Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ásgrímur sýnir ljósmyndir ÁSGRÍMUR Ágústsson ljósmyndari sýnir 23 svarthvítar ljósmyndir í Café Karolínu í Grófargili. Allar myndirnar á sýningunni voru tekn- ar á lokahátíð Listasumars á Akur- eyri sem efnt var til 7. september á liðnu ári. Sýningunni lýkur 7. mars næstkomandi. Niðjatal Helgn Jónsdóttur NIÐJATAL Helgu Jónsdóttur er nýlega komið út. Hún var fædd árið 1800 í Helgárseli í Garðsárdal, látin 1880, húsfreyja á Jódísarstöð- um í Eyjafirði. Eiginmenn hennar voru Guðmundur Halldórsson, f. 1801 á Jódísarstöðum, d. 1841, og Jón Kristjánsson, f. 1820 í Teigi í Hrafnagilshreppi, bóndi á Jódísar- stöðum og Teigi í Eyjafirði, d. 1888. Bókin er 230 blaðsíður. Myndir prýða bókina. Forsíða er gjörð af Þorgerði Sigurðardóttur myndlist- arkonu. Höfundur bókarinnar er Sigurður Guðmundsson vígslubisk- up. Bókin fæst hjá höfundi. * Asta sýnir í Gallerí+ SÝNING Ástu Ólafsdóttur í Gall- erí+, Brekkugötu 35 á Akureyri, verður opin um helgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 14 til 18, en henni lýkur 23. febrúar næstkom- andi. Ásta lærði í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og var við fram- haldsnám í Hollandi. Myndverk hennar eru byggð úr ólíkum efnum sem hafa gegnt nytsemishlutverki í gegn um tíðina. Soðeimingartæki sett upp í Krossanesi fyrir um 80 milljónir Afkastageta eykst um 50-1001 á sólarhring Morgunblaðið/Kristján PÁLL Bragason frá Fálkanum, umboðsaðila Atlas á íslandi, og Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Krossaness, við soð- eimingartækin sem sett hafa verið upp í verksmiðjunni. LOÐNUVERKSMIÐJAN í Krossanesi á Akureyri hefur tekið í notkun ný soðeimingartæki. Tækin, sem eru mikil mannvirki, voru sett upp í nóvember og des- ember sl. og prufukeyrð í síðasta mánuði. Hér er um mjög góðan búnað að ræða, sem leysir af hólmi 12-14 ára tæki og er þetta fjár- festing upp á 80 milljónir króna með uppsetningu. Hagkvæm fjárfesting Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri Krossaness vonast til að afkastageta verksmiðjunnar aukist um 50-100 tonn á sólar- hring en fyrir breytinguna var afkastagetan um 500 tonn á sól- arhring. „Þessi búnaður byggir á allt annarri tækni en sá gamli og er mun ódýarari í rekstri. Tækin vinna við lægra hitastig, sem gef- ur okkur möguleika á að fram- leiða mjöl í hæsta gæðaflokki, auk þess sem nýting hráefnisins er betri. Þannig að við teljum þetta mjög hagkvæma fjárfestingu." Búnaðurinn er keyptur frá Atl- as í Danmörku og unnu tveir Danir við uppsetningu hans. í gær voru menn frá Fálkanum, um- boðsaðila Atlas á íslandi, að fylgj- ast með er tækin voru keyrð í verksmiðjunni. Hjá Krossanesi er einnig unnið að því að draga úr mengun frá verksmiðjunni. „Við munum uppfylla öll þau skilyrði sem Hollustuvernd setur fyrir áframhaldandi starfsleyfi verk- smiðjunnar. Því fylgir frekari fjárfesting á búnaði. Allt tekur þetta tíma en við vonumst til að slíkur búnaður verði kominn í gagnið í sumar.“ Fyrsti farmurinn til Akureyrar og Ólafsfjarðar Fyrsti loðnufarmurinn á þessu ári barst í Krossanes sl. sunnudag, er Hólmaborgin kom með tæp 2.000 tonn. í gærkvöldi kom Sig- urður VE með rúm 1.500 tonn og er það fyrsti loðnutúr skipsins eft- ir breytingar. Fiskiðjusamlag Húsavíkur fékk um 50 tonn af afla Sigurðar VE en fyrirtækið er að gera tilraunir með að frysta loðnu á Rússlandsmarkað. „Þetta er í fyrsta sinn sem loðna er tekin í frystingu héðan úr Krossanesi en með tilkomu sjókælitanka í skipum er hægt að frysta loðnu hér eins og annars staðar,“ segir Jóhann Pétur. í gær barst fyrsta loðnan í Krossanes í Ólafsfirði, er Arnþór EA kom með rúm 600 tonn og er þetta fyrsti farmurinn sem þangað berst eftir að Krossanes eignaðist verksmiðjuna í byijun ársins. Afkastageta hennar er um 110-120 tonn á sólarhring og þar starfa 6 manns. „Verksmiðjan í Ólafsfirði er í ágætis ásigkomulagi og enn sem komið er hafa ekki verið teknar ákvarðanir um breyt- ingar á henni.“ Hlaupa léttfætt börn um bæinn RÍK hefð er fyrir hátíða- höldum barna á ösku- daginn á Akureyri. Að vei\ju var mikið um að vera í gær, flestir eru í öskudagsliðum sem þramma milli fyrirtækja og verslana frá því árla morguns og fram að hádegi. Að sjálfsögðu í viðeigandi búningum. Kúrekar, draugar, trúð- ar, kóngar, prinsessur, gellur og gamlir karlar taka lagið fyrir starfs- fólkið og að launum þiggja börnin oftast sæl- gæti. Það hverfur svo ofan í sekk einn mikinn sem liðsstjórinn ber á bakinu. Þegar heim er komið er hvolft úr pok- anum og fengurinn er oftar en ekki ríkulegur, 5-7 kíló af nammi á lið. Honum er skipt bróður- lega milli barnanna í lið- inu og þá er ekkert eftir annað en nota eftirmið- daginn í að innbyrða sælgætisskammtinn. Jafnvel hundarnir voru uppáklæddir í tilefni dagsins. Innbrot í Kjarna- skógi Brotist var inn á skrifstofu Skóg- ræktarfélags Eyfírðinga í Kjarna- skógi í fyrrinótt og er þetta í ann- að sinn á stuttum tíma sem slíkt gerist. Engu var stolið en einhveij- ar skemmdir unnar. Málið er óupp- lýst en í rannsókn. I vikunni upplýsti rannsóknar- deild lögreglunnar á Akureyri tvö innbrot á veitingastaðinn Fiðlar- ann. Fyrra innbrotið var framið í lok janúar sl. en það seinna aðfara- nótt sl. mánudags. Einn ungur maður viðurkenndi annað innbrot- ið en tveir ungir voru á ferðinni í hitt skiptið. í báðum tilfellum var stolið áfengi og tóbaki. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrð- ar- og bænastund í Grenivíkur- kirkju á sunnudag, 16. febrúar kl. 21. t i b i L t ’ 5 C Q ■ I V i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.