Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SHÍ býður menntamálaráðherra að gerast námsmaður í einn dag Ráðherra þiggur ekki boð stúdenta MENNTAMÁLARÁÐHERRA hyggst ekki þekkjast boð Stúd- entaráðs Háskóla íslands um að gerast námsmaður í einn dag. Tii- gangur boðsins var sá að ráðherr- ann gæti upplifað af eigin raun hversu aðkallandi það er að breyta núgildandi lögum um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna, eins og segir í fréttatilkynningu. Stúdentaráð lagði til að Björn Bjarnason menntamálaráðherra myndi setja sig í spor námsmanna mánudaginn 17. febrúar nk. en þó var tekið fram að ef sá dagur hentaði illa þá væru stúdentar sveigjanlegir í samningum. Hug- myndin var sú að ráðherrann myndi sækja um námslán, falast eftir yfirdráttarláni hjá banka eða sparisjóði til þess að framfleyta sér, útvega sér ábyrgðarmann á námslánið og yfirdráttinn og tæk- ist honum það fengi hann grunn- framfærslu eins dags greidda inn á reikning. Gert var ráð fyrir að mennta- málaráðherra myndi sækja tíma í hjúkrunarfræði og jafnframt velta því fyrir sér hvort nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur gæti fjárfest í húsnæði og greitt námslána- skuldir á sama tíma. Fj ölmiðlaleikur segir ráðherra Björn Bjarnason kveðst verða fjarverandi mánudaginn sem um er rætt og þá þurfi hann ekki sér- staka dagskrá til að_ kynnast kjör- um námsmanna. „Ég var sjálfur námsmaður við Háskóla íslands í sex ár og held að kjör námsmanna hafi verið þrengri þá en nú,“ seg- ir hann. Björn tók námslán en vann einnig með námi. „Þá var ég formaður og varaformaður Stúdentaráðs og fylgdist mjög vel með því hvernig hagsmunum stúd- enta var háttað.“ Menntamálaráðherra segist draga í efa að dæmigerður dagur í lífi námsmanna sé svipaður þeirri dagskrá sem Stúdentaráð hafi sett upp. „Mér finnst eins og þetta sé einhver fjölmiðlaleikur um alvar- legt viðfangsefni sem leysist ekki á einum degi. Þá er ljóst að allir þurfa að taka sér einhvern tíma til þess að hugsa um fjármál sín og hvernig þeir ætla að komast af, hvort sem þeir eru námsmenn eða ekki,“ segir Björn. Morgunblaðið/Golli GRÉTAR Br. Kristjánsson, forstöðumaður Bílaleigu Flugleiða, Sigurður Helgason, forsljóri Flugleiða, og Júlíus Vífill Ingvars- son, framkvæmdastjóri Bílheima. Kaupa 35 Opel bíla BÍLALEIGA Flugleiða hefur fest kaup á 35 Opel Corsa bifreiðum, og bætir bílaleigan, sem er með umboð fyrir bílaleiguna Hertz á íslandi, þar með við sig einum flokki bílaleigu- bíla með þessum kaupum. Þar er um að ræða minnsta flokkinn en sam- kvæmt upplýsingum frá Bílaleigu Flugleiða hefur talsverð eftirspurn verið eftir bílum í þeim flokki. Bílheimar ehf., sem eru umboðsað- ili fyrir Opel á íslandi, munu afhenda Bílaleigu Flugleiða nýju bílana í apríl og maí næstkomandi. I fréttatilkynn- ingu frá Bílheimum kemur fram að Opel Corsa hefur verið mjög vinsæll bíll hjá bílaleigum í Evrópu vegna lágrar bilanatíðni og vinsælda bílsins meðal almennings, en Opel eru mest seldu bílar í Evrópu og leiðir Opel Corsa söluna í minnsta stærðar- flokknum. Morgiinblaðið/Árni Sæberg Kirkjusandshúsin að rísa Samstarf um Eiðs- vík og Straumsvík Borgar- stjóri til- nefnitvo fulltrúa BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt, að fela borgarstjóra, að tilnefna tvo fulltrúa Reykjavíkurborgar í verkefn- isstjórn vegna samstarfs um hafna- og iðnaðarsvæði í Eiðsvík og Straumsvík. í umsögn hafnarstjómar til borgarráðs er mælt með að sett verði á laggimar verkefn- isstjóm en ekki sérstakt undir- búningsfélag vegna samstarfs um hafna- og iðnaðarsvæði í Eiðsvík og Straumsvík. Hafn- arstjórn telur að leggja eigi skýrslu verkefnisstjórnarinn- ar fyrir hafnarstjórn áður en til afstöðu samstarfsaðila komi. Þá sé eðlilegt að hafnar- stjórn Reykjavíkur fari með umsjón málsins fyrir hönd borgarinnar. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Hauki Jónassyni: „Þann 7. þ.m. birtist á forsíðu DV grein um læknisstörf mín. Frá- sögnin var vægast sagt villandi og tel ég því nauðsynlegt að koma á framfæri eftirgreindum athuga- semdum. Frá því að ég lauk sémámi hef ég starfað sem sérfræðingur í lyf- og meltingarsjúkdómum. Um ára- bil starfaði ég í Boston í Bandaríkj- unum hjá hinni heimsþekktu læknastofnun Lahey Clinie. Þar var sérhver sjúklingur, sem leitaði til læknis vegna einhverra sjúk- dómseinkenna, vandlega skoðaður og rannsóknir gerðar til þess að ganga úr skugga um, hvort ein- hver sjúkdómseinkenni fyndust. Fyrst, að slíkri ítarlegri rannsókn lokinni, var meðferð ákveðin. Þess má geta, að ýmis stórfyrirtæki sendu starfsfólk í reglubundna læknisskoðun og var þá ávallt um fullkomna rannsókn að ræða, ef minnsta tilefni gaf ástæðu til þess. Ef engin sjúkdómseinkenni komu í ljós þótti nægjanlegt að fá við- komandi einstakling aftur að tveimur til þremur árum liðnum. FRAMKVÆMDUM á vegum Ármannsfells M. við Kirkju- sand miðar vel og er lokið við uppsteypu á kjallara og verið er að ljúka við fyrstu hæðina í Eftir að ég kom heim frá námi starfaði ég á Landspítalanum frá 1964-1978. Þar var ég á öllum deildum utan bamadeildar. Frá þeim tíma hef ég rekið einkastofu, þar sem ég hef getað framkvæmt m.a. maga- og ristilspeglanir. Alla þá, sem til mín hafa leitað, og hafa kennt sér einhvers meins, hef ég leitast við að skoða af þeirri nákvæmni, sem að framan er lýst. Ég hef talið sjálfsagt að senda sjúklinga eftir þörfum í blóð- og þvagrannsókn og einnig í röntgen- rannsóknir, ef einkenni benda til þess að slíkra rannsókna sé þörf. í gegnum árin hefur ítrekað komið í ljós að slíkar rannsóknir þeim tveimur húsum sem byggð verða. Húsin verða fimm og sex hæðir. Gert er ráð fyrir að þau verði fokheld með vorinu og að flutt verði inn í lok ársins. voru nauðsynlegar til þess að finna sjúkdómseinkenni sem áður hafði yfirsést. í sumum tilfellum hefur verið um illkynjaða sjúkdóma að ræða á byrjunarstigi sem þá hefur verið unnt að lækna. Sl. ár hef ég bólusett starfsfólk hjá ýmsum fyrirtækjum vegna Asíuinflúensu, eins og fjöldinn all- ur af læknum gerir. Hefur hér bæði verið um að ræða fyrirtæki í ríkiseign og einkaaðila. Látið er að því liggja í greininni að ég hafi sent óeðlilega marga af slíkum starfsmönnum i blóðrannsókn. Þetta eru alvarlegar aðdróttanir. Staðreyndin er að ég hef aðeins sent í blóðrannsókn þá sem kenndu Að sögn Ármanns Arnar Ár- mannssonar framkvæmda- stjóra eru enn nokkrar íbúðir óseldar í húsunum. sér einhvers kvilla. Niðurstöður þessara rannsókna hafa sýnt að þess var full þörf. T.d. má nefna að í október og nóvember sendi ég 64 einstaklinga í blóðrannsókn. Af þeim reyndust 42 með ein- kenni, sem ekki höfðu áður fund- ist, þrátt fyrir að ýmsir þessara einstaklinga höfðu áður leitað til heimilislæknis. Þetta er í fyrsta sinn á minni starfsævi sem mér hefur þótt ég þurfa að gera opinberlega grein fyrir minni starfsemi og upplýsa um það hvað ég tel góða læknis- fræði. í þeim anda hef ég ætíð leit- ast við að starfa. Ég mun áfram starfa eins og mín besta samviska býður mér og leggja mig í líma við að leysa þau vandamál sem sjúkl- ingar leita til mín með. Hér eftir sem hingað til mun ég ekki telja eftir mérj)ann tíma sem það kanna að taka. Eg mun einnig halda áfram að leita til annarra sérfærðinga, eins og ég tel þörf á hveiju sinni. Þeim sérfræðingum, sem ég þekki og hef starfað með, treysti ég full- komlega. Sem betur fer eigum við íslendingar fjölmarga sérfræðinga sem eru meðal þeirra færustu. Það eigum við að nýta okkur.“ Kjalarnes Vindhraði fórí110 hnúta VINDHRAÐINN fór upp í 110 hnúta í verstu hviðunum á Kjal- arnesi síðastliðið sunnudags- kvöld og það er mesti vindhraði sem mælst hefur á þessum slóð- um í vetur, að sögn Katrínar Baldvinsdóttur á Skrauthólum. En um þetta leyti var lægð að nálgast landið úr suðri og aust- læg átt á undan henni. Einar Sveinbjörnsson, veður- fræðingur hjá Veðurstofu ís- lands, segir að 64 hnútar sé það sama og 12 vindstig en ekki sé mælt hærra en það í vindstig- um. Hann segir ennfremur að ekki sé vitað til að meiri vind- hraði hafi mælst annars staðar á landinu aðfaranótt mánudags en hafa ber í huga að á Kjalar- nesinu sé afar vindasamt. Ný skemmti- dagskrá á Hótel Sögu NÝ skemmtidagskrá hefst á Hótel Sögu í Reykjavík, laugar- dagskvöldið 15. febrúar, og ber hún nafnið Allabaddarí. Verður skemmtunin á dagskrá öll laug- ardagskvöld í vetur. í frétt frá Hótel Sögu segir að um sé að ræða skemmtidag- skrá með frönsku sniði, tónlist, dönsum og spaugi auk þriggja rétta kvöldverðar. Meðal skemmtikrafta eru Egill Ólafsson, Sigrún Eva Ár- mannsdóttir, Rósa Ingólfsdótt- ir, Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason ásamt dansmeyjum Helenu Jónsdóttur. Handteknir með 20 grömm af amfetamíni FÍKNIEFNADEILD lögregl- unnar handtók fjóra pilta í ibúð í Breiðholti í fyrradag. Þeir hafa allir komið við sögu lög- reglunnar áður. Lagt var hald á 20 grömm af amfetamíni, lítil- ræði af hassi og marijúana. Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi og telst málið upplýst. Yfirlýsing frá Hanki Jónas- syni lækni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.