Morgunblaðið - 13.02.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 19
NEYTENDUR
Hollt og gott
Kaffiterta
SIGMAR B. Hauksson var með
matreiðsluþátt sinn Hollt og gott í
sjónvarpinu í gær. Þar kenndi Bald-
ur Öxdal, matreiðslumeistari og
ábætisgerðarmaður, Helga Laxdal,
formanni vélstjórafélagsins, að baka
gómsæta tertu. Sigmar segir að
margir karlmenn séu nú orðnir lið-
tækir í matargerð heima fyrir og
sumir firna góðir. Fáir karlmenn eru
eins duglegir að baka. „Á því sviði
mættu fleiri karlar taka til hend-
inni.“ Hér kemur uppskriftin að
Ráðhúskaffitertunni.
Deig 1
____________1 15 g smjör__________
____________115 g sykur___________
______100 g kransakökumassi_______
____________145 gegg______________
130 g heslihnetur (fínmalaðar og
____________bakaðar)______________
70 g hveiti (sigtað)
Deig 2
_________220 g eggjahvítur________
195 g sykur
180 g heslihnetur (fínmalaðar og
____________bakaðar)_____________
_______40 g kakóduft sigtað______
4 g kanill
Aðferð.
Deig 1
1. Smjör er hrært ásamt sykrin-
um og kransakökumassanum, eggin
hrærð saman við, eitt og eitt í einu.
Fínt er að skafa skálina vel inn á
milli.
2. Blandið heslihnetum og hveiti
saman við með sleif.
Deig2
3. Hrærið * 1 2 3/s af sykrinum og alla
eggjahvítuna þangað til að hún er
orðin stíf, þá er restinni af sykrinum
‘A blandað saman við.
4. Penslið springform 24-26 cm
með srry'örlíki, hliðarnar líka. Setjið
hveiti í og sláið restina úr.
5. Setjið helming af deigi 1 í
formið, síðan allt deig 2 og síðan
restina af deigi 1 ofan á.
Bakið við 180 gráður á celsíus í
25-40 mín. Stingið tannstöngli í
kökuna til að athuga hvort hún sé
tilbúin. Kakan er síðan kæld.
Steinkið kökuna með sherrý eða
kaffi.
7. Setjið hreint springformið utan
á kökuna. Brytjið jarðarber ofan á,
hafið þau 1 cm frá brún formsins.
Súkkulaðifrauð
'h dl rjómi
100 g suðusúkkulaði, brytjað smátt
A.
Rjóminn er soðinn og súkkulaðið
hrært saman við hann. Takið af hit-
anum og hrærið þangað til það hef-
ur bráðnað saman við. Kælið aðeins.
vatn
_________5 matqrlímsblöð___________
____________Ya dl sherrý___________
peli af rjóma þeyttur
Matarlím er sett í kalt vatn í 10-15
mínútur. Sherrý hitað í vatnsbaði,
matarlímsblöð (kreista allt vatn úr
þeim) sett út í sherrýið. Matarlím
og sherrý hrært saman við súkkul-
aðibráðina og síðan er því blandað
varlega saman við þeyttan ijóman.
Þá er þessu hellt yfir jarðarberin og
smurt ofan á.
C.
Bræðið sultu í potti með smávatni
og skreytið kökuna með jarðarbeij-
um sem búið er að pensla með sult-
unni, einnig má skafa súkkulaði og
setja í miðjuna. ■
Götumarkaður
í Kringlunni
í DAG hefst götumarkaður í Kringl-
unni en hann stendur fram á laugar-
dag og hjá sumum búðum fram á
sunnnudag. Hann er haldinn í tilefni
þess að útsölum er að ljúka hjá versl-
unum í Kringlunni en yfir 50 verslan-
ir slá sameiginlega botninn í útsölu-
tímabilið með þessum hætti. Á sunnu-
daginn verður hluti verslana með
opið eftir hádegi og hjá þeim búðum
lýkur útsölu þá. Vörumar eru á borð-
um úti á göngum Kringlunnar.
Sem dæmi um verð má nefna að
allar vörur frá Hagkaup verða seldar
frá 100 upp í þúsund kr., Monsoon
er með pils frá 1.127 kr. og Steinar
Waage er með skó frá 500 krónum.
Foreldrum býðst bamagæsla fyrir
ungviðið í Ævintýrakringlunni á
þriðju hæð og kostar hver klukku-
stund þar 100 krónur. Ævintýra-
kringlan er opin frá klukkan 14 til
18.30 fimmtudag og föstudag og á
laugardag er hún opin frá 10-16.
Boðið verður upp á söng, leik og tist-
málun.
. Morgunblaðið/Júlíus
EFLAUST verður hægt að gera góð kaup á götumarkaðnum,
sem hefst í dag í Kringlunni.
Nýtt
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Dr. Metz
heilsuskó-
innlegg
FYRIR nokkru hófst sala á svo-
kölluðum Dr. Metz heilsuskóinn-
leggjum hér á landi en þau eru
þýsk að uppruna. í fréttatilkynn-
ingu frá fyrirtækinu Evris sem
er með innflutning á vörunni seg-
ir að þau séu ætluð til daglegra
nota og virki best meðan gengið
er á þeim. Innleggin eru bæði
fyrir konur og karla. Þau eiga að
koma meltingarstarfsemi í jafn-
vægi, örva blóðrásina, draga úr
álagi og þreytu í fótum og koma
í veg fyrir bjúgmyndun. Auk þess
er þeim ætlað að draga úr fót-
kulda. Virkni þeirra kemur í ljós
fjórum til fjórtán dögum eftir að
farið er að nota innleggin. Meðal-
ending er hálft annað ár og verð-
ið 3.990 krónur. Innleggin fást í
Sjónvarpskringlunni og hjá Sjón-
varpsmarkaðnum.
ÚTSÖLULOK
í Kringlunni fimmtudag, föstudag og laugardag.
Götumarkaður, vörurnar út á götu.
Enn meiri verðlækkun!
KRINGMN
frá morgni til kvölds
Rýmum fyrir nýjum vörum.