Evrópu og nýskipan friðargæslu og friðar- starfs innan Sameinuðu þjóðanna. í fjórða lagi nefndi Ólaftir Ragnar vaxandi mikilvægi hins norræna samstarfsforms og samfélagsgerðar fyrir fjölda þjóða í Asíu, Suður-. Ámeríku og Áfríku. Hann sagðist sannfærður um að álit forystumanna frá þessum heimshlutum á norrænni samvinnu gæfí henni nýtt gildi. „Allir þessir þættir gera alda- gömul tengsl landa okkar enn mikil- vægari þegar nýtt árþúsund gengur í garð,“ sagði Olafur Ragnar. „Þeir knýja einnig á um að hvergi beri skugga á tengsl íslands og Noregs: Til að vera öðrum þjóðum fyrirmynd og nýta okkur báðum til hagsbóta þessi tækifæri til áhrifa og ávinn- ings þurfum við að sýna í verki að við getum leyst okkar eigin deilu- mál, deilumál sem ekki eru stór- vægileg í samanburði við það sem þorri annarra þjóða glímir við.“ 3-400 íslendingar í móttöku Norska þjóðminjasafnið á Bygdoy var heimsótt að hádegis- verði loknum. Þar skoðuðu gestitn- ir sýningu um landkönnuðinn Fríd- thjof Nansen, en sýningin var sett upp í október sl. og stendur allt til september á þessu ári. Á sýning- unni er lögð áhersla á að sýna hin- ar ýmsu hliðar Nansens, s.s. vís- indamanninn, uppfinningamanninn og stjórnmálamanninn Nansen. Forsetahjónin tóku á móti íslend- ingum búsettum í Ósló og nágrenni síðdegis í gær og komu um 3-400 manns til móttökunnar á Grand Hotel. Tónleikar Fílharmóníuhljóm- sveitarinnar í Ósló hófust kl. 19.30 og voru forsetahjónin og konungs- hjónin heiðursgestir þar. Frá tón- leikunum var haldið í ráðhús Ósló- ar, þar sem Per Ditlev-Simonsen borgarstjóri tók á móti gestunum og bauð til síðbúins kvöldverðar. Stjórnmálafræði og kvótakerfi í dag er síðasti dagur hinnar opin- beru heimsóknar. Árla dags er flog- ið frá Ósló til Björgvinjar. Þar verð- ur safn um tónskáldið Grieg heim- sótt og stofnun um samanburðar- stjómmálafræði. Þá mun forseti Is- lands leggja blóm að styttu Snorra Sturlusonar. > \ i I i I i I l i I í I » ( c í c I t c Utanríkisráðherrar íslands og Noregs um tillögur hollensku ríkisslj órnarinnar Ósló. Morgunblaðið. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Noregs verði fellt inn í ESB g ís- Vantrú á að Schengen lands segjast ekki hafa mikla trú á að Schengen-vegabréfasamkomulagið verði fellt inn í stofnsáttmála Evrópusambands- ins. Þeir segja þó að ríkin verði að fylgjast vel með málinu, en bæði ísland og Noregur hafa gert samstarfssamninga við Schengen- ríkin og myndu þeir væntanlega breytast í tvíhliða samninga við ESB ef Schengen- samstarfið yrði hluti ESB. Halldór Ásgrímsson og Bjorn Tore Godal áttu með sér fund í Ósló í gær. Á blaða- mannafundi voru þeir spurðir hvort þeir hefðu rætt tillögu Hollands, núverandi for- ysturíkis ESB, um að ísland og Noregur fái sæti í ráðherraráði ESB, verði Schengen- samkomulagið fellt að hluta eða í heild inn í stofnsáttmála ESB, og hvemig þeim litist á hugmyndina. „Á meðan England og írland taka ekki þátt í samstarfinu teljum við, a.m.k. nú, að ekki séu miklar líkur á að þetta verði,“ sagði Halldór. „Við munum hins vegar fylgjast náið með þróuninni.“ „Eg kannast við þessa tillögu Hollend- inga, en ég er sammála Halldóri um að litl- ar líkur eru á að Schengen-samkomulagið verði fellt inn í stofnsáttmálann,“ sagði Godal. „Það þýðir hins vegar ekki að við getum látið reka á reiðanum og sleppt því að fylgjast náið með framvindu mála. Ef Schengen-samkomulagið yrði fellt inn_ í stofnsáttmálann, hljóta Norðmenn og Is- lendingar að ræða sérstaklega hvemig bregðast ætti við. Tillaga Hollendinga kæmi þar auðvitað til álita.“ ' 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.