Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 19 NEYTENDUR Hollt og gott Kaffiterta SIGMAR B. Hauksson var með matreiðsluþátt sinn Hollt og gott í sjónvarpinu í gær. Þar kenndi Bald- ur Öxdal, matreiðslumeistari og ábætisgerðarmaður, Helga Laxdal, formanni vélstjórafélagsins, að baka gómsæta tertu. Sigmar segir að margir karlmenn séu nú orðnir lið- tækir í matargerð heima fyrir og sumir firna góðir. Fáir karlmenn eru eins duglegir að baka. „Á því sviði mættu fleiri karlar taka til hend- inni.“ Hér kemur uppskriftin að Ráðhúskaffitertunni. Deig 1 ____________1 15 g smjör__________ ____________115 g sykur___________ ______100 g kransakökumassi_______ ____________145 gegg______________ 130 g heslihnetur (fínmalaðar og ____________bakaðar)______________ 70 g hveiti (sigtað) Deig 2 _________220 g eggjahvítur________ 195 g sykur 180 g heslihnetur (fínmalaðar og ____________bakaðar)_____________ _______40 g kakóduft sigtað______ 4 g kanill Aðferð. Deig 1 1. Smjör er hrært ásamt sykrin- um og kransakökumassanum, eggin hrærð saman við, eitt og eitt í einu. Fínt er að skafa skálina vel inn á milli. 2. Blandið heslihnetum og hveiti saman við með sleif. Deig2 3. Hrærið * 1 2 3/s af sykrinum og alla eggjahvítuna þangað til að hún er orðin stíf, þá er restinni af sykrinum ‘A blandað saman við. 4. Penslið springform 24-26 cm með srry'örlíki, hliðarnar líka. Setjið hveiti í og sláið restina úr. 5. Setjið helming af deigi 1 í formið, síðan allt deig 2 og síðan restina af deigi 1 ofan á. Bakið við 180 gráður á celsíus í 25-40 mín. Stingið tannstöngli í kökuna til að athuga hvort hún sé tilbúin. Kakan er síðan kæld. Steinkið kökuna með sherrý eða kaffi. 7. Setjið hreint springformið utan á kökuna. Brytjið jarðarber ofan á, hafið þau 1 cm frá brún formsins. Súkkulaðifrauð 'h dl rjómi 100 g suðusúkkulaði, brytjað smátt A. Rjóminn er soðinn og súkkulaðið hrært saman við hann. Takið af hit- anum og hrærið þangað til það hef- ur bráðnað saman við. Kælið aðeins. vatn _________5 matqrlímsblöð___________ ____________Ya dl sherrý___________ peli af rjóma þeyttur Matarlím er sett í kalt vatn í 10-15 mínútur. Sherrý hitað í vatnsbaði, matarlímsblöð (kreista allt vatn úr þeim) sett út í sherrýið. Matarlím og sherrý hrært saman við súkkul- aðibráðina og síðan er því blandað varlega saman við þeyttan ijóman. Þá er þessu hellt yfir jarðarberin og smurt ofan á. C. Bræðið sultu í potti með smávatni og skreytið kökuna með jarðarbeij- um sem búið er að pensla með sult- unni, einnig má skafa súkkulaði og setja í miðjuna. ■ Götumarkaður í Kringlunni í DAG hefst götumarkaður í Kringl- unni en hann stendur fram á laugar- dag og hjá sumum búðum fram á sunnnudag. Hann er haldinn í tilefni þess að útsölum er að ljúka hjá versl- unum í Kringlunni en yfir 50 verslan- ir slá sameiginlega botninn í útsölu- tímabilið með þessum hætti. Á sunnu- daginn verður hluti verslana með opið eftir hádegi og hjá þeim búðum lýkur útsölu þá. Vörumar eru á borð- um úti á göngum Kringlunnar. Sem dæmi um verð má nefna að allar vörur frá Hagkaup verða seldar frá 100 upp í þúsund kr., Monsoon er með pils frá 1.127 kr. og Steinar Waage er með skó frá 500 krónum. Foreldrum býðst bamagæsla fyrir ungviðið í Ævintýrakringlunni á þriðju hæð og kostar hver klukku- stund þar 100 krónur. Ævintýra- kringlan er opin frá klukkan 14 til 18.30 fimmtudag og föstudag og á laugardag er hún opin frá 10-16. Boðið verður upp á söng, leik og tist- málun. . Morgunblaðið/Júlíus EFLAUST verður hægt að gera góð kaup á götumarkaðnum, sem hefst í dag í Kringlunni. Nýtt Morgunblaðið/Ámi Sæberg Dr. Metz heilsuskó- innlegg FYRIR nokkru hófst sala á svo- kölluðum Dr. Metz heilsuskóinn- leggjum hér á landi en þau eru þýsk að uppruna. í fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu Evris sem er með innflutning á vörunni seg- ir að þau séu ætluð til daglegra nota og virki best meðan gengið er á þeim. Innleggin eru bæði fyrir konur og karla. Þau eiga að koma meltingarstarfsemi í jafn- vægi, örva blóðrásina, draga úr álagi og þreytu í fótum og koma í veg fyrir bjúgmyndun. Auk þess er þeim ætlað að draga úr fót- kulda. Virkni þeirra kemur í ljós fjórum til fjórtán dögum eftir að farið er að nota innleggin. Meðal- ending er hálft annað ár og verð- ið 3.990 krónur. Innleggin fást í Sjónvarpskringlunni og hjá Sjón- varpsmarkaðnum. ÚTSÖLULOK í Kringlunni fimmtudag, föstudag og laugardag. Götumarkaður, vörurnar út á götu. Enn meiri verðlækkun! KRINGMN frá morgni til kvölds Rýmum fyrir nýjum vörum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.