Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Golli ÞRJÁR framleiðslustöðvar verða starfræktar hjá Granda hf. á meðan á loðnufrystingu stendur og eru þær allar tilbúnar til móttöku. I gær fór fram prufukeyrsla og er þess vænst að vinnslan geti hafist af krafti fyrir helgi. Hrognafylling í loðnunni í 16% Loðnufrysting á Japan hófst í frysti- húsum og skipum fyrir austan í nótt LOÐNUSKIPIN voru eitt af öðru að fylla sig í gær skammt undan landi, rétt við Ingólfshöfða og var hrogna- innihald loðnunnar þá komið í 16%. Byijað var að vinna við loðnufryst- ingu fyrir Japansmarkað fyrir austan í nótt þegar fyrstu skipin komu að landi með afla gærdagsins, en eins og fram hefur komið, krefiast Japan- ir 15% hrognainnihalds loðnunnar. Fá ioðnuna við Ingólfshöfða „Við ætluðum að vera löngu byrj- aðir að frysta á Japan, en svo kom bakslag í þetta og hrognaprósentan var ekki nógu há í loðnunni, sem skipin voru að fá við Papey og Stokksnesið. Við frystum að vísu 150 tonn á Japan um síðustu helgi af Jóni Kjartanssyni og Guðmundi Ól- afi, sem þeir fengu við Hornafjörð, en nú þurfa skipin að fara alveg suður að Ingólfshöfða til að ná í 15% hrogna loðnu," sagði Benedikt Jó- hannsson, verkstjóri hjá Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar hf. Að sögn Benedikts landaði Hólma- borgin SU loðnu til bræðslu af eystra svæðinu í gærmorgun. Hinsvegar var von á Siglu SI til Eskifjarðar milli klukkasn 3 og 4 í nótt með loðnu af svæðinu við Ingólfshöfða. „Eg á fastlega von á því að frystingin geti hafíst af krafti í nótt þegar Sigla kemur. Við eigum svo von á því að veiðamar geti gengið þokkalega hjá Jóni Kjartanssyni og Guðmundi 01- afi, sem báðir eru komnir á miðin undir Ingólfshöfða. Þeir gætu þá landað hjá okkur í dag eða kvöld.“ Mikil og átulaus loðna á ferðinni „Við vorum að fiska loðnu og það mikið af henni. Við byijuðum á því að dæla beint úr nótinni hjá okkur yfir í frystiskipið Sigli SI, sem fryst- ir loðnu um borð. Svo fylltum við okkur í fjórum köstum upp við Ing- ólfshöfðann og emm á leið í land. Um það bil tíu skip voru að veiðum þarna og voru þau öll að fá góðan afla. Margir eru á leið í land og hin- ir fara á eftir. Það er mokveiði þarna,“ sagði Hörður Magnússon, stýrimaður á Siglu SI, í samtali við Verið í gær. Að sögn Harðar, hefur loðnuflot- inn að undanförnu haldið sig út af Hvalsnesinu, sunnan við Papey. „En loðnan þar er bæði smærri og ekki hæf á Japan. Sú loðna, sem við erum með núna, er orðin alveg átulaus og lítur mjög vel út. Mér kæmi það ekki á óvart ef loðnufrysting á Japan færi af stað strax í nótt. Það verður allavega á allra næstu klukkutímun- um. Svo mikið er ljóst. Við munum að minnsta kosti landa þessum farmi í frystingu á Eskifirði. Það er mikil loðna þarna á ferðinni. Veiðamar lofa góðu enda eru menn alltaf að finna meira og meira." Bræðslurnar liggja á tómum tönkum Hörður bjóst við að Sigla yrði fjórt- án tíma frá loðnumiðunum til hafnar á Eskifirði. „Það munar um hvern daginn sem líður úr þessu. f fyrradag var loðnan út af Homafirði og nú er hún suður af Ingólfshöfða þannig að það er mikil ferð á henni. Hún er að komast í sitt hefðbundna gönguhorf. Það eina, sem skyggir á, er að vandræði eru með að losna við loðnu í bræðslu. þar sem fiski- mjölsverksmiðjumar væm að geyma pláss fyrir hænginn þegar verður farið að frysta. Bræðslurnar liggja á tómum tönkum og tíma ekki að setja í þá því þær vilja hafa tankana til- búna fyrir „karlinn" þegar farið verð- ur að frysta á Japan.“ Ekkert verður stoppað fyrr en yfir lýkur „Ég held að það fari að styttast í frystinguna og væri reyndar ekki hissa þótt hún byijaði af krafti hjá okkur þegar líða tekur nær helginni. Nú er allt orðið tilbúið fyrir móttök- una, en undirbúningur hefur staðið yfir síðan í haust. Við emm ekkert byijaðir að frysta ennþá ef undan er skilin prafukeyrsla, sem fram hef- ur farið skv. væntingum," segir Sva- var Svavarsson, framleiðslustjóri hjá Granda hf. Við loðnufrystingu hjá Granda verða starfandi um 220 manns sem ráðnir hafa verið á síð- ustu dögum. „Við emm með síma- númer hjá öllu þessu fólki og hringj- um einfaldlega út þegar það má byija að frysta. Þá verður skellt á vöktum og vonandi ekkert stoppað fyrr en yfir lýkur. Það er bara veðrið og aðrar ytri aðstæður, sem geta komið í veg fyrir það. „Við eram að vonast til þess að frysta meira magn en í fyrra. Við frystum þijú þúsund tonn í fyrra og vonumst við til að fara í ijögur þúsund tonn nú.“ Japanir að tínast til landsins Svavar sagði að sér virtust samn- ingaviðræður við Japani vera á loka- stigi. „Það era ákveðnir aðilar úti í Japan sem kaupa yfírleitt af okkur og á þeim nótum er þetta hjá flestum öðram stöðvum, sem frysta loðnu. Japönsku kaupendurnir hafa verið að tínast til landsins í gær og í dag, en þeir hafa þann háttinn á að vera við frystinguna á meðan á henni stendur. Þeir eru að fylgjast með, taka prufur og smakka. Þetta era mjög sérstök viðskipti, sem eiga sér stað við Japanina að því leytinu til að þeir koma á staðinn til að sjá hvað þeir era að kaupa.“ Þrír jap- anskir kaupendur verða hjá Granda næstu vikurnar sem skipta sér niður á þær þijár framleiðslustöðvar, sem verða í gangi á vegum Granda,“ seg- ir Svavar. Innanríkisráðherra Suður-Kóreu segir af sér Mútumál gæti orðið stjórninni að falli Seoul. Reuter. KIM Woo-suk, innanríkisráðherra Suður-Kóreu, varð í gær fyrsti ráð- herra landsins til að segja af sér vegna mútumáls, sem talið er að nokkrir af samstarfsmönnum Kims Young-sams forseta séu viðriðnir. Lee Soo-sung forsætisráðherra gaf til kynna að hann væri einnig reiðu- búinn að láta af embætti og ijöl- miðlar töldu að spillingarmálið yrði allri stjóminni að falli. Saksóknarar hafa yfirheyrt inn- anríkisráðherrann vegna gruns um að hann hefði þegið mútur til að greiða fyrir háum lánum til Hanbo- samsteypunnar áður en hún varð gjaldþrota 23. janúar. Hann hefur þó ekki verið ákærður. Saksóknararnir hafa einnig yfir- heyrt Hwang Byung-tai, formann Qárlaga- og efnahagsnefndar þingsins. Hwang .og innanríkisráð- herrann era á meðal helstu banda- manna Kims forseta og áttu stóran þátt í því að tryggja honum forseta- embættið árið 1993. Áhrifamenn handteknir Einn af helstu samstarfsmönnum forsetans, Hong In-gil, var hand- tekinn á þriðjudag vegna málsins og einnig Chung Jae-chull, áhrifa- mesti maður stjórnarflokksins á eftir forsetanum og flokksformann- inum. Þeir hafa báðir verið ákærðir fyrir að hafa þegið mútur til að greiða fyrir lánunum til Hanbo. Innanríkisráðherrann er þriðji ráðherrann sem lætur af embætti vegna spillingarmála á tæpu hálfu ári. Fréttastofan Yonhap sagði að öll ríkisstjórnin gæti þurft að segja af sér áður en rannsókn málsins lyki. Stofnandi Hanbo, Chung Tae- soo, og tveir bankaráðsmenn hafa einnig verið handteknir vegna máls- ins. „Hanbo-hneykslið hefur varpað ljósi á spillt samband stjórnmála- og fjármálamanna í landinu," sagði stjórnarerindreki í Seoul. Akrópólis- hæð lokuð FERÐAMENN sem hugðust skoða fornminjaraar á Akró- pólis-hæð í Aþenu, komu að lukt- um hliðum í gær. Starfsmenn menningarmálaráðuneytisins gríska hófu í gær verkfall til að krefjast hærri launa og afleiðing- ar þess era þær að fjölmargir merkisstaðir eru Iokaðir, m.a. Akrópólis-hæð, en hún er fjöl- sóttasti ferðamannastaður í Grikklandi. Kúgunin í Burma eykst London. Reuter. PÓLITÍSK kúgun og mannréttinda- brot voru meiri í Burma á síðasta ári en um margra ára skeið eða síðan herstjórnin bældi niður mót- mæli almennings seint á síðasta áratug. Kom þetta fram í yfírlýs- ingu frá Amnesty International. I yfirlýsingunni sagði, að 2.000 manns hefðu verið handtekin á síð- asta ári fyrir að krefjast mannrétt- inda og stjórnarandstæðingar væru skipulega ofsóttir. „Síðasta ár var það versta í Burma frá 1990 og þar miðar öllu aftur en ekki fram,“ sagði í yfirlýs- ingunni. Þar er minnt á að Aung San Suu Kyi hefur hvað eftir annað verið neitað um að fá að yfirgefa heimili sitt, þrátt fyrir að hún hafi verið látin laus úr stofufangelsi í júlí 1995. Reuter Áhrif ósongatsins yfir Suðurskautslandiuu Fábrotin dýr afmyndast vegna geislunar Palmer-stöðinni, suðurskautinu. Reuter. ÁHRIFA útfjólublárrar geislunar virðist farið að gæta hjá dýralífi á suðurskautssvæðinu þar sem geislun er óvenjumikil vegna ósongatsins í fjóra mánuði á ári hveiju. Fóstur krossfiska bera einkenni afmyndunar og drepast áður en eggin klekjast út. ígulker hætta hrygningu og dæmi er um jurtir sem myndað hafa sérstaka vörn gegn útfjólublárri geislun. Vísindamenn velta því fyrir sér hvort afmyndun plantna og fá- brotinna dýra af völdum óson- gatsins sé aðeins forsmekkurinn og síðar komi að sjálfri mann- skepnunni. Rannsóknir bandarískra vís- indamanna í Palmer-stöðinni á Anvereyju við Suðurskautslandið hafa leitt í ljós, að einfaldar dýra- tegundir sýna einkenni af- myndunar af völdum útfjólublárr- ar geislunar. Á það við um svif- dýr og lindýr, sem dýr ofar í fæðukeðjunni nærast á. Enginn þorir að segja til um áhrif þessa, svo sem á hvali sem lifa á svifdýr- um og sjófugla sem lifa á skel- fiski. Líffræðingar hafa komist að því, að fóstur sæsnigla og ann- arra hryggleysingja vaxa óeðli- lega og afmyndast er þau lenda í „steypibaði“ útfjólublárra geisla á vorin. Svífa lirfur í yfirborðslagi, hafsins í milljónatali þar sem þær eru auðveld bráð dýra - og geisl- unar. Fullvaxin virðast dýrin ekki verða fyrir áhrifum útfjólubláa ljóssins þar sem þau lifa á miklu meira dýpi. Búa til eigin vamir Sumar lífverur á suðurskauts- svæðinu hafa brugðisl við geislun- inni af eigin rammleik og jafnvel myndað varnir gegn henni. Dæmi þess efnis er svonefnd perlujurt sem byrjað hefur á því að fram- leiða sérstakt litarefni til að veija sig, og komið hefur í ljós, að nokk- ur lindýr framleiða nú kjarnsýru sem drekkur í sig útfjólubláa geisla og virðist veija dýrin með sama hætti og sólkrem.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.