Morgunblaðið - 13.02.1997, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Ásgrímur sýnir ljósmyndir
ÁSGRÍMUR Ágústsson ljósmyndari
sýnir 23 svarthvítar ljósmyndir í
Café Karolínu í Grófargili. Allar
myndirnar á sýningunni voru tekn-
ar á lokahátíð Listasumars á Akur-
eyri sem efnt var til 7. september
á liðnu ári. Sýningunni lýkur 7.
mars næstkomandi.
Niðjatal Helgn Jónsdóttur
NIÐJATAL Helgu Jónsdóttur er
nýlega komið út. Hún var fædd
árið 1800 í Helgárseli í Garðsárdal,
látin 1880, húsfreyja á Jódísarstöð-
um í Eyjafirði. Eiginmenn hennar
voru Guðmundur Halldórsson, f.
1801 á Jódísarstöðum, d. 1841, og
Jón Kristjánsson, f. 1820 í Teigi í
Hrafnagilshreppi, bóndi á Jódísar-
stöðum og Teigi í Eyjafirði, d. 1888.
Bókin er 230 blaðsíður. Myndir
prýða bókina. Forsíða er gjörð af
Þorgerði Sigurðardóttur myndlist-
arkonu. Höfundur bókarinnar er
Sigurður Guðmundsson vígslubisk-
up. Bókin fæst hjá höfundi.
*
Asta sýnir
í Gallerí+
SÝNING Ástu Ólafsdóttur í Gall-
erí+, Brekkugötu 35 á Akureyri,
verður opin um helgina, laugardag
og sunnudag, frá kl. 14 til 18, en
henni lýkur 23. febrúar næstkom-
andi.
Ásta lærði í Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands og var við fram-
haldsnám í Hollandi. Myndverk
hennar eru byggð úr ólíkum efnum
sem hafa gegnt nytsemishlutverki
í gegn um tíðina.
Soðeimingartæki sett upp í Krossanesi fyrir um 80 milljónir
Afkastageta eykst um
50-1001 á sólarhring
Morgunblaðið/Kristján
PÁLL Bragason frá Fálkanum, umboðsaðila Atlas á íslandi, og
Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Krossaness, við soð-
eimingartækin sem sett hafa verið upp í verksmiðjunni.
LOÐNUVERKSMIÐJAN í
Krossanesi á Akureyri hefur tekið
í notkun ný soðeimingartæki.
Tækin, sem eru mikil mannvirki,
voru sett upp í nóvember og des-
ember sl. og prufukeyrð í síðasta
mánuði. Hér er um mjög góðan
búnað að ræða, sem leysir af hólmi
12-14 ára tæki og er þetta fjár-
festing upp á 80 milljónir króna
með uppsetningu.
Hagkvæm fjárfesting
Jóhann Pétur Andersen, fram-
kvæmdastjóri Krossaness vonast
til að afkastageta verksmiðjunnar
aukist um 50-100 tonn á sólar-
hring en fyrir breytinguna var
afkastagetan um 500 tonn á sól-
arhring. „Þessi búnaður byggir á
allt annarri tækni en sá gamli og
er mun ódýarari í rekstri. Tækin
vinna við lægra hitastig, sem gef-
ur okkur möguleika á að fram-
leiða mjöl í hæsta gæðaflokki, auk
þess sem nýting hráefnisins er
betri. Þannig að við teljum þetta
mjög hagkvæma fjárfestingu."
Búnaðurinn er keyptur frá Atl-
as í Danmörku og unnu tveir
Danir við uppsetningu hans. í gær
voru menn frá Fálkanum, um-
boðsaðila Atlas á íslandi, að fylgj-
ast með er tækin voru keyrð í
verksmiðjunni. Hjá Krossanesi er
einnig unnið að því að draga úr
mengun frá verksmiðjunni. „Við
munum uppfylla öll þau skilyrði
sem Hollustuvernd setur fyrir
áframhaldandi starfsleyfi verk-
smiðjunnar. Því fylgir frekari
fjárfesting á búnaði. Allt tekur
þetta tíma en við vonumst til að
slíkur búnaður verði kominn í
gagnið í sumar.“
Fyrsti farmurinn til Akureyrar
og Ólafsfjarðar
Fyrsti loðnufarmurinn á þessu
ári barst í Krossanes sl. sunnudag,
er Hólmaborgin kom með tæp
2.000 tonn. í gærkvöldi kom Sig-
urður VE með rúm 1.500 tonn og
er það fyrsti loðnutúr skipsins eft-
ir breytingar. Fiskiðjusamlag
Húsavíkur fékk um 50 tonn af
afla Sigurðar VE en fyrirtækið er
að gera tilraunir með að frysta
loðnu á Rússlandsmarkað. „Þetta
er í fyrsta sinn sem loðna er tekin
í frystingu héðan úr Krossanesi
en með tilkomu sjókælitanka í
skipum er hægt að frysta loðnu
hér eins og annars staðar,“ segir
Jóhann Pétur.
í gær barst fyrsta loðnan í
Krossanes í Ólafsfirði, er Arnþór
EA kom með rúm 600 tonn og
er þetta fyrsti farmurinn sem
þangað berst eftir að Krossanes
eignaðist verksmiðjuna í byijun
ársins. Afkastageta hennar er um
110-120 tonn á sólarhring og þar
starfa 6 manns. „Verksmiðjan í
Ólafsfirði er í ágætis ásigkomulagi
og enn sem komið er hafa ekki
verið teknar ákvarðanir um breyt-
ingar á henni.“
Hlaupa
léttfætt
börn um
bæinn
RÍK hefð er fyrir hátíða-
höldum barna á ösku-
daginn á Akureyri. Að
vei\ju var mikið um að
vera í gær, flestir eru í
öskudagsliðum sem
þramma milli fyrirtækja
og verslana frá því árla
morguns og fram að
hádegi. Að sjálfsögðu í
viðeigandi búningum.
Kúrekar, draugar, trúð-
ar, kóngar, prinsessur,
gellur og gamlir karlar
taka lagið fyrir starfs-
fólkið og að launum
þiggja börnin oftast sæl-
gæti. Það hverfur svo
ofan í sekk einn mikinn
sem liðsstjórinn ber á
bakinu. Þegar heim er
komið er hvolft úr pok-
anum og fengurinn er
oftar en ekki ríkulegur,
5-7 kíló af nammi á lið.
Honum er skipt bróður-
lega milli barnanna í lið-
inu og þá er ekkert eftir
annað en nota eftirmið-
daginn í að innbyrða
sælgætisskammtinn.
Jafnvel hundarnir voru
uppáklæddir í tilefni
dagsins.
Innbrot
í Kjarna-
skógi
Brotist var inn á skrifstofu Skóg-
ræktarfélags Eyfírðinga í Kjarna-
skógi í fyrrinótt og er þetta í ann-
að sinn á stuttum tíma sem slíkt
gerist. Engu var stolið en einhveij-
ar skemmdir unnar. Málið er óupp-
lýst en í rannsókn.
I vikunni upplýsti rannsóknar-
deild lögreglunnar á Akureyri tvö
innbrot á veitingastaðinn Fiðlar-
ann. Fyrra innbrotið var framið í
lok janúar sl. en það seinna aðfara-
nótt sl. mánudags. Einn ungur
maður viðurkenndi annað innbrot-
ið en tveir ungir voru á ferðinni í
hitt skiptið. í báðum tilfellum var
stolið áfengi og tóbaki.
Messur
LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrð-
ar- og bænastund í Grenivíkur-
kirkju á sunnudag, 16. febrúar kl.
21.
t
i
b
i
L
t
’
5
C
Q
■
I
V
i